Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 64
64 ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRETTUM VALLI í hópi Fræbbblaaðdáenda. Fræbblarnir að lifna við Ahrif pönks- ins eru víða ►VALGARÐUR Guðjónsson, söng'vari Fræbbblanna, hélt upp á fertugsafmælið sitt á Gauknum sl. laugardagskvöld. Af því tilefni spil- aði hljómsveitin fyrir afmælisgesti og tók svo nokkur lög til viðbótar rétt fyrir lokun, viðstöddum til ómældrar ánægju. Bráðlega mun sveitin hins vegar eiga heilt kvöld út af fyrir sig á Gauknum þar sem þeir ætla að spila í fullri alvöru, að sögn Valgarðs. Annars lagði pönksveitin Fræbbblarnir upp laupana upp úr 1983. Fyrir tveimur og hálfu ári gáfu þeir svo út plötu og hafa verið að spila af og til sfðan. Valgarður segir stemmninguna hafa verið fína þann stutta tíma sem tónleikarnir stóðu, og að hann hafi séð í salnum margt fólk sem hann kannaðist við frá tón- leikum í gamla daga. - Hvernig er staða pönksins í dag? Er það á uppleið? „Er þetta ekki runnið mikið sam- an? Mér heyrist áhrifin frá pönkinu komin ansi víða, þegar ég heyri í þessum hljómsveitum sem krakk- arnir hlusta á í dag. Pönkið er ekki John Hannah í Rennihurðum Maðurinn með skoska hreiminn SKOSKA leikaranum John Hannah virðist í lófa lagið að vekja hrifningu áhorfenda hvort sem það er í brúð- kaupum, jarðarfórum eða neðanjarð- arlestum. Hann olli sannkölluðu ljóðafári eftir hjartnæman lestur ljóðsins Stöðvið klukkurnar eða „Stop All the Clocks“ eftir W.H. Au- den í myndinni Fjögur brúðkaup og jarðarfór. Eitt helsta einkenni Hannah er skoski hreimurinn. „Eg botna eigin- lega ekkert í því af hverju ég fékk hlutverk í Fjórum brúðkaupum; ég talaði með hreim verkamanna í Glas- gow innan um allt þetta þotulið," segir hann. „En þessi ráðstöfun Mi- ke Newell opnaði fyrir mér margar hurðir. Aður hafði fólk beðið mig um að breyta hreimnum í enskan þegar ég fór í leikprufur en skyndilega mætti ég í viðtöl og það sagði: „Guð, ég elska hreiminn þinn.“ Nýjasta mynd Hannah Renni- hurðir eða „Sliding Doors“ hefur fengið góðar viðtökur og fékk mynd- in evrópsku kvikmyndaverðlaunin fyrir besta handrit. En það var ekki síst fyrir tilstuðlan Hannah að myndin varð að veruleika. Fjár- mögnun myndarinnar hafði hrunið í höndunum á leikstjóranum Peter Islenski myndbandalistinn GAMLA kyntröllið Harrison Ford og Anne Heche í myndinni Sex dag- ar, sjö nætur. Sex dagar, sjö nætur og fjórar vikur ►SPENNUMYNDIN Sex dagar sjö nætur hefur verið fjórar vikur í efsta sæti yfír vinsælustu mynd- böndin á Islandi, að því er fram kemur á lista Myndmarks. Tvær nýjar myndir ná inn á listann og eru það gamanmyndirnar Mafia! og „I Got the Hook Up“. Annars eru litlar hræringar á listanum og helst að myndir hafi sætaskipti. Myndin Vinarbragð eða „Vild Spor“ sem tekin er á íslandi og framleidd að hluta til af íslensku kvikmyndasam- steypunni er í atjánda sæti aðra vikuna í röð. Á næsta lista má búast við meiri hreyfingu þegar myndir á borð við „The Avengers" og Ráð- gátur koma út. Nr. var vikur Mynd Útgefandi Tegund 1. 1. 4 Six Days Seven Nights SAM myndbönd Gaman 2. 2. 3 Senseless Skifan Gaman 3. 5. 5 Sliding Doors Myndform Gaman 4. 4. 4 Godzillo Skífan Spenna 5. 9. 2 Hope Floots Skífan Drama 6. NÝ 1 Mafid SAM myndbönd Gaman 7. 6. 8 Mercury Rising CIC myndbönd Spenna 8. 3. 3 Wrongfully Accused SAM myndbönd Gaman 9. 7. 6 Red Corner Warner myndir Spenna 10. NÝ 1 1 Got the Hook Up Skífan Gaman 11. 8. 7 Lethal Weapon 4 Warner myndir Spenno 12. 11. 5 He Got Game Bergvík Drama 13. 10. 6 Object Of My Affection, The Skífan Gaman 14. 12. 5 Phantoms Skífan Spenna 15. 14. 9 Gty Of Angeis Warner myndir Drama 16. 13. 8 Big Hit, The Skífan Spenna 17. 15. 2 Substitute 2 SAM myndbönd Spenna 18. 18. 10 Man Who Knew Too Little Warner myndir Gaman 19. 16. 2 Vild Spor Hóskólabíó Spenna 20. - 10 U.S. Marshals Warner myndir Spenna 1111 i‘i ■ i 1111111111111 ii 11 iim m m n TROMMARINN Stefán Karl Guðjónsson var í miklum ham. Howitt og sagði Hannah frá þeim leiðu málalokum á fundi með kvik- myndagerðarmanninn Sidney Pollack. Pollack vildi óður og upp- vægur fá að lesa handritið og varð svo hrifinn að hann bauðst til að fjár- magna myndina og verja fimm sinn- um meira í hana en upphaflega hafði verið áætlað. „Mér fannst handrit Petes vera byggt á snilldarhugmynd og hlut- verkið var nýtt fyrir mér. Myndin er vissulega í svipuðum flokki og Fjögur brúðkaup en að þessu sinni var gamanleikurinn mefra á mínum herðum. Eg hef aldrei fengist við erfiðara hiut> verk. Eins og í lífinu sjálfu er alltaf erfíð- ara að vera niður- di’eginn en ánægður. Og það er virkilega erfitt að vera ánægður og brosa út að eyrum í töku átján. Þá vildi ég heldur gráta úr mér augun hvenær sem væri.“ Hannah gerir mikið af því að horfa á kvikmyndir heima hjá sér. „Það er óneitanlega skondið að við höfum allt aðra mælistiku á þær myndir sem við viljum leika í en þær sem við vilj- um horfa á,“ segir hann. „Maður ætl- ar sér upphaflega að horfa á þríleik Kieslowskis í sófan- um heima hjá sér en endar á því að horfa á Con Air.“ VINSÆLUSTU MYNDBÖNDIN A ISLANDI lengur jafn langt út frá miðjumii og það var í gamla daga. Pulp og aðr- ar hljómsveitir sem hafa verið vin- sælar undanfarin tvö ár eru býsna pönkaðar." - Þannig að strákunum þínum þremur fínnst bara fíott að eiga pabba í pönkhljómsveit? „Já, þeir voru allir í afmælisveisl unni og líkaði bara vel.“ MYNDBOND Áströlsk rómantík Ástarhótelið (Hotel de Love) II6 in a n t f s k gaman m.ynd ★★★ Framleiðsla: Michael Lake og David Parke. Handrit og leikstjórn: Craig Rosenberg. Kvikmyndataka: Stephen Windon. Tónlist: Brett Rosenberg. Aðalhlutverk: Aden Young, Saffron Burrows og Simon Bossel. 92 mín. Áströlsk. Háskólabíó. Öllum leyfð ÁSTRALIR hafa lengi verið dug- legir að framleiða kvikmyndir og frá þeim koma oft skemmtilegar myndir sem veita mótvægi við meg- instraumana frá Hollywood. „Hotel de Love“ er mjög gott dæmi um vel heppnaða gaman- mynd sem er al- veg á skjön við það sem íslenskir gamanmyndagláparar eiga að venjast. Persónusköpun er innilega fáránleg, atburðarásin út í hött og sviðsmyndin hreinlega súrrealísk. Allt gengur þetta ótrúlega vel sam- an og útkoman er drepfyndin og rómantísk í senn. Leikur og tækni- vinna er til fyrirmyndar, en það sem skarar framúr er vel skrifað og skemmtilegt handrit og mynd sem skilur mann eftir fullvissan um að allir sem unnu við myndina hafi skemmt sér konunglega. Guðmundur Ásgeirsson ----.....— Gáfaður gaukur Paulie (Paulie) G a in a n / t'jölskylduinynd ★★★ Framleiðsla: Mark Gordon og Gary Levinsohn. Leikstjórn: John Roberts. Handrit: Laurie Craig. Kvikmynda- taka: Tony Pierce-Roberts. Tónlist: John Debney. Aðalhlutverk: „Polie“, Gena Rowlands og Tony Shalhoub. 88 mín. Bandarísk. Háskólabíó, janú- ar 1999. Öllum leyfð MARGIR páfagaukar geta talað, en Paulie er sá fyrsti sem gerir það af nokkru viti. Þetta er barna- og fjölskyldumynd sem vekur óvenju djúpar pælingar, s.s. hvað er það sem skilur menn frá öðrum dýrum og hvað er það sem málgáfunni fylgir. Handritið er vel hugsað og skemmtilega skreytt góðum og mjög vel leiknum persónum, þótt flestar séu þær einfaldar. Gaukur- inn gáfaði er sérlega vel unninn og vel skrifaður. Eins er talsetningin mjög skemmtileg og drepfyndin á köflum, þótt margir brandararnir fari sjálfsagt fyrir ofan garð og neðan hjá þeim yngstu. Þrátt fyrir það er „Paulie“ frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna, því allir ættu að geta fundið í henni eitt- hvað við sitt hæfi. Guðmundur Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.