Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 59 BREF TIL BLAÐSINS Ritfregn Þátttakendur á fyrsta kvennaskákmóti Hellis. Tveir jafnir á Skák- þing-i Reykjavíkur Ingibjörg Edda Birgisdóttir teflir við Þorbjörgu Lilju Þórsdóttur. Frá Örnólfí Thorlacius: STYRJALDARÁRIN á Suðurlandi eftir Guðmund Ki’istinsson. Ár- nesútgáfan, Selfossi 1998: Hér er þarft verk komið út. Ár síðari heimsstyrjaldar mörkuðu á margan hátt tímamót í sögu okkar Islendinga og um þau hefur að von- um margt verið skráð. Fátt hefur þó verið fært í letur um umsvif her- veldanna á Suðurlandi. Bókin kem- ur auk þess út á réttum tíma. Hulu stríðsleyndar hefur verið flett af flestum skjölum í erlendum söfnum er snerta þennan tíma og enn eru margir þátttakendur hildarleiksins ofan moldar. Hvort tveggja hefur höfundur bókarinnar fært sér í nyt. Hann sótti gögn í erlend skjalasöfn, einkum Þjóðskjalasafn Breta, Pu- blic Record Office, og í íslensk skjala- og bréfasöfn. Auk þess hefur Guðmundur, með bréfaskriftum og persónulegum kynnum, sótt heim- ildir til fjölda manna sem hér koma við sögu, breskra, bandarískra og kanadískra hermanna sem landið vörðu og þýski'a fjenda þeirra, sem og íslendinga. Hygg ég að ekki séu önnur rit íslensk sem til þessa hafa komið út um síðari heimsstyrjöld betur studd heimildum. Fjarri fer því samt að bókin sé þurr upptalning staðreynda. Guð- mundur skrifar lipran stíl og krydd- ar frásögnina víða skemmtilegum sögum um samskipti heimamanna við hernámsveldin. Grípum til dæm- is niður á bls. 105, þar sem greint er frá afskiptum breskra hermanna af skotveiðimönnum. Einn slíkur var fangaður og rekinn með byssu- stingjum inn í breskar herbúðir þar sem yfirmaður tók á móti honum. Sá mælti: „Geta þessir andskotar ekki séð, að þetta er veiðibyssa? Hvort viltu romm eða viskí?“ Marg- ir árekstrar heimamanna og her- manna virðast hafa verið leystii- á svipaðan hátt. Sjálfsagt hefur það farið framhjá fleirum en mér að Bretar freistuðu þess að leggja frá flugvellinum á Kaldaðarnesi göngubrú yfir Ölfusá sem orðið hefði lengsta brú á land- inu, hengibrú á tuttugu stöplum. Ekki tókst betur til en svo að brúin t*Á HAFA borgaryfirvöld sam- h.Vkkt í samráði við menningarmála- i'áðherrann að byggt skuli tónlistar- hús, ráðstefnuhús og hótel við Reykjavíkurhöfn. Ekki hefur kom- ið fram hvert sú starfsemi sem fyrir er þar sem byggingarnar munu Hsa, svo sem Faxamarkaður, verði flutt. Eflaust bara nógu langt, ekki verður hægt að bjóða tónlistarunn- endum, ráðstefnufólki og hótelgest- um upp á lykt af físki, eða hvað? Það er ekki langt síðan að hafnaryf- U"völd - eflaust með borgarstjórann 1 broddi fylkingar, alltént er hún í hafnarstjórn eins og kunnugt er af fréttum - hafnað að Jón Ásbjörns- s°n fiskverkandi mætti selja hús sín «1 verslunarrekstrar. Búð er ekki nógu hafnvæn, var sagt. Örfáum vikum síðar kemur í ljós að konsert- ar, ræður og gistihús eru það. Það ei-u ekki nema nokkur hundruð nietrar þarna á milli. Þó er einn sá rnunur sem geta verður um. Þar sem til stóð að breyta fískverkunar- húsi í þúð er svæðið þar næst mest notað fyrir túrista og tívolí. Þar sem menningin mun ryðja burt annarri starfsemi er einn helsti físklöndun- arkaji borgarinnar. Hann skal burt. Hitt er annað og vekur jafnvel ámóta furðu. Hvers vegna ekki uppi á Melum? Þar er Hótel Saga, þar er Háskólabíó og eflaust væri hægt að koma þar fyrir öllu því sem til stendur að byggja í stað venjulegr- ar hafnarstarfsemi fyrir mun lægri fjárhæðir og án þess að ryðja burt liðaðist í sundur undan ísreki í ánni og hrundi síðla árs 1942 áður en smíði hennar var lokið. í bókinni er fjöldi ljósmynda sem fáar hafa fyrr komið fyrir margra sjónir og er að þeim mikill fengur. Eg hefði glaður gefíð andvirði bók- arinnar fyrir þær einar og skýring- ar með þeim. Við bætast kort sem sum era frá herjum bandamanna en önnur hefur höfundur dregið. I lokakafla bókarinnar greinir Guðmundur Kristinsson frá afdrif- um ýmissa herflokka og hermanna sem sendii- voru frá Suðurlandi tii þátttöku í innrásinni í Normandí og sókninni inn í Þýskaland. Á bak við þennan kafla hlýtur að liggja vera- leg rannsóknavinna. Bókargagnrýnandi verður að sjálfsögðu að fínna eitthvað að bók- inni, þó ekki væri nema til þess að sanna að hann hafi lesið hana. Stað- reyndavillur fínn ég fáar. Eg sætti mig þó ekki við „... Bren-byssu, stóran riffíl á þrífæti“ (bls. 101). Þetta er enginn riffill, heldur létt vélbyssa og þótti með bestu vopn- um sinnar gerðar í síðari heims- styrjöld. Höfundur gerir sjálfsagt rétt þegar hann lætur óþýdd eða um- skrifar að íslenskum rithætti heiti á ýmsum flokkum og deildum herja - platoon, battalíon, kompaní, Staffel, Luftflotte o.s.frv. Annað hefði verið illvinnandi. En ég sætti mig illa við „offíseri“. Liðsforingi er gott og gilt íslenskt orð. Frágangur er góður og myndir skýrar og vel prentaðar. Prentvillur fann ég fáar og engar meinlegar. Bókin er í heild vel skrifuð og geymir mikinn fróðleik sem hvergi hefur áður birst á íslensku - og sjálfsagt margt hvergi á prenti á nokkru tungumáli. Bókin ætti að vera til sem heimildarrit í sagn- fræði í bókasöfnum allra fram- haldsskóla og raunar mæli ég með henni við alla íslendinga sem vilja kynnast þessum umbrotatímum í sögu okkar. Hafi Guðmundur Ki'istinsson þökk fyrir vel unnið starf. því sem mér þykir vera ein helsta menning þessarar þjóðar, það er fískur og það sem honum fylgir. Það er jú fisksins vegna sem við höfum efni á að eyða milljörðum í menn- ingahús. Eða höfum við kannski ekki efni á því þegar upp er staðið? Áður en allt verður endanlega ákveðið legg ég til að borgarstjór- inn og menningarmálaráðherrann hringi í allt það fólk sem bíður þess að komast í læknisaðgerðir, það er fólkið á biðlistunum, og spyrji hvort það vilji á undan, lækningu eða konserthús. Eins er hægt að spyrja hvort eldri borgarar séu sáttir við sitt hlutskipti nú í upphafi árs aldr- aðra. Ég hef velt því fyrir mér og verð að segja eins og er að ég iðrast að hafa kosið Reykjavíkurlistann. Það verður að muna að þegar R- listinn komst fyrst til valda var það ekki síst vegna gagnrýni á bygg- ingu Ráðhúss og Perlu. Ég endur- tek, byggingu tveggja húsa sem fólk var ekki sammála um hvort rétt hafi verið að byggja. Nú er borgin að setja milljarða í menningu og menn- ingarhús. Þess vegna er ég í vafa, kaus ég rétt? Ég umgengst fjölda fólks sem rétt eins og ég kaus R- listann þar sem við vildum breyt- ingar; þær hafa ekki orðið. Umræð- an og áhugi þeirra sem við kusum virðist einangrast við listir og menningu. Það er að sjá sem kjörn- ir fulltrúar sjái ekkert annað. BIRGIR HÓLM BJÖRGVINSSON, stjórnarmaður í Sjómannafélagi Reykjavíkur. SKAK Tal'lfélag Reykjavík- u r, F a x a f e n i 12: SKÁKÞING REYKJAVÍKUR Þefr Jón Viktor Gunnarsson og Sigurbjörn Björnsson era jafnir og efstir á Skákþingi Reykjavíkur fyrir síðustu umferðina á miðviku- dagskvöld. SIGURBJÖRN Björnsson úr Hafnarfirði hefur nú náð Jóni Viktori Gunnarssyni að vinningum á Skákþingi Reykjavíkur og eru þeir með 9 vinninga þegar ein um- ferð er eftir. Þetta er mjög hátt vinningshlutfall og kemm' árangur Jóns Viktors ekki á óvart enda er hann núverandi Reykjavíkur- meistari. Sigurbjörn er hins vegar að ná sínum langbesta árangi'i og virðist ekkert há honum að hann er orðinn mjög öflugur í félags- málum skákhreyfíngarinnar. Einungis þessir tveir eiga möguleika á sigri á mótinu. Bragi Þorfínnsson er einn í þriðja sæti með TA vinning. Helstu úrslit í 10. umferð urðu þessi: Jón V. Gunnarsson - Hrafn Loftsson '/t-'A Tómas Björnsson - Sigurbjöm Bjömsson 0-1 Þorvarður F. Ólafss. - Helgi E. Jónatanss. 0-1 Stefán Kristjánsson - Róbert Harðarson. 0-1 Páll Agnar Þórarinss. - Einar K. Einarss. 1-0 Bergst. Einarss. - Stefán Þ. Sigurjónss. 1-0 SigurðurDaðiSigfússon-ToríiLeósson 0-1 Sig. Steindórss. - Kristján Eðvarðss. '/t-'A Arnar E. Gunnarss. - Arngr. Gunnhallss. 1-0 Þegar ein umferð er eftir á mót- inu er röð efstu manna þessi: 1.-2. Sigurbjörn Björnsson, Jón Viktor Gunnarsson 9 v. 3. Bragi Þorfinnsson 7'Æ v. 4. -8. Tómas Björnsson, Páll Agnar Þórarinsson, Hrafn Loftsson, Róbert Harðarson, Helgi E. Jónatansson 7 v. 9.-15. Dan Hansson, Þorvarður F. Ólafsson, Torfi Leósson, Davíð Kjart- ansson, Jón Ámi Halldórsson, Berg- steinn Einarsson, Arnar E. Gunnars- son 6‘/z v. 16.-20. Kristján Eðvarðsson, Stefán Kristjánsson, Jóhann H. Ragnarsson, Einar K. Einarsson, Sigurður P. Stein- dórsson 6 v. 21.-33. Bjarni Magnússon, Sigurður Daði Sigfússon, Árni H. Kristjánsson, Jónas Jónasson, Stefán Þór Sigurjóns- son, Sveinn Þór Wilhelmsson, Olafur í. Hannesson, Helgi Egilsson, Amgrímur Gunnhallsson, Kjartan Másson, Ágúst Ingimundarson, Sigurður Ingason, Ei- ríkur Garðar Einarsson 5*/2 v. 34.—41. Guðni S. Pétursson, Rúnar Berg, Elí B. Frímannsson, Jóhann Ingvason, Kjartan Guðmundsson, Er- lendur Markússon, Guðjón H. Val- garðsson, Andrés Kolbeinsson 5 v. o.s.frv. Vegna frestaðra skáka liggur ekki fyrir röðun í síðustu umferð- ina. Áslaug Kristinsdóttir sigrar á fyrsta kvennamóti Hellis Fyrsta kvennamót Hellis var haldið 6. febrúar. Mótið var ágæt- lega sótt og vora þátttakendur 12. Margar okkar vh'kustu skákkonm' tóku þátt í mótinu, en einnig varð þetta mót til þess að skákkonur sem ekki hafa sést á mótum undan- farin ár tóku nú á nýjan leik þátt í skákmóti. Þetta átti bæði við um Áslaugu Kristinsdóttur og Þor- björgu Lilju Þórsdóttur. Þrátt fyrir að mótið væri injög sterkt náðu þær báðar góðum árangri og í lokin stóð Áslaug Kristinsdóttir uppi sem sigui-vegari, fékk sex vinninga í sjö umferðum. Mótið var bæði jafnt og spenn- andi. Það sem kom helst á óvart í sambandi við þátttökuna var hversu sterkt mótið var. Sem dæmi má nefna að núverandi ís- landsmeistari kvenna, Ingibjörg Edda Birgisdóttir, tók þátt í mót- inu, einnig Harpa Ingólfsdóttir, Reykjavíkurmeistari kvenna 1998, auk þess sem Áslaug Kristinsdótt- ir hefur þrívegis orðið íslands- meistari kvenna í skák. Það var því vart við öðru að búast en að ýmsar skákkonur af yngri kyn- slóðinni yrðu að sætta sig við færri vinninga en þær eru vanar á kvennamótum. Sigur Áslaugar Kristinsdóttur kom eftir mikla baráttu og í 2.-3. sæti höfnuðu þær Harpa Ingólfs- dóttir og Ingibjörg Edda Birgis- dóttir með 5Vz vinning. Eftir stiga- útreikning reyndist Harpa vera í 2. sæti með hálfu stigi meira en Ingibjörg Edda. Þorbjörg Lilja Þórsdóttir hafnaði í fjórða sæti með 5 vinninga. Urslit urðu ann- ars sem hér segir: 1. Áslaug Kristinsdóttir 6 v. 2. Harpa Ingólfsdóttir 5‘/2 v. 3. Ingibjörg Edda Birgisdóttir 5'A v. 4. Þorbjörg Lilja Þórsdóttir 5 v. 5. Margrét Jóna Gestsdóttir 4 v. 6. -7. Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir og Þórey Þorgilsdóttir 3!4v. o.s.frv. í tilefni af því að þetta var fyrsta kvennamótið sem Taflfélag- ið Hellir heldur, þá fengu allir þátttakendur skákbækur að gjöf auk þess sem veittir voru verð- launapeningar fyrir þrjú efstu sætin. Skákstjórar voru Gunnar Björnsson og Daði Öm Jónsson. Taflfélagið Hellh' hyggst halda áfram að stuðla að aukinni þátttöku kvenna í skák með því að bjóða upp á sérstök kvennaskákmót. Næsta slíka mót er Kvennameistaramót Hellis sem verður haldið sunnu- daginn 28. febrúar kl. 13. Daði Örn Jónsson Margeir Pétursson mbl.is Skattaþjónustan ehf. - framtalsaðstoð Nýtið ykkur áratuga reynslu undirritaðs í skattamálum. Einstak- lingar greiða eitt gjald og fá skattalega ráðgjöf allt árið í kaup- bæti. Gott er að eiga hauk í horni á þessum óvissutímum enda- lausra tilboða um fjárfestingar og gylliboð. Mistök geta orðið mönnum dýr. Undirritaður mun reyna að koma í veg fyrir að þér hlekkist á í okkar flókna fjármálaumhverfi. Tímapantanir og frestsbeiðnir í síma 568 2828. Bergur Guðnason hdl.- Skattaþjónustan ehf. Suðurlandsbraut 52, Reykjavík (bláu húsin). ÖRNÓLFUR THORLACIUS, Bjarmalandi 7, Reykjavík. Konsertar á kajan- um en ekki kjörbúð Frá Birgi Hólm Björgvinssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.