Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 51 VALÝ AGUSTSDOTTIR + Valý Þorbjörg Ágústsdóttir fæddist í Reykjavík 23. júní 1904. Hún lést í Reykjavík 20. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey. Valý Ágústsdóttir amma mín var dóttir Halldóru Halldórsdótt- ur og Ágústs Bene- diktssonai- bryta. For- eldrar hennar kynntust þegar þau voru við nám í Kaupmannahöfn. Faðir hennar lærði mublusmíði en móðir henna fatasaum. Ágúst vann ekki við smíð- arnar þar sem hann var veikur í lungum og þoldi illa rykið. Foreldrarnir hófu veitingarekstur í Reykjavík og ráku matsölu á þrem- ur stöðum í bænum. Þetta þóttu góð- ir og virtir matsölustaðir á sínum tíma. Um nokkurt skeið bjuggu þau þar sem Fjalakötturinn vai-, elsta kvikmyndahús Islands í Aðalstræti sem skammsýn borgaryfirvöld létu rífa ekki fyrir löngu. Amma fæddist í Ingólfsstræti 6. Hún ólst upp í ást- ríki foreldra sinna og gekk í barna- skóla hjá nunnunum í Landakoti. Það var fyrirmyndarskóli sem kaþ- ólikkar ráku og starfrækja enn. Þar var alltaf töluð danska og boðið upp á góða alhliða menntun hjá hinum hjartahreinu nunnum. Amma bjó alla ævi að þeim grundvelli sem þar var lagður í upphafi aldar í Reykja- vík og minntist nunnanna alltaf síðan með hlýhug og virðingu. _ Valý amma giftist árið 1926 Helga Olafssyni kennara. Þau höfðu verið kærustupar um nokkurt skeið. Amma sem fór að öllum hlutum skynsamlega vildi ekki rjúka í hjóna- band heldur gerði það að skilyrði að unnustinn væri búinn að draga ýmis- legt í búið eins og húsgögn og nauð- synlegustu áhöld áður en þau létu gefa sig saman. Amma las og talaði dönsku sem var henni gluggi út í víð- ari menningarheim en henni bauðst á langri lævi á Sauðárkróki, Akur- eyri og Reykjavík. Hvort það voru foreldrarnfr eða nunnurnar sem kenndu henni bænirnar og faðirvorið veit ég ekki, en hún leitaði traust í bæninni hvern dag um langa ævi. Segja má að þar hafi hún fengið styrkinn sem lýsti af henni og hún gaf af hverjum sem þiggja vildi. Þegar amma var lítil stúlka við upphaf þessarar aldar var lífíð ekki eins sjálfsagt og læknavísindin ekki jafn þróuð og nú. Dauðinn gat verið fylgifiskur kvilla sem í dag þykja smávægilegir og dauðinn sveifalði ljá sínum óvægilega meðal ástvina ömmu. Bamadauðinn var mikill og fjögur systkini ömmu létust í æsku. Móðir ömmu fór með starfsstúlkur tvær úr matsölu sinni og rak veit- ingarekstur á Siglufirði. Það sumai- veiktist hún alvarlega í hálsi. Það kom í hlut ömmu að fylgja móður sinni fársjúkri um langan leið á strandferðaskipi til Reykjavíkur til þess að koma henni undir læknis- hendur á Landakotsspítala. Móðirin sem ekki var gömul hafði fengið ki-abbamein eða berkla í hálsinn og var þá orðin svo veik að hún var rúmföst og þoldi ekkert annað en fljótandi fæðu. Þetta voru erfíðir tímar fyrir ellefu ára gamalt barn. Amma sagði frá því að þegar skipið gerði stans á Isafirði þá hafi hún far- ið upp í bæinn og leitað hús úr húsi til þess að reyna að fá keyptan tnjólkurdreitil handa móður sinni. Ágúst pabbi ömmu starfaði þá sem hofmeistari á millilandaskipum eða bryti og var víðsfjarri. En þegar skipið kemur til Reykjavíkur þá heyrir amma á tal manna sem tala dönsku að skip fóður hennar sé í höfn og getur hún gert honum við- vart. Hann gat því verið með konu sinni þegar hún lá banaleguna á Landakoti. Hann lést sjálfur úr spönsku veikinni árið 1918 í ferð í Halifax í Kanada og er þar grafinn. Æskuheimilið var leyst upp, ömmu og bræði'um hennar var kom- ið til vandlausra. Tveimur bræðrum hennar, Matthíasi og Ólafi, var komið í fóstur á Siglufirði og Húbert bróður hennar var komið í fóstur á Akra- nesi. Faðir ömmu hafði gengið frá því fyrir lát sitt að séra Hálfdán Guðjónsson prófastur á Sauðárkróki, sem þá var vígslubiskup á Norðurlandi yrði fjár- haldsmaður hennar. Séra Hálfdán hafði af einhverjum ástæðum kostað nám pabba hennar að einhverju leyti. Hann og Herdís eiginkona hans reyndust ömmu vel og skfrði hún tvö bama sinn eftir þeim. Norsk hjón sem amma hafði verið í vist hjá og reynd- ust henni sem foreldrar vildu að hún kæmi með þeim til Noregs. Ekkert varð þó úr því. Amma fermdist á Sauðárkróki en gat síðan kostað sig til náms á húsmæðraskólanum á Blönduósi. Amma var í kaupavinnu í Skagafirði nokkkur sumur og kynnt- ist þá misjöfnum vinnuveitendum, sumum góðum, öðrum verri. Hún kynntist vinnuhörku þar sem staðið var vikum saman við heyskap í vatni á blautum mýrum, hún kynntist þeirri græðgi, sem menn leyfðu sér gagnvart vinnuhjúum. Það eimdi eft- ir af gömlum tíma þar sem vinnufólk var nánast ánauðugir þrælar bænda. Amma sagði frá viðskiptum sínum við einn harðstjórann sem gerði ver í viðurgerningi og aðbúnaði við vinnu- konur en umsamið var. Hún náði að skakka leikinn með réttlætið, per- sónutöfra og hugrekkið að vopni. Sá bóndi virti ömmu fyrir vikið og bar ávallt virðingu fyrir henni síðar. Svo kynntist hún afa. Hana hafði dreymt fyrir því eins og mörgu öðru sem hún lifði á lífsleiðinni. Þau áttu vel saman. Hann var heiðarleikinn uppmálaður og hafði til að bera kraft, seiglu, baráttuþrek og hið glaða sinni sem er einkenni Skag- firðinga. Hann hafði eitt sinn þegar hann bjó með foreldrum sínum á Hryggjum í Gönguskörðum bjargð fjölskyldunni frá hungurdauða með því að veiða svo mikið af rjúpum að það dugði þeim til matbjargar hörð- ustu vetrarmánuðina. Ávallt voru þau ástfangin afi og amma og kallaði hann hana alltaf Löllu sína. Ástin entist þeim langa ævi og var jafn kært með þeim þegar leiðir skildu við andlát afa 1976 og þegar hann var heimiliskennari í Staðarhreppnum í Skagafirði. Þá lét hann það ekki á sig fá að ekki voru bílferðfr út á Krók. Hann gekk út á Krók langt framan úr Staðarhreppi eða þá að hann spennti á sig skauta og fór á skautum eftir ísilögðu Miklavatni til að hitta sína heittelsk- uðu að loknu dagsverki. Afi var af- rendur að afli, stakur reglu- og bind- indismaður og voru þau samhent um reglusemina og góða siði þau hjónin. Það var á þeim árum að drykkju- skapur var mjög útbreiddur og mik- ið böl víða. Þau unnu nokkur sumur á síldarvertíðum þar sem þau öfluðu tekna og varð þeim þar reglu og ráð- deildarsemin gæfurík. Afi hafði áhuga á hreystimennsku eins og þá var í tísku. Hann gaf sig þá oft að mönnum sem flugust á og slógust fullir á Siglufirði. Hann stillti til frið- ar oft með því að taka ribbalda og ólátaseggi úr umferð. Einu sinni sem oftar slógust þar íslendingar og Norðmenn og var beitt hnífum. Afi kom þar að og byrjaði með sinni stóísku ró að stilla til friðar og lét hann sér lítt bregða við þegar hann fékk hnífsblað gegnum aðra höndina. Valý og Helgi bjuggu lengst af í sambýli við Guðlaugu Guðnadóttur og Ólaf Jóhannsson tengdaforeldra Valýar eða réttara sagt að tengda- foreldraimir bjuggu í skjóli ungu hjónanna. Fyrst i Apótekinu á Sauð- árkróki og síðar á Akureyri og í Reykjavík. Helgi hafði lokið kenn- araprófi frá Kennaraskólanum og stundaði heimiliskennslu og sjóróðra með Ólafi föður sínum á bátnum Grána sem þefr áttu saman á Sauð- árkróki. Þar fæddust þrjú elstu bömin Hörður, Herdís og Ólafur. Árið 1931 fluttist Valý amma og Helgi til Akureyrar þar sem Helgi gerðist barnakennari við Barnaskóla Akureyrar og þar sem hann var for- maður barnaverndarnefndar Akur- eyrar um skeið. Með þeim fluttu og tegndaforeldrar ömmu, Ólafur og Guðlaug. Ólafur andaðist árið 1941 en Guðlaug bjó í skjóli ömmu og afa, þar til hún andaðist í hárri elli í Reykjavík. Á Akureyri leigðu þau í fyrstu í húsi frú Dómhildar konu Magnúsar Kristjánssonar fyrrverandi fjármála- ráðherra í Aðalstræti 15. Þar fædd- ist móðir mín Halldóra 1932, tveimur árum áður fæddist þar í því sama herbergi sveinbarn að nafni Eggert Brekkan, foreldrar hans voru Frið- rik Ásmundsson Brekkan rithöfund- ur og kona hans Estrid Falberg Brekkan, foreldrar tengdafóður míns Ásmundar Brekkan. Valý amma og Helgi afi byggðu sér snoturt timburhús, sem stóð ofan við Lystigarðinn og fékk nafnið Sól- vangur. Fjölskyldan var kennd við húsið og kölluð Sólvangsfjölskyldan. Á heimili ömmu og afa ríkti mikil gestrisni og þar var ávallt gest- kvæmt. Allir sveitungar úr Skaga- firði og aðrir vinir voru þar velkomn- fr til lengri eða skemmri dvalar. Helgi og Valý eignuðust 8 börn. Þröngt var oft á þingi á Sólvangi. Fyrir utan barnahópinn stóra voru þar foreldrar Helga. Langamma Guðlaug var mjög ólík ömmu. Hún gekk um í peysufötum, tók í nefið og gat endalaust setið að spjalli við hag- yrðinga úr Skagafirði og aðra vísna- kalla. Langamma gladdist yfir lífinu á skagfirskan hátt og og var ávallt í góðu skapi og gaf að lokum út Ijóða- bókina „Veikfr þræðir“. Það átti fyr- ir ömmu að liggja að hafa hana á heimili sinu allan sinn búskap, þó þær ættu engan veginn skap saman. Þá voru á Sólvangi skólapiltar við Menntaskólann á Akureyri sem þar voru í fæði og húsnæði, svo kallaðir kostgangarar. Margir þeirra voru þar um árabil og héldu tryggð við Valý ömmu og afa löngu eftir að þeir voru komnir á fullorðinsár. I þessum hópi voru þeir Sigurður Blöndal fyrrum skóræktarstjóri og Pétur Sigurgeirsson biskup. Það var alltaf nóg hjartarými á Sólvangi og viður- gerningur góður. Auk þeirra voru þar og oft vetrarmenn sem hjálpuðu til við búskapinn. Amma og afi drýgðu kennaralaunin með búrekstri, þau höfðu um tíma 12 kýr í fjósi þegar flest var og um 70 kindur. Fjöldi Akureyringa sem bjuggu á Brekkunni keypti alltaf sína mjólk á Sólvangi. I þeim hópi voru m.a. Sigurður skólameistari, Brynjólfur Tobíassona og Kaj Júníus- ar. Væntanlega hafa vinsældirnar mótast af því hversu góð mjólkin vai-. Amma sá um að mjólka kýrnar kvölds og morgna og sendi krakkana sína með mjólkurbrúsana til við- skiptavinanna áður en þau fóru í skól- ann hvem dag. Sögur heyrði maður um ýmis ævintýri og hættur sem þau systkinin lentu í þegar þau voru að fara með mjólkina. Stundum var í þeim geigm- þar sem mannýgur villi- köttur hafðist við í nágrenni Mennta- skólans. Eitt sinn réðist hann á Her- dísi, hann reyndi 'að stökkva upp á háls hennar og bíta hana á barkann en hún bjargaði sér með því að halda mjólkurbrúsanum að hálsi sér. Crfisdrykkjur ð. Veitktgohú/ið CAn-mn Sími 555 4477 jJLXXXl Erfisdrykkjur P E R L A N Sími 562 0200 h H X Valý amma og Helgi voru einstak- lega samhent hjón og svo fjölskyldan öll. Þar var mikið sungið og flest barnanna lærðu á píanó eða önnur hljóðfæri. Valý var mikill tónlist- arunnandi og söng lengi í kór Slysa- varnafélagsins. Á heimilinu voru menntir í hávegum hafðar, faðirinn var mikill náttúmunnandi og átti stórt og vandað plöntusafn. Skáld- skap og vísnagerð að skagfirskri hefð var haldið á lofti. Guðlaug Guðnadóttir tengdamóðir Valýai' vai' skáld gott og orti mikið. Þangað komu oft skagfirskir hagyrðingar og skiptust á vísum og kveðskap. Hús- móðirin Valý var allt í öllu, sinnti öll- um störfum úti og inni og var vakin og sofin að vinna fjölskyldunni ásamt manni sínum. Enginn skildi hvílíkt þrek hún hafði, hún vann öll heimilis- störf á þessu stóra heimili. Á nóttunni saumaði hún svo öll fötin á bömin sín og aðra á heimilinu. Hún þurfti lítið að sofa eins og sagt var um Napóleon Bónaparte. Hún gekk síðust til náða og var vöknuð á undan öllum öðrum og farin að mjólka kýmar. Hún fæddi bömin sín heima. Hún var skamma stund frá um meðgönguna, gekk að öllum verkum alveg þar til hríðimar komu. Þá studdi hún sig við miðstöðv- arofn og fæddi börnin með þeim glæsileika og stíl sem henni einni var lagið. Ömmu vannst allt vel og munaði aldrei um að bæta á sig verkum eða fólki til þess að hugsa um. Hún vann um tíma í bakaríi Jóns Símonarsonar í Reykjavík við góðan orðstír. Öllum bömum sínum kom hún til manns. Hún gladdist yfir velgengni elsta son- arins Hai-ðar sem hleypti heimdrag- anum og starfaði með miklum sóma sem læknir með erlendum þjóðum. Sömuleiðis gladdist hún yfir vel- gengni allra hinna bamanna. Sumum þeirra hafði hún meira fyrir en öðmm og þegar hún og Helgi afi vora komin á efri ár og flutt til Reykjavíkur árið 1958 kom það í þeirra hlut að hjálpa sumum bömum sínum sem lentu í erfiðleikum. Þau mál leystust farsæl- lega en áram saman var amma nótt sem nýtan dag að takast á við þann vanda sem þetta skapaði henni. Aldrei heyrðist frá henni æðruorð. I þessari eldskím sáust hversu slípaðir og fágaðir mannkostir ömmu voru. Hún stóð alltaf sem klettur í stórsjó, tignarleg og virðuleg en full af kær- leika og manngæsku. Hinn fjölmörgu bamaböm áttu öll í hús að venda hjá ömmu og afa og nutu þar einlægs kærleika og hjartagæsku þeirra. Oft var fjölmenni í heimsókn enda gott að njóta af visku og gestrisni þeirra hjóna. Oft var heimilið eins og veit- ingastaður þar sem amma stjómaði öllu og spurði og hlustaði og gaf öllum góð ráð og heilræði. Sum bamabömin bjuggu hjá afa og ömmu í lengri eða skemmri tíma. Einu bamabami sinnti hún ein í fjöl- skyldunni. Það var drengur sem * farðirinn hafði ekki döngun til þess að viðurkenna eða sinna. Það var ömmu ákaflega mikilvægt og kært að geta fært honum jólagjafir til jafns við aðra. Hún var jú manneskja stærri sæva en margir og hún hafði jú sjálf kynnst því af biturri raun að missa foreldra sína. Þar var alltaf nóg að bíta og brenna og þó svo að enginn væri íburðurinn á veraldlega vísu þá var heimilið mjög smekklegt. Þar var engu ofaukið en allir hlutir mynd- urðu nokkurs konar ramma um ömmu sem gekk um eins og aðals- kona ávallt eftirtakanlega smekklega til fara. Hún var bein í baki, bar höf- uðið hátt, hafði fagra spennu eða skartgrip um hálsinn og áberandi eyrnalokka. Hún hafði mikinn áhuga á matargerð og matreiðslu enda höfðu foreldrar hennar rekið rómaða matsölustaði. Hún lagaði danska rétti sem byggðust eflaust á matar- gerðarlist nýlenduveldisins. Ólafur H. Helgason móðurbróðir minn sem lengi hélt heimili með ömmu yrkir svo til hennar. Nú skartar sumarfoldin fríð með fegurð sinna blóma, og lauf á tijánum bærast blíð við bjartan röðulljóma. Til okkar leitar liðin tíð og lífsins raddir óma. Við arin mömmu ár og síð var okkur veitt meá sóma. Amma var um margt sérstök, hún var stefnufóst og ef hún hafði ákveð- ið eitthvað þá var mjög erfitt að hnika því. Hún var mjög gestrisin og greiðvikin en var ekkert fyrir að fara í heimsóknfr. Þó mætti hún í brúð- kaup og á hin stærri ættarmót. Hún gerði ekki víðreist en fór þó einu sinni til Houston í Texas í heimsókn til Harðar sonar síns og fjölskyldu hans. Amma unni garðyrkju og ræktaði fagran trjágarð við húsið sitt við Langholtsveg 149 þar sem hún bjó á efri árum. Þar hafði amma allt eftir sínu höfði, stundum blómstruðu þar litfagrar anímónur. Amma eyddi síðustu æviárum á elliheimilunu Grund. Þar eignaðist hún vini eins og hvarvetna. Góða vini og vinkonur. Hún óttaðist ekki dauð- ann, enda hafði hún skilað góðu dagsverki á viðburðaríkri ævi. Far þú í friði, amma mín. Þorvaldur Friðriksson. Markmið Úttararstofu (slands er að veita trausta og persónulega þjónustu. Aðstandendur geta leitað útfararstjóra hvenær sólarhrings sem er. Útfarar- stofa íslands er aðstandendum innan handar um alla þá þætti, er hafa ber f huga er dauðsfall ber að. Útfararstjórar Útfararstofu Islands búa yfir mikilli reynslu og hafa starfaö við útfararþjónustu um árabil. Útfararstofa íslands sér um: Útfararstjóri tekur að sér umsjón útfarar í samráði við prest og aðstandendur. Flytja hinn látna af dánarstað í likhús. Aðstoða við val á kistu og líkklæðum. Undirbúa lík hins látna i kistu og snyrta ef með þarf. Útfararstofa íslands útvegar: Prest. Dánarvottorð. Stað og stund fyrir kistulagningu og útför. Legstaö í kirkjugarði. Organista, sönghópa, einsöngvara, einleikara og/eða annað listafólk. Kistuskreytingu og fána. Blóm og kransa. Sálmaskrá og aðstoðar við val á sálmum. Líkbrennsluheimild. Duftker ef Ifkbrennsla á sér stað. Sal fyrlr erfidrykkju. Kross og skilti á leiði. Legstein. Flutning á kistu út á land eða utan af landi. Flutning á klstu tll landsins og frá landinu. Sverrir Einarsson, útfararstjóri Sverrir Olsen, útfararstjóri Útfararstofa íslands - Suðurhlíð 35 - 105 Reykjavík. Sími 581 3300 - allan sólarhringinn. \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.