Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Konur í Samfylkingunni komnar með átta örugg þingsæti 9.550 kusu / //n • •• • i proiKjon Samfylkingar Þrjár konur eru í fjórum efstu sætum eftir prófkjör Samfylkingarinnar á Reykjanesi sem fram fór á laugardag. Fjórir alþýðuflokksmenn eru einnig í sex efstu sætunum. Egill Olafsson skoðaði niðurstöðuna og ræddi við þau sem urðu í efstu sætunum. TÆPLEGA 3.000 færri tóku þátt í prófkjöri Samfylkingar á Reykja- nesi en tóku þátt í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í kjördæminu í nóvember. Þátttakan verður þó engu að síður að teljast mjög góð. Fjórir alþýðuflokksmenn eru í sex efstu sætum listans, sem er sama niðurstaða og varð í prófkjöri Sam- fylkingar í Reykjavík. í prófkjöri Samfylkingarinnar á Reykjanesi tóku þátt 9.550 manns. Um 8.800 tóku þátt í prófkjöri Al- þýðuflokksins í kjördæminu fyrir fjórum árum. Þótt þátttakan verði að teljast góð er hún minni en þátt- takan í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins á Reykjanesi í nóvember, en í því tóku þátt 12.208 kjósendur, sem er mesta þátttaka í prófkjöri flokksins frá upphafi. Konur koma vel út úr prófkjör- inu á Reykjanesi, en þrjár konur eru í fjórum efstu sætunum. Konur | Úrslit prófkjörs Samfylkingarinnar á Reykjanesi §j*n > q V NS ## 1. sæti 1.-2. sæti 1.-3. sæti 1.-4. sæti 1.-5. sæti 1 .-6. sæti 1 1 Rannveig Guðmundsdóttir 3.134 7.405 2 2 Guðmundur Árni Stefánsson 2.539 3.620 6.232 5 3 Ágúst Einarsson 1.854 3.207 4.504 6.493 ' 3 4 Sígríður Jóhannesdóttir 250 1.384 2.156 2.859 4.193 4 5 Þórunn Sveinbjarnardóttir 112 453 1.460 2.695 3.400 3.983 6 6 Jón Gunnarsson 180 1.289 1.810 2.373 2.993 3.607 7 7 Lúðvík Geirsson 290 891 1.558 2.304 2.948 3.499 8 8 Magnús Jón Árnason 275 724 1.265 1.827 2.508 3.121 All tóku 9.550 þátt í prófkjörinu, gild atkvæði voru 9.290. komu einnig sterkai' út úr próf- kjöri Samfylkingar í Reykjavík, en þar urðu fjórar konur í fimm efstu sætunum. Nú liggur fyrir hverjir skipa efstu sæti Samfylkingar í fimm kjördæmum og á næstu dög- um verða prófkjör á Norðurlandi eystra, Norðurlandi vestra og Vesturlandi. Það er þegar ljóst að á framboðslistum Samfylkingar í þessum fimm kjördæmum eru átta konur í öruggum þingsætum. Til viðbótar við sjö konur í Reykjavík og á Reykjanesi er Mar- grét Frímannsdóttir í efsta sæti lista Samfylkingar á Suðurlandi. Líkur eru taldar á að Svanfríður Jónasdóttir alþingismaður gæti orðið í fyrsta sæti Samfylkingar á Norðurlandi eystra þannig að margt bendir til að hlutfall kvenna í nýjum þingflokki Samfylkingar verði yfir 40%. Ójöfn staða flokkanna Útkoma alþýðubandalagsmanna í prófkjörinu á Reykjanesi er í samræmi við það sem búast mátti við. Flokkurinn er með einn mann í öruggu þingsæti og síðan eru al- þýðubandalagsmenn í 7.-9. sæti. Þessi útkoma undirstrikar niður- stöðu prófkjörsins í Reykjavík, þar sem Alþýðubandalagið fékk slaka útkomu. Ef litið er á níu efstu sæt- in í Reykjavík og fimm efstu á Reykjanesi eru frambjóðendur sem buðu sig fram undir merkjum Alþýðuflokksins með átta sæti, Al- þýðubandalagið þrjú og Kvenna- listinn þrjú. Almennt verður að telja að Alþýðubandalagið verði nokkuð veikt á framboðslistum Samfylkingar. Margt bendir til þess að alþýðubandalagsmenn verði í foi'ystu í aðeins þremur kjördæmum í kosningunum í vor, þ.e. Suðurlandi, Austurlandi og Norðurlandi vestra. Óljóst er hver niðurstaðan verður á Vesturlandi, en þar er Alþýðuflokkurinn með þingmann í dag, en Alþýðubanda- lagið ekki. Þessi veika staða Alþýðubanda- lagsins á framboðslistunum gæti aukið líkur á að Vinstrihreyfingin- grænt framboð nái að styrkja sig í sessi. Hafa verður þó í huga að 2/3 alþýðubandalagsmanna samþykktu á landsfundi að ganga til samstarfs við Alþýðuflokk og Kvennalista. Það er því varasamt að gera of mikið úr óánægju alþýðubanda- lagsmanna með þróun mála innan Samfylkingarinnar. Útkoma Þórunnar Sveinbjarn- ardóttur úr prófkjörinu hlýtur að vera kærkominn sigur fyrir Kvennalistann, sem mátt hefur þola harða gagnrýni úr ýmsum áttum í allt haust. Sigur hennar bendir ennfremur til að frambjóð- endur Kvennalistans í Reykjavík hafi ástæðu til að ætla að þeirra útkoma hefði orðið betri ef próf- kjörið í Reykjavík hefði verið opn- ara. Morgunblaðið ræddi í gær við sex af þeim sjö sem urði í efstu sætunum, en ekki náðist í Sigríði Jóhannesdóttur. Rannveig Guðmundsdóttir Góð færi til sóknar „ÉG ER mjög ánægð með þessa nið- urstöðu og ég er sannfærð um að Samfylkingin á mjög góð sóknar- færi. Þátttakan í prófkjörunum á Reykjanesi og í Reykjavík sýnir það,“ sagði Rannveig Guð- mundsdóttir al- þingismaður, sem hreppti fyrsta sætið í prófkjöri Sam- fylkingar á Reykjanesi. „Mér finnst að í prófkjörinu í Reykjavík hafi komið fram sterkar vísbendingar um að fólk hefði áhuga á Samfylkingunni og að hafa áhrif á forystusætin. Þetta var líka tilfinn- ing sem ég fékk þegar ég fór um kjördæmið fyrir prófkjörið okkar. Eg fann stemmningu fyrir því sem við vorum að gera og að fólk vildi taka þátt í starfi okkar. Við rædd- um um það fyrir prófkjörið að það kynni að vera möguleiki að hátt í 10 þúsund manns myndu taka þátt í prófkjörinu og það gekk eftir. 9.500 manns er gífurleg kjörsókn. Ein- hver reiknaði það út að það væri áþekkt og ef 16 þúsund manns tækju þátt í prófkjöri í Reykjavík." Rannveig sagði að úrslitin í próf- kjörinu sýndu afgerandi stuðning við þá sem væru í forystusætunum, en einnig hefði komið fram talsvert breiður stuðningur við ýmsa sterka einstaklinga í sætum þar fyrir aft- an. Sterk staða alþýðuflokksmanna á listanum væri í samræmi við sterka stöðu Alþýðuflokksins í Reykjaneskjördæmi. Kjördæmið hefði alla tíð verið sterkasta kjör- dæmi flokksins og þaðan hefðu komið margir af helstu forystu- mönnum hans. Staða A-flokkanna hefði því verið ójöfn. Þetta hólfa- lausa prófkjör hefði hins vegar gert það að verkum að Sigríður Jóhann- esdóttir og Þórunn Sveinbjamar- dóttir, efstu menn Alþýðubandalags og Kvennalista, hefðu fengið mjög afgerandi stuðning. Guðmundur Árni Stefánsson Hlýt að vera sáttur við utkomuna „ÞETTA var glæsilegt prófkjör eins og þátttakan ber vitni um. Ég náði ekki mínu aðalmarkmiði sem var að vinna fyrsta sæti listans, en hlýt þó að vera sáttur og stoltur yfir því að vera í öðru sæti þessarar stóru breiðfylk- ingar,“ sagði Guðmundur Árni Stefánsson alþingismaður, sem varð í öðru sæti í prófkjöri Samfylkingar á Reykjanesi. „Það eru vafalaust ýmsar ástæður fyrir því að Rannveig sigldi þennan lygna byr. Það hafði fest í umræð- unni á haustdögum að hún myndi leiða þennan lista. Ég hafði gefið undir fótinn með að ég myndi sætta mig við það ef til uppstillingar kæmi. Eg held að þessi listi sé sterkur. Það hefur raðast allvel upp bæði út frá þeim flokkum sem að Samfylk- ingunni standa og út frá byggða- sjónarmiðum. Ég held að við séum fyllilega til í slaginn og stefnum auðvitað að því að vera stærri en Sjálfstæðisflokkurinn í kjördæm- inu. Það eru góð sóknarfæri í kjör- dæminu. Ég fann það vel í próf- kjörsbaráttunni. Prófkjörið gefur okkur góðan byr í seglin," sagði Guðmundur Arni. Þórunn Svein- bjarnardóttir Sterkur framboðslisti „ÉG ER mjög ánægð með niður- stöður prófkjörsins. Ég er glöð yfir góðri útkomu minni og tel að fram- boðslistinn sé sterkur,“ sagði Þór- unn Sveinbjamardóttir varaþing- maður, sem verður í fjórða sæti á framboðs- lista Samfylking- arinnar á Reykjanesi. „Þátttakan í prófkjörinu sýn- ir styrk Sam- fylkingarinnar á Reykjanesi og er vísbending um það sem koma skal. Ég er afskap- lega þakklát fyrir þennan mikla stuðning sem ég fékk. Ég er ný í þessu framboði og kem í kjölfar sitj- andi þingmanna. Það verður að hafa í huga að þarna var mjög margt gott fólk í framboði og ég get því ekki annað en unað glöð við minn hlut. Ég lendi í fimmta sæti og fær- ist upp í fjórða sætið. Það felst mik- ill styrkur í því fyrir listann að við sex, sem skipum efstu sætin, skul- um fá jafnan og mikinn stuðning." Agúst Einarsson Sætti mig við að færast niður „ÉG ER ánægður með þessa niður- stöðu. Þetta er gífurleg þátttaka og sýnir að við eigum mikil sóknarfæri í kosningunum í vor,“ sagði Ágúst Einarsson alþingismaður, sem verð- ur í fimmta sæti framboðslista Samfylkingar- innar á Reykja- nesi. „Þetta eru af- gerandi úrslit. Eg fæ mjög góða og sterka kosningu í þriðja sæti listans, en færist niður í það fimmta vegna prófkjörsreglnanna. Það var alla tíð Ijóst að reglurnar byðu upp á þetta og ég sætti mig fyllilega við þessa niðurstöðu. Þetta er góður sigur fyrir Samfylkinguna. Það er hins vegar Ijóst að byggða- sjónarmiðin hafa vegið þungt í þessu, þ.e. hvaðan einstakir fram- bjóðendur komu. Við sem komum frá minni stöðunum áttum erfiðara uppdráttar gagnvart þeim sem komu frá stóru bæjarfélögunum. Við því er ekkert að segja. Þannig hefur þetta oft áður verið í próf- kjörum. Mér finnst að menn hafi tekið vel eftir mínum málflutningi. Ég setti fram ýmsar hugmyndir og tillögur í kosningabaráttunni, eins og í skattamálum, sem vöktu mjög mikla athygli. Ég rak kosningabar- áttuna öðruvísi en aðrir. Ég efndi m.a. til níu funda um allt kjördæmið og fékk þar mikinn hljómgrunn. Mér finnst þetta hafa verið mjög góð úrslit fyrir Samfylkinguna og gefa góðar vonir fyrir vorið.“ Ágúst sagðist vilja færa stuðn- ingsmönnum sínum þakkir fyrir dyggan stuðning og meðframbjóð- endum sínum fyrir drengilega keppni. Jón Gunnarsson Eigum möguleika á 6 sætum „ÉG ER mjög ánægður með þessi úrslit. Þetta er niðurstaða sem var í samræmi við mínar björtustu von- ir,“ sagði Jón Gunnarsson, sem lenti í sjötta sæti í prófkjöri Samfylking- ar á Reykjanesi. Jón sagði að þátttakan í próf- kjörinu væri mjög ánægjuleg. Það væri greini- legt að Samfylk- ingin ætti veru- leg sóknarfæri. Hann þakkaði góða útkomu sína mikilli vinnu sinni og stuðn- ingsmanna sinna. Jón skaust upp í sjötta sætið und- ir lok talningarinnar. Hann sagði að það sem hefði ráðið úrslitum um endanlega röðun hefði verið góður stuðningur við sig af Suðurnesjum. Atkvæði af Suðumesjum hefðu ver- ið talin síðust og þau hefðu fleytt sér upp í sjötta sætið. Jón sagðist hafa unnið að sveitarstjórnarmálum á Suðurnesjum í 12 ár og fólk þekkti vel störf sín. „Ég held að það verði barátta í kringum 6. sætið og ef Samfylking- in heldur því flugi, sem mér finnst hún vera á, þá eru allir möguleikar á því að við eigum að geta náð þessu sæti,“ sagði Jón. Lúðvík Geirsson Sterkara ef Alþýðu- bandalagið hefði átt tvo af sex efstu „ÉG GET ekki verið annað en sátt- ur við mína útkomu. Ég kem þarna næstur á eftir sitjandi þingmönnum flokksins. Ég er þakklátur fyrir þann stuðning sem ég fékk,“ sagði Lúðvík Geirsson, bæjar- fulltrúi í Hafnar- firði, sem lenti í sjöunda sæti í prófkjöri Sam- fylkingar á Reykjanesi. „Ég hefði hins vegar talið það sterkara fyrir listann og Alþýðu- bandalagið ef við hefðum átt tvo af sex efstu í þessu kjöri. Það munaði ekki mjög miklu að það markmið næðist eða aðeins um 100 atkvæð- um. Þátttakan í prófkjörinu er vís- bending um að þetta sé það sem fólk hafi verið að bíða eftir. Almenn- ingur mætir í þúsundavís á kjörstað til að taka þátt í þessu og það er auðvitað mjög gleðilegt. Hlutfalls- lega er þessi þátttaka mun meiri en í Reykjavík ef miðað er við íbúa- fjölda. Þetta hlýtur að gefa Sam- fylkinunni og þessu framboði mik- inn styrk í þeirri kosningabaráttu sem er framundan.“ Lúðvík sagðist að sjálfsögðu taka sjöunda sætið á listanum ef honum yrði boðið að taka það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.