Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 13 FRÉTTIR Prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi Eyjamaður í efsta sæti í fyrsta skipti Fjórir stefndu ákveðið á fyrsta sæti í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi og sóttu þrír frambjóðendur á Selfossi að -7----------------------------- Arna Johnsen, þingmanni Vestmannaey- inga. Jóhannes Tómasson tók saman niður- stöður og ræddi við nokkra frambjóendur. ÁRNI Johnsen alþingismaður fékk flest atkvæði í fyrsta sæti í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins á Suður- landi sem haldið var á laugardag. Hann fékk 2.338 atkvæði í fyrsta sæti og alls 3.416 atkvæði. Drífa Hjartardóttir, núverandi varaþingmaður sem býr að Keldum, varð í öðru sæti og fékk 1.777 at- kvæði í það sæti en 3.140 atkvæði alls. Kjartan Ólafsson varð í þriðja sætinu, Ólafur Bjömsson í því fjórða og Óli Rúnar Ástþórsson í fimmta. Þrír þeir síðastnefndu höfðu allir stefnt að fyrsta sæti. Fékk Kjartan flest atkvæði þeirra þriggja í það Úrslit prófkjörs Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi 1. sæti 1 .-2. sæti 1 .-3. sæti 1.-4. sæti Áí 1 .-5. sæti 1. ÁrniJohnsen 2.338 3.416 2. Drífa Hjartardóttir 79 1.777 3.140 3. Kjartan Þ. Ólafsson 1.218 1.664 2.173 3.017 4. Ólafur Björnsson 311 964 1.752 2.397 2.891 5. Óli Rúnar Ástþórsson 792 1.296 1.854 2.347 2.783 6. Kjartan Björnsson 47 315 1.107 1.740 2.372 7. Kristín S. Þórarinsdóttir 32 407 944 1.578 2.181 8. Þórnnn Drifa Oddsdóttir 24 276 635 1.247 1.921 9. Jón Hólm Stefánsson 15 286 589 970 1.508 10. Víglundur Kristjánsson 7 100 363 676 1.148 Alls tóku 5.109 þátt í prófkjörinu, gild atkvæði voru 4.863 sæti eða 1.218, Óli Rúnar fékk 782 atkvæði og Ólafur 311. Þetta er í fyrsta sinn sem þing- maður Vestmannaeyinga leiðir lista Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi þótt þeir hafi alltaf átt fulltrúa sinn meðal þingmanna flokksins á Suð- urlandi. Árni Johnsen hefur ýmist skipað annað eða þriðja sæti listans nokkur síðustu kjörtímabil. Til þessa hafa þingmenn flokksins á fastalandinu skipað efsta sæti list- ans, Ingólfur Jónsson á Hellu, Steinþór Gestsson á Hæli, Eggert Haukdal á Bergþórshvoli og síðustu kjörtímabilin Þorsteinn Pálsson. Þrír sterkir á Selfossi Þeir þrír frambjóðendur í próf- kjörinu sem stefndu á fyrsta sætið ásamt Árna eru búsettir á Selfossi og nágrenni og eiga það sameigin- legt atvinnu sinnar vegna að sinna öllu Suðurlandi. Kjartan Ólafsson er forystumaður garðyrkjubænda, Ólafur Björnsson lögmaður og Óli Rúnar Ástþórsson starfar hjá At- vinnuþróunarsjóði Suðurlands. Þeir eru því sterkir og vel kynntir fram- bjóðendur, að sögn forystumanna hjá Sjálfstæðisflokknum sem rætt var við í gær, en hafa kannski keim- líka stöðu og því líklegt að þeir hafi tekið atkvæðin að nokkru hver frá öðmm. Því hafi þeir ekki getað ógn- að stöðu Árna í efsta sætinu. Benda má þó á að Kjartan hlýtur flest at- kvæði þeirra þriggja í fyrsta sætið næst á eftir Árna og er hann því sterkur sem slíkur í þriðja sæti framboðslistans í vor. Telja sjálf- stæðismenn á Suðurlandi því miklar líkur á að með samhentum undir- búningi fram að kosningum geti flokkurinn vænst þess að ná þremur mönnum á þing. Jón Örn Arnarson, formaður yfir- kjörstjómar, sagði prófkjörið hafa gengið vel og þátttökuna talsvert meiri en í prófkjöri flokksins fyrir fjómm ámm þegar kringum 3.200 manns greiddu atkvæði. Kjördæmisráð flokksins tekur formlega ákvörðun um endanlegan frágang listans að fengnum tillögum kjörnefndar. Kjörnefnd er bundin af úrslitum hvað varðar fímm efstu sæti listans en kjördæmisráðið hef- ur síðasta orðið og er fundur ráð- gerður fljótlega. * Arni Johnsen Anægjuleg úrslit „ÞETTA voru mjög ánægjuleg úr- slit og feikilega öflug þátttaka í prófkjörinu," sagði Árni Johnsen al- þingismaður um viðbrögð við úrslit- unum. Benti hann á að þátt- takan hefði verið sú besta hlut- fallslega miðað við önnur próf- kjör um helgina. „Ég er mjög þakklátur fyrir þann afgerandi stuðning sem ég fékk,“ sagði Árni og sagði hann um allt kjördæmið, það hefði komið glögglega fram. Hann var spurður hvort hann liti á sig sem sérlegan þingmann Vest- mannaeyinga en kvað svo ekki vera: „Og úrslitin sýna að menn hugsa þetta í heild og þannig hef ég unnið þau 16 ár sem ég hef setið á þingi svo þetta kemur ekki á óvart út af fyrir sig.“ Árni sagðist hafa fundið fyrir harðri baráttu en hann kvaðst ekki hafa auglýst sig í blöðum en eins og alltaf verið á ferðinni og væri í góðu sambandi við kjósendur. „En seinni hálfleikur er eftir, það að ná góðum árangri í kosningunum í vor og tryggja Sjálfstæðisflokkn- um þrjá þingmenn á Suðurlandi af sex þingmönnum kjördæmisins. Það er raunhæf niðurstaða miðað við eðlilegar kringumstæður, fylgið hefur sýnt það, en síðast var sér- framboð sem raskaði þeirri mynd.“ Ekki tímabært að ræða ráðherraembætti Arni var að lokum spurður hvort þingmenn Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi, og þá ekki síst hann sem efsti maður listans, myndu sækjast eftir ráðherraembætti í ljósi þess að efsti maður flokksins þar hefði verið ráðherra undanfarin kjörtímabil. „Það er aldrei tíma- bært að skoða slíkt fyrr en að leikslokum," sagði Árni. „Fyrst kemur að kosningum, síðan ríkis- stjórnarmyndun og skiptingu ráðu- neyta og þá fyrst er hægt að ræða slík mál. Menn geta ekki verið að einangra sig í slíkri umræðu því það er líka svo margt sem kemur til,“ sagði Árni einnig. Drífa Hjartardóttir Er afskap- lega ánægð „ÉG ER afskaplega ánægð og þakklát fyrir þann stuðning sem ég fékk sem er ekki síst ánægjulegt þar sem svo margir sóttust eftir öðru sætinu,“ sagði Drífa Hjartar- dóttir varaþingmaður á Keldum, en hún fékk 1.777 atkvæði í 2. sætið. „Ég stefndi á annað sætið og tel mig hafa met- ið stöðuna rétt að taka ákvörð- un um að biðja um stuðning í annað sætið,“ sagði Drífa, en hún hefur skipað þriðja sæti lista Sjálfstæðisflokks- ins. „Fjórir kepptu um fyrsta sætið en síðan voru nánast allir nema tveir sem stefndu á annað sætið, til dæmis báðar hinar konurnar." Drífa segir að miðað við þátttök- una í prófkjörinu megi búast við að Sjálfstæðisflokkurinn fái þrjá þing- menn úr kjördæminu í kosningun- um í vor. „En þá þarf líka að vinna vel enda stutt til kosninga." Kjartan Ólafsson Niðurstaða sem ég má vel við una „ÞETTA er dómur kjósenda og nið- urstaða sem ég má vel við una enda fæ ég næstflest atkvæði í fyrsta sætið,“ sagði Kjartan Ólafsson á Selfossi um niðurstöðu prófkjörsins hvað hann varðar. „Sem nýr þátttakandi í prófkjöri er ég ágætlega sáttur við útkomu mína, ég fæ þarna góða innkomu og ég mun taka þetta sæti á list- anum,“ sagði Kjartan enn- fremur. „Ég er ekki nýgræðing- ur í pólitík og veit því að allt getur gerst á þeim vettvangi, maður getur lent í öðru sæti en stefnt er að þegar prófkjör er ann- ars vegar.“ Kjartan sagði aðspurður að þriðja sæti á lista sjálfstæðismanna gæti orðið þingsæti: „Ef okkur sjálfstæðismönnum á Suðurlandi auðnast að standa saman þá er ég sannfærður um að við eigum þriðja sætið.“ Olafur Björnsson Vill ekki tjá sig ÓLAFUR Bjömsson, sem hafnaði í fjórða sæti í prófkjörinu, vildi ekki tjá sig um úrslit- in er Morgun- blaðið leitaði til hans í gær. Kvaðst hann eiga eftir að ræða við fjöl- skyldu og vini um málið. Hann vildi heldur ekki segja neitt um það hvort hann tæki fjórða sætið á list- anum eða ekki. A A Oli Rúnar Astþórsson Atti von á betri útkoniu „ÉG átti nú von á betri útkomu þannig að hún er ekki í samræmi við væntingar," sagði Óli Rúnar Ástþórsson á Selfossi þegar hann var inntur álits á útkomu sinni í prófkjörinu. Óli Rúnar stefndi markvisst á fyrsta sætið. „Ég gerði mér þó grein fyrir því að þegar maður stefnir mjög markvisst á fyrsta sætið gerist það stundum að kjósendur hafa mann ekki með í kjöri sínu þannig að ég féll niður í fimmta sætið.“ Fyrstu fimm sætin eru bindandi en fram- bjóðendur geta ákveðið sjálfir hvort þeir taka því sæti sem þeir lenda í. Óli Rúnar kvaðst ákveðinn að taka fimmta sætinu nema hann verði beðinn um annað. Hann sagði framkvæmd próf- kjörsins hafa gengið vel og kvaðst ánægður fyrir hönd Árna og Drífu með góða kosningu í fyrsta og ann- að sætið. 7í inrff +r^ F+n ■fÍM IK Hjálpa þér að ná takmarkinu! fcDiuaftilDofl NICORETTE BRAUTRYÐJANDI FYRIR NIKÓTÍN Smiðjuvegi Smáratorgi Iðufelli Suðurströnd Hafnarfjarðar apótek
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.