Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 63 FOLK I FRETTUM Að brjóta upp það hefðbundna María Reyndal leikkona kom nýlega frá Lundúnum og hellti sér út í hið blómlega íslenska leiklistarlíf af miklum krafti. Hún er hæstánægð og sagði Hildi Loftsdóttur að þessu ætli hún að vera hluti af. MARÍA byrjaði eiginlega á öfugum enda, og vann sem leikstjóri og leik- listarkennari áður en hún fór til Englands í nám. „Ég setti upp Dóna- legu dúkkuna með Jóhönnu Jónas í Héðinshúsi, leikstýrði í Tónabæ og var með námskeið. Það var einskær áhugi sem dreif mig áfram eftir að hafa verið í leikfélaginu í MH. Leik- stjórnin var annars meh-a tilviljun, ég ætlaði mér alltaf að verða leik- kona,“ segir María. í Englandi fetaði hún í fótspor Guðrúnar Ásmundsdóttur og Rúriks Haraldssonar og nam þrjú ár við Central School of Speach and Drama. Hún vildi aldrei koma heim aftur, en sex vikur á gamla Fróni í fyrrasumar hafði úrslitaáhrif á Mar- íu. „Mér fannst alveg æðislegt þetta sumar, fannst allh- svo skemmtilegir og það var svo mikið að gerast og ótrúleg jákvæðni meðal leikaranna. Og miðað við í Englandi eru allar dyr opnar hér og hlutirnir gerast svo auðveldlega. Eitt símtal getur fengið stóran bolta til að rúlla. Ég kom svo heim í nóvember og hef verið alveg á fullu síðan þá.“ Gaman að hoppa inn í María er að leika í nýja íslenska leikritinu Vírusi í Hafnarfirði, sem er eftir félagana þrjá fyndnu í Hugleik. Þetta er samvinnuverkefni Stopp leikhópsins og Hermóðs og Háðvar- ar. María tók þar hlutverk Katrínar Þorkelsdóttur sem er komin norður yfir heiðar. „Það er ótrúlega fyndið að fá þetta sem fyrsta hlutverk eftir heimkomuna. Svolítið dæmigert hvernig maður getur aldrei ímyndað sér hvað gerist, þótt maður geri sér ýmsar hugmyndir. Þetta er mjög fínt fyrir mig, og gott að kynnast þessu frábæra og trausta fólki. Mér finnst líka mjög gaman að hoppa svona inn í, ég fékk eina viku til að læra text- ann, og svo var bara að kýla á það, og það hefur gengið mjög vel. Þetta gengur auðvitað allt öðruvísi fyrir sig en vanalega því það er enginn tími til að kanna persónuna og byggja hana upp. Enginn tími fyrir hvorki væl né vangaveltur," segir María og hlær. María lék í nokkrum sýningum í Lundúnum, m.a. í spunaleikriti í Royal Albert Hall, og aðalhlutverkið í rússneska verkinu Duck Hunt sem fékk góða dóma í Time Out. - Heldurðu að þér eigi eftir að líka vel við vinnuna hér á landi? „Já, hér er maður alveg á fullu, það eru svo mörg verkefni í gangi. Úti er meiri bið á milli verkefna. Þegar ein sýning er búin þá fer mað- ur aftur á núllpunkt, byrjar aftur á leikprufum, og maður getur þess vegna byrjað á núllpunkti í tíu ár. Þetta er allt annar heimur en hér heima. Englendingar eru innstilltir á þetta og taka þessu með ró, vita að leikaralífið gengur út á þetta, en það var mjög erfitt fyrir mig að sitja bara og bíða, fara í sund og göngutúr í lystigarði. Maður getur verið at- vinnulaus í hálft ár og fengið svo lítið hlutverk í bíómynd og átt þá laun fyrir næstu þrjú árin. Hér er miklu jafnara flæði í öllu.“ Nýjar leiðir Og auðvitað er hún María að leik- stýra líka, og það hjá tveimur fram- haldsskólum. I Fjölbraut Suðurnesja eru þau að setja upp Hamingjuránið, Morgunblaðið/Árni Sæberg MARIA í hlutverki sínu í Vírusi, sem Ilafnafjarðarleikhúsið er að sýna. söngleik eftir Bengt Ahlfors. í Fjöl- braut í Breiðholti, er það irska leik- ritið Gísl eftir Brendan Brehan, þar sem söngtextamir eru eftir Jónas Arnason. „Mér finnst alveg frábærlega gaman að vinna með unglingum, þau eru svo skemmtileg, áhugasöm og ftjó. Þessi tveir skólar eru mjög ólík- ir, í ólíkum bæjarfélögum og með ólíka reynslu og hefð í leiklist. Það gefui- mér reynslu á mjög breiðum grundvelli.“ - En hvað með næstu hlutverk hjá þér? „Mig langar mikið til að setja upp sjálf... - Já, þú getur ekki hætt að leik- stýra, ertu ekki bara leikstjóri í eðli þínu? „Nei! Ha, ha. Það er bara svo gott að blanda þessu saman, þvi þetta eru mjög ólík störf. Sem leikari þá hefur maður ekkert vald, er háður öllum í kringum sig, og þarf að fylgja öðrum og leita eftir því hvað einhver annar vill. Sem leikstjóri ræður maður öllu, og það er gott að gera bæði í einu! Leikstjórnin finnst mér gefa meiri möguleika á skemmtilegum útfærsl- um. Og meiri líkur á því að mér finn- ist gaman því ég hef meiri völd. Það yrði svo auðvelt á Islandi að setja upp verk, með mig í aðalhlutverki!“ - Hver er þín lína í leiklist? „Það er ekki hægt að svara þessu. Mér finnst voðalega gaman að brjóta upp það hefðbundna með ímyndun- ai-afli. Og ég hef meiri völ á því sem leikstjóri. Að taka Shakespeare og hina gömlu góðu og leika sér svolítið með þá. Gera eitthvað mjög óhefð- bundið, brjóta formið upp með óvæntum uppákomum. Mér finnst langtum skemmtilegast þegar mikil sköpun og hugmyndaflug felst í upp- setningunni. Það er svo gaman að reyna að finna nýjar leiðir í leikhúsi, og það er það sem ég ætla að fara að gera.“ Nýr kraftmikill meðlimur leiklistarstéttarinnar Red Buttons áttræður ►LEIKARINN Red Buttons, sem unnið hefur til Óskarsverð- launa, hélt upp á áttatíu ára af- mæli sitt á laugardaginn var. Leikarinn var einnig að fagna 65 ára afmæli sínu í afþreying- ariðnaðinum og voru margir góðir gestir í afmælinu eins og við var að búast. Buttons hlaut Óskarsverðlaunin á sínum tíma sem besti karlleikari í aukahlut- verki fyrir frammistöðu sína í myndinni „Sayonara“ árið 1957. Veislan var haldin í Beverly Hills og var boðið upp á stærð- arinnar afinælistertu fyrir svanga gesti. HÉR eru þau Loni Anderson, Kirk Douglas, afmælisbarnið Buttons og Anthony Quinn koniin í næsta nágrenni tertunnar myndarlegu. Stutt Dáin í tólf ár án þess að vita það SUÐUR-AFRÍSK kona búsett í Jóhannesarborg varð mjög hissa þegar hún komst að því eftir að hafa beðið í biðröð í marga kiukkutíma til að fá ný persónuskilríki að hún var skráð látin, samkvæmt fréttum dagblaðsins Star. Hinni 33 ára Söru Andrias var tjáð af starfsmönnum hag- stofu þarlendra að hún hefði dáið fyrir tólf árum og gæti því ekki sótt um strikamerkt per- sónuskilríki. Kjósendur verða að hafa nýju strikamerktu persónuskilríkin til að greiða atkvæði í þing- kosningum sem Nelson Mandeia forseti segir að verði haldnar 18.-27. maí næstkomandi. „Starfsmenn hagstofunnar sögðu að ég gæti farið tii lög- reglurnar og leiðrétt þennan misskilning en ef þeir geta ekki sannað að ég sé á lífi, hvernig ætti lögreglan að geta það?“ er haft eftir Söru. Máiið er nú í rannsókn hjá hinu opin- bera. Yanmáttug í snjókomu YFIRVÖLD í París, sem gagnrýnd voru fyrir að vera vanmáttug þegar snjókoma næstum lamaði svæðið í síðasta mánuði, vöruðu íbúana síð- astliðinn sunnudag við þeim mögu- leika að vandræðin gætu endurtek- ið sig þegar sjókomu var spáð á nýjan leik. Gefin var út ítarleg viðvörun um að von væri á snjókomu og hinum 12 milljón íbúum Parísarsvæðisins ráðlagt að forðast aðalhraðbrautir, nota almenningssamgöngur og að setja keðjur á hjólbarða ef þeir kæmust ekki hjá því að nota einka- bíla. Um miðjan janúar mynduðust víða umferðarteppur þegar snjóaði og þúsundii’ manna sátu fastir í bíl- um sínum yfir nótt. Einn með lottóvinning ITALI sem keypti iottómiða fyrir Fimm hundruð krónur sat einn að lottóvinningi sem talinn er vera sá hæsti í Evrópu til þessa eða rúmar 50 miiyónir dala, eða 3.500 milljónir íslenskra króna. Vinningshafinn var með allar sex tölurnar réttar og í réttri röð en um 25 milijónir ítala spiluðu með að þessu sinni. Stóri vinn- ingurinn gekk síðast út fyrir jól- in og því var vinningsupphæðin orðin sú hæsta í Evrópu til þessa. Síðast deildu yflr 100 manns vinningnum sem þá var aðeins 37 miiljónir dala. Sá sem vann núna situr hins vegar einn að vinn- ingnum. Veiðimenn ienda í óveðri ÞÚSUNDUM rússneskra veiði- manna var bjargað næstum sólar- hring eftir að óveður skall á þar sem þeir voru að veiðum. Veiðimennirnir og fjölskyldur þeirra höfðu gengið út á ísilagðan sjó í Austur-Rússlandi til að veiða í gegnum ís. Skyndilega skall á mikið óveður og farartæki þeirra grófust í snjó. Björgunarstörf stóðu yfir í um sól- arhring og þurfti öflugar vinnuvélai’ til að losa bfla úr snjósköflum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.