Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sviptingar hjá íshúsfélagi ísfírðinga hf. Framkvæmdastjóri og aðalstjórn segja af ser SVIPTINGAR hafa verið í yfir- stjóm Ishúsfélags ísfirðinga að undanfórnu og hafa mál verið i gerj- un í nokkurn tíma. Öll aðalstjórn fé- lagsins hefur sagt af sér en vara- stjómin tekið við stjómartaumum. Björgvin Bjarnason, framkvæmda- stjóri Ishúsfélagsins, staðfesti í samtali við blaðið að hann hefði sagt starfi sínu lausu og myndi væntan- lega hætta áður en langt um líður. Björgvin vildi ekki tjá sig neitt um þessi mál að öðru leyti. Þeir sem skipuðu aðalstjórn og hafa látið af stjórnarstörfum em Magnús Reynir Guðmundsson, sem var stjórnarformaður, Gunnar Þórðarson og Jón Kristmannsson. Þeir sem vora í varastjórn en skipa nú aðalstjórn era Guðni Geir Jó- hannesson, stjórnarformaður, Jón Ólafur Þórðarson og Kristján G. Jóhannsson. Ishúsfélag ísfirðinga hf. er að langmestum hluta í eigu útgerðar- félagsins Gunnvarar hf. á Isafirði. Þeir sem blaðið hefur rætt við um þessi mál vilja sem minnst um þau segja og því síður láta hafa neitt eftir sér um ástæður þessara hrær- inga. Þó mun ágreiningur innan ætta og fjölskyldna sem hlut eiga að máli valda þar miklu. Talsvert tap hefur verið á rekstri íshúsfé- lags Isfirðinga á síðustu áram. Fyrr í vetur hófust þreifingar um samvinnu eða sameiningu við Hrað- frystihúsið hf. í Hnífsdal en allsend- is óljóst er um niðurstöðu, sam- kvæmt heimildum blaðsins. Morgunblaðið hefur einnig heim- ildir fyrir því að breytinga sé að vænta á rekstri fyrirtækisins í kjöl- far skýrslu, sem gerð hefur verið um starfsemi og stöðu fyrirtækis- ins. Eigendur hafi talið rétt að ákvarðanir um nauðsynlegar breyt- ingar yrðu ekki teknar af stjórnar- mönnum sem jafnframt væru starfsmenn fyrirtækisins og því hafi verið skipt um stjórn. Þeir Gunnar Þórðarson og Jón Krist- mannsson starfa báðir hjá Ishúsfé- laginu. Mikið tap hefur verið á rekstrinum undanfarin ár, en stað- an hefur eitthvað lagazt á síðustu mánuðum. Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson Japanir meta loðnuna LOÐNUFRYSTING er hafin á Eski- kaupanda loðnuna hjá pólskri fisk- firði, en loðnan er smá og mikil verkakonu hjá Elju á Eskifirði. óvissa um framhald frystingar. Á_________________________ myndinni skoða fulltníar japansks ■ Loðnan smá/24 Tvö virkjanafrumvörp vegna aukinnar raforkuþarfar Morgunblaðið/Júlíus Bílkrani féll á hliðina ÖKUMAÐUR bflkrana var flutt- ur á slysadeild eftir vinnuslys við nýbyggingu í Bæjarlind í Kópavogi síðdegis í gær, þegar bflkrani, sem hann síjórnaði, féll á hliðina. Ekki var þó talið að maðurinn væri með alvarlega áverka. Verið var að hífa niður ljósker á stöng, um 6-700 kg að þyngd, og þegar krananum var beygt út fyrir þakbrún hússins lagðist hann á hliðina á andar- taki. Talið er að gleymst hafí að setja út, jafnvægisstöng sem heldur krananum stöðugum. Ökumaðurinn var í stýrishúsi kranans nálægt jörðu og féll því ekki úr mikilli hæð og missti ekki meðvitund. FuIItrúar Vinnueftirlitsins skoðuðu að- stæður og eftir er að meta tjón- ið, en Ijóst er að það er talsvert. Verið er að byggja verslunar- og skrifstofuhúsnæði við Bæjar- lind. FINNUR Ingólfsson iðnaðarráð- heraa hefur lagt fram á Alþingi framvarp til laga þess efnis að við lögin um raforkuver verði bætt heimildum fyrir tvær nýjar virkjan- ir. Annars vegar verði bætt við heimild fyrir Vatnsfellsvirkjun með allt að 110 MW afli og hins vegar heimild fyrir Búðarhálsvirkjun með allt að 120 MW afli. Auk þess er lagt til að aflað verði lagaheimildar til að veita Rafmagnsveitum ríkis- ins eða félagi sem þær eiga aðild að ásamt aðilum í Skagafirði leyfi til að reisa og reka virkjun við Vill- inganes með allt að 40 MW afli, en Landsvirkjun hefur þann rétt nú. I athugasemdum við lagafrum- varpið segir að það sé annars vegar lagt fram vegna aukinnar raforku- þarfar á almennum mai-kaði á næstu áram og hins vegar vegna stóriðju- framkvæmda sem hugsanlegt er að ráðist verði í á næstu áram. Moskvu. Morgunblaðið. RAUÐI kross Islands (RKI) hefur hafið formlegt samstarf við rúss- neska Rauða krossinn. Þá hefur RKÍ einnig undirritað viljayfirlýs- ingu norrænu Rauðakrossfélaganna um að leggja sérstaka áherslu á hjálparstarf í Rússlandi á næstunni. Undirritunin fór fram í Moskvu sl. sunnudag. Anna Þráður Þorkelsdóttir, for- maður RKI, undirritaði viljayfirlýs- ingu norrænu Rauðakrossfélaganna fyrir íslands hönd. Þar skuldbinda félögin sig til að leggja áherslu á að- stoð við rássneska Rauða krossinn. Sigrún Arnadóttir, ft-amkvæmda- „Nauðsynlegt er að afla Iaga- heimilda fyrir Vatnsfellsvirkjun og Búðarhálsvirkjun vegna yfir- standandi samningaviðræðna um aukna orkusölu Landsvirkjunar, m.a. til Norðuráls hf. á Grundar- tanga, þannig að unnt verði að auka framleiðslu verksmiðjunnar úr 60 þúsund tonnum á ári í 90 þúsund tonn. Jafnframt er það mikilvægt vegna hugsanlegrar orkusölu til fjórða ofns Járn- blendiverksmiðjunnar, en í samn- ingi frá 12. mars 1997 varðandi út- gáfu hlutabréfa og stækkun Is- lenska járnblendifélagsins hf. er kveðið á um rétt Elkem og Sumitomo til að kaupa samtals 12% hlut af íslenska ríkinu ef ákveðið verður að bæta fjórða ofni við verksmiðjuna fyrir 1. júlí 1999. Til þess að Landsvirkjun geti gengið til samninga um orkusölu til þessara aðila þurfa að koma til stjóri RKÍ, undiiTÍtaði tvíhljóða samning milli RKÍ og rássneska Rauða krossins. Samkvæmt honum mun RKÍ veita Rússum neyðarað- stoð og hjálpa við endurskipulagn- ingu Rauðakrossstarfsins í Rúss- landi næstu þrjú ár. Byggja þarf upp starf rássneska Rauða krossins nær frá grunni. A nýjar virkjunarheimildir," segir í athugasemdum frumvarpsins. Undirbúningur langt kominn „Undirbúningur þessara virkj- unarkosta er langt kominn og því er talin ástæða til að afla lagaheim- ildar fyrir þeim til að tryggja grandvöll fyrir lokaáföngum undir- búningsvinnunnar. Þessir kostir era í senn hagvæmir, bæði í bygg- ingu og rekstri og áhrif þeirra á umhverfi og aðra landnýtingu fremur lítil,“ segir ennfremur í at- hugasemdum. Veitulón Vatnsfellsvirkjunar verður í núverandi veituskurði frá Þórisvatni að Ki-ókslóni og gert er ráð fyrii' því að Búðarhálsvirkjun nýti rennsli Tungnaár og Köldu- kvíslar neðan Hrauneyjafossvirkj- unar að Sultartangalóni. Skýrsla um mat á umhverfisáhrifum fyrr- nefndu virkjunarinnar hefur verið Sovéttímanum var skylduaðild að Rauða krossinum í Sovétríkjunum og félagar um 50 milljónir. Félags- gjöld vora innheimt sem nefskattar og samtökin aflögufær til hjálpar- starfs í öðram löndum. Nú er talið að félagar í rássneska Rauða kross- inum séu um þrjár milljónir og efna- hagsörðugleikar heima fyrir hafa send til skipulagsstjóra, en unnið er að skýrslu um mat á umhverfisá- hrifum síðamefndu virkjunarinnar. I athugasemdum við framvaipið er þess getið að heimilt sé að reka Villinganesvirkjun samkvæmt nú- gildandi lögum, en að sá réttur sé bundinn við Landsvirkjun, eins og áður segir. „Lagt er til að sú heim- ild Landsvirkjunar verði felld nið- ur en Rafmagnsveitum ríkisins eða félagi sem þær eiga aðild að veitt heimildin þess í stað. Þessi breyt- ing á virkjunaraðila er lögð til með hliðsjón af breyttum áherslum stjórnvalda í raforkumálum sem lúta m.a. að því að raforka úr nýj- um virkjunum nýtist fyrst þeim byggðarlögum þar sem hún er unnin og með tilliti til samstarfs Rafmagnsveitna ríkisins við aðila í Skagafirði og nágrannabyggðum um virkjun Villinganess í því skyni að efla atvinnulíf á svæðinu.“ gert verkefnin tröllaukin. Um 80% aðstoðar hjá rássneska Rauða krossinum berast nú erlendis frá í formi neyðaraðstoðar. í lok vikunnar hefst dreifing á 540 tonnum af niðursoðinni síld og frystri loðnu frá íslandi. Matnum verður dreift til þurfandi í Sankti Pétursborg og nágrenni. Þessi mat- væli gefa RKI og ríkisstjórnin. Ný- lega var dreift 15 tonnum af notuð- um fötum sem RKÍ sendi til Moskvu. „Það er ljóst að ástandið verður slæmt í Rússlandi a.m.k. næstu tvö árin,“ sagði Sigrún Árna- dóttir í samtali við Morgunblaðið. Rauðakrossfélögin á Norðurlöndum sameinast um hjálparstarf Samstarf og aðstoð RKÍ í Rússlandi ÞRIÐJUDÖGUI Nýr íslandsmeistari í einliðaleik í badminton / B8 Njarðvíkingar lögðu Keflvíkinga með sögulegum endaspretti / B7 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.