Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR JOHNSENINN lét sig ekki muna um að renna við á þeim gula í leiðinni og grípa heimasætuna við brúsapallinn. Framkvæmdastjóri innanlandssviðs Eimskips ekki trúaður á gildi vöruhafnar í Þorlákshöfn Telur kosti sjóflutn- inga yfirgnæfandi KOSTNAÐUR við að aka vörum frá löndunarhöfn í Þorlákshöfn til Reykjavíkur er tífalt meiri en ef siglt væri með vörurnar til Reykja- víkur, þó svo að sjóleiðin lengi flutningana um á að giska hálfan sólarhring. Þetta er mat Hjörleifs Jakobssonar, framkvæmdastjóra innanlandssviðs Eimskips, sem kveðst telja kostina við siglingu, þótt hún sé ögn lengri, vera yfir- gnæfandi. Nýlega var lögð fram þingsálykt- unartillaga um að kannaðir verði kostir þess að gera vöruskipahöfn í Þorlákshöfn. „Við siglum okkar skipum á ákveðnum leiðum og miðum við til- tekna tíðni. Hringurinn til og frá Evrópu tekur fjórtán daga og til og frá Bandaríkjunum tuttugu og átta daga. Það að sigla hálfum sólarhring skemur hefur einhvern minni kostn- að í för með sér hvað varðar olíu, fæði og mannahald, en að öðru jöfnu myndum við ekki spara fjármagns- kostnaðinn sem bundinn er í skipinu. Því er það ekki svo einfalt að hægt sé að segja að einhver áþreifanlegur sparnaður myndi fylgja því að stytta siglingarhringinn um hálfan dag. Eg hef því ekki trú á þessari hugmynd um gerð stórrar vöruhafnar í Þor- lákshöfn en vil ekki útiloka að ein- hverjir aðilar sjái sér hag í að nota slíka aðstöðu," segir Hjörleifur. Hann segir að kostnaður í land- flutningum sé um 150 krónur á ekinn kílómeter fyrir gáminn. Miðað við að leiðin til Þorlákshafnar sé um 50 kílómetrar, þýðir það kostnað upp á 15 þúsund krónur á hvern gám fyrir ferð til og frá Reykjavík. Miðað við að Eimskip lesti um 500 til 750 gám- um á viku til Evrópu, næmi kostnað- ur við landflutninga til og frá Þor- lákshöfti um 30 til 45 milljónum króna á mánuði. Spamaður við að landa í Þorlákshöfn í stað þess að sigla til Reykjavíkur og landa þai', nemi hins vegar vart meira en um tí- unda hluta þeirrar upphæðar. Ekki raunhæft fyrir Eimskip „Fyrir Eimskip er þetta ekki raunhæfur möguleiki, því fyrir utan þennan kostnað verður að taka með þá aðstöðu sem er fyrir hendi í Reykjavík, tækjabúnað o.s.frv. Eg dreg sömuleiðis í efa að þetta myndi henta erlendum skipafélög- um, því þau sem hingað myndu sigla myndu væntanlega vilja ná beinni tengingu við inn- og útflutningmark- aðinn í Reykjavík og nágrenn,“ segir Hjörleifur. Nicotmell Tvær leiðirtil að hætta! ^ Nicotineil býður uppá tvær árangursríkar leiðir til að losna við reykingarávanann. J Nicotinell nikótínplásturinn. Einn plástur á dag heldur nikótínþörfinni niðri allan sólarhringinn. Nicotinell plásturinn fæst með þremur styrkleikum. Nicotinell nikótíntyggjóið hefur sömu eiginleika og venjulegt tyggjó og fæst bæði með piparmyntu- og ávaxtabragði. Nicotinell tyggjóið /7 fæst með tveimur styrkleikum. gjf Komdu í næsta apótek og fáðu bæklinga XMf' um það hvernig Nicotinell plásturinn og Nicotinell tyggjóið hjálpa þér í baráttunni við tóbakið. Thorarensen V.tn.g.rð.r 18 -104 Rcykj.vlk - Slm lVf % 568 6044 NicotineU tyggtgúrmnf er lyf sem er notað sem hjálparetm til þoss að hætta reykingum. Aðeins má nota fytið et reykingum or hætt. Þaö inrnheldur mkótfn sem losnar úr þvf þegar tuggið er, trásogast (munrunum og dregur úr tráhvarlsomkennum þegar reykingum er hætt. Tyggja skal oitt stykki í einu, hægt og rólega, til að vinna gegn reykingaþört. Skammtur er einstaklingsbundinn on ekki má tyggja tleiri en 25 stk. á dag. Ekki er ráðlagt aö nota lyfið lengur on f 1 ár. Nicotinoll plástur inniheldur nikótin og or ætlaöur sem hjálpartyf til að hætta roykingum. Notist omungis af fullorðnum. Plásturinn skal Ifma á hárlausa og heila húð. Skömmtun: Fyrir þá sem reykja 20 sígarettur á dag eða moira; 1 plástur með 21 mg á sólarhring, daglega í 3-4 vtkur, þvf næst 1 ptástur moð 14 mg ó sótartirmg, dagloga I aörar 3-4 vikur og að sföustu plástur með 7 mg á sólarhring. dagloga i 3-4 vikur. Fyrir þá sem reykja minna en 20 sígarettur ó dag: 1 plástur moð 14 mg á sólartinng. dagloga í 3-4 vikur og meðferðin endar með plástrum sem innihalda 7 mg á sólarhring, daglega í 34 vikur, Moðferð skal ekki standa lengur en f 3 mánuði. Ekki skal setja plásturinn á sama staö dag eftir dag. heldur finna annan stað á líkamanum. Kynnið ykkur vel leiðboiningar sem fyigja pakkntngunni Varúð - Qeyma skal tyfin þar sem börn ná ekki tll. Lesa skal vandlega leiðbeiningar á fylgiseðlum sem fylgja tyfjunum. Málþing um kynferðislegt ofbeldi Bæði þolendur og gerendur fá aðstoð Fræðsludeild kirkj- unnar stendur fýr- ir málþingi um kynferðislegt ofbeldi í dag, þriðjudaginn 9 febr- úar. Þingið er ætlað prestum, djáknum og öðru starfsfólki kirkjunn- ar. Dr. Amfríður Guð- mundsdóttir guðfræðing- ur var formaður starfs- hóps sem vann að mótun starfsreglna um meðferð kynferðisbrota innan ís- lensku þjóðkirkjunnar. „Málþingið ber yfir- skriftina Til liðs við lífið - Kirkjan gegn kynferðis- legu ofbeldi. Þingið kem- ur í framhaldi af mál- þingi sem haldið var í fyrra og fjallaði um heim- ilisofbeldi.“ Arnfríður segir að á málþing- inu verði kynntar nýjar starfs- reglur kirkjunnar sem tóku gildi 1. janúar sl. en voru samþykktar á kirkjuþingi í haust sem leið. - Um hvað fjalla þessar starfs- reglur? „Þær varða þau brot sem kunna að koma upp ef einhver telur sig hafa orðið fyrir kyn- ferðisbroti af hendi starfsmanna kirkjunnar. Starfsreglurnar segja fyrir um meðferðina sem slíkt mál fær.“ Arnfríður bendir á að kirkjan ætli að tilnefna talsmenn sem eigi að vera þolendum til að- stoðar og hjálpa þeim að meta aðstæður. Hún segir að fara eigi með þeim í gegnum ferlið og hjálpa við að fá þá aðstoð sem þeir þurfa á að halda. „Þo- lendur geta þá valið um að kæra til lögreglu og/eða leggja málið fyrir úrskurðarnefnd sem tekur á málum innan kirkjunn- ar.“ Þá segir Amfríður að það sé úrskurðarnefndar að taka öll mál af þessu tagi sem berast til með- ferðar en sértakt fagráð innan kirkjunnar mun síðan aðstoða úrskurðarnefndina og vera henni til ráðgjafar. Hún bendir á að bannað verði að afgreiða svona mál í sóknar- nefnd eða innan safnaðar þar sem atburðurinn á sér stað. „Öll mál þurfa að fara til úrskurðar- nefndar. Með þessu er verið að reyna að koma í veg fyrir að per- sónuleg kynni geti haft áhrif á ábyrga meðferð málsins." - Hvaðan fenguð þið fyrir- mynd aðþessum reglum? „Stuðst var við norsku starfs- reglumar frá árinu 1996 en með setningu þessara reglna hér á landi var verið að svara sam- þykkt frá Lútherska heimssam- bandinu írá árinu 1997 um að all- ar aðildarkirkjur ______________ settu fram svona starfsreglur. I öðm lagi voram við að feta í fótspor kirkna sem hafa sett sér svona reglur. Islensku regl- urnar eru þó frábmgðnar þeim norsku að því leyti að þær varða alla starfsmenn kirkjunnar, ekki bara presta.“ Arnfríður segir að í fyrra hafi norsku reglurnar verið teknar til endurskoðunar og þá hafi komið í ljós nauðsyn þess að reglurnar næðu til fleirl innan kirkjunnar en bara prestanna. Arnfríður Guðmundsdóttir ►Dr. Arnfríður Guðmunds- dóttir er fædd á Siglufirði ár- ið 1961. Hún lauk embættis- prófi í guðfræði frá Háskóla Islands árið 1986. Arnfríður lagði stund á doktorsnám við Iowa-háskóla, Chicago-háskóla og Lútherska háskólann í Chicago. Hún lauk doktors- námi í trúfræði frá síðast- nefnda skólanum árið 1996. Hún var vígð til prests árið 1987 og þjónaði hún sem að- stoðarprestur í Garðapresta- kalli um skeið. Hún hefur kennt við guðfræðideild Há- skóla íslands frá árinu 1996. Eiginmaður hennar er sr. Gunnar Rúnar Matthiasson sjúkrahúsprestur og eiga þau tvö börn. Reglurnar varða alla starfsmenn kirkjunnar -Breyta þessar nýju starfs- reglur miklu fyrir starfsmenn kirkjunnar? „Staðan fram að þessu var sú að engin úrræði vora fyrir hendi þegar mál sem snertu kynferðis- legt ofbeldi komu upp. Það var einfaldlega enginn farvegur fyrir þessi mál. Þörfin fyrir starfsregl- ur var því mikil og að til væm reglur til að fara eftir, sem hefðu hag þolenda og gerenda að leið- arljósi." - Hvað verður fleira tekið fyr- ir á þessu málþingi? „Það verður fjallað almennt um eðli kynferðislegs ofbeldis. Talað verður um þá aðstoð sem fyrir hendi er bæði fyrir þolendur og gerendur slíkra brota. Það er nýtt að boðin sé hjálp fyrir gerendur kynferðisbrota og mun Andrés Ragnarsson sál- fræðingur kynna það tilrauna- starf sem hófst á síðasta ári.“ Arnfríður segir að þá verði fjallað um hlutverk þeirra sem _________ veita aðstoð þeim er verða fyrir kynferð- islegu ofbeldi eða áreitni. „Hér er um vandamikið starf að _________ ræða, sem krefst mikils af þeim sem það stunda. Það er ákaflega mikilvægt að þessir aðilar hugi að þeim hættum sem þeim eru búnar í starfi sínu. Þá verður að lokum fjallað um hlutverk sálu- sorgarans og mikilvægi fyrir- bænarinnar í þessu samhengi." Málþingið er í Áskirkju og hefst klukkan 16.30 í dag, þriðju- dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.