Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nauðganir - dómar og sönnunarbyrði Sönnunarstaðan í nauðgunarmálum er erfið, þar sem oftast eru aðeins tveir til frásagnar. Skiptar skoðanir eru um hvort dómstólar hafí tilhneigingu til að slaka á sönnunarkröfum, en um leið er bent á að í þessum málum hljóti mat dómara á trú- verðugleika kæranda, sakbornings og vitna að vega þungt. Tveir lögmenn og talsmaður Stígamóta voru inntir álits á grein um kynferðisbrotamál sem birtist í Morgunblaðinu sl. sunnudag. í GREIN, sem Páll Þórhallsson, lögfræðingur og blaðamaður Morg- unblaðsins, ritaði í blaðið á sunnu- dag, leiddi hann líkur að því að dómar 1 kynferðisafbrotamálum væru að þyngjast. Páll sagði þó enn meira umhugsunarefni, hve öllum vafa um sekt sakborninga væri ýtt fyrirvaralaust til hliðar. Páll tók dæmi af tveimur dómum Hæstaréttar frá 28. janúar sl. í öðru málinu var þrítugur karlmaður dæmdur í tveggja ára óskilorðs- bundið fangelsi fyrir að nauðga konu á salerni vínveitingastaðar og í hinu var þrítugur karlmaður dæmd- ur í eins árs óskilorðsbundið fang- elsi fyrir að notfæra sér ölvunará- stand 16 ára stúlku. í fyrra málinu benti Páll á fímm vafaatriði og sagði erfítt að skýra dóminn öðruvísi en svo, að slakað væri á hefðbundnum sönnunarkröf- um og hugtakið nauðgun væri skýrt rýmra en hingað til. I síðara málinu taldi Páll sönnun- arstöðuna jafnvel enn tæpari og nefndi fjögur atriði sérstaklega því til stuðnings. Hann vísaði jafnframt til þess, að refsing fyrir nauðgun hafi verið að jafnaði 1-2 ára fangelsi á árunum 1977-1996, en dæmi um þyngri dóma þegar beitt hafi verið mjög miklu ofbeldi eða aðrar veiga- miklar refsiþyngingarástæður verið fyiir hendi. Hann vísaði líka til þess, að í báðum ofangreindum mál- um hafi verið dæmdar töluverðar miskabætur, án þess að nokkur gögn hafi verið lögð fram um afleið- ingar áfallanna fyrir kærendur. Þetta kunni að ýta undir tilefnis- lausar kærur vegna kynferðisbrota. Fleiri mál fyrir dómstóla Theódóra Þórarinsdóttir, tals- maður Stígamóta, samtaka kvenna gegn kynferðislegu ofbeldi, segist ekki telja að dómar í kynferðismál- um hafi almennt þyngst frá því sem var. Á hitt beri að líta að miklu fleiri kærð mál fari nú fyrir dómstóla. „Fyrir nokkrum árum dagaði mál uppi hjá lögreglunni. Þegar barátta gegn því komst á skrið fór lögreglan að senda öll mál frá sér til saksókn- ara, sem sendi þau aftur til lögreglu til frekari rannsóknar. Núna er kominn miklu betri gangur á þetta og vinnubrögð lögreglu vandaðri.“ Theódóra segir að margir hafi talið ástæðu til að þyngja dóma í kynferðisbrotamálum og dómsmála- ráðherra, Þorsteinn Pálsson, hafi sjálfur vakið máls á því. „Hér hafa fallið þungir dómar öðru hvoru, en þá í allra alvarlegustu málum sem varða langvarandi misnotkun á börnum. Þar hafa þó dómstólar stundum mildað dómana, eins og í því tilfelli þegar manni var ekki gert að greiða miskabætur af því að hann hafði borið framfærsluskyldu vegna bamsins sem hann misnotaði. í öðrum tilvikum hefur verið ein- blínt á líkamlegan skaða og dæmt út frá því, en síður vegna andlegra erfiðleika. Það er kannski að breyt- ast.“ Theódóra segir að dómstólar hafi gjarnan dæmt menn til lengri fang- elsisvistar í málum sem vakið hafi mikla athygli. „Þannig var til dæmis í málinu þegar konu var nauðgað við Reykjanesbraut. Alþjóð fylgdist með því máli.“ Oruggari • málatilbúnaður Annað, sem á ef til vill hlut í breyttu viðhorfi dómstóla, að mati Theódóru, er tilkoma neyðarmót- töku fyrir fómarlömb nauðgana á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. „Konur geta leitað beint til læknis á neyðar- móttökunni og fá þar aðstoð sál- fræðinga, félagsráðgjafa og lög- fræðinga. Það ýtir undir að málatil- búnaður verði á þá leið, að dómstól- ar hafi ömggari gögn að dæma eft- ir. Konur á landsbyggðinni fá hins vegar ekki slíka þjónustu og það þarf að bæta.“ Theódóra segist ekki trúa því að sönnunarbyrðin hafi að einhverju leyti snúist við. „Það má auðvitað aldrei verða, því það væri bar- barismi. Hins vegar þurfa sakbom- ingar að svara öðra en „nei“ og slíkt þykir mér sjálfsögð krafa, eins og í öðrum sakamálum. Ef dómar era að verða harðari í þessum málaflokki er það vegna þess að viðhorfið til kvennanna sem kæra hefur breyst, þær þurfa ekki lengur að þola nið- urlægjandi spurningar um klæða- burð og hvað þær hafí nú verið að þvælast einar.“ Brýnt að slaka ekki á sönnunarkröfum Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður, segist mjög ánægður með að birt skuli úttekt í þessum viðkvæma málaflokki. „I málum á þessu sviði hér á landi gildir auðvitað sú mannréttinda- regla, sem gildir í öllum sakamál- um, að ekki skuli dæma menn til refsingar nema sök sé sönnuð með lögfullum rétti. Þetta er grann- regla, sem gildir um víða veröld í þeim ríkjum sem teljast til réttar- x-íkja og er sérstaklega vernduð í Mannréttindasáttmála Evrópu og íslensku stjómarskránni. Jafnvel þótt um sé að i-æða málaflokka, þar sem erfiðara kann að vera um sönn- unarfærslu en þegar önnur brot eiga í hlut, þá er mjög brýnt að ekki sé slakað á sönnunarkröfum. Ef við geram það, þá uppfyllum við ekki þá kröfu til mannréttindavemdar sem kveðið er á um. Úttekt Páls er ánægjuleg, því hún skerpir okkur í þessari hugsun. Það er þörf á því, því úr sumum íslenskum dómum má lesa að slakað hafi verið á þessum kröfum í málum af þessu tagi. Við eigum að ræða það og ég tek heils- hugar undir gagnrýni og ábending- ar Páls.“ Jón Steinar segist ekki þekkja náið hvernig farið sé með kynferðis- brotamál fyrir dómstólum í ná- grannalöndum og hvort þróunin þar sé svipuð og Páll lýsti. „Jafnvel þótt svo væri, þá ber okkur samt að spyrna við fótum. Hér hefur verið of mikið um að menn elti uppi skand- inavískar tilslakanir á einstökum sviðum. En lagafúskið er ekkert betra þótt það sé skandinavískt. Við eram fullfærir um það, Islendingar, að leggja okkar dóm á mál út frá þeim meginreglum sem við viljum viðhafa, í þessum málaflokki sem öðram. Auðvitað geri ég ekki lítið úr fórnarlömbum þessara glæpa, frekar en annarra glæpa, en það má ekki slaka á kröfunni um lögfulla sönnun á hendur mönnum sem era sakaðir um refsiverða háttsemi." Dómarar þurfa að meta framburð Sif Konráðsdóttir héraðsdóms- lögmaður er tengiliður lögmanna sem starfa á vegum Neyðarmóttök- unnar. Hún bendir á, að dómarar meti trúverðugleika þeirra sem komi fyrir dóminn og vitnisburður um ástand fórnarlambs strax eftir atburð hafi alltaf vegið þungt. „Dómarar verða að meta sönnunar- gildi munnlegs framburðar og hér- aðsdómur er gjaman fjölskipaður í slíkum málum. Dómaramir eru með þetta fólk fyrir framan sig og þeirra er að leggja heildarmat á fi-amburð og styðjast jafnft'amt við þau gögn sem fyrir hendi eru.“ Sif segir að frá því að hún kom fyrst að kynferðisbrotamálum fyrir möi-gum árum hafi hún heyrt talað um að slakað hafi verið á sönnunar- kröfum í þessum brotaflokki. „Að- stæður í þessum málum eru hins vegar erfiðar og ef við setjum harð- ari reglur um sannanir þá erum við um leið að segja að aldrei verði dæmt í þessum málum. Það eru aldrei nein vitni og ef um misneyt- ingu er að ræða er ekki heldur um áverka að ræða. Mér finnst ekki hafa verið slakað neitt á sönnunar- kröfum síðustu árin. Þeir era Iíka margir, sýknudómarnir, en þeir fá líka miklu minni athygli." Sif vísar til þess, að Hjöi-tur Að- alsteinsson héraðsdómari hafi rit- að grein árið 1994, þar sem hann komst að þeirri niðurstöðu að mið- að við hæstaréttardóma 1990-1994 hafi refsingar vegna nauðgana heldur þyngst. 18-24 mánaða fang- elsi væri algengt. 1989 hafi Jónat- an Þórmundsson prófessor ski-ifað um kynferðisbrot og þá talið al- genga refsingu 12-18 mánaða fangelsi. „Frá 1994 er munurinn kannski sá, að refsingin er ekki 18-24 mánuðir heldur nær 24 mán- uðunum,“ segir Sif. „Þá ber að hafa í huga, að Hæstiréttur hefur ekki dæmt í mjög mörgum nauðg- unarmálum undanfarin ár. En þessi þróun, að dómarnir þyngist, hlýtur að vera í sami-æmi við kröfu samfélagsins. Hins vegar eru ekki margir dómar yfir 24 mánuðum, nema einnig sé um gróft ofbeldi, frelsissviptingu eða eitthvað af því tagi að ræða.“ Endurskoða þarf refsiramma vegna misneytingar Sif segir að misneytingamál, sam- kvæmt 196. grein hegningarlaga, hafi ekki sést í dómskerfinu áður fyrr. „Fyrir 10 til 15 áram kærði enginn svona mál, en núna hefur orðið sprenging. Þar eru ýmiss kon- ar tilvik, svo sem um misneytingu þroskaheftra og þeirra sem sofa áfengisdauða. Refsingin í þessum. málum hefur verið mjög misjöfn, en um leið og hún hækkar í nauðgun- armálum hlýtur .þessi málaflokkur að fylgja á eftir. Ég er sammála Páli Þórhallssyni í því að endurskoða þurfí refsirammann sem nær til misneytingar. Þar er engin lág- marksrefsing, en hámarksrefsing 6 ára fangelsi, á meðan lágmarksrefs- ing fyrir nauðgun er 1 ár og há- markið 16 ár. Samfélagið lítur það mjög alvarlegum augum ef ráðist er gegn þeim sem getur ekki varið sig og því á ekki að vera þessi munur á refsirömmunum,“ segir Sif Kon- ráðsdóttir. Magnús L. Sveinsson á Alþingi Úttekt verði gerð á kerfi almanna- trygginga MAGNÚS L. Sveinsson, sem nú situr á Alþingi í fjarvei-u Davíðs Oddssonar forsætisráðhei-ra, fyrsta þingmanns Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík, hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsá- lyktunar um úttekt á fi-amtíðai-- stöðu og þýðingu almannatrygg- ingakerfisins hér á landi, meðal annars með tilliti til setningar laga um lífeyrissjóði á síðasta ári. Með- flutningsmenn Magnúsar era sex aði-ir þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins. ,AImannatryggingakei-fið á ís- landi er afar flókið og því dýrt í rekstri,“ segii- m.a. í gi-einargerð framvarpsins og því haldið fx-am að nauðsynlegt sé að gei-a það kei-fi einfaldara og skilvirkai-a. „Al- mannatryggingar munu um langa fi-amtíð skipa varanlegan sess í eft- irlaunamálum fólks. Enn er langt í land að lífeyrissjóðimir geti tekið við hlutvei-ki almannatrygginga- kerfísins. Flestir almennu lífeyrissjóðimir era ungir að áram og fjöldi fólks hafði ekki gi-eitt í lífeyrissjóð fyrr en frá síðustu ái-amótum. Mikil- vægt er að allir sitji við sama borð varðandi rétt á bótum úr almanna- tryggingakerfinu. Þeir sem á und- anfómum áram hafa gi-eitt tiltekna upphæð til lífeyrissjóða búa við skertar eftirlaunagreiðslur hjá Tryggingastofnun ríkisins vegna tekjutengingar. Þeir sem ekkert hafa greitt til lífeyrissjóðs fá hins vegar fullar bætur. Hér er verið að hegna þeim sem hafa sýnt fyi-ir- hyggju og látið hluta af launum sínum renna til lífeyrissjóða," segir í greinax-gerð. Fólki sé ekki mismunað í lokin segir að með tilliti til þessa sem að framan greindi væri nauðsynlegt að gera ítarlega könn- un á stöðu almannatryggingakei-f- isins hér á landi. „A grandvelli hennar verði gerðar áætlanir um greiðslur úr hinu tvíþætta trygg- ingakeríi, þ.e. almannatrygginga- kerfmu og lífeyrissjóðum, með það að meginmai-kmiði að fólki sé ekki mismunað með greiðslum úr At- vinnuleysisti-yggingasjóði og eftir- laun nægi til að mæta þörfum fólks til að lifa sómasamlegu lífi.“ Alþingi Dagskrá ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 13.30 í dag. Að lokinni atkvæða- greiðslu um ýmis þingmál vei-ða eftirfarandi mál á dagskrá: 1. Nýsköpunarsjóður atvinnu- lífsins. 1. umr. 2. Verðbréfasjóðir. 1. umr. 3. Aðgerðir gegn peningaþvætti. 1. umr. 4. Lausafjárkaup. 1. umr. 5. Branatryggingar. 1. umr. 6. Alþjóðleg viðskiptafélög. 1. umr. 7. Álagning skatta vegna alþjóð- legra viðskiptafélaga. 1. umr. 8. Ábyrgðai-menn. 1. umr. 9. Markaðs- og söluátak á ís- lensku dilkakjöti erlendis. Fyrri umr. 10. Almannatryggingar. 1. umr. 11. Félagsleg aðstoð. 1. umr. 12. Stuðningur við konur í Bosn- íu. Fyrri umr. 13. Happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjómanna. 1. umr. 14. Vörahappdrætti fyrir Sam- band íslenskra berklasjúklinga. 1. umr. 15. Uppbyggður vegur yfir Kjöl. FyiTÍ umr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.