Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 LISTHUS MORGUNBLADIÐ UPPHAFLEGA hugmyndin að Listhúsinu í Laugardal var að skapa húsnæði fyrir myndlistannenn sem sameinaði þrennt. í fyi'sta lagi vinnustofur, í öðni lagi íbúðir með vinnuaðstöðu og þriðja lagi sýningaraðstöðu í góðum sýningarsal og þá með bætta afkomu listamannanna í huga,“ segir Ti-yggvi Ái-nason myndlistarmaður sem byggði List- húsið í Laugardal í félagi við Byggingarfélag Gylfa og Gunnars og hefur borið hitann og þungann af rekstri og viðgangi hússins síð- an. „I mars-apríl 1986 byrjaði ég á að óska eftir lóð fyrir vinnustofu ásamt sýningarsal í Laugardal (þar sem nú er Húsdýragarðurinn) við Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson sem þá var formaður skipulagsnefndar Reykjavíkurborgar. Hann beindi athygli minni að þessari lóð við Engjateig sem var í rauninni miklu stæm en svo að hægt væri að ætlast til að einstaklingur gæti ráðið við að byggja á. Markmið skipulagsyfirvalda var að hér yrði menningarstarfsemi í tengslum við Asmundarsafn. Hingað áttu að koma rútufarmar af ferðamönnum daglega á vegum safnsins, en þess hefur alltaf verið vandlega gætt af safninu að þeir líti ekki í áttina að Listhúsinu. Rúturnar koma til safnsins en keyra síðan framhjá okkur eins og Listhúsið sé ekki til.“ Tryggvi segir að áður en haf- ist var handa við bygging- una hafi verið leitað til fjöl- margra listamanna og áhugi þeiiTa kannaður á því að kaupa vinnu- stofu og íbúð í húsinu. „Undirtekt- ir voru svo jákvæðar að ég taldi einsýnt að fara af stað, menn skrif- uðu undir yfirlýsingar þess efnis að þeir myndu festa kaup á vinnu- stofu eða íbúð. Það er skemmst frá því að segja að enginn þeirra sem skrifaði undir þessar viljayfirlýs- ingar treysti sér út í kaup á íbúð eða vinnustofu þegar á reyndi. Byggingafélag Gylfa og Gunnars tók að sér byggingu hússins og var jafnframt eigandi að 70% hússins, sjálf áttum við nærri 30% í upp- hafi. Okkur var úthlutað lóðinni sérstaklega í þessum tilgangi og var horft til þess að nálægðin við Ásmundarsafn skapaði eins konar listrænan kjama á þessum bletti. Til að undirstrika þá nálægð var okkur gert að breyta teikningu hússins þannig að úr miðju húsinu er útbygging til norðurs í átt að Ásmundarsafni og þar er einnig gegnt inn í húsið. Þessi áform um tengingu við Ásmundarsafn hafa aldrei gengið eftir og nú er reynd- ar búið að loka alveg fyrir sam- gang þarna á milli með því að sett var niður limgerði og ein stærsta myndastytta landsins, Sonatorrek, af stjóm Ásmundarsafns á lóðar- mörkunum," segir Tryggvi. Það hefur verið látið að því liggja að okkur hafi verið veittur afsláttur af lóða- gjöldum vegna Listhússins. Þetta er rangt. Eg vil benda á þetta vegna þess að ég veit að Kiwanis- húsið sem er hér við hliðina á okk- ur fékk helming gjaldanna felldan niður og þeir seldu síðan Reykja- víkurborg meirihluta hússins. Bíla- stæðin áttu að vera sameiginleg þannig að Kiwanishúsið nýtti þau á kvöldin en við á daginn, en eftir að Atvinnumiðlun Reykjavíkur flutti inn í Kiwanishúsið er orðin mikil samkeppni um bílastæðin og okkar viðskiptavinir komast varia að vegna þeirra sem leita til At- vinnumiðlunarinnar. Reykjavíkur- borg fjárfesti hinsvegar í Listhús- inu með kaupum á einni vinnustofu og vinnustofuíbúð en þær halda fullu verðgildi sínu og er hægt að selja hvenær sem er.“ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson var formaður skipulagsnefndar Reykjavíkur þegar áætlanir Tryggva um Listhúsið vora sam- þykktar. „Mér finnst aðdáunarvert hvernig Tryggva Amasyni hefur LISTHUSIÐ LIF IR GÓÐU LÍFI Til umræðu hefur verið að undanförnu að hlutverk Listhússins í Laugardal hafí breyst frá því sem upphaflega var gert ráð ---------------7-----------------------—— fyrir. Tryggvi Arnason myndlistarmaður er á öðru máli og segir Listhúsið lífvæn- legra en nokkru sinni fyrr. Hávar Sigur- jónsson ræddi við Tryggva um Listhúsið. tekist að koma þessu húsi upp með þeim glæsibrag sem raun ber vitni. Hann stóð við allt sem um var samið gagnvart borginni og reyndar var honum gert erfiðara fyrir með því að skipulagsyfirvöld kröfðust þess að teikningu hússins yrði breytt til að tengja það betur við Ásmundarsafn. Þetta gerði Tryggvi en hefur síðan verið svik- inn um efndiraar af hálfu borgar- innar því skipulag þessa reits og samtenging Listhússins og Ás- mundarsafns hefur ekki verið virt af borgaryfirvöldum. Ég er sann- færður um að þetta hefur skaðað starfsemina í Listhúsinu og er í rauninni alvarlegt mál. Þá hefur mér einnig sýnst ódrengilega að Listhúsinu vegið í myndlistardóm- um og ómaklega gefið í skyn að Tryggvi hafi notið sérstakrar fyr- irgreiðslu af hálfu Reykjavíkur- borgar. Ég kannast ekki við það. Enginn afsláttur var veittur af lóðagjöldum né öðram opinberam gjöldum vegna byggingar hússins. Samningurinn sem gerður var í upphafi um fyrirhugaða starfsemi í húsinu var ekki bindandi að því leyti að útilokað yrði að annað en listastarfsemi yrði í því. Ég kom í Listhúsið um daginn og hreifst af því andrúmslofti sem þar ríkir. Húsið iðar af lífi og alls kyns starf- semi blómstrar þar; ég fæ ekki annað séð en tilganginum með þessu húsi sé ágætlega þjónað.“ / Igrein sem Bragi Ásgeirsson ritar í Morgunblaðið þann 22. desember sl., segir hann m.a. „Fátt er hryggilegra en er sér- stæð og falleg hús sem miklar fórnir þurfti að færa til að koma upp, prýði umhverfisins, fara að þjóna allt öðrum tilgangi en þau voru hönnuð fyrir. Það varðar skiljanlega miklu að sérbyggð hús þjóni tilgangi sínum, einnig eftir að viðkomandi listamenn flytja úr þeim eða falla frá, og verði fyrir sem minnstu raski. Einnig skiptir miklu að myndlist- armenn njóti undantekninga frá almennum byggingarreglum hvað snertir gluggaskipan, því öllu varðar að jöfn lýsing sé í húsun- um, sér í lagi hvað náttúrubirtu snertir." Listhúsið við Engjateig er um 2300 fermetrar á tveimur hæðum, Á efri hæð eru 11 íbúðir 115 fer- metrar hver, á götuhæð eru 12 vinnustofur 50 fermetrar hver, auk miðrýmis í húsinu, sem nú er veit- ingasalur, auk þriggja annarra rýma sem upphaflega vora ætluð sem sýningarrými og verslanir. Þar er stærstur 210 fermetra salur í austurenda hússins. Kjallararými er einnig nokkuð, þar er nú inn- römmunarverkstæðið Katel og sýningarsalur sem Tryggvi Áma- son og kona hans reka í tengslum við listmunaverslun sína. „Upphaf- lega var gert samkomulag milli Reykjavíkurborgar og byggingar- aðila, þ.e. mín og Gylfa og Gunn- ars, um hvers konar starfsemi ætti að fara fram í húsinu. Skrifað var undir yfirlýsingu þess efnis að ein- ingamar í húsinu skyldi einungis selja félögum í Bandalagi íslenskra listamanna eða öðram sem tengd- ust listsköpun. „Þrátt fyrir yfir- lýstan áhuga nægilega margra, sem uppfylltu þessi skilyrði, reyndist þegar til kom vonum erf- iðara að selja einingarnar í húsinu. Mikið fjármagn lá í byggingunni, heildarkostnaður við húsið var hátt á þriðja hundrað milljónir og byggingaraðilar sátu uppi með stóran hluta þess óseldan lengi vel. Ég skal fúslega viðurkenna að dæmið var kannski ekki hugsað al- veg til enda í upphafi. Sá kaup- endahópur sem gert var ráð fyrir að hefði mestan áhuga á að koma inn í húsið var ekki sá hópur sem var líklegastur til að hafa fjárhags- legt bolmagn til þess. íbúðirnar og vinnustofurnar vora dýrar. Hver íbúð kostaði tilbúin undir tréverk nær 8 milljónir króna. Hver vinnu- stofa kostaði um 5 milljónir króna. Skilyrðin um listræna starfsemi héldu bara einfaldlega ekki þegar komið var út á hinn harða markað. í fyrstu var reynt að standa á skil- yrðunum en þegar tíminn leið var þetta orðin spurning um að selja þeim sem vildi kaupa og tengdust samt á einhvem hátt rekstri húss- ins, t.d. keyptu hjónin sem vora með veitingareksturinn einnig íbúð, trésmiður keypti pláss undir verslun með trévörar, gullsmiður, auglýsingastofa, jafnvel hár- greiðslustofa og snyitistofa. Þetta vora strangt til tekið ekki lista- menn en þeir höfðu áhuga og juku veg hússins og gerðu það áhuga- vert. En hér gildir sú regla eins og annars staðar að gangi fyrirtæki og gallerí ekki, þá hætta þau bara. Það hafa vissulega orðið breyting- ar á rekstrinum á nærri sjö áram og er ekki óeðlilegt því þetta var að vissu leyti tilraun. Þá var alveg útilokað að selja fólki íbúðir eða vinnustofur með þeim skilyrðum að eingöngu mætti selja aftur listamönnum. Undir slík skilyi'ði hefði enginn gengist. Þrátt fyrir þetta hefur að mínu mati tekist ágætlega að halda uppi líflegri og á margan hátt menningarlegri starfsemi hér í húsinu," segir Tryggvi. Upphaflega áttu Tryggvi og kona hans 30% af húseign- inni, þrjár íbúðir, tvær vinnustofur og sýningarsalinn í austurendanum. „Reykjavíkur- borg keypti fljótlega af okkur eina íbúð og eina vinnustofu. íbúðin hefur verið notuð sem gestaíbúð fyrir erlenda listamenn og er lang- ur biðlisti eftir henni. Vinnustofan er nýtt sem bókageymsla fyrir Kjarvalsstaði. Við gerðum sjálf eina stóra og glæsilega íbúð úr hinum tveimur en okkur féll ekki til lengdar að búa á vinnustaðnum og seldum hana árið 1995 Sigur- jóni Sighvatssyni kvikmyndagerð- armanni og keyptum okkur aftur hús svipað og við höfðum átt áður. Einni vinnustofu höldum við eftir auk gallerísins og sýningaraðstöð- unni sem þvi tilheyrir, eða samtals á þriðja hundrað fermetra, sem nægir okkur fullkomlega og vel það.“ Tryggvi fullyrðir að möguleikar sýningarsalarins hafi verið eyði- lagðir með neikvæðri gagnrýni. „Rekstur sýningarsalarins var gerður óvirkur með stöðugum árásum myndlistargagnrýnanda Morgunblaðsins vegna rangrar hönnunar á sýningarsalnum að hans mati, þar sem gluggar væru á suðurhlið hans.“ Um þetta segir Bragi Ásgeirsson í áðurnefndri grein í Morgunblaðinu: „Við bætt- ist að gluggar á sýningarsal vora öfugum megin á byggingunni og fengu að auk aldrei þann dýra út- búnað sem þurfti til að hindra óheft geislaflæði sólar beint á myndverkin inni fyrir.“ TRYGGVI Árnason og kona hans Erla Gunnarsdóttir úti fyrir Listhúsinu í Laugardal. Morgunblaðið/Ásdís -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.