Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, stjúp- faðir, tengdafaðir, afi og langafi, VILMUNDUR KRISTINN JÓNSSON, Háholti 9, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness laugardaginn 6. febrúar. Matthildur Nikulásdóttir, Svandís Vilmundardóttir, Kristný Vilmundardóttir, Hallfreður Vilhjálmsson, Ingvar Friðriksson, Erla F. Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg föðursystir okkar, INGIBJÖRG BJARNADÓTTIR, Ránargötu 3, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Landakoti, sunnudaginn 7. febrúar sl. Katrín, Ingibjörg, Bjarni og Jóhann Jóhannsbörn. + KRISTÍN J. EYJÓLFSDÓTTIR frá Reynivöllum í Kjós, Hringbraut 103, Reykjavík, andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund aðfaranótt mánudagsins 8. febrúar. Jarðsett verður frá Fossvogskapellu föstu- daginn 12. febrúar kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á líknarfélög. Vandamenn. + GARÐAR LOFTSSON, Hverfisgötu 91, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fíladelfíukirkjunni miðvikudaginn 10. febrúar kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Hrafnhildur Garðarsdóttir, Skírnir Garðarsson, Baldur Garðarsson. + Ástkær kona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, BJARNDÍS EYGLÓ INDRIÐADÓTTIR, Hæðarbyggð 1, Garðabæ, er látin. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þórir Guðmundsson, Guðrún Þórisdóttir, Steínunn Þórisdóttir, Arnar Baldursson, Aðalheiður Þórisdóttir, Kristbjörg Þórisdóttir og barnabörn. Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, stjúpföður okkar, afa og tengdasonar míns, HUGO ANDREASSEN, Veghúsum 31, Reykjavík. '1 Margrét Thordersen Andreassen, Sigþrúður Þorfinnsdóttir, Egill Þorfinnsson, Stefán Barði Egilsson, Sigþrúður Thordersen. SIGRÍÐUR KRISTRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR + Sigríður Kristrún Guð- jdnsdóttir fæddist í Bolungarvík 21. júní 1914. Hún lést á heimili Ingunnar ddttur sinnar í Hveragerði 31. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar Sigríðar voru hjdnin Sigríð- ur Kristjánsddttir, f. 12.8. 1876, d. 23.8. 1961, ættuð úr Múlasveit í Austur- Barðastrandarsýslu og Guðjdn Jensson frá Dýrafirði, f. 5.9. 1866, d. 23.8. 1946. Þau bjuggu allan sinn búskap í Bolungarvík, lengst af á Hafnargötu 90. Systkini Sigríðar eru: Böðvar, kenndur við Hnífsdal, f. 1905, d. 1961; Eh'sabet, f. 1907; Guð- rún, f. 1909, d. 1993; Steinþör, f. 1910, d. 1977; Karitas, f. 1915, Ásgeir, f. 1918, d. 1930; Kristján, f. 1924, dd sem barn. Sigríður átti einn hálfbrdður Ásgeir, sem dó á fullorðinsár- um. Ásgeir var elsta barn Guð- jdns. Árið 1939 giftist Sigríður Kristjáni Jóni Guðjónssyni, f. í Kjaransvík 19. nóv. 1897, d. 29. júlí 1960. Þeirra börn eru: 1) Svan- fríður, f. 26. maí 1939, maki Páll ís- leifur Vilhjálmsson, d. 5. febrúar 1968. Sonur þeirra Krist- ján Heiðar Pálsson. 2) Ingunn, f. 28. mars 1944; maki Jó- hann Ágústsson. Synir þejrra Sigurð- ur og Ágúst, sam- býliskona Ágústs er Signý Óskarsddttir og ddttir þeirra Kara. 3) Ásgeir Guðjón, f. 11. ágúst 1946, maki Bergljót V. Jönsdöttir, þeirra böm: 1) Dagbjört, f. 29. sept. 1970, maki hennar Karl Steinar Óskarsson, börn þeirra Lovísa Kristín og Guðjdn Óskar. 2) Páll Guðmundur Asgeirsson, f. 25. júlí 1976. 3) Sigríður Þdra Ás- geirsdóttir, f. 18. okt. 1977. Döttir Ásgeirs og Jdnínu M. Snorradöttur er Þórhildur, f. 7. mars 1969, maki hennar Óskar Jönsson. Þeirra börn Margrét Hlíf og Stefán Örn. Sigríður verður jarðsungin frá Hólskirlyu í Bolungarvík í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku Sigga amma, það er svo ótrúlegt að ég eigi aldrei eftir að sjá þig eða heyra í þér aftur. Nú ert þú komin upp til Guðs og von- andi búin að hitta hann afa sem ég fékk aldrei að kynnast vegna þess að hann lést áður en ég fæddist. Þú varst alltaf að prjóna og ég hef ekki tölu á öllum þeim tátiljum, sokkum og vettlingum sem þú sendir mér og mínum. Alltaf varst þú jafn hissa á því að „Reykjavík- urmær", eins og þú kallaðir mig stundum, vildi ganga í tátiljum, en eftir að ég fullvissaði þig um að þetta væru vinsælustu plöggin í fjölskyldunni þá lást þú ekki á liði þínu og nú má segja að við eigum þær á lager. Þú varst líka búin að segja við mig undanfarin tvö til þrjú árin að þetta færu nú að verða Skreytingar vid Alvöru skreytinga- Rauðiijvatnmur Kistuskreytingar v/Suðurlandsveg, HORvik. Brúðarvendir Blómustofa Iriðftnns Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur. síðustu sendingarnar, og einhvern tíma hlaut það að vera rétt. Amma mín, þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman og vonandi hefur þú það gott þar sem þú ert stödd núna. Guð geymi þig. Dagbjört. Mig langar með örfáum orðum að minnast tengdamóður minnar Sig- ríðar Guðjónsdóttur eða Siggu Gau eins og flestir kölluðu hana. Foreldrar Siggu bjuggu í Bolung- ai-vík en tveggja ára gömul fór hún í fóstur til afa síns og ömmu, þeirra Sigríðar Guðmundsdóttur og Krist- jáns Sigfússonar í Svínanesseli í Kvígindisfirði. Ekki var það vegna fátæktar, heldur fremur af því að gömlu hjónunum hafði fundist frem- ur dauflegt í Selinu og þótt gott að fá líf í bæinn. Guðrún, eldri systir Siggu, var einnig alin upp í Selinu og var hún komin áður. Hjá þeim bjó Guðrún, dóttir þeirra, sem Sigga kallaði fóstru. Þau voru mikl- ir aðventistar og var Sigga skráð í aðventistasöfnuðuinn og var hún virkur aðventisti á yngri árum. Selið var lítið kot, þar var búið með 12 kindur, 3 geitur og einn hest. Bærinn var torfbær með hlóðaeldhúsi. Þau fengu fískmeti sent frá Bolungarvík inn í ísa- fjarðardjúp. Fór Ki-istján fótgang- andi eftir því yfír fjöllin. Þá var tæknin ekki eins og nú og biðin eftir að hann kæmist heill heim gat verið löng. Tólf ára gömul fór Sigga aftur heim til foreldra sinna og gekk tvö ár í barnaskóla í Bol- ungarvík. Það var öll hennar skóla- ganga. Sigga og Kristján bjuggu allan sinn búskap í Bolungarvík. Þau hófu búskap inni á Grundum en bjuggu lengst af á Hafnargötu 90. Þau keyptu húsið eftir að Guðjón, faðir Siggu, lést. Bjó Sigríður móðir hennar hjá þeim þar til hún lést. Síðustu æviárin var hún blind. Nutu MIIHAD OTOADIJÁUIH AÓIÍLÁOÁC MflllfiflNT • (flfí Upplýsingar í s: 551 1247 börnin þess að hafa ömmu hjá sér. Oft litu þau til með henni og lásu fyrir hana. Árið 1959 flutti fjöl- skyldan í nýbyggt hús á Skólastíg 24, en ári síðar lést Kristján. Sigga var heimavinnandi þar til maður hennar lést en þá fór hún þrjú sumur í síld. Eftir það vann hún við fískvinnu hjá fyrirtæki Ein- ars Guðfinnssonar eða þar til hún hætti störfum 78 ára gömul. Sigga hélt heimili með Svanfríði, dóttur sinni, og Kristjáni, syni hennar, frá 1968, eftir að Páll tengdasonur hennar fórst í miklu mannskaðaveðri með Heiðrúnu II. Sigga hafði mjög gaman af fé- lagsmálum og gekk ung í kvenfélag- ið Brautina. Hún var mikil kvenfé- lagskona og virkur félagi fram til síðasta dags. Hún hafði alltaf eitt- hvað til málanna að leggja á fundum og fylgdist vel með starfínu þó hún væri farin að eldast. Síðustu árin var hún heiðursfélagi. Það má segja að hún hafí verið kvenfélagskona af lífí og sál. Sigga tók virkan þátt í félags- starfi aldraðra og var mjög þakklát fyrir allt það sem gert er fyrir gamla fólkið nú til dags. Hún tók virkan þátt í handavinnunni sem þar er boðið upp á og gerði marga fallega muni, sem hún gaf sínum nánustu. Hún var einnig heiðursfé- lagi í Drymlu, sem er félag hand- verksmanna í Bolungarvík. Sigga var einstaklega dugleg að fara út á meðal fólks. Hún hafði gaman af því að ferðast og fór m.a. í mörg ferðalög með kvenfélaginu og eldri borgurum. Eftir að ný sund- laug var byggð í Bolungarvík fór Sigga á sundnámskeið og fór reglu- lega í sund. Oft fór hún með vin- konu sinni Línu Dalrós á meðan henni entist heilsa til. Svanfríður dóttir hennar var einstaklega natin við hana og dugleg að fylgja henni síðustu árin svo hún gæti áfram fylgst með, farið í sund, sótt félags- líf og farið út á meðal fólks. Sigga var miklum mannkostum búin. Hún var afskaplega traust og bóngóð manneskja. Hún rétti þeim gjarnan hjálparhönd sem minnst máttu sín og áttu fáa að, enda sjálf af alþýðu- fólki komin. Eg kynntist Siggu fyrir þrjátíu árum þegar við Guðjón vorum að draga okkur saman. Á þau kynni hefur aldrei fallið skuggi, aldrei hef- ur okkur orðið sundurorða. Það var einstakt hve fordómalaus hún var. Hún átti erfitt með að trúa nokkru misjöfnu um fólk og leitaði líklegra skýringa ef á fólk var hallað. Sigga var mjög glaðvær kona, ég minnist þess varla að hafa séð hana skipta skapi. Hún sagði að sér hefði einu sinni á ævinni leiðst. Það var hún þegar hún var ung í vist í Reykjavík, ekki líkaði henni borgar- lífið og var farin að spyrja eftir vor- skipinu í febrúar. Sigga hafði einstakt lag á að sýna vanþóknum sína án þess að vera með ólund. Þá svaraði hún fólki eldsnöggt að bragði og lét skoðun sína í ljós í örfáum orðum og með nokkrum þjósti, þar með var málið útrætt. Það var einstakt hvað hún var æðrulaus, hún tók því sem að höndum bar og á hana var lagt án þess að fást um það á nokkurn hátt. Mér fannst þetta alveg sérstakt og tengdi það við uppeldi og lífsskoð- un hennar. Það er mikilvægt að eiga góða að. Alltaf var barnabörn- unum tekið opnum örmum hvernig sem á stóð og þótti þeim gott að skreppa til Siggu ömmu. Þar fengu þau oft heitar pönnukökur eða vöfflur sem voru vel þegnar. Sigga amma átti alltaf eitthvað hlýtt á hendur eða fætur í skúffunni sinni. Það kenndi ýmissa grasa þegar jólapakkamir voru opnaðir. Þar voru gjarnan handunnir munir eftir hana sjálfa eða sem hún hafði keypt. Jólatrén frá henni Siggu ömmu eru geymd eins og dýrgripir en hún gerði jólatré fyrir börnin og barnabörnin. Sigga mín, nú er komið að leiðar- lokum. Þú hefur kennt mér svo margt sem ekki verður lært af bók- um. Eg þakka þér íyrir það sem þú hefur verið mér og mínum. Þín tengdadóttir Bergljót V. Jónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.