Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Tölvuþjálfun Windows • Word Intemet • Excel Það er aldrei of seint að byrja! 60 stunda námskeið þar sem þátttakendur kynnast grundvallarþáttum tölvuvinnslu og fá hagnýta þjálfun. Vönduð kennslubók innifalin í verði. Innritun stendur yfir. Fjárfestu í framtíðinni! Tölvuskóli íslands BÍLDSHÖFÐI 18, SÍMI 567 1466 Valentínusardagunii bvriar í Vínberinu Dagskráin þín er komin út 3.-16. febrúar Fjallað um sjónvarpsþætti sem gera á eftir Óskarsverðlaunamyndinni L.A. Confidential. Kíkt inn hjá umsjónarmönnum þáttarins Með hausverk um helgar. Rætt við þingmenn um hvernig sé að vera í beinni útsendingu í sjónvarpi. i DagskráriJlaðinu þínu. Gestir sem áhorfendur LEIKLIST Flensborgarskðlinn MEÐAL ÁHORFENDA eftir Þorvald Þorsteinsson. Leikstjóri: Stefán Jónsson. Leikendur: Snorri Engilbertsson, Atli Már Ymisson, Unnar Sveinn Helgason, Daníel Ómar Viggósson, Finnbogi Þorkell Jónsson, Árný Hekla Marinósdóttir, Gísli Rafn Kristjánsson, Dagný Hildur Þorgeirs- dóttir, Svala Þyrí Garðarsdóttir, Svala Ingibertsdóttir, Magnea Lára Gunnarsdóttir, Birna Rut Björnsdótt- ir, Elisabet Ósk Thorlacius, Katla Jónsdóttir, Eyrún Ósk Jónsdóttir. Leikmynd, búningar og ljós: Pétur Öm Friðriksson og Stefán Jónsson. Föstudagskvöldið 5. febrúar. HÚSVÖRÐURINN í Flensborg- arskólanum í Hafnarfirði heitir Snorri, held ég. I það minnsta heitir húsvarðaríbúðin í Flensborg íbúðin hans Snorra. Þessa vitneskju öðlað- ist ég af manni nokkrum í myrkv- uðu Hafnarfjarðarleikhúsinu tutt- ugu og þrjár mínútur yfir átta, sjö mínútum fyrir sýningu. Áður en að þvl kom var ég búinn að berja skólabygginguna að utan til blóðs, Bæjarbíó líka og ryðjast inn í öll upplýst hús í miðbæ Hafnarfjarðar, með eina spurningu: „Veizt þú hvar Flensborgarleikritið er?“ I fjórvíð- um heimi getur verið nokkuð erfitt að vera á ákveðnum stað þegar að- eins sú fjórða er gefin. Það sem ég ætlaði að segja, þegar ég missti mig út í frásögn af feiki- legum raunum mínum á framandi slóð, var að leikritið er sýnt í íbúð- inni hans Snorra. Nú þegar allar víddimar eru komnar á hreint er ekki úr vegi að velta leikritinu sjálfu aðeins fyrir sér. Verkið, Meðal áhorfenda, er unn- ið upp úr hreint frábærri bók Þor- valds Þorsteinssonar, Engill meðal áhorfenda, sem Bjartur gaf út ‘92. Átta „örleikrit“ úr bókinni og einn sjálfstæður leikþáttur eru tengd saman á þann hátt að þau fjalla öll um sama manninn, Magnús, frá því hann eignast foreldra á rakarastofu, þar til lokadómur hans er uppkveð- inn og hann kvaddur. Eins og þegar hefur fram komið var umgjörð sýn- ingarinnar íbúð, ekki salur með sviði og bekkjum. Áhorfendum var vísað í hvern hluta hennar á fætur öðrum, því hver þáttur var leikinn í sínu herbergi, þ.m.t. eldhúsi, for- stofu og baði. Skilin milli leikenda og áhorfenda voru því nánast engin, nema í þáttunum Farþegi og flug- freyja og Prestur við fanga. I þeim voru leikendur íyrir framan mynd- bandstökuvél í einu herbergi en áhorfendur horfðu á þá af sjón- varpsskjá í öðra. Þar sem ég er farinn að ræða um skil þá verð ég að segja að Farþegi og flugfreyja var snilldarlega upp sett: Leikendur vora tveir á skján- um og ræddust við inni í skáp, sem gegndi hlutverki farþegarýmis flug- vélar. Milli þeirra var hurðarkarm- ur sem þeir urðu að tala yfir - frá- bært tákn fyrir skilin sem fólk kem- ur sér upp í samskiptum sínum við ókunnuga. Þessi skil náðu persón- urnar að rjúfa í lokin; þær „náðu saman“. Á miðjum karminum voru svo skáphurðaseglar sem sköguðu út í loftið einsog boltamir á hálsi skrímslis dr. Frankensteins. Út úr þeim var hægt að lesa að hegðun og allt atferli fólks era bara reglur sem vaxið hafa skapara sínum, mannin- um, yfir höfuð og lifa nú sjálfstæðu lífi, ef svo má segja, líkt og dr.Frankenstein og sköpun hans. Mögnuð viðbót leikstjórans, Stefáns Jónssonar, við texta sem annars lætur ekki mikið fyrir sér fara. Lokaþátturinn, I tilefni dagsins, skar sig nokkuð úr. Hann var lengri, fjölmennari og með aðeins öðram efnistökum en hin átta. Að því ógleymdu að hann er stakur leikþáttur, sem Pé-leikhópurinn sýndi hér um árið. Ef hægt er að tala um sameiginlegt þema í þátt- unum átta væri það hve óhemju- auðvelt er að breyta tungumálinu, því eina sem skilur manninn frá öðram dýram, í viðbrennt rista- brauð með endalausu röfli um ekki neitt. Orðræður í tilefni dagsins ,samanstóðu“ þó aðeins af stöku fornafni og, þegar bezt lét, hikandi atviksorði eða samtengingu. Samt sem áður áttu persónur það til að bresta í frásögn af öllu sem enginn hefur áhuga á að heyra - þá var öll orðflokkaflóran að sjálfsögðu not- uð. Svo ég felli nú lokadóm minn í átján orðum: Framúrskarandi leik- gerð hógværra sagna flutt af virki- lega hæfu fólki, gerðu góða sýningu, og síðast en ekki sízt bráðskemmti- Iega. Þetta fannst mér, þrátt fyrir hið tilfinningalega ójafnvægi sem villuráf um ókunna stigu kom mér í fyrr um kvöldið. Heimir Viðarsson Garbarek hinn mikli og Sánchez frá Puerto Rico TÓNLIST Geisladiskar JAN GARBARREK: RITES Jan Garbarek sópran- og tenórsaxó- fónn, syntar, sampl og slagverk með kvartetti sínum: Rainer Briininghaus píanó og hljómborð, Eberhard Weber bassa, Marlyn Mazur trommur og slagverk. Auk þess leikur Bugge Wesseltorf á synta, rafhljóða og nikku, Janung Kakhidze syngur og stjómar Tiblissinfóníunni og Torstein Grythe stjómar drengjum úr Solvguttene. Tvöfaldur diskur með 14 vcrkum cftir Garbarek og einu eftir hvorn þeirra Janung Kakhidzc og Don Cherry. Hljóðritað 1998 í Ósló. Útgefið af ECM 1998. Dreifing Japis. ENGINN norrænn djassleikari hefur náð frægð né haft áhrif á borð við norska saxófónjöfurinn Jan Gar- barek. Næstsíðasta skífa hans, Visi- ble Vorld, kom út árið 1995. Gar- barek hefur þó ekki setið á frægðar- stól sínum fagnandi heldur unnið hörðum höndum einsog nýi tvöfaldi diskurinn hans, Rites, ber merki um og von er á nýjum diski með mið- aldatónlist og Hilliard sönghópnum. Diskur þeirra, Offencium, bar hróð- ur Garbareks um heim allan og á ís- landi troðíyllti hann Hallgríms- kirkju og varð álíka fjöldi frá að hverfa, er hann hélt þar tónleika ásamt Hilliard á RúRek 1995. Of- fencium er söluhæsti diskur í sögu ECM-hljómpIötuútgáfunnar og hef- ur þó Keith Jarrett selt margan diskinn á því merki. Jan Garbarek er jafnan kenndur við norðrið þar sem tært fjallaloftið leikur við ísiþakin fjöll og lækirnir skoppa svalir niður skógi vaxnar hlíðar. Rites er rökrétt framhald af Visible Vorld - sem og öðrum verk- um Garbareks. Seiðurinn er sleg- inn í upphafi með hafi og fuglum og töframaðurinn Garbarek, með tærasta saxófóntón ailra tíma, fer létt með að kalla fram fegurðina er býr í hverjum manni. Með rafhljóð- um ýmsum, syntum og sömplum, sem hann stýrir sjálfur - stundum þó ásamt Bugge Wesseltoft - magnar hann seið og hryn sem fell- ur fullkomlega að blæstri hans. Einfaldleikinn verður æ sterkari í verkum hans eftir því sem árin líða og hann hefur færst æ fjær hinum klassíska djassi. Hér er þó djassinn sterkari en oftast á síðustu árum og tæpur þriðjungur verkanna leikinn af kvartetti hans. Þar er hlutur bassasnillingsins þýska Ebenhards Webers mikill, landi hans Rainer Briininghaus slær hljómborðið og Marlyn Mazur, hin danska, trommur og ásláttartól. Hún er með Jan einum í mag- þrungnu verki, Where the river meet, slær þar symbala og trommu meðan Garbarek blæs heillandi stefið í anda Molde Canticie á I took up the runes. 1984 hljóðritaði Garbarek It’s OK to listen to the gray voice, það er endurskapað á fyrri diski Rites sem er nær eins- dæmi hjá Garbarek. Og hann hefur erindi sem erfiði og tekst að bæta nýjum dramatískum áhrifum í stef- ið einfalda. Lokaverk fyrri disks- ins, Her wild ways, er leikið af kvartettinum einsog It’s OK... og þar bregður fyrir trillu og skala- hlaupi sem minnir á Coltrane í My favorite thing, skemmtileg tilvitn- un meistara í meistara. Þótt Jan Garbarek sé norskur og tónlist hans tákn hins norræna anda í djasssögunni, má ekki gleyma að faðir hans var pólskur. Jan hefur ætíð leitað áhrifa í tónlist fjarlægra menningarheima. Fyrri diskur Rites er heilsteypt meistaraverk, einhver albesti djassdiskur síðasta árs, en sá síðari er misjafnari. Það veikir heildarmynd hans að Jan leit- ar þar uppruna síns í austri á sér- stæðan hátt og tekst kannski ekki sem skyldi að samhæfa blóðblönd- unina - hafi það verið ætlunin. Á seinni diskinum er að finna lag eftir Jansug Kakhidze, stjórnanda Tiblis sinfóníunnar. Hann syngur það við undirleik hljómsveitarinnar og þeg- ar Jan heyrði þessa upptöku minnti hún hann svo sterklega á söng föður hans í æsku að hann ákvað að fá leyfi til að hafa hana á diski sínum. Hann tengir lagið við eigið verk; Where are the stars, sem sungið er af drengjaröddum. Þeir era að hefja lífíð, Kakhidze hefur náð tindinum, Garbarek finnst hann enn ekki kominn þangað og vonandi er það rétt - ef næsti diskur hans slær Rites við verður gaman að hlusta. DAVID SÁNCHEA: OBSESIÓN Sánches sópran- og tenórsaxófon ásamt blásurum, strengjum og hryn- sveit. Hljóðritað í New York 1997. Útgefið af Columbia 1998. Dreifing Spor. DAVID Sanches er frá Puerto Rico eins og meistaraboxarinn Felix Trinidat og verður þrítugur á þessu ári. Columbia hefur tekið hann upp á arma sína og Obsession er fjórða sólóplata hans. Eg verð að segja að hinar fyrri hafa ekki heillað mig. Hann er að vísu nokkuð laus við Coltrane klisjur, hefur hallað sér frekar að Rollins, en tónninn fastari einsog hjá Johnny Griffin. Jakka- fataboppið hefur ríkt í tónlist hans, en á þessum diski söðlar hann um og leikur tónlist heimalands síns, Kúbu og Brasilíu auk Kúbufantasíu bandaríska píanistans Ray Bryants. Carlos Franzetti hefur útsett tón- listina með miklum ágætum fyrir hljómsveit og hvergi örlar á sykur- hjúp í strengjunum þótt ballöðumar séu fallegar. I titillaginu eftir landa Sanches, Pedro Flores, blæs hann í sópran, en mér finnst hann miklu betri á tenórinn hvort sem það er í dásamlegri sömbu Jobims, Omorro nao tem vez, eða því lagi er mér finnst bera af öðram á diskinum: Lamento Borincano eftir landa hans Rafael Hemández. Þar er Sánchez kröftugur og latneska sveiflan heit. Einsog Garbarek leitar Sánchez hér til uppranans og uppsker við það bestu skífu sína til þessa. Vernharður Linnet
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.