Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 21 Hlutabréf í Erfða- greiningu í sölu ? Er gengi tölvufyrir- tækja of hátt? í SÍÐUSTU viku birti Nýherji, fyrst tæknifyrirtækja, ársuppgjör og nam hagnaður félagsins 112,8 milljónum króna á síðasta ári. Þrátt fyrir mikla sókn og góða arðsemi telur Kaupþing gengi Nýherja of hátt og ráðleggur þeim sem stunda virk verðbréfaviðskipti að selja bréfín. Samkvæmt upplýsingum frá greiningardeild Kaupþings þarf hagnaður Nýherja að aukast um rúmlega 35% á ári næstu fímm árin og síðan um rúmlega 4%, sem er væntanlega meira en langtímavöxt- Gjaldeyris- forðinn rýrnar um 1,1 milljarð GJALDEYRISFORÐI Seðlabanka Islands rýrnaði um 1,1 milljarð króna í janúar og nam í lok mánað- arins 28,6 milljörðum króna, að því er kemur fram í tilkynningu. Erlendar skammtímaskuldir bankans námu 2,5 milljörðum króna í lok janúar og höfðu lækkað um 1,4 milljarða króna í mánuðinum. Langímaskuldir lækkuðu um 1,9 milljarða króna og námu 3,2 millj- örðum króna í mánaðarlok. Á gjald- eyrismarkaði námu bókfærð gjald- eyriskaup Seðlabankans í janúar 3,3 milljörðum króna. Gengi íslensku krónunnar, mælt með vísitölu geng- isskráningar, hækkaði í mánuðinum um 0,4%. Heildareign Seðlabankans í markaðsskráðum verðbréfum jókst um 1,1 milljarð króna í janúar og er þá miðað við markaðsverð. Segir í frétt frá Seðlabankanum að mestu muni um að ríkisvíxlaeign hafí auk- ist um tæplega 1 milljarð króna. Kröfur Seðlabankans á innláns- stofnanir lækkuðu um 1,6 milljarða króna í janúar og námu 18 milljörð- um í lok mánaðarins. Ki-öfur á aðr- ar fjármálastofnanir minnkuðu um 1,7 milljarða króna í mánuðinum og námu 6 milljörðum króna í lok hans. Nettóki'öfur bankans á ríkissjóð og ríkisstofnanir hækkuðu um 3,2 milljarða króna og voru neikvæðar um 5 milljarða í lok janúar, sem þýðir að innstæður rikissjóðs og ríkisstofnana í bankanum námu hærri fjárhæð en kröfur hans á móti. Grunnfé bankans hækkaði um 400 milljónir króna í mánuðinum og nam 21 milljarði ki'óna í lok hans. ---------------- Stjórnsýslu- kæra á hendur samkeppnis- yfirvöldum SIGURÐUR Lárusson, kaupmaður í Hafnarfírði, hefur afhent áfrýjun- arnefnd samkeppnismála stjóm- sýslukæru á hendur Samkeppnis- stofnun. Sigurður, sem hefur kært starf- semi banka og greiðslukortafyrir- tæki, segir samkeppnisyfirvöld ófær um að sinna hlutverki sínu og tryggja samkeppnisumhverfí í starfsemi banka og greiðslukorta- fyrirtækja við notkun greiðslukorta. Sigurður segir að samkeppnisyf- irvöld hafí staðfest að ýmsir þættir þessa máls sem hann hafi kært séu enn í vinnslu hjá samkeppnisyfir- völdum. Hann segist kvarta undan seinagangi af þeim sökum og yfir ýmsum röngum og villandi upplýs- ingum sem berast frá bankakerfinu. ur hagkerfisins eftir það, til þess að standa undir núverandi gengi miðað við ávöxtunarkröfuna 14%. „Ekki er ólíklegt að það muni hægja á hag- kerfínu á næstu árum og Nýherji þarf því að sækja aukin verkefni út fyrir landsteinana og ná góðri fram- legð af þeim til að standa undir væntingum. Að mati Kaupþings eru vænting- ar um það mikinn vöxt byggðar inn í gengi félagsins og það er þegar orð- ið of hátt. Kaupþing telur gengi Ný- herja ekki óraunhæfara en annarra tölvufyrirtækja á Verðbréfaþingi íslands en að gengi geirans í heild sé orðið of hátt. Kaupþing varar jafnframt við samanburði, sem stundum heyrist á íslenskum og er- lendum tæknifyrirtækjum, en sam- kvæmt slíkum samanburði kann gengi íslensku félaganna að virðast lágt. Þótt ýmsir telji að nóg sé að fyrirtæki megi gera góð kaup, telur Kaupþing að verð fyrirtækja geti ekki til lengi-i tíma litið verið veru- lega hærra en virði þeirra byggt á fjárstreymi og raunhæfum vænting- um um vöxt,“ samkvæmt upplýsing- um frá greiningardeild Kaupþings. ÍSLENSK erfðagreining íhugar að koma hlutabréfum í sölu á verðbréfa- mörkuðum að sögn brezka fjármála- blaðsins Financial Times. Blaðið segh’ að fyrirtækið hafí 12 milljónir dollara, um 840 milljónir ís- lenskra króna, til umráða og búist sé við að það verði metið á yfir 300 millj- ónir dollara, 21 milljarð ísl. kr., ef það ákveði að skrá hlutabréfin til sölu í New York og Reykjavík í vor. Haft er eftir Kára Stefánssyni að fyrirtækið kanni leiðii- til að fjár- magna áætlaðan 200 milljóna dollara, 14 milljai’ða ísl. kr., kostnað við að þróa gagnagi’unninn. „Líklega fórum við þá leið að bjóða út hlutabréf,“ sagði hann að sögn blaðsins. Það seg- ir að starfsmenn fjárfestingabanka telji að fyrirtækið sé nú 23 milljarða króna, eða 327 milljóna dollara, virði. „Við teljum andvirði fyrirtækisins um 11 dollara á hlutabréf miðað við 1 dollar á hlutabréf þegar það var stofnað," sagði bankastjóri, sem vildi ekki láta nafns síns getið, að sögn blaðsins. Blaðið segir að Kári hafi neitað að ræða spár um verðmæti fyrirtækisins. Hann sagði að taka mundi bankann þrjú ár að þróast að fullu og alþjóðleg markaðssetning yrði ekki gerleg fyrr en eftir fímm ár. IOTLailSN Amorgun er innlausn ® spariskírteina í 1.FL.D 1994-5 ár. Lokagjalddagi spariskírteina rikissjóðs í í.fl.D 1994 - 5 ár (RS99-ogio/K) erá morqun, miðvikudaqinn 10. febrúar 1999. Eigendum þessara skírteina er boðið að innleysa skírteinin hjá Lánasýslu ríkisins. Innlausnarverð er 186.397 kr- fyrir 100.000 kr. skírteini að nafnverði. Á tímabilinu 10. - 36. febrúar er aðeins einstaldingum sem eiga þessi skirteini boðið að skipta þeimyfir í ný spariskírteini en öllum er boðið að skipta spariskírteinunum í rikisvíxla. Vaxtakjör taka mið af daglegum markaðskjörum. Afgreiðsla spariskirteina og ríkisvíxla með skiptikjörum fer aðeins fram hjá Lánasýslu ríkisins en áskilinn er réttur til að takmarka háma rksfj áriiæ ð á skiptum fyrir hvem einstakan aðila. Starfsfólk Lánasýslunnar er reiðubúið að aðstoða á allan hátt við innlausn þessara spariskírteina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.