Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ * / \ Um ríkið / „Eg nefni það ríki, þar sem allir eitur- svelgir búa, góðir og vondir. Eg nefni það ríki, þar sem allir týna sjálfum sér, góðir og vondir. Eg nefni það ríki, þar sem hið seinvirka sjálfsmorð allra manna gengur undir nafninu „líf‘. “ Friedrich Nietzsche Asama tíma og áhrifa- mestu ríki hins vest- ræna heims á tuttug- ustu öld voru að mót- ast hélt þýski heim- spekingurinn Friedrich Ni- etzsche einn svakalegasta reiði- lestur um ríkið sem um getur. Orðin lagði hann í munn spá- mannsins Zaraþústru í frægustu bók sinni, Svo mælti Zaraþústra. Bók fyrir alla og engan, sem kom út í fjórum hlutum á árunum 1883 til 1885 (íslensk þýðing e. Jón Ama Jónsson 1996). Ni- etzsche er gífuryrtur í umfjöllun sinni um ríkið eins og svo marga aðra hluti - sennilega myndu fáir láta hafa annað eins eftii’ sér nú og kannski eru ekki margir al- gerlega sammála því sem hann segir en vafa- VIÐHORF Eftir Þröst Helgason laust er sumt af því kunnuglegt. ,Á einhveij- um stöðum eru enn til þjóðir og hjarðir, en ekki hjá okkur, bræður mínir: við höfum ríki.“ Með þessum orðum hefur Ni- etzsche kaflann um ríkið sem nefnist raunar „Um nýja skurð- goðið“. Hann kallar ríkið „köld- ustu ófreskju í heirni". Hann seg- ir hana ljúga blákalt: „Ég, nTdð, er fólkið." Nietzsche heldur því fram í Zaraþústru að maðurinn verði sjálfur að gefa lífinu gildi á skap- andi hátt, hann verði að finna því tilgang og merkingu óháð stærri lausnum því að öll hugmynda- kerfi hafi brugðist, það séu engar altækar lausnir til lengur, nema sú að maðurinn reyni að sigrast á sjálfum sér, að hann reyni að yf- irstíga takmörk sín og verða meira en hann sjálfur - ofur- menni. Hver einstaklingur verð- ur því að losa sig úr viðjum hjarðmennskunnar eða öllu held- ur hefja sig upp yfir hana, hann þarf að glíma við sjálfan sig og til þess þarf hann rými og umfram allt frelsi. I ríkinu er það af skornum skammti. Ríkið er að mati Nietzsches kúgunartæki, það er tæki til þess að halda skrílnum í skefjum: ,úUltof margir eru í heiminn bomir: ríkið var fundið upp handa þeim sem er ofaukið!" seg- ir Nietzsche. Og enn fremur: „Sjáið bai-a hvernig það laðar of fjölmennan íjöldann til sín! Hvernig það gleypir hann, tygg- ur og jórtrar! // „Ékkert á jörð- inni er mér æðra: ég er hinn skipuleggjandi fingur guðs“ - þannig öskrar ófreskjan. Og fleiri en eymalangir og nærsýnir falla á kné!“ Nietzsche segir að ríkið tæli jafnvel hinar „miklu sálir“ sem sigrast hafa á hinum gamla guði, hetjumar sem hafa þor til að standa frammi iyrir tóminu sem dauði guðs skyldi eftir: „Þið þreyttust í bardaganum og nú þjónar þreyta ykkar hinu nýja skurðgoði!" Ríkið vill nefnilega safna að sér „hetjum og heiðvirð- um mönnum": „Þessi kalda ófreskja sækist eftir að baða sig í sólskini góðrar samvisku!“ Og það svífst einskis til að ná tak- marki sínu:,,Allt vill nýja skurð- goðið gefa ykkur, ef þið tilbiðjið það: þannig kaupir það sér ljóma dyggðar ykkar og blikið úr stolt- um augum ykkar.“ Að ganga til liðs við ófreskjuna kostar ekkert minna en lífið sjálft, að mati Nietzsches, því það rænir mann mennskunni, í ríkinu týna menn sjálfum sér: „Ég nefni það ríki, þar sem allir eitursvelgir búa, góðir og vondir. Ég nefni það ríki, þar sem allir týna sjálfum sér, góðir og vondir. Ég nefni það ríki, þar sem hið seinvirka sjálfsmorð allra manna gengur undir nafninu „líf I ríkinu þrífst hins vegar aum- ingjahátturinn með ágætum, að mati Nietzsches, þar njóta þeir sín best sem ekkert geta, ekkert hafa unnið til gagns, aldrei hafa hugsað nýja hugsun. Þetta eru hinir einskis nýtu sem Nietzsche hefur mestan ímugust á. Um þá hefur hann mörg svívirðingarorð: „Lítið bara á hina einskis nýtu! Þeir hnupla sér verkum hugvits- manna og gersemum spekinga: og kalla svo ránsfenginn mennt- un - og í höndum þeirra grotnar allt niður í sjúkdómum og hörm- ungum! // Lítið bara á hina einskis nýtu! Alltaf eru þeir veik- ir, þeir spýja galli og kalla það dagblað. Þeir gleypa hver annan og geta svo ekki melt. // Lítið bara á hina einskis nýtu! Þeir safna auði, og verða fátækari fyr- ir vikið. Þeir vilja vald, þessar mannleysur, en fyrst og fremst vogarstöng valdsins: of fjár! // Horfið á þá klifra, þessa liðugu apa! Þeir klifra hver yfir annan og dragast þannig niður í forina og djúpið. // Alla langar þá upp í hásætið: það er þeirra geðbilun - eins og hamingjuna sé að finna í hásætinu! Oft situr þar efja ein - og oft stendur hásætið líka í efj- unni. //1 mínum augum eru þeir sturlaðir klifurapar og alltof kappsfullir. Illan þef leggur til mín frá skurðgoði þeirra, ófreskjunni köldu: illa þefjast þeii- mér allir, þessir skurðgoða- dýi-kendur." Það sem Nietzsche biður um er að einstaklingar eigi kost á frjálsu lífi. Hann vill að menn verði ekki samdauna kerflnu og tilbúnum hugmyndum þess um sjálft sig, heiminn og tilveruna. Hann segir mönnum að rífa sig lausa úr viðjum ósjálfræðisins, menn mega ekki láta berast með straumnum, láta stjómast í ein- hveiju meðvitundarleysi um sjálfa sig: „Bræður mínir, ætiið þið að kafna úr svækju ástríðn- anna í gini þeirra? Bijótið heldur glugga og stökkvið út.“ Það er ekkert sjálfsagt í þess- ari heimssýn Nietzsches. Vald ríkisins yfir múgnum er ekki sjálfgefið. Mai'gir myndu frekar vilja gefa sér að hver einstakling- ur sé hugsandi maður sem taki meðvitaða afstöðu tii umhverfis síns. Þannig mætti segja að ákveðin mannfyrirlitning sé falin í hjarðmennishugmyndinni. En jafnframt er hugmyndin um að maðurinn geti sigrast á sjálfum sér og aðstæðum sínum mjög göfug og bjartsýn. Og það er á þeim nótum sem Nietzsche lýkur þessum kafla um nýja skurðgoð- ið: „Þar sem ríkinu sleppir taka við mennirnir sem ekki eru óþai-f- ir: þar byrja ljóðmæli hins nauð- synlega, hið einstaka og ómetan- lega stef. // Þar sem ríkinu slepp- ir, - ó, iítið á, bræður mínir! Sjáið þið hann ekki, regnbogann, og brýr ofurmennisins? UMRÆÐAN Látum Geysi gjósa HINN 3. september 1997 skipaði umhverf- isráðherra nefnd til að gera tillögur um friðun Geysis og Geysissvæð- isins. Ég varð fyrir vonbrigðum þegar ég las skýrslu þessarar nefndar. I fylgibréfi frá formanni segir: „Mikið hefur verið skinfað um Geysi og sýnist sitt hveijum um hvort rétt sé að hjálpa hvernum að gjósa að nýju. Nefndin ákvað að taka ekki afstöðu til þess álitamáls.“ Ég hélt að þetta væri meginverk- efni nefndarinnar og vonaðist eftir að sjá loksins raunhæfar tillögur, en það verkefni bíður næstu nefnd- ar! Meða! þeirra hugmynda sem nefndin ákvað að taka ekki afstöðu til er sú sem ég ætla að kynna hér á eftir. Niíverandi ástand Geysis Það er þrennt sem ræður því hvort Geysir í Haukadal getur gos- ið eins og honum var eðlilegt þegar hann var frægasti goshver í heimi: Vatnsmagnið sem rennur inn í botn hversins. Hitastig vatnsins sem rennur inn í hverinn. Kælingin frá yfirborði vatnsins í skáhnni. Innrennslið í Geysi hefur minnk- að frá því sem var í byrjun aldar- innar þegar hann gaus daglega og stundum oftar. Hitastig vatnsins gæti einnig hafa lækkað frá því sem áður var. Með tímanum hefur skálin hækkað svo að yfirborð vatnsins í henni hefur stækkað og við það eykst kæling frá yfirborð- inu sem smám saman veldur lengri tíma á milli gosa. Með því að lækka vatnsborðið í skálinni þegar raufin var gerð tókst að minnka kæling- una nægilega til þess að Geysir fór aftur að gjósa. Þetta nægði í nokk- ur ár en með stöðugt minnkandi innrennsli fækkaði gosunum aftur. Til þess að Geysir gjósi af sjálfs- dáðum eru nokkur ráð, sem grípa má til. Borun Best væri að bora holu niður úr botni Geysis til að auka innrennslið í hverinn. Það þarf aðeins um 3-5 1/sek. í viðbót við núverandi inn- rennsli til þess að hann gjósi á ný án þess að neinar aðrar ráðstafanir komi til. Gosskálin væri þá látin vera full og upphleðsla hennar héldi áfram á eðlilegan hátt. Nátt- Fagna ber því að þessi ökuglaða þjóð skuli nú loks fá traustar gaddavírs- rásir að ferðast í á sunnudögum. Útlendir ferðalangar munu úruspjöll vegna þess- ara framkvæmda væru engin. Holan væri ósýnileg þar sem hún byijar í klöppinni á 18,2 m dýpi. Verká- ætlun um framkvæmd þessarar borunar þarf að gera með það í huga að skemma ekki skálina og valda eng- um náttúruspjöllum. Þetta er vel fram- kvæmanlegt á minna en einum mánuði. Lækkun vatnsborðsins Margar hugmyndir hafa komið fram um lækkun vatns- borðsins tii að minnka hitatapið. Gallinn við allar slíkar hugmyndir er sá að þær valda þvi að goshegð- Hverir í nýrri Geysisnefnd er nauðsynlegt að séu eðlisfræðingar, segir ísleifur Jónsson. Þeir hafa þá þekkingu sem þarf til að skilja eðli goshvera. un Geysis breytist. Fyrsti hluti gossins, þegar hverinn er að þeyta burtu vatninu sem er í skálinni, er tekinn burtu. Þetta hljóta að teljast náttúruspjöll. Ef svo er ekki þá má spyrja: Hvað eru náttúruspjöll? Upphitun vatnsins i skálinni Ef ekki fæst samþykkt að bora í Geysi mætti hugsa sér að nota þessa aðferð. Ég veit ekki til þess að komið hafi fram áður sú hug- mynd sem ég ætla að lýsa hér: Að hita upp vatnið í gosskálinni til að vega upp hitatapið frá yfirborði vatnsins. Tii þess myndi þurfa kyndistöð. Hér hentar best að nota raforku. Aðferðin gæti verið sem hér segir: Boraðar væru tvær holur úr lægðinni norðan við Geysi. Önnur yrði boruð inn í skálina til hliðar við gospípuna. Hin yrði boruð inn í gospípuna 1-2 m neðar. Vatnið yrði leitt úr skálinni í gegnum efra rörið niður í kyndistöð sem yrði reist í gilinu norðan við Geysi. I kyndi- stöðinni yrði komið fyrir rafmagns- vatnshitara. Vatninu úr skálinni yrði dælt í gegnum hitarann og síð- sunnudögum. væntanlega einnig fá að njóta hins nýja útsýnis. Höfundur er apótekari. an aftur inn í gospípuna í Geysi. Þetta er mjög einföld aðferð til að vega upp á móti kælingunni frá yf- irborði hversins. Mælingar sem gerðar voru um 1960 sýndu að yfirborðshitastig vatnsins í skálinni verður að vera að minnsta kosti 93-94 °C svo að Geysir gjósi án sápu. Þessi aðferð hefur þann kost að engin breyting er gerð á hvemum sjálfum. Rauf- inni yi'ði lokað og skálin látin vera full af vatni eins og eðlilegt væri ef nægilegt vatn rynni inn í hverinn. Uppbygging skálarinnar myndi halda áfram með útfellingum á steinefnum úr vatninu. Hitarinn væri notaður þegar þess væri ósk- að að hverinn gysi. Það mætti vel hugsa sér að láta hann gjósa dag- lega eða annan hvern dag. Þessu má fjarstýra frá hótelinu. Rafstraumurinn yrði rofinn með stjórntækjum í kyndistöðinni þeg- ar gos hefst í Geysi. Það mætti vel hugsa sér að rjúfa strauminn að Geysi yfir nóttina með klukkurofa svo að hann gjósi aðeins að degi til svo að ferðamenn eigi auðveldara með að sjá gosið. Það er augljóst að með þessari aðferð er gosum í Geysi stýrt, en ég tel þó að það sé til mikilla bóta að nota þessa aðferð til að láta hann gjósa frekar en að láta hann hætta alveg með því að gera ekki neitt eins og mörg undanfarin ár og áratugi. Það er alltaf hægt að hætta að nota rafhitunina og gera Geysi virkan á ný með því að auka vatnsrennslið með borun í botn hversins eins og ég hef lagt til að gert verði. Lokaorð Upphaflega var þessi hugmynd sett fram meira í gamni en alvöru. Við nánari athugun virðist mér að þetta gæti verið ágæt aðferð til að gera Geysi virkan á ný. Fólk myndi venjast því að Geysir væri farinn að gjósa aftur svo að það vekti enga sérstaka eftirtekt þótt borað væri til að gera hann varanlega virkan á eðlilegan hátt. Rafhitunar- aðferðin gæti einnig verið leið til að leysa fjárhagsvanda væntanlegrar Geysisnefndar. Það væri vel hægt að selja gosin. Ferðaskrifstofurnar sem flytja fólk austur að Geysi gætu þá pantað gos fyrirfram á ákveðnum tíma, þó aðeins eitt gos á dag, gegn hæfilegri greiðslu. Ég tel rétt að koma þessu í gang sem allra fyrst. Hitarinn þarf að vera 250-300 kw. Þá þarf ekki að bíða lengi eftir gosi, líklega um 1 klst. eftir að rafstraumi er hleypt á. Ég vona að umhverfísráðherra skipi fljótlega nýja „Geysisnefnd" sem fær það verkefni að taka af- stöðu til þeirra hugmynda sem fram hafa komið til að lífga Geysi við svo að hann gjósi aftur án sápu. I þeirri nefnd er nauðsynlegt að séu eðlisfræðingar sem hafa þá þekkingu sem þarf til að skilja eðli goshvera. Ég leyfi mér að benda á að hjá Orkustofnun starfa nú sumir okkar bestu vísindamanna á því sviði t.d. fyiTverandi rektor Há- skóla Islands. Varðandi hagnýtingu jai'ðhitans vil ég benda á þann möguleika að bora til hliðar við friðaða svæðið og fóðra af efstu 500-600 metrana svo að vatnið sem notað er komi í raun undan friðaða svæðinu. Það ætti ekki að lækka þrýstinginn á Geys- issvæðinu og ekki að hafa áhrif á goshverina en það eru þeir sem gera svæðið svo sérstakt að það er talið ein mesta náttúruperla Is- lands. Höfundur er vcrkfræðingur. Heldur þú að 5 Hvítlaukur sé uóg ? - NATEN 1 ________-ernógl_____5 ísleifur Jónsson Um girðingar með- fram þjóðvegum „HVER landstjórn sé framsýn og fáist við athafnir góðar,“ segir í kvæðinu. Sem betur fer virð- ist ein af vorum ágætu pólitísku nefndum hafa tekið hvatningu skáldsins bókstaflega. Og hefur fundið út að lausagöngu Islendinga um ættjörð sína verði að linna. Og því beri að girða þá af með gadda- vír hið snarasta til þess að þeir valdi síður uppnámi hjá búsmal- anum. Veggirðingar Fagna ber því að þessi Stefán Sigurkarlsson ökuglaða þjóð, segir Stefán Sigurkarlsson, skuli nú loks fá traustar gaddavírsrásir að ferðast í á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.