Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 33 Þessu svarar Tryggvi og segir: „Eg hef frá upphafi reynt að benda gagnrýnandanum á þá stað- reynd að sérhannaðh- skilveggir væru settir fyrir gluggana væri þess óskað af sýnendum, en það hafði ekkert að segja, hann hélt þessum árásum áfram í Morgun- blaðinu. Þetta endaði með því að engir listamenn þorðu að sýna hjá okkur. Auk þess reyndist það okk- ur ofviða til lengdar að leigja sal- inn út án stórtaps svo fleira kom til en ósanngirni gagnrýnandans ein- göngu. Við gáfumst því hreinlega upp á þeim rekstri og í ársbyrjun 1996 leigðum við Sigurði Matthí- assyni helminginn fyrir verslun hans Svefn og heilsu, hinn hlutann nýttum við fyiir Listgallerí okkar. Enginn í húsinu hafði nema gott eitt um þetta að segja, nýtt líf kom í húsið og við gátum staðið í skil- um. Tæpum tveimur árum síðar seldum við Sigurði Matthíassyni húsnæði okkar (210 fm) í austur- hluta hússins en keyptum á sama tíma annað hentugra 170 fm rými í húsinu af þáverandi eigendum inn- römmunai-verkstæðisins Katel sem fluttust af landi brott. Þar rekum við listmunaverslun og sölugallerí fyrir myndlistarmenn. Látið hefur verið að því liggja að Katel sé horfið úr húsinu. Það er ekki rétt því nýir eigendur þess fluttu sig aðeins til innan hússins í ódýrara og hentugra húsnæði fyrir innnrömmunai-verkstæði sitt. Verslunin Kúnst flutti starfsemi sína og seldi húsnæði sitt Tölvu- setrinu sem þá hafði verið fyrir í húsinu árum saman án þess að við þvi væri amast. Það er hins vegar rangt sem kemur fram í viðtali Elínar Pálmadóttur við Sjöfn Har- aldsdóttur í Morgunblaðinu 13. desember sl., að Sigurður Matthí- asson hafi keypt af okkur tvær vinnustofur, þær höfum við hrein- lega aldrei átt, og ekki heldur Sig- urður, því hann leigir þær af Byggingafélagi Gylfa og Gunn- ars.“ Tryggvi segir að þau hjónin hafi gert miklar endurbætur á nýja húsnæðinu sem er tengt sýningarsal á neðri hæðinni. „Þetta reyndust okkur góð skipti og hefur umsetningin nærri tvö- faldast eftir flutningana og er þetta orðið eitt stærsta gallerí landsins, sem táknar aftur á móti að afkoma þeirra listamanna sem við seljum fyrir hefur batnað mjög á undanförnum árum. Listgallerí hefur selt listmuni fyrir marga af þekktustu listamönnum þjóðarinn- ar og nýtur bæði trausts þeirra og viðskiptavina sinna. Engin áhöld hafa verið um heiðarlega við- skiptahætti, sem ekki er lítils virði á þessu sviði í dag,“ segir Tryggvi með áherslu. „Það eru almenn ummæli þeirra sem koma í Listhúsið að hér sé þægilegt andrúmsloft og viðmót, góðar veitingar, sann- gjarnt verð og vandaðar vörur. Hingað kemur fjöldi fólks á hverj- um degi og það táknar auðvitað að húsið er orðið þekkt og vinsælt. Eitthvert bæjarfélag myndi lík- lega veita slíku framtaki sem bygging Listhússins er stuðning í einhverri mynd og á viðeigandi hátt. Af þrettán vinnustofum og fyrirtækjum sem hér starfa í dag er aðeins ein vinnustofa lokuð og daglega sækja um 50 manns vinnu sína í Listhúsið og búið er í öllum íbúðunum. Þá eru ótaldir listamennirnir sem við seljum fyr- ir en þeir eru fjölmargir. Mér seg- ir nú svo hugur að hin svokölluðu menningarhús sem reisa á fyrir opinbert fé víða um land sæki að einhverju leyti fyrirmynd sína til okkar nema einstaklingar úr hópi heimamanna verða áreiðanlega ekki tilbúnir að leggja allt sitt undir eins og við hjónin gerðum. Eina viðurkenningin sem við höf- um fengið er frá Sjálfsbjörgu fyr- ir gott aðgengi og metum við hana rnikils," segir Tryggvi Árnason að lokum. SJÓNMENNTAVETTVANGUR Af bókinni 120 dagar í Sódómu A heimleið frá París kom Bragi Ásgeirs- son við á einu nafnkenndasta grafíkverk- stæði Kaupmannahafnar, Hostrup Peder- sen og Johansen, í Valby, og áskotnaðist þar forláta bók sem er á þann veg óvenju- leg, að hann ákvað að herma löndum sínum frá henni, jafnframt þeirri sérstöku og sjónrænu tegund bókagerðar sem ekki fyrirfinnst hjá bókaþjóðinni. MARKGREIFI D.A.F. de SADE. Steinþrykk eftir Frans Kannik. MARKGREIFI D.A.F. DE SADE Þýdd á dönsku eftir Oeuvres Complétes, af Morten Kielland og René Rasmussen. Graffska hönnunn önnuðust Luna Media og Sören Ellits- gaard. Bókin var gefin út í 600 núm- eruðum og árituðum eintökum. Hostrup Pedersen & Johansen og bókaprent Uffe Petersen Schmidts. Kaupmannahöfn 1998. 125 síður. Verð 700 d.kr. Á SÍÐASTA hausti kom út bók í Danmörku, sem fyrir margra hluta sakir er í senn forvitnileg sem óvenjuleg, í öllu falli ef bók- menntaþjóðinni þóknast að líta í eigin barm. Um er að ræða sam- vinnuverkefni í handverki, þar sem við sögu koma eitt þekktasta litógrafíska verkstæði Kaup- mannahafnar, þar sem nafnkennd- ir myndlistarmenn eins og Per Kirkeby þrykkja myndir sínar, og að auk varla minna þekkt bóka- prentsverkstæði. Slíkar bækur eru fágæti í Danmörku er svo er komið, og einangrast helst við áhugamenn um bókagerð og hönn- un. Áttu íslendingar kost á að kynnast úrvali eins nafnkenndasta og atkvæðamesta útgefanda þesslags bóka í Danmörku, Hans Jörgen Bröndums, í Þjóðarbók- hlöðunni á síðustu Listahátíð, en varð ekki af fyrir ótrúlega nánasarsemi, þannig var mér tjáð að í kerfinu hafi staðið á greiðslu eins flugmiða! í Danmörku þykii’ vægi slíkrar bókaútgáfu það mikið, að iðulega er hún styrkt úr sjóði sem ber nafn hennar hátignar Margrétar drottningar og Henriks prins, og er svo einnig um þessa. Vakti það nokkra athygli í þessu sérstaka til- viki, vegna hins margræmda höf- undar sem er fyrir flest þekktaiá en yndisþokkafullai’ fagurbók- menntir, þótti um leið bera vott um umburðarlyndi og fordóma- leysi kóngafólksins. Ekki er ég frá því, að hvatinn að útgáfunni hafi öðru fremur verið hinar miklu andstæður sem hér koma fram, soralegur söguþráður og frekar óhefluð myndlýsing á móti óaðfinnanlegu og fagurfræði- legu bókverki. Vakti það með öðru drjúga athygli fjölmiðla, að til að undirstrika innihaldið er ytra byrði bókarinnar gúmkennt og auglýst sem brundhelt, sem má vera til að útiloka andlegan getn- að! Hér skal engan veginn skrifuð almenn bókarýni, aðrir mega fjalla eins og þeir vilja um bókmennta- legu hliðina, hún er ekki mitt svið. En þar sem ekki er til grafískt verkstæði á íslandi, með hið upp- runalega steinþrykk í fyrirt'úmi, er slík bókagerð ekki finnanleg og verður tilefni nokkurrar orðræðu. Hins vegar hafa verið gefnar út af- ar vandaðar bækur yst sem innst og framhjá því skal ekki litið, skrautútgáfur í bókaskápa liggja hins vegar milli hluta. Til er nokkuð sem nefnt er bók- list, á ensku Art Books, og er kennslugrein í listskólum, en hef- ur ranglega verið skilgreind sem nýlist, eitthvað sem menn fundu upp á öðrum áratug aldarinnar. Tóku upp aftur á afmarkaðan hátt hálfri öld seinna, undir öðrum for- merkjum þó, eins og svo margt annað úr smiðju dada- og surrea- listanna. Bóklist hefur þó verið til í fjölþættu formi allt frá dögum fyrstu handrita, og var í heiðri höfð um aldir eftir að fjölþi'ykk- tæknin þ.e. prentlistin kom til sög- unnar. En í kjölfar iðnbyltingar- innar skeði svo með bókina, á lík- an hátt og annað handverk, að fagurfræðin lét í minni pokann fyrir staðlaðri og líflausri fjölda- framleiðslu. Gegn þessari þróun snérust einmitt menn eins og hinn nafntogaði William Morris, og seinna ræktuðu Dadaistarnir bók- ina og stafagerðina á hreinum hugmyndafræðilegum grunni. Þetta er kennt í listaskólum, á stundum án mikillar yfirsýnar, frekar eitthvað sem menn fundu upp í gær ásamt með hjólinu og heita vatninu. íslendingar geta hægast litið á frumútgáfur hinna fornu handrita sinna sem hreina bóklist af hárri gráðu og þannig eru þær einar sér þjóðargersemar fyrir sjónrænan birtingarkraft. Vísa til og minni á að þennan afmarkaða birtingar- kraft ytri og innri byrði hafa ýmsir nafnkenndustu núlistamenn tím- anna hagnýtt sér í vinnu sinni ásamt fyrri tíma málunartækni. Allt sem stuðlar að því að auka tilfinninguna fyrir bók sem bók, þ.e. einhverju sem er meira og há- leitara í gerð og útliti en fjölfaldað- ar ritmenntir í almennum umbúð- um, er að sjálfsögðu af hinu góða. Engan veginn er þá verið að hafna fjöldaframleiðslu ritefnis frekar en fótum og skóm, en til eru þeir sem vilja sérhönnuð föt og sérhannað- an skófatnað. Litógi'afísku verkstæðin eru ekki mörg í heiminum, í öllu falli þau sem rækta uppi'unalegu tæknihefðina, þótt jafnframt sé mögulegt að vinna þar í nútíma- legi'i aðferðum og svo öðrum geir- um grafískra lista. Meistararnir sem þar vinna kunna allt, eru fag- menn út í fingurgóma, en þeir vinna einungis fyrir listamenn en skapa ekki sjálfir, nema að þeir geta verið skapandi í handverkinu og fundið nýjar aðferðir innan þess. Einmitt fyrir það að þeir eru ekki listamenn nema í sjálfu faginu er svo gott að starfa með þeim og lífrænt andi-úmið á verkstæðunum einstakt. Fagmennirnir eru alltaf með eitthvað í höndunum sem er skapandi í sjálfu sér og bókagerð er eitt af því, fá þá gjarnan þekkta listamenn til að lýsa frægar bæk- ur. Nokkrar slíkar hafa orðið til á verkstæðinu í Valby aðallega frá hendi Peder Johansens annars stofnanda verkstæðisins. Þar hef- ur svo starfað í nokkur ár ungur maður Sören Ellitsgaard að nafni, sem hefur átt þátt í að gjörbreyta verkstæðinu og er að auk há- menntaður þrykkjari. Hann hefur hannað bókina, 120 dagar í Só- dómu, og unnið þar mjög gott verk að því leyti að hún sem angar af steinþrykki í sinni upprunalegustu mynd. I raun er í þessu tilfelli þó einungis um að ræða 18 af þessum 120 dögum. Höfundur myndlýsing- anna, Frans Kannik, er vel þekkt- ur grafíklistamaður, sem pælir gjarnan í mjög erótískum myndefnum. Myndimar í bókinni eru yfirleitt smáar, en nokkrar ná yfir heilar opnur, og gerir lista- maðurinn sér far um að vera trúr textanum sem segir nokkuð um hrátt og umbúðalaust vinnuferlið svo og sjálft tjáformið. Svo vikið sé að almennri kynningu bókarinnar, þá sat höfundurinn rúm 27 ár í fangelsi, þó mun síður fyrir öf- uguggahátt og ofbeldi en fyrir að styðja byltingaröflin. Sade var nefnilega af aðalsættum, tengdum sjálfum konunginum og slíkur ffamgangsmáti andstæður öllum siðareglum á þeim bæ, að ekki sé talað um að hann hvatti til uppþota frá klefaljóra sínum í Bastillunni. Þá var hann dæmdur sekur fyrir sódómíu af mönnum sem voru að öllum líkindum jafnsekir honum ef ekki sekari hvað fjölþætta kyn- lífsónáttúru varðar. Sade var svo trauðla sadisti, þótt hugtakið beri nafn hans og hann uppvís að nokkrum hliðarsporum í kynlífinu, rit hans hlaðin lýsingum á af- brigðilegu kynsvalli, ruddaskap og sora, heldur var hér um að ræða hugaróra sem hann festi á blað í fangaklefa sínum. Og hvað varðar handritið að 120 dögum í Sodóma, er það skrifað á pappírsrúllu, sum- h’ vilja meina klósettrúllu, sem á sér nokkra sögu því hún glataðist er fanginn var færður í aðrar vist- arverur þá múgurinn réðst á Ba- stilluna. Fannst svo ekki fyrr en í byi-jun aldarinnar og mun hafa verið múrað inn í vegginn, eða leg- ið falið á milli múrsteina. Það var fyrst gefið út í Þýskalandi, en seinna keypt aftur til Parísar, og er nú talið til höfuðverka í frönsk- um bókmenntum hvað sem hinum mergjaða texta líður, eða einmitt vegna hans. Vegna þess að Sade hafði ekki verið trúr konu sinni og að auk hliðhollur byltingunni, var tengda- móður hans skiljanlega illa við perrann og átti sinn þátt í hinni löngu fangelsisdvöl. En þegar Sa- de var laus úr vistinni í kjölfar byltingarinnar gerðist það merki- lega að hann bað henni vægðar er hún kom fyrir byltingardómstól- inn, þegar sá var starfsvettvangur hans, sýndi hér manndómsbragð sem lítt er í anda hroka og sad- isma. Er tímar liðu þótti Sade með hóglífi sínu ekki lifa í samræmi við hugsjónir byltingarinnar, sem raunar fæstir gerðu, og var stung- ið inn á ný! En það var nú einmitt innan lokaðra múra að þessar sér- stæðu bókmenntir urðu til, svo bókmenntaheimurinn á þegar allt kemur til alls hinni hatursfullu og bálillu tengdamóður, unnanda hreinlífis og góðra siða, skuld að gjalda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.