Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR frá þessari reynslu sinni. „ÉG var nýkominn til Bagdad þegar Henrik Amneus, sendiherra Svía, spurði mig hvers konar sambönd ég hefði. Hann hafði heyrt að Hussein Jórdaníukonungur hefði skrifað yfír- völdum í Irak fyrir mína hönd og beðið um að ég yrði látinn laus,“ sagði Gísli H. Sigurðsson læknir, á skrifstofu sinni á Insel-háskólaspít- alanum í Bern í gær. Hann var við störf í Kúveit þegar Irakar hertóku landið í ágúst 1990. Kona hans og böm fengu að fara úr landi um sex vikum eftir innrásina en Gísla var haldið fram í nóvember, eða þangað til skömmu eftir að Hussein konung- ur hafði beitt sér fyrir hans hönd. „Birnu, konu minni, þótti utanrík- isráðuneytið ekki gera nógu mikið til að reyna að fá mig lausan,“ sagði Gísli. „Lönd allra annarra gísla höfðu farið fram á að þeir yrðu látnir lausir en íslenska utanríkisþjónustan var ekki tilbúin til þess. Jón Baldvin vildi forðast að það liti út fyrir að Is- lendingar væru reiðubúnir að eiga samskipti við Iraka á einhvern hátt. Birna fór þess vegna á fund Vigdísar Finnbogadóttur, þáverandi forseta, og spurði hvort hún gæti notað sam- bönd sín til að reyna að fá mig laus- an. Vigdís skrifaði Hussein Jórdan- íukonungi bréf og bað hann að beita sér fyrir mína hönd. Hún fékk bréf til baka þar sem Hussein sagðist ætla að gera það. Ég vissi þetta auð- vitað ekki, ég frétti það frá sænska sendiherranum að Hussein hefði tek- ið mitt mál upp. Jóhanna Kristjónsdóttir, blaða- maður á Morgunblaðinu, var um þetta leyti i Bagdad og beitti sér einnig fyrir því að ég yrði látinn laus. Hún var reyndar eini Islendingurinn sem bað Iraka beint um að láta mig lausan. Það var augsýnilega fylgst með af- drifum mínum í höllinni í Amman því að það var hringt þaðan til Stefaníu Khalife, ræðismanns Islands í Amm- an, þegar ég var kominn til hennar og spurt hvort ferðin hefði gengið vel og hvort ég þyrfti frekari aðstoð. Fjöldi blaðamanna beið mín á flug- vellinum í Amman þegar ég kom frá Bagdad. Þeir hljóta að hafa frétt hjá forsetaskrifstofunni að það væri von á mér.“ Haldið vakandi og oft barinn Blaðamenn höfðu sérstakan áhuga á að hitta Gísla af því að hann var lengur en aðrir Vesturlandabúai- í Kúveit. Þeir spurðu hann spurninga um óstaðfestar fréttir af ástandinu í Kúveit. Hann var svæfmga- og gjör- gæslulæknir á háskólasjúki’ahúsinu í Kúveit. Sjúkrahúsinu var haldið opnu eftir innrásina, fyrir háttsetta meðlimi hersins, og Irakar höfðu þörf fyrir Gísla þar. Hann fékk loks íraskan kunningja til að smygla sér til Bagdad eftir að dvölin í Kúveit vai’ orðin óþolandi. Hann var æ oftar handtekinn og yfirheyrður. „Það var í lagi eftir að ég var kom- inn í hendur þeirra sem yfirheyrðu mig, þeir héldu mér vakandi og spurðu spurninga undir sterkum ljósum, en þeir sem handtóku mig börðu mig oft og voru hættulegir." Irakar vissu að Gísli hafði stundað nám í Davidson College í Norður- Karólínu í Bandaríkjunum, skammt frá herstöðvum bandaríska hersins, auk þess sem hann var með eilífðar vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Þeir trúðu ekki öðru en hann væri njósnari. Misstu allt sitt í Kúveit Gísli stundaði framhaldsnám í Sví- þjóð og bjó þar í 8 ár áður en hann fluttist til Kúveit. Hann var þar í 5 ár. Hann starfaði á Landspítalanum á Islandi í hálft ár eftir að hann komst frá Bagdad. „Við Birna misst- um allt okkar í Kúveit og ég fór til starfa hér á Insel-spítalanum fyrst og fremst af fjárhagsástæðum," sagði Gísli. Hann afþakkaði prófess- orsstöðu í Kaupmannahöfn í haust en benti á að staða forstöðumanns svæfinga- og görgæsludeildar Land- spítalans hefði verið auglýst laus. Gísli er prófessor og yfirlæknir á svæfinga- og gjörgæsludeild Insel- háskólaspítalans. Hussein Jórdaníukonungur beitti sér fyrir lausn Gísla Sigurðssonar sem frakar héldu sem gísl í margar vikur Morgunblaðið/Anna Bjarnadóttir GISLI H. Sigurðsson læknir, á Insel-háskólaspítalanum í Bern í gær. „Augsýnilega fylgst með afdrif- um mínum í höllinni í Amman“ Hussein Jórdaníukonungur beitti sér fyrir því að Gísli Sigurðsson, sem Irakar héldu sem gísl í Kúveit, eftir að þeir hertóku landið árið 1990, yrði látinn laus. I samtali við Onnu Bjarnadóttur í Sviss segir Gísli Minningarorð forseta Islands Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti íslands Heimsbyggðin minn- ist mikilhæfs leiðtoga Oskaði liðsinnis Jórdaníukonungs FORSETI íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, flutti á sunnudag eftirfar- andi ávarp: „Við andlát Husseins konungs Jórdaníu minnist heimsbyggðin mik- ilhæfs leiðtoga sem helgaði líf sitt bai’áttunni fyrir friði og sátt. Þjáningar þjóðar hans vegna stríðs og mannfórna á svæðinu sem varðveita rætur helgra trúarbragða og fornrar menningar hafa í áratugi verið bæði þungbærar og þjakandi. Lífshugsjón Husseins var að hans litla þjóð gæti lagt úrslitalóð á vogar- skálar sáttmálans um öryggi og frið. Við Islendingar kynntumst mál- flutningi Husseins konungs og manneskjulegri hlýju í heimsókn hans til lands okkar og á sinn hóg- væra en áhrifaríka hátt rétti Hussein konungur okkur hjálpar- hönd þegar bjarga þurfti Islending- um úr stríðsnauð í nágrenni Jórdaníu. Það hljóða góðverk þökk- um við nú Undanfarna mánuði háði Hussein hetjulega glímu við þann sjúkdóm sem flesta leggur að velli. Sú per- sónulega og hlýja samúðarkveðja sem hann sendi okkur frá sjúkrabeði sínum við andlát Guðrúnar Katrínar snart okkur djúpt. Ég færi Noor drottningu, ríkisarf- anum Abdullah og fjölskyldu kon- ungs innilegar samúðarkveðjur mín- ar og Islendinga og bið þeim og jór- dönsku þjóðinni blessunar og far- sældai’ á erfiðum tímum.“ VIGDÍS Finnbogadóttir, fyrrver- andi forseti Islands, kveðst telja að Hussein Jórdanfukonungur hafi verið allt það besta og falleg- asta sem um hann er sagt núna víðs vegar um heiminn og sama máli gegni um konu hans og fjöl- skyldu þeirra. Fram hefur komið að Vigdis ritaði Hussein persónulegt bréf á sínum tíma og óskaði liðsinnis hans vegna máls Gísla Sigurðs- sonar sem haldið var í gíslingu meðan á Persaflóastríðinu stóð. Eðlilegur hluti af hjálp „Ég sinnti máli Gísla í þeim þrengingum sem hann var í á meðan Persaflóastríðið geisaði og skrifaði Jórdaníukonungi bréf í tengslum við það. Bréfið var eðlilegur hluti af hjálp við Gísla á erfiðum tímum og sjálf- gefið að ég nýtti mér að hafa hitt Hussein og Noor drottningu í því skyni. Ég þori hins vegar ekki að segja hvort afskipti hans af því máli hafi haft mikil áhrif, en ég man eftir miklum feginleik og þótti mjög vænt um þegar mál Gísla leystust. Það hefur áreið- anlega ekki dregið úr þeim góðu málalyktum ef hirð Jórdaníukon- ungs kom þar að verki,“ segir Vigdís. „En í málum sem þessum skrifast menn ekki á eftir á til að eigna sér heiður af einhverju því sem unnið er í kyrrþey." Vigdís kveðst hafa hitt Hussein konung að minnsta kosti tvívegis og hann verið meðal annars gestur forseta Islands á Bessastöðum. Persónuleg og góð tengsl „Samskipti okkar voru ákaf- lega vinsamleg í þessum heim- sóknum. Því mynduðust á milli okkar persónuleg tengsl og góð. Ég hef hitt Noor drottningu síð- an og hún hefur rifjað upp þessi tengsl í gegnum Island," segir Vigdís. „Bróðursonur hans kom síðan hingað ásamt eiginkonu sinni í tilefni af sýningri sem haldin var í Listasafni Islands og þá voru þau gestir mínir á Bessastöðum, ásamt Stefáníu Einarsdóttur konsúl okkar í Amman.“ Félagsmálaráðherra segir að ábyrgð á töfum á nýju greiðslumatskerfí íbúðalánasjóðs liggi hjá hugbúnaðarfyrirtæki Áramótin heppilegust til breytinganna PÁLL Pétursson félagsmálaráð- heira segir að sér virðist staða mála hjá Ibúðalánasjóði undragóð; feikna- legt álag hafi verið á starfsfólki frá áramótum og það hafi staðið sig frá- bærlega. Tafir sem orðið hafí á teng- ingum greiðslumatskerfis stofnunar- innar við banka og sparisjóði sé á ábyrgð hugbúnaðarfyrirtækisins Strengs, sem hafi ekki staðið tíman- lega við sitt. Fasteignasalar og bankamenn hafa gagnrýnt að Ibúðalánasjóður hafi verið látinn taka til starfa um áramót án þess að það kerfi sem starfa átti eftir væri tilbúið. Ráðherra og Gunn- ar S. Bjömsson, stjómarformaður Ibúðalánasjóðs, vísuðu þessu á bug og sögðu áramótin eðlilegasta og heppilegasta tímapunktinn til kerfis- breytinga enda hafi breytingin geng- ið vel í aðalatriðum. Vandamál vegna tengingar við 10 ára tölvukerfi Gunnar S. Bjömsson segir að ef til vill megi segja að vinna við hugbún- að vegna nýs húsnæðislánakerfis hafi verið vanmetin og að of mikið hafi verið treyst á hugbúnaðarfyrir- tækið en hluti vandans verði rakinn til 10 ára gamals tölvukerfis stofnun- arinnar. Hann segir að starfsmenn Strengs hafi verið allir af vilja gerðir og hafi sent mikinn mannskap til að vinna að lausn þessa vandamáls. „Það liggur ljóst fyrir að við þurfum að endurnýja tölvukerfi okkar,“ sagði Gunnar. Strengur hófst handa við vinnu við forritun vegna kerfis- breytingarinnar í október og Gunn- ar sagði að þegar farið var að vinna að tengingunum við bankana hefðu komið í ljós vandamál sem tengdust aldri tölvukerfis stofnunarinnar. Þau vandamál hafi tekið miklu lengri tíma að leysa en gert var ráð fyrir. IrAllt þetta hjálpaðist að,“ sagði Gunnar. Hann sagði að talið hefði verið að gamla kerfið dygði stofnuninni í 2-3 ár í viðbót en vegna þess sem komið hefði í ljós á fyrsta mánuði starfsemi íbúðalána- sjóðs hefði verið ákveðið að endur- nýja tölvukerfið strax; það verði gert á næstu 2-3 mánuðum. Gunnar segir að segja megi að umkvartanir fasteignasala vegna þjónustu stofnunarinnar frá áramót- um eigi við einhver rök að styðjast, miðað við það hvernig kerfið virkaði á síðasta ári. Þó sé ekki langt síðan biðtími í kerfinu, sem verið er að hverfa frá, var lengri en nú er, eða 6 vikur. Það ætti því ekki að koma fasteignasölum í opna skjöldu að þurfa að bíða í smátíma. Starfsmenn banka og sparisjóða fengu fullbúið forrit í hendur síðast- liðinn fimmtudag og á blaðamanna- fundi sem félagsmálaráðherra hélt með stjórnendum Ibúðalánasjóðs í gær kom fram að farið væri að vinna á fullu við gerð greiðslumats sam- kvæmt forritinu. Gunnar S. Björnsson sagði að meðan sambandsleysi var við bank- ana hefði verið ákveðið að starfs- menn Ibúðalánasjóðs afgreiddu allar umsóknir um greiðslumat í stað bankamanna. Til viðbótar hefði starfsfólkið á sama tíma verið að af- greiða 400 umsóknir úr eldra kerfi, sem orðið hefðu eftir þegar Húsnæð- isstofnun var lögð niður. „Þannig að við höfum verið að anna tvöfaldri vinnu síðastliðinn mánuð,“ sagði hann. Bunkinn hreinsaður upp um helgina í Morgunblaðinu á laugardag kom fram að samkvæmt upplýsingum íbúðalánasjóðs hefðu 390 umsóknir um greiðslumat og húsbréfaviðskipti borist frá áramótum, 100 hefðu verið afgreiddar, 100 væru í vinnslu, en 190 biðu afgreiðslu. Á blaðamanna- fundinum í gær var upplýst að um- sóknir væru 415, 290 hefðu verið af- greiddar en 125 væru óafgreiddar, flestar yngri en 5 daga og þar á með- al væru umsóknir vegna viðbótar- lána og nýbygginga, sem fara í gegn- um flóknara ferli en venjulegar um- sóknir. Fram kom hjá Gunnari S. Björns- syni að fjöldi starfsfólks hefði verið settur í það nú um helgina að vinna niður umsóknabunkann, sem fyrir lá. „Við teljum að við séum nú þegar komin niður í styttri biðtíma en al- mennt var í gamla kerfinu,“ sagði Gunnar. „Þetta er allt að komast í réttan farveg og við vonumst til að framvegis verði biðtíminn 5-7 dagar og 2-4 dagar þegar fram í sækir.“ Hann sagði að nú væri í fullum gangi vinna á vegum stofnunarinnar við að þjálfa bankamenn í útreikn- ingi greiðslumats og almennt hefðu bankamenn mikinn áhuga á þessu nýja kerfi. Þá væri verið að endur- bæta símkerfí stofnunarinnar, sem reyndist ekki anna því álagi sem á því hefur verið undanfarið. Páll Pétursson félagsmálaráð- herra sagðist hafa heyrt að formaður Félags fasteignasala hefði ýjað að því að starfslið íbúðalánasjóðs væri óvant í starfi og stæði varla klárt á sínum verkefnum. „Ég vil bera á móti því, flest af þessu fólki er þraut- þjálfað frá gamalli tíð,“ sagði hann; starfsmenn húsnæðisstofnunar hefðu gengið fyrir um störf en nokkrir sérfræðingar hefðu bæst við starfsliðið. Haukur Garðarsson framkvæmda- stjóri Strengs sagðist ekki telja rétt- an vettvang að ræða þessi mál í fjöl- miðlum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.