Morgunblaðið - 09.02.1999, Page 19

Morgunblaðið - 09.02.1999, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 19 Upplýsingamiðstöð SÞ um 2000-vandann Islendingur í stj órnarnefnd HAUKUR Ingibergs- son, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu og formaður íslensku 2000-nefndarinnar, hefur verið valinn fulltrúi smáþjóða í stjórnarnefnd Upp- Iýsingamiðstöðvar Sameinuðu þjóðanna vegna 2000-vandans. Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóðabankinn í Washington D.C. standa að skrifstof- unni. Henni er ætlað að miðla upplýsing- um um ráð við hinum svokallaða 2000-vanda, og jafnframt um stöðu þeirra mála í heiminum. Notendur þjónustunnar verða einkum ríkisstjórnir, stofnanir og fyrirtæki sem þurfa á ráðum að halda varðandi 2000-vandann í öllum löndum heims. Stýrinefndin er skipuð tólf fulltrúum frá löndum í öllum heimshornum og er Haukur eini fulltrúi smáþjóðar í henni. Nefndin mun stjórna upplýs- ingaskrifstofunni og starfi henn- ar, en Bandaríkjamenn leggja til framkvæmdastjóra. „Astæða fyrir stofnuninni er sú að menn hafa áhyggjur af því að undirbúningur sé skammt á veg kominn víða í heiminum,“ segir Haukur. „Menn vita til dæmis ekki mikið um hvað er að gerast í Afrfku sunnan Sahara, í arabaheiminum og ýmsum lönd- um Suðaustur-Asíu. Þarna fer fram mikil framleiðsla og vinnsla hráefna til að mynda ol- íu,“ segir Haukur. Upplýsingamiðstöðin mun einnig líta tif með starfi hinna ýmsu alþjóðastofnana sem vinna þvert á landainæri. Til að mynda í fjarskiptum, flugi, orku- og bankamálum. Aðspurður sagðist Haukur telja að betra hefði verið ef upplýs- ingamiðstöð Samein- uðu þjóðanna hefði verið komið á lagg- irnar fyrr en þessi mál hefðu verið í þró- un víða og væru að ná formfestu í þessari upplýsingamiðstöð. Haukur er eini full- trúi smáþjóða í sfjórn miðstöðvarinnar, en sérstaða þeirra felst oft í tiltölulega ein- földu efnahagslífí og fáum útflutningsvönitegundum. Þessar þjóðir eru þar af leiðandi afar háðar öði-um löndum um að- föng. Haukur taldi að sú stað- reynd að fulltrúi Islands var val- inn í stýrinefnd miðstöðvarinnar fæli í sér viðurkenningu Islend- ingum til handa, og að menn litu svo á að vel hefði verið staðið að málum varðandi 2000-vandann af hálfu opinberra aðila hérlendis. í haust sem leið spannst nokk- ur umræða um tölvukerfi sem reikna tímasetningar eitt ár fram í tímann, en þar koma til greina greiðslukorf akerfi, víxla- kerfi og tryggingakerfi svo dæmi sé tekið. Þar sem þau reikna ár fram í timann gat ver- ið að vandi vegna ártalsins 2000 kæmi upp um áramótin 1998-1999. Haukur sagði að nokkrir aðilar hérlendis hefðu orðið fyrir smátruflunum af þessum toga, en það hefði verið lítið að umfangi. Reiknistofa bankanna hefði hins vegar gengið í það verk á seinustu mánuðum ársins 1998 að gera breytingar, til að búa ákveðin kerfi undir síðustu áramót. Þar hefði því allt gengið snurðu- laust fyrir sig. Deila Landssímans og Tals Leítað sátta PÓST- og fjarskiptastofnun ætlar að halda fundi með fulltrúum Landssímans og Tals hf. til þess að kanna grundvöll fyrir frekari sátta- meðferð í deilu fyrirtækjanna, um hvort Landssímanum beri að inn- heimta gjöld fyi-h- millilandasím- stöð Tals. Gústav Arnar, forstöðumaður Póst- og ijarskiptastofnunar, sagði í samtali við Morgunblaðið að það kæmi í ljós eftir fundina hvort stofnunin hygðist leggja fram miðl- unartillögu í deilunni. Póst- og fjar- skiptastofnun hélt fund með full- tráum Landssímans og Tals á mið- vikudag þar sem þeir fengu að koma frekari sjónarmiðum fyrir- tækjanna á framfæri. Póst- og fjarskiptastofnun kvað upp þann bráðabirgðaúrskurð hinn 31. desember síðastliðinn að Landssímanum bæri að að tengja millilandasímstöð Tals við al- menna símkerfið. Einnig ákvað stofnunin að Landssímanum bæri að innheimta fyrir hringingar úr almenna símkerfinu í gengum millilandasímstöð Tals. Landssím- inn kærði úrskurð Póst- og fjar- skiptastofnunar til úrskurðar- nefndar fjarskipta- og póstmála, sem dæmdi Landssímanum í hag. Eftir úrskurð úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála var ljóst að Póst- og fjarskiptastofnun hefði ekki vald til þess að taka bráðabirgðaákvörðun og yrði að halda áfram venjulegri vinnslu málsins. America Online kaupir MovieFone Dulles, Virginíu. AMERICA Online, helzta netþjón- hinum ýmsu stöðum og tekið frá usta Bandaiákjanna, hefur keypt miða eða keypt. bíómiða- og kvikmyndalistaþjónust- MovieFone, sem eftirleiðis nefnist una MovieFone fyrir um 388 milljón- AOL MovieFone, nær til 17.000 kvik- ir dollara. myndasala í Bandaríkjunum og rúm- Hjá MovieFone getur fólk fengið lega 70% kvikmyndaáhorfenda. Um upplýsingar í síma eða á Netinu um 891.0Ó0 dollai’a tap varð á MovieFone hvaða kvikmyndir er verið að sýna á á fyrstu þremur ársfjórðungum 1998. Forsvarsmenn Norsk Hydro um nýtt álver á Austurlandi Aætlanir um 120.000 tonna álver standa FORSVARSMENN Norsk Hydro halda fast í áform sín um bygg- ingu álvers á Austfjörðum, þrátt fyrir lækkandi hrávöruverð á heimsmörkuðum. Þá vísa þeir á bug allri umræðu þess efnis að fyrirtækið hyggist eingöngu not- færa sér áætlanir um hugsanlega byggingu álvers hér á landi til þess að styrkja samningsstöðu sína annars staðar. Jostein Flo, aðstoðarforstjóri ál- og boxítdeildar Norsk Hydro, vildi lítið tjá sig um málið í samtali við Morgunblaðið en sagði að vissu- lega væri sú lækkun sem orðið hef- ur á álverði undanfarið óhagstæð fyrir fyrirtækið. Það hefði þó engin áhrif á þau áform að reisa hér 120 þúsund tonna verksmiðju eins og stefnt er að. Aðspurður um þann orðróm að Norsk Hydro ætli að notfæra sér viðræður við íslendinga um bygg- ingu slíkrar verksmiðju til að stvrkja samningsstöðu sína á öðr- um vígstöðvum s.s. á eyjunni Trini- dad, segir Jostein Flo vera algjör- lega úr lausu lofti gripið og ekki eiga sér neina stoð í raunveruleik- anum. Hann segir Norsk Hydro auk þess engan veginn í stakk búið til að geta samhæft verkefni í ólíkum löndum á þann veg að hægt sé að beita þeim til að þvinga niður verð með þeim hætti sem gefið er í skyn. Hann kveðst jafnframt full- viss um að yfirvöld á Trinidad hafi aldrei heyrt um þær framkvæmdir sem Norsk Hydro hefur hug á að ráðast í á Islandi. Engra stefnubreytinga að vænta Þórður Friðjónsson, ráðuneytis- stjóri í viðskiptaráðuneytinu, segir engan vafa leika á að eins og sakir standa þá eigi Norsk Hydro í tíma- bundnum erfiðleikum, sérstaklega vegna verðþróunar á hráefnavöru- markaði. Hann telur þó fráleitt að álykta að félagið muni af þeim sök- um ýta frá sér áformum sem stefnt er að að skili framleiðslu eftir nokkur ár. Hann segist nýlega hafa rætt við Eivind Reiten, forstjóra áldeildar hjá Norsk Hydro, sem hafi fullviss- að sig um að engra stefnubreytinga sé að vænta af þeirra hálfu í tengsl- um við byggingu álvers á Austur- landi. „Hvað okkar hlið varðar, þá verður áfram unnið samkvæmt þeirri áætlun sem fyrir liggur og hafa engar ákvarðanir verið teknar um breytingar í þeim efnum. Eins og sakir standa þá verður því áfram unnið að málinu með óbreyttum hætti. Við munum skoða málið áfram á næstu vikum og mánuðum og vonumst til að hafa gleggri hugmyndir um fram- hald verkefnisins um mitt þetta ár. Fram að þeim tíma geta báðir aðil- ar gert það upp við sig hversu raunhæfur grundvöllur er til áframhaldandi vinnslu málsins,“ segir Þórður. -------------- Nýr fram- kvæmdastjóri Hugfangs • VIÐAR Ágústsson, BSc eðlis- fræðingur, hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri Hugfangs. Viðar var framkvæmda- stjóri 29. Olympíu- leikanna í eðlis- fræði og öryggis- þjónustunnar Vara. Hann var áður eðlisfræði- kennari við Menntaskólann á ísafirði, Fjöl- brautaskólann í Breiðholti og Kenn- araháskólann. Viðar er kvæntur Ólöfu Kristinsdóttur, kerfisfræð- ingi, og á þrjú börn. VIÐSKIPTAÞING Grand Hótel 10. febrúar 1999 ALÞJOÐAVÆÐING ATVINNULÍFSINS DAGSKRA: 13:00 Skráning á Grand Hótel Reykjavík VIÐSKIPTAÞING 13:30 Ræða formanns Verslunarráðs íslands Kolbeinn Kristinsson, formadur VÍ 14:00 Alþjóðavæðing atvinnulifsins Davíð Oddsson, forsœtisrdðherra 14:30 Fyrirspurnir og umræður 14:45 Kaffihlé 15:15 Fyrirtæki mitt og alþjóöavæöing atvinnulífsins Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskipafélags íslands hf. Róbert Guðfinnsson, stj.form. Þormóös ramma - Sœbergs hf. Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri BYKO hf. Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings hf. Skúli Mogensen, framkvæmdastjóri Oz hf. 16:45 Fyrirspumir og umræður MOTTAKA 17:15 Móttaka í boði Verslunarráðs íslands Þinggjald er kr. 7.500 fyrir félagsmenn en kr. 9.500 fyrir aðra. Ef fyrirtæki, stofnun eða samtök senda fleiri en tvo þátttakendur fær þriðji þátttakandi 50°/o afslátt. Vinsamlegast skráið þátttöku fyrir kl. 16:00, 9. febrúar nk. í síma 510 7100 eða bréfasíma 568 6564 eða með tölvupósti mottaka@chamber.is. VERSLUNARRAÐ ISLANDS *

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.