Morgunblaðið - 23.02.1999, Side 1

Morgunblaðið - 23.02.1999, Side 1
44. TBL. 87. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Framlengdur frestur til samninga um Kosovo rennur út í dag Sáttasemjarar reyna sitt vtrasta Bændur mótmæla í Brussel Brussel. Reuters. BÆNDUR frá öllum aðildarlöndum Evrópusambandsins (ESB) stóðu í gær fyrir háværum mótmælaaðgerð- um við helztu byggingar sambands- ins í Brussel, þar sem landbúnaðar- ráðherrar ESB-ríkjanna 15 komu saman til að ræða tillögur um endur- skoðun sameiginlegrar landbúnaðar- stefnu ESB. Til umræðu eru tillögur sem fram- kvæmdastjórn sambandsins hefur lagt fram í því skyni að lækka kostn- aðinn við rekstur hinnar sameigin- legu landbúnaðarstefnu, sem nú hef- ur verið við lýði í 35 ár og um helm- ingur fjárlaga sambandsins rennur til ár hvert. Felast tillögurnar meðal annars í því að lækka viðmiðunar- verð korns, nautakjöts og mjólkur- vara, sem sambandið hefur ábyrgzt með þar til gerðum jöfnunarsjóðum. Er hugmyndin að lækka verðið um allt að 30% í því skyni að lækka út- gjöldin áður en ríkjum Mið- og Aust- ur-Evrópu er veitt innganga í sam- bandið og til að búa sambandið undir nýja lotu alþjóðaviðræðna um heims- viðskipti. Er tilgangurinn að gera evrópskan landbúnað samkeppnis- hæfari. Franz Fischler, sem fer með land- búnaðarmál í framkvæmdastjóm- inni, sagði umbótaáformin tryggja framtíð bænda; umbæturnai' yllu þeim ekki tekjutapi heldur væri Var Napól- eon Skoti? London. The Daily Telegraph. NAPÓLEON Bónaparte átti ættir að rekja til lítils þorps í Skotlandi, ef marka má niður- stöður rannsóknar sem skoskur sagnfræðingur kynnti í gær. Heldur sagnfræðingurinn Ro- bert Torrens því fram að afi hins sögufræga Napóleons keis- ara hafi verið frá Balloch, nærri bænum Crieff í Perthshire. Torrens mun hafa fundið í meira en aldargamalli skruddu frásögn af því hvernig verka- maðurinn William Bayne ákvað að flytjast á brott frá Skotlandi fyrir fullt og allt árið 1745 eftir að ljóst var orðið að hinni kaþólsku Stuart-ætt myndi ekki takast að endur- heimta bresku krúnuna. Segir í bókinni Crieff: Its Traditions a nd Characters, sem út kom 1881 og Torrens telur styðjast við traustar heimildir, að Bayne hafi ásamt fjölskyldu sinni pakkað föggum sínum, stigið á skipsfjöl og haldið af stað með það mark- mið að finna sér nýtt heimili annars staðar. Farkostur þeirra endaði á Korsíku. Þar ílentist Bayne en eyjar- skeggjar munu reyndar hafa kallað hann Buon, og fjölskyld- an var jafnan nefnd Buon-de- party (Buon og hans fólk). Syn- ir Baynes fengu því óhjá- kvæmilega eftirnafnið Buon- de-parte eða Buonaparte og sonarsonur Skotans Williams Baynes var samkvæmt þessari kenningu hinn frægi Napóleon Bónaparte. Reuters VÍGREIFUR bóndi býður vatns- dæluni belgísku lögreglunnar birginn í mótmælunum í gær. hættan á því meiri við að halda í óbreytt niðurgreiðslukerfí. í allan gærdag áttust herskáir bændur og belgíska óeirðalögreglan við á götum Brussel. Aðstandendur mótmælaaðgerðanna töldu um 50.000 manns hafa tekið þátt í þeim en lögreglan gizkaði á 30.000. Lög- reglunni var í mun að hindra að ann- að eins endurtæki sig og gerðist árið 1971, þegar 100.000 æstir bændur „máluðu bæinn rauðan“. Þá dó einn. Að þessu sinni girti lögreglan ESB-byggingamar af með gadda- vírshindrunum og beitti vatnsspraut- um, kylfum og tái'agasi gegn óeirða- seggjunum, sem grýttu lögi'egluna með flöskum, götusteinum og um- ferðai'skiltum. AÐ MINNSTA kosti tveir létust er snjóflóð féll í Valais í Sviss seint á sunnudag. Snjó heldur áfram að kyngja niður í Olpunum og virðist ekkert lát þar á, en þúsundir hafa einnig lokast inni á skíðastöðum í Austurríki í þessu mesta fannfergi í Ölpunum í áratugi. Auk þess er skíðamanna saknað bæði í frönsku Ölpunum og í Pýreneafjöllunum. Snjóflóðahætta er yfirvofandi í Frakklandi og Austurríki auk þess sem stöðugt hækkar í Rín og hætta Rambouillet, Pristina. Reuters. MADELEINE Albright, utanríkis- ráðhema Bandaríkjanna, reyndi sitt ýtrasta í gær til að telja samninga- menn Kosovo-Albana á að fallast á friðarsamkomulag á grundvelli til- lagna sáttasemjara stórveldanna, en talsmenn bandarískra stjómvalda sögðu að hvorugur deiluaðilinn hefði veitt undanbragðalaust samþykki sitt við neinu. I viðræðunum um framtíð Kosovo-héraðs í Rambouil- let-kastala í Frakklandi yfir helgina tók Albright yfir forystuna í samn- ingaviðræðunum fyrir hönd sátta- semjara Tengslahóps stórveldanna. Framlengdur frestur til að ná niður- stöðu í viðræðunum rennur út kl. 14 í dag að íslenzkum tíma. ,AHt er mögulegt, það hefur ekki verið gert út um neitt,“ sagði Hubert Vedrine, utanríkisráðherra Frakk- lands og sem slíkur gestgjafi við- ræðnanna. Albright eyddi drjúgum hluta gærdagsins í að reyna að sannfæra samningamenn Kosovo-Albana og fékk sér til fulltingis meðal annars Wesley Clark, yfírmann herafla NATO, og hringdi í ráðamenn margra ríkja í þeirri von að það mætti verða til þess að vinna stuðn- vex á flóðum. Eignatjón hefur orðið talsvert en vegna óveðurs og snjó- flóðahættu hefur ekki verið hægt að hefja björgunarstörf alls staðar. Tvö lík fundust Tuttugu og þriggja ára karlmaður og kona árinu yngri fórast í snjóflóði sem féll í nágrenni Evolene í Valais í Sviss seint á sunnudag. Bjarga tókst ungri stúlku slasaðri en snjóflóða- hætta tafði leit að tíu manns sem enn var saknað í gær. Serbar hafna enn erlendu setuliði ing samningamannanna við sam- komulagsdrögin, en þau gera ráð íyrir að Kosovo fái sjálfsstjóm innan vébanda sambandsríkisins Júgó- slaviu til þriggja ára til að byrja með. Kosovo-Albanir hafa ekki viljað skuldbinda sig til að samþykkja sjálfsstjórn til mefra en þriggja ára reynslutímabils, heldur viljað að þjóðaratkvæðagreiðsla um fullt sjálf- stæði færi fram í héraðinu að þeim tíma liðnum. Bardagar nærri Pristina Meðan á viðræðunum í Rambouil- let gekk, sextánda daginn í röð, brut- ust út bardagar á ný milli skæruliða Frelsishers Kosovo (UCK, skamm- stafað á ensku KLA) og öryggis- sveita Serba í héraðinu, að þessu sinni í þorpinu Vucitrn norðvestur af Pristina. Ibúar svæðisins flýðu í hundraðatali. Yfir 400 herþotur Atlantshafs- bandalagsins (NATO) eru í við- bragðsstöðu til að hefja loftárásir á í Austurríki er snjóflóðahætta mest í vesturhluta landsins og hafa allt að 20.000 manns verið innlyksa á skíða- svæðum þai' allt frá því á miðviku- dag. Níu manns er saknað í Pýrenea- fjöllunum, en þar höfðu björgunar- menn með aðstoð þyrlu leitað sex sem höfðu ekki skilað sér til byggða eftir helgina. Óveður og snjóflóða- hætta hefur komið í veg fyrfr björg- un þriggja annarra í frönsku Ölpun- um sem ekki hafa komist leiðai' sinn- ar frá því á þriðjudag. hemaðarleg skotmörk í Júgóslavíu, verði þær ákveðnar, en það veltur á því að Kosovo-Albanir fallist á frið- arsamkomulag en Serbar ekki. Um 2.000 manns hafa fallið og um 250.000 manns flúið heimili sín í hér- aðinu frá því serbneskar her- og ör- yggissveitir hófu herferð til að ganga milli bols og höfuðs á skæruliðasveit- um aðskilnaðarsinnaðra Kosovo-AIb- ana fyrir einu ári. Svo virtist sem Milan Milutinovic, forseti Serbíu, hefði í gær gefið lítils- háttar eftir í afstöðu sinni gegn því að herlið á vegum NATO færi inn í Kosovo til að fylgja framkvæmd frið- arsamkomulags eftir. Sagði Milutin- ovic mega ræða þátttöku alþjóðlegra hersveita í eftirliti, ef pólitískt sam- komulag næst fyi'st. I því skyni að gera serbneskum stjórnvöldum auðveldara að sætta sig við erlendar hersveitir í Kosovo tefldu Rússar í gær fram þeirri hug- mynd að þeir gætu lagt tO hermenn í alþjóðlega eftirlitssveit, en aðeins með því skilyrði að sú sveit hefði um- boð Sameinuðu þjóðanna og að Belgrad-stjómin óskaði eftir henni. ■ Samningar/23 Hæsta gengi doll- ars gagn- vart evru London. Reuters. GENGI evrunnar, hins nýja Evr- ópugjaldmiðils, náði við upphaf átt- undu vikunnar sem verzlað er með hana á alþjóðlegum gjaldeyrismörk- uðum nýju lágmarki gagnvart Bandaríkjadollar. Eftir að fjármála- ráðherrar og seðlabankastjórar helztu iðnríkja heims, sem hittust um helgina, virtust ekki hafa neitt á móti því að gengi dollarans styrktist enn frekar hækkaði það og hefur nú ekki verið hærra gagnvart japanska jeninu í 2'Æ mánuð. Evran lækkaði niður fyrir 1,10 dollara en var 1,179 í byrjun ársins. Fjármálamarkaðsspekingar sögðu lækkað gengi evrunnar endurspegla þann mun sem væri á skattastefn- unni á evrusvæðinu og í Bandaríkj- unum, þar sem vextir eru hærri. Bretland nálgast EMU Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, mun í dag kynna nýja framkvæmdaáætlun til undirbún- ings aðlögun Bretlands að Efna- hags- og myntbandalagi Evrópu (EMU) og að því er heimildamenn Reuters segja, sem séð hafa áætlun- ina, er í henni gert ráð fyrir að evru- seðlar og -mynt gætu verið komin í umferð á Bretlandseyjum ekki síðar en tveimur árum eftir að farið hefði fram þjóðaratkvæðagreiðsla um þátttöku í myntbandalaginu. ■ Vilja sjá/24 Reuters SVISSNESKIR björgunarsveitarmenn leita fólks sem saknað er eftir snjóflóð við Alpaþorpið Evolene. Snjóflóð í Ölpunum Grenoble, Vín, Zilrich, Bonn. Reuters.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.