Morgunblaðið - 23.02.1999, Side 2

Morgunblaðið - 23.02.1999, Side 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristinn Brauðið vigtað við Tjörnina UM helgina var brauðið vigtað áður en fuglunum var gefíð við Tjörnina en ákveðið hefur verið að fylgjast með fæðugjöfum í febrúar, hversu margir koma og gefa fuglunum og hversu mikið brauð þeir fá. Að sögn Ólafs K. Nielsen líffræðings, sem fylgst hefur með fuglalífínu við Tjörnina, halda brauðgjaf- ir lífínu í grágæsinni yfir vetrarmánuðina en grá- gæs er eina gæsategundin sem hefur hér vetursetu. Nýtt átak í forvörnum fyrir unglinga kynnt í Austurbæjarskóla Skólavinir starfí með unglingum Fyrirmyndin sótt til Svíþjóðar KYNNT var nýtt stuðningskerfi fyr- ir unglinga í Austurbæjarskóla í gær, en verkefnið hefur verið kallað skólavinaverkefni og vísar til sér- stakra skólavina sem starfa með unglingum í skólum og félagsmið- stöðvum. Skólavinaverkefnið, sem er tveggja ára tilraunaverkefni, hófst síðastliðið haust í unglingadeildum Austurbæjar- og Arbæjarskóla og félagsmiðstöðvunum Arseli og Tóna- bæ. Ráðnir hafa verið tveir svokall- aðh- skólavinh- í hvorn skóla og starfa þeir með unglingunum og þá sérstaldega þeim sem standa höllum fæti félags- og námslega. Verkefnið, sem er liður í áætluninni Island án eiturlyfja, er unnið í sam- starfi Fræðslumiðstöðvar, ITR og samstarfsnefndar Reykjavíkurborgar um afbrot og fíkniefnavarnir (SAF). Megintilgangur verkefnisins er að efla ýmiss konar foi’varnir í grunn- skólum og félagsmiðstöðvum eins og t.d. að draga úr neyslu vímuefna, en einnig verðui- unnið gegn skrópi, ein- elti, ofbeldi og afbrotum á meðal unglinga. Guðmundur Sighvatsson, skóla- stjóri Austurbæjarskóla, sagði að skólavinaverkefnið væri það jákvæð- asta sem hann hefði orðið vitni að í forvarnamálum unglinga. Fyrirmjmd skólavinaverkefnisins er sótt til Svíþjóðar en sambærilegt forvarnaverkefni er unnið í flestum grunnskólum þar í landi og hefur skilað góðum árangri, sagði Snjólaug Stefánsdóttir, verkefnisstjóri SAF. Forsvai-smenn verkefnisins í Svíþjóð komu til íslands í maí á síðasta ári og héldu námskeið fyi’ir væntanlega þátttakendur. Verkefnið nýtur ráð- gjafar og handleiðslu sænski-a sér- fræðinga á tilraunatímabilinu. Anna Kristín Sigurðardóttir, hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, sagði að verkefnið yrði metið í lok til- raunatímabilsins og að á grundvelli þess mats yrði tekin ákvörðun um frekara framhald. Leikskólakennarar segja of fáa útskrifast á hverju ári Rúmlega 1.700 vantar í stöður faglærðra TALIÐ er að nú vanti milli 1.700 og 1.800 leikskólakennara til að allar stöður þeirra í leikskólum landsins séu setnar faglærðum. Hlutfall fag- lærðra er því vel innan við 40%, að sögn Bjargar Björnsdóttur, for- manns Félags íslenskra leikskóla- kennara. Hún segir rúmlega 100 leikskólakennara útskrifast á ári hverju og séu þeir alltof fáir. Félag íslenski-a leikskólakennara og faghópur leikskólastjóra gengust fyrir málþingi í síðustu viku þar sem fram kom að starfsmannahald hefði reynst erfitt í mörgum leikskólum að undanfómu. Björg segir að ástandið hafi aldrei verið eins erfitt og nú í vetur, fólk staldri stutt við og ráði sig sjaldnast nema mjög tíma- bundið: „Við heyrum jafnvel sögur af fólki sem fer í mat og kemur bara ekkert aftur!“ Þetta sé í flestum til- vikum ungt fólk sem hverfi í önnur störf um leið og betri bjóðist. Björg Bjömsdóttir telur að nokk- ur hundruð leikskólakennarar séu nú í öðram störfum en í sínu fagi, fólk sem ekki vinni við fagið vegna launakjara. Byrjunarlaun í dag eru um 96 þúsund krónur og segir Björg að ófaglært fólk, sem hafí orðið all- langa starfsreynslu og hafí bætt við sig námskeiðum, sé ekki langt frá byrjunarlaunum leikskólakennara. Kostar 700 þúsund að ráða nýjan starfsmann Er leikskólinn í kreppu? var yfir- skrift málþingsins og segir í ályktun þess að í batnandi árferði séu leik- skólar ekki samkeppnishæfir um leikskólakennara eða aðra starfs- menn hvað varði launakjör. Sífellt sé verið að þjálfa nýliða og fram hafi komið á þinginu að kostnaður við ráðningu og þjálfun nýs starfs- manns væri að meðaltali um 700 þúsund krónur. „Einnig hefur það áhrif að þrengt hefur verið að leikskólum í sumum sveitarfélögum hvað varðar fjár- hagsáætlun og sumaropnanir og setur það starfseminni þrengri skorður hvað varðar starfsmanna- hald. Það er harmað að yfíi’völd leikskóla taki ekki mark á faglegum rökum leikskólastjóra og leikskóla- kennara hvað varðar þessi mál,“ segir í ályktuninni. Einnig lýsa leik- skólakennarar yfir þungum áhyggj- um af því ástandi sem víða hafi skapast og benda á að fyrstu árin í lífi bams hafi mikla þýðingu varð- andi nám og þroska síðar á ævinni. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson KONA var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur eftir harðan árekstur skammt frá Vík í Mýrdal í gær. Búist við fulium bata eftir róluslys PILTUR, sem slasaðist í Vík í Mýrdal í gær er rólukeðja slitnaði, reyndist ekki alvar- lega slasaður, eins og í fyrstu var talið, en hann var fluttur með þyrlu til Reykjavíkur. Vakthafandi læknir á Sjúki-ahúsi Reykjavíkur sagði í gærkvöldi, að pilturinn hefði brákast á hryggjarliðum og yrði til eftirlits á sjúkrahús- inu til morguns, en þá fengi hann að fara heim. Læknirinn sagði að pilturinn myndi ná sér að fullu af meiðslunum. Pilturinn, sem er á 15. ári, var að róla sér á skólalóð Vík- urskóla í Vík í Mýrdal er keðjan slitnaði með þeim af- leiðingum að hann kom illa niður, að sögn lögreglunnar í Vík. Þyrlan til Víkur öðru sinni Var óttast að hann hefði hlotið hryggskaða og því var kallað eftir þyi'lu Landhelgis- gæslunnar til að flytja piltinn undir læknishendur í Reykja- vík. Er óskað var eftir aðstoð þyrlunnar var hún nýlent við Sjúkrahús Reykjavíkur í Fossvogi með konu sem slas- aðist í hörðum árekstri skammt frá Vík. Dræm loðnu- veiði eftir brælutíð LOÐNUSKIPIN voru flest komin á miðin í gær eftir brælu síðustu daga. Nokkur skip vora í gær á veiðum á Lónsbugt, suðaustur af Stokksnesi en afl- inn heldur rýr að sögn Krist- bjarnar Árnasonar, skipstjóra á Sigurði VE. Hann sagði loðn- una dreifða og skipin því að fá lítil köst. Loðnan væri smá og jafnvel smærri en veiðst hefði síðustu vikur. Kristbjörn sagði að vart hefði orðið loðnu á Papagi'unni og menn vonuðust til að fá þar stærri köst og betri loðnu. Líklega færu skipin þangað þegar veðrið skánaði. Nokkur loðnuskip voru í gær á veiðum vestan við Vík í Mýr- dal og var veiði þokkaleg þar í gærkvöldi. Kona flutt með þyrlu í sjúkrahús KONA var flutt með þyrlu Land- helgisgæslunnar til Reykjavíkur í gær eftir harðan árekstur tveggja bifreiða á svonefndri Gatnabrún þar sem ekið er niður í Mýrdalinn af Víkurheiðinni. Að sögn lögreglu virðist árekstur- inn hafa verið harður og bflarnir eru báðir ónýtir. Voru tildrög slyssins þau að ökumaður fór yf- ir á rangan vegarhelming og sá ekki bílinn, sem kom á móti. í annarri bifreiðinni voru fimm manns, þar af þrjú börn, og slasaðist ökumaður hennar. Börnin þrjú og fullorðin kona, sem í bflnum voru, kenndu eymsla og voni flutt í heilsu- gæslustöðina á Vík til aðhlynn- ingar. Ökumaður hinnar bifreið- arinnar var einn á ferð. ►NÝTT hverfi, Salir, er að byrja að rísa í eystri hluta Fífuhvammslands í Kópavogi. Búið er að út- hluta þar um 140 íbúða reit, sem fengið hefur heitið Blásalir. Mika Myllyla tvöfaldur heimsmeistari í göngu/B12 »••••••••••••••••••••••••••< Sigurður Ragnar með tilboð frá Walsall/Bi PtvgnaMiibib nogulcuiar Hetmiti Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.