Morgunblaðið - 23.02.1999, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 23.02.1999, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999 35 í Hnífsdal og víðar á norðanverðum Vestfjörðum um helfflna Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson ins og meðfram honum út í sjó á bak sem flóðið á upptök sín. iust un fa síðustu daga Grimsey hvernig garðarnir hefðu tekið við því. Tómas sagði að óvenjulegt væri að geta skoðað snjóflóð jafn fljótt eftir að það hefði fallið. Oft væri bylur í marga daga eftir að flóð féllu og samgöngur í lamasessi en nú hefði létt upp skömmu eftir að flóðið féll og útlínur flóðsins og brotlína sæjust greinilega. Olafur Helgi Kjartansson, sýslumað- ur á ísafírði, sagði þegar hann skoðaði aðstæður á Flateyri í gær að snjóflóðið virtist stærra en hann hefði búist við, ekki síst skriðlengdin. „Ég hef trölla- trú á Veðurstofunni og veit að varnar- garðarnir eru gerðir samkvæmt bestu manna yfirsýn. Hins vegar er gott að vita að útreikningarnir voru réttir,“ sagði hann. Svínvirka! Það fólk sem blaðamenn hittu á Flateyi-i var ánægt með að fá staðfest- ingu á að garðamir virkuðu. „Við vor- SÝSLUMAÐUR skoðar ummerkin, f.v. Önundur Jónsson yfirlögreglu- þjónn, Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður, Jón Egill Egilsson og Tómas Jóhannesson snjóflóðasérfræðingar Veðurstofu íslands. ÞORBJÖRG Sigþórsdóttir og Sigurður Hafberg, íbúar við Ólafstún. Skolla hvilft' Sólbakki Snjóflóðið sem féll á Flateyri upp úr hádegi á sunnudag FLATEYRI 0 100 200 300 400 500 m um búin að óska eftir því að fá þetta próf. Það kemur á fyrsta vetri og garð- arnir svínvirka eins og krakkarnir segja. Fyrst það heppnaðist ríkir gleði,“ sagði Magnea Guðmundsdóttir, fyrrverandi oddviti. Hún sagði að and- inn á staðnum hefði breyst. „Það er allt annað að leggjast á koddann á kvöldin en áður var.“ „Ég var að moka snjó niðri á bryggju þegar Páll Önundarson kom og sagði mér að það hefði fallið snjó- flóð. Við fórum að skoða og það var greinilega nýfallið," sagði Trausti Bjarnason sem fyi'stur tilkynnti um snjóflóðið. Klukkan var um hálf þrjú á sunnudag þegar þeir félagar fóra upp á flóðið og áætlar Trausti að það hafí fallið um klukkan tvö. Um þetta leyti létti til og snjóflóðið blasti við. Fjöldi Flateyringa fór að skoða verksum- merkin. Trausti telur að snjóflóðið sé meira en helmingi minna en flóðið 1995. „Flóðið stefndi í áttina að þorp- inu en garðarnir beindu því frá. Það er gleðilegt að sjá varnargarðana virka,“ sagði hann. Börnin höfðu áhyggjur „Ég hef alltaf haft trú á þessum görðum og sannfærðist ennþá meira á sunnudaginn þótt flóðið hafi ekki verið stórt,“ sagði Sigurður Hafberg, íbúi við Ólafstún, götuna sem er neðan við snjóflóðagai'ðana. Sigurður og kona hans, Þorbjöi'g Sigþórsdóttir, eiga hús niðri á Eyri en leigja eitt af húsunum sem Ofanflóðasjóður keypti við Ólafs- tún. Þau hafa tröllatrú á staðnum, segja hvergi betra að búa, og í gær gerðu þau tilboð í húsið við Olafstún. Aður hafði Sigurður keypt sex íbúða blokk á svæðinu af Húsnæðisstofnun ríkisins. I gær voru opnuð tilboð í fjög- ur hús, af alls sjö svokölluðum upp- kaupahúsum á staðnum. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson HÖGNI Sigurþórsson og Kristrún Lind Birgisdóttir, kennarar við grunnskólann á Flateyri, ásamt einum nemanda sínum, Hrefnu Hrund Ólafsdóttur. veturinn. Til vinstri á myndinni er olíutankur og fleira sem flóðið bar með sér niður á milli húsanna. Morgunblaðið/Páll Önundarson FLATEYRINGAR fjölmenntu að snjóflóðinu á sunnudag, til að skoða stærð þess og áhrif garðanna. „Það var notaleg tilfmning að sjá hvað garðarnir taka mikið magn, þeir gnæfa yfir það sem féll í gær. Ég hefði þó viljað fá stærra flóð til að reyna ennþá betur á varnirnar, það kemur seipna,“ sagði Sigurður. í grunnskólanum á Flateyri hófst umræða um snjóflóðin og varnargarð- ana þegar börnin mættu í skólann í gærmorgun. Ki'istrún Lind Birgis- dóttir kennari sagði að tveir nemendur úr efstu bekkjunum hefðu komið í skólann með þær upplýsingar úr frétt- um frá því í fyrradag að snjóflóðið hefði verið of lítið til þess að reyna verulega á garðana. Fór Kristrún með nemendur tveggja efstu bekkja skól- ann að snjóflóðinu til að skoða aðstæð- ur og ræða málin. „Niðurstaða af þess- ari skoðun okkar var sú að garðarnir gerðu sitt gagn. Krakkarnir töldu reynai' að þeir myndu duga þótt flóðið yrði fjórum sinnum stærra," sagði Kristrún. Áhrif á umræðuna víðar Þorleifur Pálsson, bæjai'ritari Isa- fjai’ðarbæjai', sagði að vafalaust hefðu allir íbúar Flateyrar beðið eftii' snjó- flóði til að reyna á garðana, þótt fáir hafi haft á því orð. „Menn eru því óskaplega fegnir að fá snjóflóðið,“ sagði hann. „Það þurfti einhverja reynslu á gai'ðana og sérfræðingar geta nú metið það hvort þeir þola miklu stærai flóð. Allavega hefur sýnt sig að það er ekki nauðsynlegt að rýma nema í einstaka veðrum, þótt menn verði áfram að halda vöku sinni.“ Snjóflóð féllu einnig í Hnífsdal, í Bol- ungarvík og víðar á norðanverðum Vestfjörðum. Flóðin á Flateyri og Hnífsdal vora þau einu í nágrenni við þéttbýli. Snjóflóðin sem féllu úr Búðai'- gili og Traðargili í Hnífsdal féllu að grunnum efstu húsanna í hverfi sem Ofanflóðasjóður hefur keypt en tvö efstu húsin hafa verið flutt í burtu og ekki er búið í neinum húsum hverfisins yfir veturinn. Einnig féll flóð að hest- húsahverfi ísfirðinga. Lítilsháttar skemmdir urðu á húsum og lauslegum hlutum á svæðinu. Ólafur Helgi Kjartansson sýslumað- ur sagði að snjóflóðin um helgina sönn- uðu að þær aðgerðir sem gi-ipið var til á Flateyri og í Hnífsdal hafi verið rétt- ar. Hann sagði að viðbúnaður Al- mannavarna hefði virkað og greinilegt að vinna að þessum málum frá snjó- flóðunum 1995 hefði skilað árangri. „Ég hygg að þetta hafi jákvæð áhrif á íbúana. Fólk sér að það er hægt að verja byggð og atburðirnir muni því hafa áhrif á varnir annars staðar á landinu,“ sagði sýslumaður. Unnið er að undirbúningi mikilla snjóflóðavarna í Bolungarvík og við Seljalandshverfi á ísafirði og á báðum stöðum hafa verið skiptar skoðanir um framkvæmdirnar. I gærkvöldi vora hugmyndir um snjóflóðavamaskurð of- an við byggð í Bolungarvík kynntar íbúunum og snjóflóðavarnargarður í Seljalandshlíð er í umhverfismati. Þor- leifur Pálsson, bæjarritari á ísafirði, taldi líklegt að snjóflóðið á Flateyri yrði til þess að eyða efasemdum sumra þeirra sem ekki hafa haft trú á snjó- flóðavarnargörðum. „Við höfum að minnsta kosti sönnun fyrir því að rétt hannaðir garðar hafa gildi.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.