Morgunblaðið - 23.02.1999, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ
^40 ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999
UMRÆÐAN
Tryggingafélögin spara
! á kostnað launafólks
EINS OG alkunna
er olli setning skaða-
bótalaga á árinu 1993
miklum vonbrigðum og
kallaði á hörð viðbrögð
lærðra og leikra. Skv.
lögunum voru tjónþol-
um langt í frá tryggðar
fullar skaðabætur
vegna líkamstjóna og
tryggingafélögin högn-
' uðust ótæpilega.
Nokkur bót var gerð í
kjölfar baráttu Jóns
Steinars Gunnlaugs-
sonar hrl. og bætur
hækkaðar. Nú er enn
verið að lagfæra og
hækka bætur sem er
gott mál, en böggull fylgir skamm-
rifi.
Ráðist á lífeyrissjóðina og
sjúkrasjóðina
Samstöðu og samtryggingasjóðir
launafólks eiga að borga brúsann
því réttindi í þessum sjóðum eiga að
koma til lækkunar skaðabótum sem
ekki er skv. gildandi lögum. Frá
skaðabótum launafólks skal draga
60% af örorkubótum lífeyrissjóð-
anna. Að teknu tilliti til skatta nem-
ur frádrátturinn 40% af eingreiðslu-
verðmæti þein-a. í meðförum alls-
herjarnefndar Alþingis
er því síðan bætt við að
60% af bótum lífeyris-
sjóðanna vegna tíma-
bundinnar örorku og
allar bætur sjúkrasjóða
verkalýðsfélaganna
skuli koma til frádrátt-
ar skaðabótum launa-
fólks vegna tímabund-
innar örorku.
Er verkalýðshreyf-
ingin á móti því að
skaðabætur verði
hækkaðar?
Svo er ekki vegna
þess, að það er brýnt
að hækka skaðabætur
og þá sérstaklega til láglaunafólks.
Það er hins vegar fásinna að láta
sér detta það í hug að fjármagna
þessar hækkanir með sparnaði
launafólks og hegna launafólki
þannig fyrir forsjálni sína og sparn-
að í samtryggingasjóðunum.
Dæmi um lækkun skaðabóta og
sparnað tryggingafélaganna
Gefum okkur að 28 ára iðnaðar-
maður með tvö börn á framfæri
verði fyrir bótaskyldu slysi og hljóti
af því 100% varanlega örorku. Hann
hefur verið félagi í Sameinaða líf-
Skaðabótalög
Það er fásinna að láta
sér detta það í hug að
fjármagna þessar
hækkanir, segir
Magnús M. Norðdahl,
með sparnaði launa-
fólks og hegna launa-
fólki þannig fyrir for-
sjálni sína og sparnað í
samtryggingasj óðum.
eyrissjóðnum í 11 ár og á þar 24,959
stig. Eftir að stigin hafa verið fram-
reiknuð er reiknaður örorkulífeyrir
hans kr. 86.032.00 á mánuði í 39 ár
(þennan útreikning örorkulífeyiis
er að finna á heimasíðu Sameinaða
lífeyrissjóðsins httpái'www.lifeyr-
ir.rl.is). Eingreiðsluverðmæti þessa
lífeyris miðað við 4,5% ársávöxtun
eru kr. 19.092.850.00. Skv. nýja
frumvarpinu lækka skaðabætur
hins slasaða launamanns um kr.
7.637.140.00 vegna þessara réttinda
hans í Sameinaða lífeyrissjóðnum.
Magnús M.
Norðdahl
Dramb er falli næst
Útgerðarmaðurinn
Magnús Kristinsson í
Vestmannaeyjum held-
ur því fram í blaðagrein
nýlega að þingmenn
bregðist óttaslegnir við
kröfum krókabátasjó-
manna í nýsettum lög-
um og flytji aflaheimild-
ir frá aflamarksflotan-
um til sérvalinna króka-
báta. Bendir Magnús á
að landvinnslunni verði
ekki haldið gangandi
með því að gera út smá-
báta og að daglegar
þarfir landvinnslunnar
virðist léttvægar í hug-
um þingmanna. Vissu-
-■* lega hefur það verið svo á undan-
förnum árum að aflaheimildir hafa
flust frá kvótakerfinu til krókabáta,
líklega um 30 þúsund tonn af þorski.
Ekki ætla ég að bera á móti því né
heldur að það hafi endilega verið svo
slæmt, en umfjöllun um þá þróun
verður að bíða þar til síðar. En hitt
er ekki rétt að þessu sinni hafi verið
um tilflutning á aflaheimildum að
ræða, það hef ég borið til baka í fyrri
grein minni í Morgunblaðinu.
Smábátaveiðar
af nauðsyn
Hitt er líka rétt að það dugar ekki
að gera út smábáta í rysjóttri vetrar-
tíð, landvinnslan þarf meira öryggi í
—' öflun hráefnis. Það þekkja Vestfirð-
ingar betur en margir aðrir. En eitt
er hvað þarf og annað hvað menn
geta. í öllum þorpum á Vestfjörðum
hafa menn mátt horfa upp á það und-
anfarinn áratug, sem fyrst og fremst
hefur einkennst af niðurskurði í
þorskveiðum og frjálsu framsali
veiðiheimilda, að fyrirtæki sem voru
máttarstólpar í atvinnulífi fóru á
hausinn eða neyddust til þess að
selja skip og kvóta. Útgerð á þessu
veðurharðasta svæði landsins hefur í
vaxandi mæli farið ofan í smábáta.
Báta sem til skamms tíma voru sett-
-.~’ir upp á kamb á haustin og ekki
hreyfðir fyrr en eftir páska. Það er
ekki af því að Vestfirðingar vildu
það, heldur af því að þeir höfðu ekki
efni á öðru. Til skamms tíma voru
smábátaveiðar utan við kvótakerfið
og þar þurfti ekki að kaupa veiði-
heimildir. Þess vegna gátu framtaks-
samir menn á Vestfjörðum hafið út-
,gerð þótt félitlir væru. Þeir þurftu
ekki að kaupa kvótann
af Magnúsunum í
kvótakerfinu. Árið 1997
veiddu smábátar tæp-
lega helminginn af
þeim þorski sem vest-
firsk skip veiddu. Með
þessu er ég ekki að
gera lítið úr hlut afla-
marksskipa eða þýð-
ingu þeirra fyrir vest-
firskt atvinnulíf. En
það er bara staðreynd
að ef ekki hefði komið
til stóraukin smábáta-
útgerð á síðustu árum
hefði orðið algert hrun
á Vestfjörðum. Það er
tómt mál að tala um að
vestfirskar byggðir styrki sig á nýj-
an leik með þeim leikreglum sem nú
gilda, með því að kaupa kvótann á
því verði sem Magnús vill selja. Það
eru ekki viðskipti heldur nauðung.
Það eru ekki viðskipti sem báðir aðil-
ar hagnast á heldur arðrán seljanda.
Svo beygðir eru Vestfirðingar enn
ekki orðnir að þeir telji rétt að borga
skatt til Vestmannaeyja fyrir réttinn
til að róa út í Eldingar. Útgerðar-
menn eiga að gera út á fiskveiðar en
ekki arðrán. Þess vegna þarf að end-
urskoða lögin um stjórn fiskveiða.
Og það verður gert og tryggast að
það verði undir forystu Framsóknar-
flokksins.
Landvinnslan í Eyjum
En það var þetta með landvinnsl-
una sem Magnús ber svo fyrir
brjósti. Daginn eftir að grein Magn-
úsar birtist í Morgunblaðinu mátti
lesa á baksíðu Mbl. að útgerðarfyrir-
tækið Bergur-Huginn í Vestmanna-
eyjum hefði stefnt sjávarútvegsráð-
herra og krafist bóta fyrir skerðingu
á aflaheimildum skipsins Smáey VE.
Fram kemur að aflaheimildir hafi
verið skertar um 2700 tonn frá árinu
1985 vegna þess að útgerðarmaður
skipsins ákvað að selja aflann til út-
landa, samtals um 13.000 tonn af
fiski. Umrætt ákvæði I lögunum var
sett til þess að beina afla íslenskra
skipa til vinnslu innanlands. Með
hagsmuni landvinnslunnar í huga.
Útgerðarmaðurinn segir í viðtali við
Mbl. að þessi skerðing sé óþolandi
mismunun. Mönnum sé mismunað
eftir því hver kaupi af þeim fiskinn.
Útgerðarmaðurinn er greinilega á
móti því að íslenskur fiskkaupandi
Kvótakerfi
Það er tómt mál að tala
um, segir Kristinn H.
Gunnarsson, að vest-
fírskar byggðir styrki
sig á nýjan leik með
þeim leikreglum sem
nú gilda.
fái fiskinn frekar en útlenskur. Hann
er greinilega á móti því að verkafólk
hér á landi fái vinnu við fiskvinnslu
frekar en verkafólk erlendis. Þessi
útgerðarmaður heitir Magnús Krist-
insson. Sami maður og daginn áður
skammaði þingmenn fyrir að grafa
undan landvinnslunni með því að
færa aflaheimildfr frá aflamarksbát-
um til krókabáta.
Ibúaþróun á Vestfjöi'ðum
Að lokum það sem Magnús segir
um tilflutning á kvóta. Hann sé ekki
orsök þess að fólki fækkar á Vest-
fjörðum, heldur fari íslenska vinnu-
aflið þótt fiskurinn sé til staðar.
Þessi staðhæfing er alveg fráleit.
Fólksfækkun og undanhald í at-
vinnulífinu hefur farið saman og
mun gera áfram. Fjölgun er líka ná-
tengd framförum í atvinnulífinu.
Það er barnaskapur að halda að það
að hafa kvóta tryggi bjarta framtíð,
við vitum að það þarf fleira til. En
sjávarútvegur er algjör undirstaða
atvinnulífs á Vestfjörðum og án
veiðiheimilda geta Vestfirðir ekki
náð sér á strik á nýjan leik. Fram-
farir þar verða að byggjast á því að
nýta þá auðlindina sem er við bæj-
ardyrnar og er ástæða þess að fólk
býr á Vestfjörðum, þá kemur annað
á eftir. Verðið á veiðiheimildunum
er orðið svo hátt að engin leið er að
reka útgerð og borga það sem upp
er sett. Þess vegna eiga útgerðar-
staðfr sem misst hafa kvótann sér
ekki viðreisnar von í óbreyttu kerfi.
Það er skynsamlegast fyrir útgerð-
armennina að beita sér fyrir úrbót-
um á þessu sviði áður en kerfið
springur framan í þá. Hollt er að
hafa í huga máltækið að dramb er
falli næst.
Höfundur er alþingismnður.
Kristinn H.
Gunnarsson
Með öðrum orðum þá eru trygg-
ingafélaginu spöruð útgjöld upp á
hátt í átta milljónir og áhætta þess
færð yfir á Sameinaða lífeyrissjóð-
inn og eigin sparnað þessa iðnaðar-
manns og félaga hans í Sameinaða
lífeyrissjóðnum. Þannig er gi'afið
undan hlutverki lífeyrissjóðanna og
samtryggingu launafólks.
Gagnrökin
Með nýjum lögum um lífeyrissjóði
var öllum gert skylt að eiga aðild að
lífeyrissjóði og þess vegna megi
halda því fram að þessi breyting
lendi ekkert frekar á launafólki en
öðrum. Svo er ekki. Það er einungis
hjá launafólki sem iðgjöldin til lífeyr-
issjóðanna eni hluti umsaminna
launa og einungis hjá launafólki voru
iðgjöldin keypt fyrir kauphækkanir.
Lög um lífeyrissjóði breyta ekki
þessari grundvaliarstaðreynd.
í greinargerð frumvarpshöfunda
segir að 6% hluti atvinnurekanda til
lífeyrissjóðs myndi tryggingu keypta
af þriðja manni og þess vegna komi
hún til frádráttar bótum eins og aðr-
ar slíkar meðan 4% hluti launafólks
myndi tryggingu keypta af launa-
manni sjálfum og komi því ekki til
frádráttar. Hljómar skynsamlega en
í þessum rökum opinberast van-
þekking frumvai’pshöfunda á tilurð
og eðli lífeyrissjóðanna. Allt iðgjald-
ið, 10%, erhluti kjarasamningsbund-
inna Iauna og engu skiptir hvort at-
vinnurekandinn skilar hluta þess eða
ekki. A iðgjaldahlutunum er enginn
eðlismunur og allt iðgjaldið myndar
sparnað sem launafólk á og þann
spamað á ekki að nota til þess að
hygla tryggingafélögunum á kostnað
launafólks.
Onnur rök eru þau að tekið hafí
verið tillit til bóta lífeyrisjóðanna
fyrir gildistöku laganna 1993. Þessi
rök halda ekki. I fyrsta lagi var
mikill vafi á því hvort og þá hve
mikið tillit var tekið til lífeyrisrétt-
inda fyrir gildistöku laganna frá
1993. Einungis er hægt að byggja á
óljósu orðalagi Hæstaréttar í
nokkrum dómum og engri reglu.
Nýja frumvarpið felur í sér þá
óhagganlegu reglu að 40% lífeyris-
réttinda skuli alltaf koma til frá-
dráttar sem gengur miklu lengra en
hægt er að réttlæta með vísan til
dóma Hæstaréttar. Frumvarpið er
því enginn stóri sannleikur í lög-
fræði eða kjarabót fyrir launafólk
sem slasast heldur málamiðlun um
að létta réttmætri hækkun skaða-
bóta af tryggingafélögunum yfir á
sparnað launafólks. Þessi nýja regla
er vafasamt nýmæli og felur í sér
dæmafáan hroka gagnvart launa-
fólki og eignaupptöku á lífeyris-
sparnaði þess. Það kemur og ber-
lega í ljós hvaða hagsmuna var gætt
við samningu frumvarpsins þegar
skoðað er hverjir voru kvaddir til
ráðgjafar frumvarpshöfundum en
það voru fulltrúar tryggingafélag-
anna, Vátryggingaeftirlitsins og
VSÍ. Eigendur lífeyrissjóðanna
voru ekki spurðir enda „fórnar-
lömbin“ yfirleitt ekki leidd til ráðu-
neytis um eigin fórn þegar í hlut
eiga hagsmunir launafólks.
Höggnir þeir er hlífa skyldi
Lokarök þeirra sem tjáð hafa sig
um málið eru síðan þau að tiltölu-
lega fáir þurfi að sæta lækkun
skaðabóta vegna lífeyrisréttinda
sinna og þar sem frumvarpið feli í
sér svo miklar réttarbætur sé
ásættanlegt að fórna hagsmunum
þeirra og veita frumvarpinu braut-
argengi. Þessu er ég hjartanlega
ósammála. Kjör örorkulífeyrisþega
á Islandi eru með þeim verstu sem
þekkjast í þeim löndum sem við
helst viljum bera okkur saman við
og fátækt regla frekar en undan-
tekning. Þeir tekjulægstu, sem jafn-
framt fá lægstu skaðabæturnar ef
þeir verða fyrir slysum, bindast
samtökum í samtryggingasjóðum
verkalýðshreyfingarinnar til þess
að gæta hver annars. Þessi sam-
staða hefur frá upphafi verið kjarn-
inn í starfi verkalýðshreyfingarinn-
ar og sjóða hennar og þessa sjóði á
verkalýðshreyfíngin. Þar taka hinir
mörgu sig saman um að gæta hinna
fáu. Þetta er kjarni málsins og um
þessa hagsmuni viljum við standa
vörð og mótmælum þegar á þá er
ráðist.
► Meira á Netinu
Höfundur er héraðsdómslögmaður
og lögfræðingur ASI.
Yfírgangur í málefnum
Stúdentablaðsins
Dyslexíufélagið, fé-
lag stúdenta við Há-
skóla Islands með dys-
lexíu, og Vaka fls.
stóðu nýverið fyrir
styrktarátaki fyrir
nemendur með dyslex-
íu. Hófst átakið með
skemmtikvöldi í Þjóð-
leikhúskjallaranum 18.
febrúar sl. þar sem
þeir listamenn sem
fram komu gáfu vinnu
sína og aðgangseyrir
rann óskertur í hljóð-
bókasjóð. Fréttatil-
kynning um kvöldið
var send til fjölmiðla Friðjón R.
sem tóku málaleitan Friðjónsson
okkar vel. Alls staðar birtist umfjöll-
un um styrktarátakið nema í Stúd-
entablaðinu, blaði allra stúdenta. Olli
Stúdentaráð
Eigí skoðanir stúdenta
ekki upp á pallborðið
✓
hjá forustu SHI, segja
þau Tinna Trausta-
ddttir og Friðjón R.
Friðjdnsson, fá þeir
ekki birt innsent efni.
það okkur miklum vonbrigðum þar
sem Stúdentablaðið kom út daginn
fyrir umrætt kvöld og er mikilvægur
vettvangur til þess að koma upplýs-
ingum á framfæri við stúdenta.
Kvaðst ritstjóri Stúdentablaðsins
hafa verið búinn að koma fréttatil-
kynningunni að í blaðinu en „þurft að
henda út vegna pólitísks efnis sem
hafi orðið að vera í blaðinu“.
Tinna
Traustadóttir
Það pólitíska efni sem birtist í
blaðinu var ekki einungis hefðbund-
in umfjöllun vegna kosninga heldur
einnig ómerkilegar hnýtingar í garð
þeirra sem voga sér að hafa aðra
skoðun en hin alvitra forysta Stúd-
entaráðs Háskóla íslands. Ofsókn-
arbrjálæði forystu Röskvu er á svo
háu stigi að þau virðast telja öll slög
og myndir til að tryggja að Röskva
fái jafnt og hvej' sem gagnrýnir
störf stjórnar SHÍ.
Af eigin raun höfum við kynnst
því að eigi skoðanfr stúdenta ekki
upp á pallborðið hjá forystu SHÍ
fær viðkomandi ekki birt innsent
efni í Stúdentablaðinu. Er það
vegna þessa skapgerðarbrests for-
ystu SHI að upplýsingar varðandi
styrktarkvöldið komust ekki á
framfæri í blaði allra stúdenta.
Þannig grófu forystumenn Röskvu
undan átaki til að_ bæta hag stúd-
enta við Háskóla Islands sem eiga
við sértæka námsörðugleika að
stríða.
Höfundar eiga sæti í framkvæmda-
stjórn átaksins f.h. Vöku fls.