Morgunblaðið - 23.02.1999, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 23.02.1999, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999 55 BRÉF TIL BLAÐSINS KIRKJUSTARF Grafarþögn Frá Guðmundi Guðmundarsyni: ÞAÐ ER staðreynd að í mörg ár hef- ur „gáfumannafélagið" í Háskólan- um svarist í fóstbræðralag: „Aldrei að svara gagnrýni!“ Þeir telja sig að sjálfsögðu hafna yfir slíkt! Það vekur furðu hve fjölmiðlamenn hafa látið þessa tregðu yfir sig ganga. Eru menn e.t.v. hræddir við þessa „klíku“ þagnarinnar? Sái-alítið hefir verið rætt um hina hrikalegu afsiðun í skólakerfinu, allt frá valdatímum hinna rauðu og róttæku í menntamálaráðuneytinu og vissum deildum Háskólans. Ragnheiður Briem upplýsti í merkri grein: „Börnin eiga erfitt með að tjá sig á móðurmálinu, orðaforðinn er svo rýr. Góðmennsk- an er á villigötum, að nemendur skuli færðir á milli bekkja, hvort sem þeir ná prófum eða ekki. Blöndun í bekkjum átti að tryggja gagnkvæm- an skilning en einelti og andfélagsleg hegðun hefur aukist.“ Grafarþögn látin ríkja um þessa alvarlegu ádrepu, þessa hrikalegu uppljóstrun! Helga Sigurjónsdóttir hefir mjög mörg undanfarin ár og er enn í dag að ræða um „nýskólastefnu" hinna róttæku, sem hófst með því að kennslubækur voru falsaðar, menn- ingartengsl rofin við hinar þjóðlegu hefðir „föndur í stað náms“! Samtím- is var lagt bann við að börnin væru látin læra utanað fógur ættjarðar- ljóð, of mikið álag! Grafarþögn fyrirskipuð um allar framangreindai’ ádrepur! Ofsatrúin á mai’xismann olli hér eins konar „kransæðastíflu" í menntakerfinu, sem alls ekki hefir verið reynt að lækna, enda er nú svo komið að kennai-ar í grunnskólum virðast vera í eins konar „gíslingu" hjá uppivöðslusömum óróaseggjum (og þeir á stundum studdir af for- eldrum!). Sem betur fer hrikti rækilega í stoðum hámenningarinnar nýlega. Hinn óumdeildi og fjölhæfi listamað- ur Hallgrímur Helgason lýsti því réttilega yfir að orðið „ljóð“ væri nú gjörsamlega merkingarlaust, vegna misþyrminga! Jafnframt býsnaðist hann yfir „ljóðum“ nokkurra sam- tímaskálda sem hann taldi efnisrýra lausmálstexta, sem að ástæðulausu hefði verið skipt í ljóðlínur! Með þessari yfirlýsingu Hallgi’íms var eins og menningai’-„klíkan“ væri slegin utanundir með blautum klút. Tími til kominn! Ég vil aðeins bæta því við að verð- launanefndir um ljóðagerð hafa í mörg ár verið skipaðar eins konar „prósa-greifum“, sem oftar en ekki úthluta „kollegum" sínum heið- ursverðlaunum af ýmsu tilefni. Oft fyrir prósarugl, sem erfitt eða ómögulegt er að skilja. Geri einhver athugasemd við slíka úthlutun: Graf- arþögn! Hina fyrirferðarmiklu byltingu atómkveðskaparins virðist vera að daga uppi í formleysisrugli, sem lít- inn áhuga vekur. Þannig er nú komið fyi’h’ þessari innfluttu eftiröpun í ljóðagerð, þessai’i þynnkulegu form- byltingu. Orðið „nútímaljóð“ vh’ðist vera ný útsetning á orðinu prósi, til að reyna að villa um fyrir fólki. Prósinn er að mestu leyti sambandslaus við þjóðina. Þetta er bláköld staðreynd, enda kunna sjálf prósaskáldin yfir- leitt ekki utanað eitt einasta ljóð sitt séu þau beðin að flytja sýnishorn. Það hlýtur að fara að koma að því að nútíðarljóðskáld fari alvarlega að íhuga og nýta sér með ýmsum hætti okkar dýrmætu arfleifð í ljóðagerð, ef þau hafa hug á að vera í nánu sambandi við þjóðina. í von um batnandi tíð með blóm í haga! GUÐMUNDUR GUÐMUNDARSON, Lynghaga 22, Reykjavík. Þingsæti og launakjör Frá Einari Kristinssyni: BERUM saman mannfjölda hér á Fróni og í Bandaríkjum Norður- Ameríku. Þetta hlutfall er einn á móti þúsund. Þeir hafa liðlega fimm hundnið manna þing svo okkur ætti að duga einn þingmaður í hálfu starfi. Við gætum a.m.k. fækkað þeim í sama hlutfalli og bankastjór- um Landsbankans var fækkað á síðasta ári með góðum árangri. Það er fækkun í einn þriðja eða 21 þing- mann. Nú tala ýmsh’ um að bráðnauðsyn- legt sé að hækka þingfararlaunin svo hæfir menn fáist til að sinna þing- mennsku. Ég vil eindregið vara við þessu enda er þingmennska að verða kvennastarf og á þar með að vera láglaunastarf. Ég skil ekki hvers vegna það er áríðandi að hækka laun þingmanna meðan ástandið er þannig að ásóknin í þingsæti er margföld miðuð við framboð þingsæta. Það er jafnvel svo að sumir flokkar og frambjóðendur hirða ekki um að hafa nokkurt stefn- umál eða framtíðarsýn heldur snýst allt um að ti-yggja sér öruggt þingsæti. Við þessar aðstæður er eðlilegi’a að lækka þingmannslaunin jafnvel að láta þá borga með sér fyrst svona margir vilja komast í starfið. Vilji menn hafa í heiðri lögmálið um framboð og eftirspurn sýnist eðlilegt að lækka laun í þeim störfum sem mikil ásókn er í en það eru fyrst og fremst alls konar stjórnunarstörf, en hækka laun í þeim starfsgreinum sem erfitt er að manna. Má þar nefna heilbrigðisstéttir og kennai-a. Réttast er að gera landið að einu kjördæmi, fækka þingmönnum verulega, lækka laun þeh-ra og afnema fríðindin með öllu. Það er ekki fjöldi þingmanna sem skiptir máli heldur gæði þeirra. EINAR KRISTINSSON, Funafold 43, Reykjavík. Safnaðarstarf Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs- hópa kl. 10-14. Léttur hádegisverð- ur. Samverustund foreldi-a ungra bama kl. 14-16. Fundur í æskulýðs- félaginu kl. 20. Bústaðakirkja. Æskulýðsstarf kl. 20.30. Dómkirkjan. Barnastarf fyrfr 6-9 ára börn kl. 10.15 og kl. 14.15 í safnaðarheimilinu. Grensáskirkja. Kyn’ðarstund kl. 12.10. Orgelleikur, ritningalestur, altarisganga, fyrh’bænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Hallgrímskirkja. Fyrirbænag- uðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrfr sjúkum. Passíusálmalestur og orgel- leikur kl. 12.15. Æskulýðsfélagið Ork (yngri deild) kl. 20. Háteigskirkja. Starf fyrir 6-9 ára börn kl. 17. Langholtskirkja. Passíusálmalestur og bænastund kl. 18. Laugarneskirkja. Fullorðinsfræðsla kl. 20. „Þriðjudagur með Þorvaldi" kl. 21. Lofgjörðarstund. Oháði söfhuðurinn. Föstumessa kl. 20.30. Helga Sturlaugsdóttir guðfræðinemi prédikar. Kaffi og biblíu- lestur út fi-á 20. Passíusálmi í safnað- arheimili að lokinni guðsþjónustu. Seltjarnarneskirkja. Foreldramorg- unn kl. 10-12. Passíusálmalestur k. 12.30. Æskulýðsstarf fyi’ir 8. og 9. bekk kl. 20-22. Árbæjarkirkja. Foreldramorgnar í safnaðarheimilinu kl. 10-12. Breiðholtskirkja. Bænag- uðsþjónusta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sókn- arprests í viðtalstímum hans. Digraneskirkja. Æskulýðsstarf kl. 20 á vegum KFUM & K og Digra- neskirkju. Fella- og Hólakirkja. Starf fýrir 9-10 ára stúlkur kl. 17.30. Æskulýðsstarf fyrir 8. bekk kl. 20.30. Grafarvogskirkja. Eldri borgarar, opið hús kl. 13.30-15.30. Helgistund, spilað, sungið, handavinna og kaffi- veitingar. Æskulýðsstarf fyinr 8. bekk kl. 20-22 í kfrkjunni. KFUM fyrir drengi 9-12 ára kl. 17.30-18.30. „Kirkjukrakkar" í Rimaskóla fyrir börn 7-9 ára kl. 17-18. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Prédikunarklúbbur presta kl. 9.15 í umsjá dr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar. Kópavogskirkja. Mæðramorgunn í safnaðarheimilinu Borgum í dag kl. 10-12. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 7-9 ára börn frá kl. 17-18.30 í safnaðarheimilinu, Linnetsstíg 6. Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir 8-9 ára börn kl. 17-18.30. Aftansöngur og fyrirbænir kl. 18.30. Hafnarfjarðarkirkja. TTT starf fyrir 10-12 ára kl. 17-18.30 í Vonarhöfn Strandbergs. Kristin íhugun í Stafni, Kapellu Strandbergs, kl. 21.30-22. Heimsborgin - Rómverjabréfið, lest- ur í Vonarhöfn kl. 18.30-20. Grindavíkurkirkja. Foreldramorg- unn kl. 10-12. Borgarneskirkja. Mömmumorgunn í safnaðarheimilinu milli kl. 10 og 12. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.30. Hvammstangakirkja. Foreldramorg- unn kl. 10-12 á prestssetrinu. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 16-17 kirkjuprakkarar (7-9 ára) í safnaðarheimilinu. Skemmtileg stund. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 að Hlíðasmára 5. Allfr vel- komnh’. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía. Sam- vera á vegum systrafélagsins kl. 20. Elín Pétursdóttir flytur hugleiðingu. Allar konur hjartanlega velkomnar. Lágafellskirkja. Æskulýðsstai’f fermingarbarna á miðvikudögum kl. 20. Umsjón Sigurður Rúnar Ragn- arsson. KFUM og KFUK v/Holtaveg. Hádegisverðarfundur verður á morgun, miðvikudag, í aðalstöðvum KFUM og KFUK við Holtaveg kl. 12.10. Efni: Vakning á Vesturlandi. Haraldur Guðjónsson segir frá. Áhugasamir hvattir til að fjölmenna. Allir velkomnir. Háskólakapellan. Þemavika guðfræðideildar ‘99. Rektor Háskóla Islands, dr. Páll Skúlason, fjallar um efnið: Háskólinn og kirkjan, vísindin og trúin, kl. 10.15. Allir velkomnir. Bahá’í-samfélagið í Hafnarfirði býð- ur alla velkomna á kynningu á ba- há’í-trú á efri hæð Gúttó v/Suður- götu í kvöld kl. 20.30. EVO-STIK| TRELIM \ ÁRVÍK ÁRMÚLA1 • SÍMI 568 7222 • FAX 568 7295 Aðalfundur Aðalfundur Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hf. vegna starfsársins 1998 verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu Da sk þann 9. mars n.k. og hefst kl. 14.00. 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. 2. Tillaga um kaup félagsins á eigin hlut skv. 55 gr. hlutafélagalaga. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar lillögur og ársreikningur félagsins ásamt skýrslu stjórnar og endurskoðenda munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis 7 dögum fyrir aðalfundinn. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent við upphaf fundarins. Stjórn Sölujniðstóðvar hraðfrystíhúsanna hf. SÖLUMIÐSTÓÐ HRAÐFRYSTIHÚSANNA HF BESTA MYN DIN BESTl LEI KSTjÓRI THIN RED LINE I 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.