Morgunblaðið - 23.02.1999, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 23.02.1999, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999 59 FÓLK í FRÉTTUM TYRKNESKI leikstjóriim Yesim Ustaoglu faðmaður af spænsku leikkonunni og forseta dómnefnd- ar Angelu Molina eftir að hún var verðlaunuð með bláa englin- um fvrir myndina „Guenese Yolculuk". Kúrda lífið í miðborg Berlínar skammt frá bíóhúsum kvikmynda- hátíðarinnar, hlaut myndin verð- skuldaða athygli. Leikstjórinn er Tyrki, leikararnir Kúrdar og í fyrsta skipti er töluð kúrdíska í tyrkneskri mynd en það hefur verið bannað hingað til. Myndin The HI-LO Country fékk silfui'bjöminn sem best leikstýrða myndin á hátíðinni. Leikstjórinn Stephean Frears tók við verðlaun- unum en var við það tækifæri púað- ur niður því viðstaddir voru óá- nægðir með val dómnefndarinnar. Hinn þekkti franski leikstjóri Bertrand Tavernier fékk verðlaun alþjóðlegrar kvikmyndagagn- rýnendanefndar iyrir mynd sína Ca Commence Aujourd’hui en mynd- inni var einnig mjög fagnað af berlínskum fjölmiðlum. Nýjasta mynd hrollvekjumeistarans Davids Gronenbergs „eXistenZ", sem er allt í senn vísindaskáldsögu-, hroll- vekju-, spennu- og njósnamynd, var verðlaunuð með silfurbirni sem besta listræna myndin. Berlinale í nýrri Berlín Árið 2000 mun hátíðin fagna hálfrar aldrar afmæli í nýjum kvik- myndahúsum og skemmtihöllum í nýiTÍ miðborg á Potzdamer-Platz. Berlín er borg í miklum umsvipting- um sem á að baki stórbrotna sögu. A næsta ári munu þýska ríkis- stjórnin og sambandsþingið flytja höfuðstöðvai- sínar til Berlínar. Á Potzdamer-Platz, sem eitt sinn var líflegasta torg Ervópu, rísa nú skýjakljúfar og allt í kring er gert að gömlum höllum eða nýjar reistai' fyrir ráðherraliðið frá Bonn. Á kvikmyndahátíðinni í ár kom hins vegar glögglega í ljós að Berlín hefur einnig upp á annað og meira að bjóða en merkilega byggingarlist víðs vegar um borgina. I borg sem eitt sinn var skipt á milli tveggja landa, þar sem fjórðungur íbúanna er útlendingar, þai' sem andstæður mætast við hvert götuhom, er mannlífið fjölbreytt. Það er því ekki að undra þótt gróska hlaupi í kvik- myndagerðarmenn að nota Berlín, sem skiptir um andlit ár hvert, sem baksvið íyrir sögur sínar. Alls sex kvikmyndir á hátíðinni í ár eru frá Berlín, sem er meira en nokkuru sinni fyrr. Tvær þeirra voru í sam- keppnisflokki og voru báðar verð- launaðar. Berlín er að breytast og færist nær því að geta kallast heimsborg dag frá degi. Berlinale- hátíðin ber einnig merki um þær pólitísku og menningarlegu breyt- ingar sem átt hafa sér stað á síðast- liðnum áratug og mun halda áfram að þróast samfara þeim. SEAN Penn fyrir miðju í stórmyndinni The Thin Red Line. DANSKI leikstjórinn Soren Kragh Jacobsen með silfur- bjöminn fyrir dönsku dogma- myndina Síðasta söng Mifune. þýskur leikari að nafni Michael Gwisdek fyrir túlkun sína á eldri kaupsýslumanni sem sækir Berlín heim og lendir þar í ýmsum hrakn- ingum. Nachtgestalten eða Nætur- verur fjallar um skuggahliðar Berlínarborgar, um heimilislausa, flóttamenn og ungar vændiskonur sem þrátt fyrir örlög sín eiga sér til- vist sem sjaldan er sagt frá. Shakespeare ástfanginn, sem er tilnefnd til þrettán Óskarsverð- launa, fór ekki tómhent frá Berlín en höfundar myndarinnar, Tom Stoppard og Marc Norman, hlutu Þrátt fyrir yfírhönd bandarískra kvik- mynda hefur hátíðin ekki tapað frum- leikanum sem hún er rómuð fyrir. Rósa Erlingsdóttir fylgdist með hátíðinni og úrslitakvöldinu á sunnudag. TRÍÐSÁDEILUMYND Terrence Malicks The Thin Red Line hlaut í ár hin eft- irsóttu aðalverðlaun Berl- inale-hátíðarinnar, gullbjöminn. Myndin er gerð eftir skáldsögu James Jones From here to Etern- ity og er fyrsta verkefni Malicks síðan hann sagði skilið við Hollywood eftir gerð myndanna Badlands (1973) og Days of Heaven (1978). Malick, sem löngum hefur veigrað sér við að koma fram opin- berlega, heiðraði Berlinale með því að standa örfáar mínútur á sviði Zoo-Palast og taka sjálfur á móti verðlaununum. En líkt og fyrir tuttugu árum veitir hann blaða- mönnum ekki viðtöl og lætur lítið fyrir sér fara. Titill myndarinnar skírskotar til bandarísks orðtaks er segir að að- eins örþunnur rauður þráður skilji að heilbrigði og geðveilu í samfélagi mannkynsins. Hún er mikilfengleg- ur óður til lífs og náttúru, hörð ádeila á sturlun stríðsins en í nafni þess verða fyrrnefnd skil að engu. Mannskepnan og náttúran mega sín lítils gagnvart herskáum mai'kmið- um stríðandi ríkja sem senda her- menn sína á vit dauðans eftir til- gangslausa bardaga. Sögusviðið era bardagar Bandaríkjamanna og Japana árið 1942 á eynni Gu- adalcanal í Kyrrahafi. Stjörnur myndarinnar era þekktir Hollywood-leikarar en með aðal- hlutverk fara Nick Nolte, Sean Penn, Woody Harrelson og Elias Koteas. Malick er vel að verðlaun- unum kominn því bæði áhorfendur og gagnrýnendur fógnuðu myndinni ákaft á hátíðinni. Ljóðræn umgjörð myndarinnar fyrir tilstilli meistara- legrar kvikmyndatöku á mikilfeng- leika náttúrunnar og heimspekileg- ar samræður persónanna fram í rauðan dauðann gera The Thin Red Line að verðlaunamynd með rentu. Þjóðverjar sigursælir Þýsku leikkonurnar Maria Sehrader og Juliane Köhler sem fóru með aðalhlutverk í opnunar- mynd hátíðarinnar Amiée og Jagu- ar hlutu báðar silfurbjörninn fyrir leik sinn. Myndin byggist á sam- nefndri bók Ericu Fischer sem seg- ir frá eldheitrí ást tveggja kvenna í Berlín árið 1943. Bókin er sann- söguleg og byggð á endurminning- um Lily Wurst sem er önnur aðal- persóna myndarinnar. Þarna er 'á ferðinni þýsk stórmynd, tilfinninga- þrungin saga um ástir samkyn- hneigðra kvenna á tímum nasism- ans. Baksviðið er myrkasta tímabil þýskrar sögu þegar Berlín var und- ir járnhæl Gestapó-lögreglunnar. Glæpir stríðsins og þýskra nasista eru í bakgrunni en myndin beinir sjónum að einstökum mannlegum örlögum. Hamingja kvennanna er skammvinn því Jaguar, sem er gyð- ingur, er handtekin af Gestapó og send í útrýmingarbúðir. Hvarf hennar er inntak myndarinnar; hin ódauðlega ást tveggja einstaklinga sem ekki fá að njótast. Þriðju leikaraverðlaunin hlaut ÍRSKI leikstjórinn Stephen Frears með silfurbjörninn fyrir leikstjórn á nútimavestranum Hi-Lo Country. silfurbjörainn fyrir besta handritið. Danska dogmamyndin Síðasti söng- ur Mifune í leikstjórn Soren Kragh- Jacobsen, en hún var án efa vin- sælasta mynd samkeppnisflokksins, fékk sérstök verðlaun dómnefndar og aðalleikkona myndarinnar, Iben Hjele, hlaut viðurkenningu fyrir leik sinni. Besta evrópska myndin, Ferðin til sólarinnar, kom að þessu sinni frá Tyrklandi en hún fjallar um bar- áttu kúrdíska minnihlutans fyrir sjálfstæði sínu. Fyrir tilstilli þeirra pólitísku atburða, sem kostuðu þrjá Malick hreppti g^ull björninn Kvikmyndahátíðin í Berlín, Berlinale, þótti í ár takast með eindæmum vel. ÞÝSKU Ieikkon- urnar Maria Schrader og Lily Wust, sem lifði af hel- fórina, með silfurbirn- ina sína fyrir frammistöð- una í Aimée og Jaguar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.