Morgunblaðið - 24.03.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.03.1999, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 69. TBL. 87. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Prímakov hættir við Bandaríkjaför í mótmælaskyni - Serbar lýsa yfír neyðarástandi Solana fyrirskipar loftárásir á Serba Brussel, Belgrad, Róm, London, Washington. Reuters, Morgunblaðið. JAVIER Solana, framkyæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, fyrir- skipaði í gærkvöld Wesley Clark, yfírmanni hersveita NATO, að hefja hernaðaríhlutun í Kosovo með loftárásum á hernaðarleg skotmörk í Júgóslavíu, sambandsríki Serbíu og Svartfjallalands. Solana greindi ekki frá því hvenær árásirnar ættu að hefjast en það var m.a. talið geta ráðist af veðri. Bandarískir embættismenn sögðu að gera mætti ráð fyrir að hernaðaraðgerðirnar hæfust með stýriflaugaárásum á loft- varnarstöðvar Serba. Beitt yrði Tomahawk-flaugum sem skotið væri frá herskipum NATO í Adría- og Miðjarðarhafi og B52-sprengjuþotum frá flugstöðvum í Bretlandi. Að því loknu tækju við loftárásir. Emb- ættismenn sögðu að þær árásir gætu varað í nokkurn tíma. Allt að 400 þotur frá fjölmörgum NATO-ríkjum munu taka þátt í árásunum. Yfirmaður í júgóslav- neska hemum varaði hins vegar við því að Serbar myndu svara með árásum á þá NATO-heri, sem stað- settir eru í nágrenninu, sem veikir eru fyrir, m.a. um fimm þúsund breska hermenn í Makedóníu. Solana tók ákvörðun sína eftir að sendimaður Bandaríkjastjómar, Richard Holbrooke, skýrði sendi- herrum NATO-ríkjanna frá því að sér hefði ekki tekist, á fundi fyrr um daginn, að telja Slobodan Milosevic, forseta Júgóslavíu, á að flytja her- sveitir sínar frá Kosovo og undirrita samkomulag um frið í héraðinu er Kosovo-Albanar undirrituðu í París í síðustu viku. „Ég hef nýlokið við að gefa Clark hershöfðingja fyrirmæli um að hefja loftárásir á sambandsríkið Jú- góslavíu," sagði Solana við frétta- menn í höfuðstöðvum NATO í Brassel í gærkvöld. „AUar tilraunir til að knýja fram pólitíska lausn á Kosovo-deilunni með samningum hafa mistekist og við eigum einskis annars úrkosti en grípa til hemað- araðgerða." Hins vegar gæti Milos- evic hvenær sem er lýst því yfir að hann sættist á kröfur umheimsins, „og ég vona innilega að hann búi yf- ir skynsemi til þess að gera einmitt það,“ sagði Solana. „Ég vil ítreka eitt atriði. NATO hyggur ekki á stríð við Júgóslavíu. Við eigum ekki í neinum deilum við íbúa Júgóslavíu, fólki sem hefur of lengi verið einangrað innan Evrópu vegna stefnu stjórnarherranna." Ljóst hvert stefndi Holbrooke átti þriggja klukku- stunda langan fund með Milosevic í gærmorgun og eftir að fundinum lauk var ljóst hvert stefndi. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, flutti ræðu í breska þinginu þar sem hann staðhæfði að nú ættu vestur- veldin ekki annari'a kosta völ en hefja hernaðaraðgerðir gegn Serb- um. Skömmu síðar flutti Bill Clint- Albaníuher í viðbragðsstöðu Tirana. Reuters. LEIÐTOGAR Albaníu sökuðu í gær serbneskar öryggissveitir um að hafa orðið 200 Albönum í Kosovo að bana á síðustu dögum og skoraðu á Atlantshafsbandalagið að grípa strax til hernaðaraðgerða til að vernda íbúa héraðsins. Pandeli Majko, forsætisráðherra Aibaníu, sagði að her landsins væri með meiri viðbúnað við landamærin að Júgóslavíu en nokkru sinni fyrr frá síðari heimsstyrjöldinni. Hann greindi ekki frá því hversu margir hermenn hefðu verið sendir að landamæranum en sagði að varaliðs- menn hefðu einnig verið kallaðir út. Stjórn Albaníu óttast að Serbar reyni að ögra henni með árásum yfir landamærin í von um að landið drag- ist inn í átökin í Kosovo. Reuters RICHARD Holbrooke, sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar, hélt til höfúðstöðva NATO eftir viðræður við Milos- evic. Eftir að hann hafði greint sendiherruni NATO-ríkja frá stöðu mála fyrirskipaði Solana loftárásir. on Bandaríkjaforseti ræðu í Wash- ington þar sem hann tók í svipaðan streng. Virtist sem Milosevic væri að undirbúa sig undir hið óumflýjan- lega þegar hann rak úr embætti yf- irmann öryggismála í Júgóslavíu- her, en talið er að hann hafi haft efasemdir um stefnu Milosevies gagnvart NATO. Er leið á kvöld lýstu stjómvöld í Belgrad síðan yfir neyðarástandi í landinu vegna yfir- vofandi loftárása. Prímakov snýr við Rússnesk stjórnvöld voru allt ann- að en ánægð með þróun mála og varnarmálaráðherrann ígor Sergejev varaði við því að loftárás- ir á Serba gætu orðið eins konar „evrópskt Víetnam-stríð“. Jevgení Prímakov, forsætisráðherra Rúss- lands, var kominn hálfa leið vestur til Bandaríkjanna þegar hann ákvað í fússi að snúa við og halda heim á leið. Mun A1 Gore, varafor- seti Bandaríkjanna, hafa greint Prímakov frá því símleiðis að við- ræður Holbrookes og Milosevics hefðu farið út um þúfur og að loft- árásir gegn Serbum væru nú „óumflýjanlegar“. Háttsettur fulltrúi í bandaríska utanríkisráðuneytinu sagði hins vegar í samtali við Morgunblaðið að þar vestra vonuðust menn til að hegðun Rússa nú yrði í líkingu við það er gerðist í Bosníustríðinu. Pá mótmælti Moskvustjórn hernaðar- aðgerðum NATO í Bosníu harðlega í upphafi en átti seinna aðild að friðargæslusveitunum þar. ■ Efasemdir um/26 Bill Clinton likti þjóðernishreinsunum Serba við stríðsglæpi nasista Washington. Reuters. BILL Clinton Bandaríkjaforseti bjó þjóð sína undir stríð við Júgóslavíu í ræðu sem hann hélt í Washington í gær. Lýsti hann ástæðum þess að hernaðarlegar aðgerðir gegn Serb- um væru réttlætanlegar en dró hins vegar ekki dul á að mannfall gæti orðið meðal hermanna Atlantshafs- bandalagsins. Clinton líkti þjóðernishreinsunum Serba í Kosovo við stríðsglæpi nas- ista í seinni heimsstyrjöld. „Petta snýst um sameiginleg gUdi,“ sagði Clinton. „Hvað hefði gerst ef ein- Býr Bandaríkja- menn undir stríð hver hefði hlustað á Winston Churchill og staðið upp í hárinu á Adolf Hitler fyrr?“ spurði forsetinn. „Hve mörgum mannslífum hefði þá verið hægt að bjarga?“ Forsetinn sakaði Serba um að ógna og myrða óbreytta borgara í Kosovo og sagði að þjóðin yrði að taka afstöðu strax. Hann kvaðst ekki vera hrifinn af beitingu her- valds en sagði að allar leiðir til að finna friðsamlega lausn á deilunni hefðu verið þrautreyndar. Sögulegar ástæður væra einnig fyrir því að Bandaríkin styddu bandamenn sína. „Ef þjóð okkar á að búa við öryggi og velsæld þurfum við Evrópu, sem er öragg, frjáls og sameinuð ... Evrópu, sem er tilbúin að deila byrðinni af því að taka vandamál heimsins fóstum tökum,“ sagði Clinton. Fyrr um daginn hafði forsetanum tekist að fá nokkra þingmenn á Bandaríkjaþingi, sem andsnúnir voru loftárásum á Serba án þess að þær hlytu samþykki þingsins fyrst, til að láta af fyrirætlunum um að álykta um þessi mál. Vara- forseti Paragvæ myrtur Asuncion. Reuters. LUIS Maria Argana, varafor- seti Paragvæ, var myrtur í gær- morgun í bíl sínum í Asuncion, höfuðborg landsins, af óþekkt- um byssumönnum. Raul Cubas, forseti Paragvæ, kallaði í kjöl- far atburðarins saman neyðar- fund hjá ríkisstjórn sinni og fyrirskipaði svo lokun landa- mæra landsins í því skyni að koma í veg fyrir að morðingjar Arganas kæmust undan. Argana og Cubas tilheyi-ðu sitthvoram flokksarmi Color- ado-flokksins sem stjórnað hef- ur Paragvæ sl. fimmtíu ár og bar Cubas sigurorð af Argana í forsetakosningunum í fyrra. I samræmi við lög Colorado- flokksins varð Argana hins veg- ar varaforseti Cubas. Þeir hafa síðan átt í harðvítugri valdabar- áttu og sögðust stuðningsmenn Arganas í gær ekki velkjast í neinum vafa um að Cubas og samstai'fsmenn hans bæru ábyrgð á morði Arganas.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.