Morgunblaðið - 24.03.1999, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 24.03.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1999 53 Guðmundur Olafsson fædd- ist á Bíldsfelli, Grafningi, 21. nóv- ember 1944. Hann lést á Landspítalan- um 24. febrúar síð- astliðinn og fór út- för hans fram frá Hallgrímskirkju 4. mars. Með orðum er oft erfitt að lýsa tilfinn- ingum sínum. Mér er þó efst í huga þakklæti fyrir að hafa kynnst Guðmundi Ólafssyni lækni. Forsenda þess að vera góður læknir er að sjúklingar geti talað við hann, stunið upp erindinu, en það reynist okkur oft erfitt. En að leita til Guðmundar var ofur auð- velt. Hann var góður hlustandi og sýndi mikinn skilning. Það var eins og að tala við góðan vin sinn þegar Guðmundur átti í hlut. Hann var lítillátur, Ijúfur, kátur. Er ég leit- aði til hans fór ég alltaf léttari í lund frá honum. Alltaf var hann brosandi, kátur og hress. Hann var mjög röskur og snar í snúningum, hafði alltaf nóg að gera, en ætíð Ijúfur í framkomu. Guðmundur var afar naskur í sjúkdómagreiningu, snöggur að setja allt í gang ef með þurfti. Eitt sinn sendi hann mig á bráðamóttökuna beint af stofunni. Eg mótmælti, en Guðmundur var búinn að hringja og til- kynna komu mína áð- ur en ég vissi af. Hann var ótrúlega fljótur að átta sig á hvort eitt- hvað alvarlegt var á ferðinni eða minni- háttar lasleiki. Sem sagt, Guðmundur var afbragðsgóður læknir. En hann var ekki aðeins góður læknir, hann var mikill mann- vinur. Honum þótti vænt um sjúklinga sína og sleppti ekki af þeim hendinni fyrr en hann var viss um að allt væri í góðu lagi. Hann hringdi meira að segja úr sumarbústað sínum til að fylgj- ast með. Slíkur mannvinur sem Guðmundur var held ég að við verðum ekki nema hafa mætt and- streymi í lífinu. Það þekkti Guð- mundur, en þess vegna varð hann innilegri og hlýr við alla. En svo dró ský fyrir sólu. Guð- mundur veiktist alvarlega og gekkst undir erfiðan uppskurð. Hann var þó kominn á læknastof- una fyrr en varði. Hann var mjög duglegur, var áfram hinn brosandi góði Guðmundur, sem tók fast í hönd sem fyrr. Eftir að hann veikt- ist var ég vön að spyrja um heilsu hans áður en ég bar upp mitt er- indi. Hann talaði hispurslaust um sín veikindi. Lækningin gekk ekki nógu vel og eitt sinn er ég spurði hann svaraði hann á þessa leið: „Það er víst hann þarna uppi, sem öllu ræður!“ Þetta er svo mikið rétt. Guðmundur átti því láni að fagna að giftast Birnu Vilhjálms- dóttur, sem varð seinni kona hans. Hún hafði mjög góð áhrif á Guð- mund, enda elskuleg kona, sjálf á hún þó við veikindi að stríða. Hún stóð við hlið hans, þar til dauðinn skildi þau að. Síðustu vikuna sem Guðmundur lifði var hún á sjúkra- húsinu hjá honum allan sólarhring- inn. Aðra konu langar mig að nefna, sem reyndist Guðmundi afar vel, en það er ritari hans, frú Sigríður Zebitz. Hún gætti Guðmundar eins og væri hann sonur hennar. Pass- aði vel upp á að hann hefði ekki of mikið að gera eftir að hann veikt- ist. Hún skrifaði mikið fyrir hann, þegar hönd hans var orðin mátt- laus. Hún hjálpaði honum mikið og fyrir það þakka ég henni. Guð- mundur sagði eitt sinn við Sigríði: „Veistu það Sigríður, mér finnst ég alltof ungur til að deyja!“ Það tek ég undir, því við Guðmundur vor- um jafnaldrar. Guðmundur átti sína trú og er gott til þess að hugsa. Bið ég þess að góður Guð styrki, styðji og huggi Bimu, böm þeirra beggja, aldraða móður hans og alla aðra aðstandendur. Drottinn legg- ur líkn með þraut. Jesús sagði: „Hjarta yðar skelfist ekki. Trúið á Guð og trúið á mig.“ Vil ég svo þakka, fyrir hönd fjölskyldu minn- ar, fyrir að við áttum þess kost að kynnast Guðmundi. Guð blessi minningu góðs drengs. Fjóla Guðleifsdóttir. GUÐMUNDUR ÓLAFSSON ANNA JÓNS- DÓTTIR + Anna Jónsdóttir fæddist á Skógum í Fnjóskadal 25. júní 1925. Hún lést á Landspítalanum 1. mars siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Miklabæjar- kirkju í Skagafirði 13. mars. Mig langar til að kveðja með nokkrum orðum mæta konu sem nú er fallin írá. Konan sú var minn fyrsti kennari og eftirminnileg sem slík. Þetta er hún Anna á Ökrum eins og við kölluðum hana oftast. Það var spennandi að fara í skóla í fyrsta sinn og þar tók Anna á móti mér og mín- um árgangi og leiddi okkur fyrstu skrefin. Höndin hennar Önnu sem leiddi var styrk og góð og gerði þessa daga skemmtilega. Minningarnar frá verunni í bekknum hennar Önnu eru því góðar og ljúfar. Það ril ég þakka þegar ég nú kveð hana hinstu kveðju. Það var alltaf gaman að hitta Önnu þegar maður stækkaði og eltist og alltaf þekkti hún mann þó mörg ár liðu á milli þess að við hittumst. Ætíð fór maður glaðari af hennar fundi. I huga mínum var Anna alla tíð sérstaklega glæsileg kona. Það var eitthvað við hana sem heillaði mig strax sem litla stelpu þegar ég kom í bekkinn hennar sjö ára gömul. Ég þakka fyrir að hafa orðið þeirr- ar gæfu aðnjótandi að vera einn af ótal mörgum nemendum Önnu í Akraskóla og kveð ógleymanlegan kennara í hinsta sinn. Innilegar samúðarkveðjur til allra aðstandenda. Hrafnhildur Ósk Broddadóttir. Ástkær systir mín, SIGRÍÐUR STEINUNN JÓHANNESDÓTTIR, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 26. mars kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna, Ólafía Jóhannesdóttir. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN JÓNSDÓTTIR, Kleppsvegi 128, Reykjavík, andaðist á heimili sínu fimmtudaginn 11. mars sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum sýnda samúð. Þóroddur I. Guðmundsson, Valgerður K. Guðmundsdóttir, Auður Guðmundsdóttir, Þórir Baldursson, barnabörn og barnabarnabarn. + 1 Eiginmaður minn og faðir okkar, Wl | DANÍEL PÁLMASON, Gnúpufelli, Eyjafjarðarsveit, . ... er lést föstudaginn 19. mars, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 29. mars kl. 13.30. Þeim, sem vildu. minnast hans, er bent á líknarstofnanir. Ingibjörg Bjarnadóttir, Anna Rósa, Þórlaug, Friðfinnur Knútur, Svanhildur, Friðjón Ásgeir og fjölskyldur. Þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og út- för okkar elskulega föður, BÓTÓLFS SVEINSSONAR. Guð blessi ykkur öll. Börnin. + Elsku mamma mín og vinkona, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN HJARTARDÓTTIR, Skaftahlíð 6, lést mánudaginn 22. mars. Fjóla Guðrún Friðriksdóttir, Haraldur Jóhannsson, Guðrún Edda Haraldsdóttir, Jóhann Friðrik Haraldsson. + ABDESLAM BOUAZZA frá Marokko, Hávallagötu 17, andaðist á krabbameinsdeild Landspítalans miðvikudaginn 17. þ.m. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskapellu á morgun, fimmtudaginn 25. mars, kl. 13.30. Vinir hins látna. + Bróðir okkar, VILMAR MAGNÚSSON frá Bolungarvík, lést á Kópavogshæli miðvikudaginn 17. mars. Jarðarförin fer fram frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 25. mars kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna, Laufey Magnúsdóttir, Guðmundur H. Kristjánsson. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin arhug vegna andláts og útfarar elskulegs son ar okkar, föður, bróður, mágs og frænda, HELGA EÐVARÐSSONAR bifvélavirkjameistara, Þórufelli 4, Reykjavík. Bára Ólafsdóttir, Eðvarð P. Ólafsson, Eðvarð Þór Helgason, Ólöf og Anna Eðvarðs, Sigurður Jón Björnsson, Höskuldur Stefánsson og frændsystkini. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÓLAFSBJÖRNSSONAR prófessors, Aragötu 5, Reykjavík. Guðrún Aradóttir, Ari H. Ólafsson, Þorbjörg Þórisdóttir, Björn G. Ólafsson, Helga Finnsdóttir, Jónas Ólafsson og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, ODDNÝJARJÓNSDÓTTUR fyrrum húsfreyju, Bakka, Ólafsfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks á dvalarheimilinu Hombrekku fyrir einstaka umhyggjusemi. Fyrir hönd aðstandenda, Guðlaug Steinsdóttir, Guðmundur Finnsson, Kristinn Steinsson, Auðbjörg Sigursteinsdóttir, Garðar Steinsson, Erla Ágústsdóttir, Sigríður Þórðardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.