Morgunblaðið - 24.03.1999, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 24.03.1999, Blaðsíða 72
Heimavörn SECURJTAS Sími: 533 5000 Drögum HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings MORGUNBLAÐW, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMIS691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Tillaga um sameiningu VMS ogVSÍíhaust TILLAGA um sameiningu Vinnu- veitendasambands íslands og Vinnumálasambandsins í einum nýjum heildarsamtökum atvinnu- rekenda á hausti komanda er nú til umfjöllunar í stjómum samtakanna. Akvörðun um hvort tillaga þar að lútandi verður lögð fyrir aðalfund Vinnuveitendasambandsins í maí- mánuði verður tekin á fundi fram- kvæmdastjórnar VSÍ í næstu viku. Ef af sameiningu verður munu sam- tökin hafa innan sinna vébanda meira en helming íslensks vinnu- - markaðar og er þá gert ráð fyrir að bankarnir verði einnig aðilar að þessum heildarsamtökum. Ef framkvæmdastjómin ákveður að leggja tillöguna fyrir aðalfundinn yrði kosningum á fundinum frestað og samþykkt tillaga að samrunaferli sem hefði það að markmiði að stofna ný heildarsamtök atvinnu- rekenda í septembermánuði í haust. Þar yi'ði kjörin stjórn nýju samtak- anna og þau myndu síðan taka til starfa 1. október næstkomandi. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSI, sagði að viðtök- urnar við þessari hugmynd og þeirri áætlun sem þar lægi til gmndvallar virtust almennt vera góðar. Hugmyndin byggðist á því að allir félagsmenn eigi beina aðild að heildarsamtökunum, en eigi jafn- framt allir aðild að einhverjum starfsgreinasamtökum. Um beina aðild að heildarsamtökunum eins og nú er án aðildar jafnframt að starfs- greinasamtökum verði ekki að ræða. Um 80 fyrirtæki eiga nú beina aðild að VSI og fara þau með um 30% atkvæða í samtökunum. Þórarinn sagði að sérstakur fundur með þessum fyrirtækjum væri áformaður 8. apríl næstkomandi þar sem þetta mál yrði til umfjöllunar. „Við höfum ekki orðið vör við annað, sem höfum verið að vinna að þessu upp á síðkastið, en að afstaða manna til þessara hugmynda sé mjög jákvæð. Grundvallarhugsunin er sú að forðast tvíverknað, að vinna á einum stað það sem er sam- eiginlegt og auka þannig slagkraft," sagði Þórarinn. Hann sagði að þar væri í fyrsta lagi horft til efnahags-, kjara- og skattamála, umhverfismála að veru- legu leyti og menntamála að hluta til og einnig samskiptanna við Evr- ópusambandið. A aðalfundi Kaupmannasamtak- anna í dag verður tekist á um afstöð- una til þess hvort samtökin muni gerast stofnaðilar að Samtökum verslunar og þjónustu, sem gert er ráð fyrir að verði starfsgreinasam- tök íyrirtækja á þessu sviði innan nýiTa heildarsamtaka atvinnulífsms. ■ Tekist/14 Skíðasvæðin Þrír slös- uðust í gærkvöld ÞRJU slys urðu á skíðasvæðum Reykvíkinga í gærkvöld á einni klukkustund og voru þrír fluttir á slysadeild. Um klukkan 19 datt rúmlega fertugur maðui' á skíðum í Skálafelli og hlaut opið beinbrot á vinstra læri. Klukku- stund síðar datt 12 ára snjó- brettaiðkandi í Eldborgargili í Bláfjöllum og handleggsbrotn- aði Rétt fyrir klukkan 20 slasaðist tæplega fertugur starfsmaður Skálafells þegar hann fór tvær veltur á vélsleða í Sólskins- brekku í Skálafelli. Hann var með áverka í andliti og á fæti. ■ Iðkendur/10 Nígeríu- maðurinn hefur iátað JÁTNING Nígeríumannsins sem handtekinn var í seinasta mánuði fyrir að hafa innleyst innistæðulaus- ar gjaldeyrisávísanir liggur fyrir, en ekki er komin fram játning hins Ní- geríumannsins sem handtekinn var hérlendis vegna málsins. Meginhluti þeirra fjármuna sem Nígeríumanninum tókst að svíkja út úr Islandsbanka er hins vegar enn ófundinn og hefur ekki reynst auð- velt að hafa uppi á þeim. Maðurinn hafði lagt inn sem svarar 11,2 millj- ónum króna hjá bankanum í erlend- um ávísunum og tók þá upphæð síð- an út í reiðufé. Tókst að finna hluta upphæðarinnar og stöðva peninga- . sendingar hans, en ekki er vitað- um ■■•** afdrif á níundu milljón króna. Upp- haflega hélt maðurinn því fram að hann hefði verið blekktur og kann- aðist ekki við að hafa sjálfur falsað ávísanirnar. Hann var handtekinn á Keflavíkurflugvelli, skömmu áður en hann ætlaði að halda af landi brott. Jón H. Snorrason, ríkissaksóknari hjá embætti ríkislögreglustjóra, seg- ir að auk þess að seinni Nígerípmað- urinn sem var handtekinn hafi verið tregur til að játa á sig hlutdeild, beri Nígeríumönnunum ekki saman um hvernig staðið var að fjársvikunum og hvor þeirra beri hvaða áþyrgð í málinu. .. a. Samverkamanna leitað Rannsókn málsins hefur verið viðamikil og hafa starfsmenn emb- ættisins keppst við seinustu vikur að leiða það til lykta áður en gæsluvarð- haldsúrskurðir jrfir Nígeríumöhnun- um renna út. Stór hluti þess starfs hefur falist í samskiptum við Al- þjóðalögregluna Interpol sem annast samhæfingu milli lögreglusveita í Austurríki, Bandaríkjunúm og Englandi þar sem samverkamenn Nígeríumannanna eru taldir hafa haft aðsetur. Þehra er nú léitað og er um að ræða menn af ýmsu þjóð- ' erni. Um skipulagða glæpastarfsemi á alþjóðavísu er talið að ræða. í síðustu viku krafðist ríkislög- reglustjóri gæsluvarðhaldsframleng- ingar yfir fyrri Nígeríumanninum, til 1. apríl, en lögmaður mannsins kærði þann úrskurð til Hæstaréttar. Gekk dómur í málinu í gær og stað- festi Hæstiréttur úrskurð héraðs- dómara. mmm Morgunblaðið/Árni Sæberg SOLARLAG VIÐ ÆGISGOTU Hagnaður Landssímans tæp- ir 2,2 milljarðar kr. í fyrra LANDSSÍMI íslands hf. skilaði 2.181 milljónar króna hagnaði á síðasta ári, sem er 11,6% meira en hjá Pósti og síma hf. árið áður. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins sem lagður var fram á aðal- fundi þess í gær. Þórarinn V. Þórarinsson, stjórnarformaður Landssímans, sagði jákvæða afkomu félagsins for- sendu þess að Landssíminn verði áhugaverður kostur fyrir almenning og stærri fjárfesta þegar að því kemrn- að hafin verður sala á hlutabréfum í fyrirtækinu. Hann sagði afkomu í GSM-kerfinu hafa verið mjög góða. Þar valdi mestu aukin notk- un og nýting, sem hefur á tímabilum legið nærri afkastamörkum kerfisins. Hagnaður af rekstri farsímakerfísins var 802 milljónir króna eða meira en þriðjungur af heildarhagnaði fyrirtækisins. Stjórnarformaðurinn sagði afkomuna augljós- lega leyfa lækkandi verð og fjölbreyttari tilboð til að mæta mismunandi þörfum viðskiptavina. Sam- keppnisyfirvöld hafi hins vegar staðið gegn því að Landssíminn lækkaði verð á þjónustu í GSM-kerf- inu og í því efni farið eftir kröfum keppinautarins. Landssiminn verði hlutafélag Halldór Blöndal samgönguráðherra sagðist enn sömu skoðunar og fyrir sjö árum, er hann sagði óhjákvæmilegt að gera Landssímann að hlutafé- lagi og markaðssetja hann síðan á frjálsum mark- aði. Það væri í fyrsta lagi eina leiðin til þess að fyr- irtækið gæti hagað sér á frjálsum markaði eins og það sjálft telji skynsamlegast með hliðsjón af fjár- festingu og breyttum þörfum á markaði. Því sé mikilvægt að fyrirtækið losni við hinn hægfara ríkisvagn sem alltaf hlýtur að vera töluvert á eftir. I öðni lagi sagði samgönguráðherra nauðsynlegt að slíta tengslin við ríkisvaldið til að fyrirtækið viti hvert sé raunverulegt reksfrarumhverfi þess. „Engum manni dytti í hug að Samkeppnisstofnun eða Póst- og fjarskiptastofnun væri með nefið ofan í þessu fyrirtæki ef það væri hluti af erlendu fjai'- skiptafyrirtæki. Auðvitað gefur það auga leið að um leið og almenningur hér allur verður hluthafi losnar um slík bönd vegna þess að Islendingar vilja hafa ódýr og góð fjarskipti og búa við öryggi í fjarskipt- um. Þeir telja að ríkisvaldið sé ekki rétti aðilinn til þess að skapa slíkt,“ sagði Halldór. ■ Samkeppnisyfirvöld/24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.