Morgunblaðið - 24.03.1999, Side 20

Morgunblaðið - 24.03.1999, Side 20
20 MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Benedikt Jóhannesson nýr stjórnarformaður Skeljungs Deilahartá flutningsjöfnun- arsjóð olíuvara BENEDIKT Jóhannesson var kjör- inn stjórnarformaður Skeljungs hf í kjölfar aðalfundar Skeljungs hf sem haldinn var í gær. Á fundinum til- kynnti Indriði Pálsson stjórnarfor- maður Skeljungs að hann gaefi ekki kost á sér til endurkjörs í stjórn fé- lagsins. Sigurður Einarsson og Að- albjöm Jóakimsson, sem sæti áttu í varastjórn, ákváðu einnig að láta af stjómarsetu í Skeljungi. Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs, kom meðal annars inn á málefni flutningsjöfnunarsjóðs olíu- vara í ræðu sinni á aðalfundinum. Sagði Kristinn það vera skoðun Skeljungs hf að lögin um sjóðinn væru beinlínis hamlandi fyrir eðli- lega samkeppni í olíudreifingu. Benti hann á að það væri staðreynd sem ekki yrði á móti mælt að eitt ol- íufélaganna þriggja, Olíufélagið hf., ESSO, fengi á hverju ári tugi millj- óna króna frá vörslumönnum flutn- ingsjöfnunarsjóðs, umfram það sem félagið greiddi inn í sjóðinn. Pessu væri hins vegar alveg öfugt farið hjá Skeljungi. „I raun og vem má segja að Skeljungur hf. greiði með þessum hætti niður dreifingarkostnað Olíu- félagsins hf. Olíufélagið er, eins og menn sennilega vita, stærst ís- lensku olíufélaganna," sagði Krist- inn Björnsson. Kristinn Bjömsson sagði að á tímabilinu 1988-1997 hefðu umfram- greiðslur Skeljungs hf. til sjóðsins numið 372 milljónum króna, en á sama tíma hefði Olíufélagið fengið umframgi-eiðslur frá flutningsjöfn- unarsjóði að fjárhæð 496 milljónir króna. „Hér er því um gífurlegar fjár- hæðir að ræða sem hafa að sjálf- sögðu beinar afleiðingar á rekstrar- niðurstöðu olíufélaganna. Það er síðan kaldhæðnislegt að greina frá því, að formaður stjórnar flutnings- jöfnunarsjóðs er forstjóri Sam- keppnisstofnunar,“ sagði Kristinn Bjömsson. Forstjóri Skeljungs sagði að Skeljungur hf. hefði sent erindi til eftirlitsstofnunar EFTA í Brussel vegna þessara laga um sjóðinn, og væri málið þar til meðferðar. Skeljungur höfðar mál Kristinn Björnsson sagði enn fremur að nýverið hefðu verið tekn- ar ákvarðanir í stjóm flutningsjöfn- unarsjóðs sem væru með þeim hætti, að Skeljungur gæti engan veginn við þær unað. Skeljungur hf. hefði því höfðað mál fyrir Héraðs- dómi Reykjavíkur til ógildingar á ákvörðununum. „Pessi lög eru leifar gamalla og úreltra viðhorfa í íslensku þjóðlífi. Morgunblaðið/Kristinn FRA stjórnarkjöri í Skeljungi hf. Indriði Pálsson, fráfarandi stjórnarformaður Skeljungs hf. og Benedikt Jó- hannesson, nýr stjórnarformaður Skeljungs, takast í hendur. 4A stærstu hluthafar Skeljungs hf. Hlutafé 23. mars 1999 (millj. kr.) Hlutfall The Shell Petroleum Co. 129,6 millj. kr. 17,1% Burðarás hf. 98,4] 13,0% H. Benediktsson hf. ]] 60,6 8,0% Sjóvá-Almennar hf. □ 40,5 5,4% Fjárf.sj. Búnaðarbankans 13 34,1 4,5% Tryggingamiðstöðin hf. 31,9 /Tf7\ 4,2% The Asiatic Petroleum Co. 26,6 ’/A 3,5% Lífeyrissj. verslunarmanna ; 23,7 WJ 3,1% Ólafur Björgúlsson 20,0 2,6% Lífeyrissj. Vestfirðinga ( 16,3 2,2% Samtals 10 stærstu hluthafar: 481,7 millj. kr. 63,9% 500 aðrir hluthafar 23.3. 1999: 273,7 millj. kr. 36,4% Samtals hlutafé: 755,4 millj. kr. 100,0% Morgunverðarfundur á Hótel Sögu Fimmtudaginn 25. mars 1999, kl. 8:00 - 9:30 í Sunnusal Hótels Sögu SAMKEPPNI OG EINKAVÆÐING í P Ó STFLUTNIN GUM • Hvar er samkeppni iyrir hendi í póstflutningum í dag? • Er samkeppni væntanleg í flutningi almenns pósts? • Verður viðhaldið sérleyfi á tilteknum sviðum póstflutninga? • Mun ríkið selja íslandspóst hf. til einkaaðila? FRAMSOGUMENN: Einar K. Guðfinnsson, formaður samgöngunefndar Alþingis Einar Þorsteinsson, forstjóri íslandspósts hf. Bjami Hákonarson, iramkvæmdastjóri DHL - Hraðflutninga ehf. Að loknum framsöguerindum geta fundarmenn komið á ítamfæri fyrirspumum eða komið með athugasemdir. Fundargjald (morgunverður innifalinn) kr. 1.500,- Fundurinn er öllum opinn en æskilegt er að tilkynna þátttöku fyrirfram í síma 510 7100 eða bréfasíma 568 6564 eða meö tölvupósti mottaka@chamber.is. VERSLUNARRAÐ ÍSLANDS 4 Það er eindregin skoðun mín, að þau beri að fella úr gildi,“ sagði Kristinn Bjömsson, forstjóri Skelj- ungs hf. Indriði Pálsson, fráfarandi stjórnarformaður Skeljungs, sagði meðal annars í ræðu sinni að sein- asta ár hefðu umfram flest annað einkennst af lágu heimsmarkaðs- verði á eldsneyti og harðri sam- keppni. Indriði fjallaði einnig um rekstr- arkostnað bensínstöððva á lands- byggðinni, sem á seinustu árum hefði versnað til muna. Afkoma stöðvanna byggðist mjög á viðskipt- um við ferðamenn og brygðist veðr- ið hefði það bein áhrif á reksturinn. Hefði það sést vel síðasta sumar, til dæmis á Austurlandi. Indriði sagði að þar sem fleiri en ein bensínstöð væri á sama stað hefðu sumar stöðvar reynt að skapa sér sérstöðu með lengri opnunartíma, en ættu þar í samkeppni við aðrar verslanir. „Þegar við bætast hertar kröfur um aðbúnað og umhverfisvernd, sem oft á tíðum kalla á mikla fjárfest- ingu er viðbúið að bensínstöðvum á landsbyggðinni muni fara fækkandi á næsta áratug,“ sagði Indriði. Indriði Pálsson kom einnig inn á fund helstu olíuframleiðenda sem haldinn var í Haag 12. mars síðast- liðinn, sem markaði nokkur tíma- mót. Þar var ákveðið að draga veru- lega úr olíuframleiðslu frá 1. apríl næstkomandi, eða um 1,7 milljónir tunna. „Svo virðist sem langvarandi ki-eppa í þessum iðnaði hafi þó haft þau áhrif að framleiðendur virðast samstiga í þessum aðgerðum og al- menn þátttaka ríkja bæði utan og innan OPEC bendir til þess að olíu- verðshækkanir séu á næsta leiti,“ sagði Indriði Pálsson. Á aðalfundi var kjörin ný stjórn Skeljungs hf. í stjórn voru endur- kjörnir Benedikt Jóhannesson, Gunnar Scheving Thorsteinsson og Hörður Sigurgestsson. Einnig voru þeir Gunnar Þ. Ólafsson og Harald- ur Sturlaugsson kjörnir í stjóm en þeir sátu áður í varastjórn félags- ins. Á aðalfundinum var einnig sam- þykkt að sætum í varastjórn yrði fækkað úr þremur í eitt. Margeir Pétursson var kjörinn í varastjórn. Strax á eftir aðalfundinum var hald- inn fundur í stjórn Skeljungs hf. og var Benedikt Jóhannesson kjörinn stjómarformaður, en Hörður Sigur- gestsson varaformaður stjórnar. Benedikt Jóhannesson sagði í samtali við Morgunblaðið að áhersl- ur hans sem stjórnarformaður Skeljungs hf yi-ðu þær sömu og ver- ið hefðu. Benedikt Jóhannesson er 43 ára að aldri, og er hann fram- kvæmdastjóri Talnakönnunar hf. MBF hagnaðist um 196 milljónir MJÓLKURBÚ Flóamanna hagnað- ist um 196 milljónir króna af reglu- legri starfsemi árið 1998 og er það hækkun frá árinu á undan þegar hagnaðurinn nam 146 milljónum króna. í fréttatilkynningu frá Mjólkur- búinu segir að afkomubatinn skýrist m.a. af því að hagræðingaraðgerðir undanfarinna ára séu að skila sér auk þess sem bætt gæði innlagðrar mjólkur skili sér í bættri nýtingu. „Ymsar endurbætur á framleiðslu- aðstöðu sem unnar hafa verið með samstilltu átaki stjórnenda og starfsmanna hafa skilað hagræð- ingu og verulega bættum rekstrar- árangri sem gerir það að verkum að hægt er að greiða í arð til framleið- enda um 89,3 m.kr. sem nemur 7,02% af innleggsviðskiptum og gerir u.þ.b. 2,25 kr. á innveginn lítra.“ Heildartekjur mjólkurbúsins námu 2.550 milljónum króna í fyrra og hækkuðu um 198 m.kr., eða 8,4% á milli ára. Rekstrargjöld án fjár- magnsliða og skatta námu 2.408 m.kr. og hækkuðu um 167 m.kr., eða um 7,5% milli ára. Hagnaður fyrir fjármagnsliði nam 142 milljón- um kr. Niðurstaða efnahagsreiknings er 2.119 m.kr. Eigið fé er 1.742 m.kr. eða 82,2% og hækkaði á árinu umm 72 m.kr., eða 4,3%. Veltufé frá rekstri var 235 m.kr. Ovíst um afkomu þessa árs Lagðar voru inn 39,7 milljónir lítra af mjólk í mjólkurbúið í fyrra, sem er aukning um 1,4 milljónir lítra frá árinu áður. Fjöldi innleggj- enda á svæðinu var í árslok 438 og fækkaði um 6 á árinu. í tilkynningunni segir að vegna mikillar aukningar innlagðrar mjólkur á seinni hluta ársins og í byrjun þessa árs eru birgðir að aukast nokkuð hratt og því er óvíst að búast megi við jafngóðri afkomu á yfirstandandi ári.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.