Morgunblaðið - 24.03.1999, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Árni Sæberg
BRYNJAR Ragnarsson og kona hans, Sigrún Jónsdóttir, ásamt syni sínum Ragnari, sem er tæplega tveggja
ára, en einnig er á heimilinu Inga Huld, sextán ára. Þau standa á Langeyrarvegi þar sem hús þeirra stóð áður.
Fjölskyldan sem missti húsnæði sitt vegna veggjatítluplágunnar
Reynt að útvega hús-
næði til bráðabirgða
HAFNARFJARÐARBÆR mun
reyna að út vega íjölskyldunni
sem eyðileggja varð hús sitt
vegna veggjatítluplágu húsnæði
til bráðabirgða þegar þau þurfa
að rýma íbúð sem þau eru í á
vegum bæjarins. Fjölskyldan býr
nú í lítilli kjallaraíbúð en þarf að
fara úr henni 1. maí nk.
Söfnun til handa fjölskyldunni
hófst með formlegum hætti í gær
og er söfnunarreikningur númer
12000 hjá Sparisjóði Hafnarfjarð-
ar opinn fyrir framlögum.
Brynjar Ragnarsson, eigandi
hússins sem veggjatítlan eyði-
lagði, segir að styrkur sá sem
Hafnarfjarðarbær og Bjargráða-
sjóður hafa veitt vegna málsins
muni nægja til að heíja fyrstu
framkvæmdir þegar vorar,
sennilega í maimánuði. „Við
munum byggja eins langt og við
komumst fyrir þennan pening,
en það hrekkur þó ekki mjög
langt og afgangurinn er alfarið
undir söfnuninni kominn. Við er-
um nú að hreinsa grunninn og
reynum að fjarlægja allt það sem
þarf að fjarlægja og undirbúa
það sem eftir stendur til að
byggja ofan á. Það þarf að gera
nýja gólfplötu, steypa o.s.frv.,“
segir hann.
Brynjar kveðst vonast til þess
að auk fjárfranilaga bjóðist fyrir-
tæki, félagasamtök eða almenn-
ingur til að leggja hönd á plóginn
með einhveijum hætti við upp-
byggingjina. „Við þurfum að hefja
leit að byggingarmeistara, múr-
arameistara og öðrum þeim sem
koma þurfa að þessu verki. Ef
eitthvert byggingarfyrirtæki hef-
ur áhuga á þessu máli má það
gjaman hafa samband við okkur,“
segir Brynjar. „Eins og fram hef-
ur komið er öll hjálp vel þegin.“
Skoðanakönnun DV um viðhorf
í sjávarútvegsmálum
Langflestir
eru hlynntir
byggðakvóta
74,2% KJÓSENDA sem tóku af-
stöðu til spurningarinnar „Ertu
fylgjandi eða andvíg(ur) byggða-
kvóta í sjávamtvegi?" sögðust vera
hlynnt byggðakvóta og 25,8% and-
víg, samkvæmt nýrri skoðanakönn-
un DV, sem birt var í DV í gær.
Skoðanakönnunin var gerð með-
al 600 manns, jafnt skipt milli höf-
uðborgarinnar og landsbyggðar-
innar, og spurt var: „Ertu fylgjandi
eða andvíg(ur) 1. Byggðakvóta í
sjávarútvegi? 2. Uppboði á kvóta?
3. Þjónustugjaldi á útgerðir?“
66% svarenda sem tóku afstöðu
sögðust andvíg uppboði á kvóta og
34% vom því fylgjandi.
37,9% svarenda, sem afstöðu
tóku, sögðust andvíg þjónustu-
gjaldi á útgerðir og 62,1% sögðust
því andvíg.
Af öllu úrtakinu sögðust 58,8%
vera fylgjandi byggðakvóta, 20,5%
sögðust andvíg, 13,5% vom óá-
kveðin og 7,2% svömðu ekki.
Um helmingur stuðningsmanna
Sjálfstæðisflokksins og Frjáls-
lynda flokksins sagðist fylgjandi
byggðakvóta og um 30% vom and-
víg hugmyndinni í báðum flokkum.
Hins vegar vora áberandi fleiri
fylgjandi byggðakvóta í Framsókn-
arflokki (65,5%), Samfylkingu
(66,7%) og Vinstrihreyfíngunni -
grænu framboði (65,3%). í Fram-
sóknarflokknum voru 12,9% andvíg
byggðakvóta, 17,5% í Samfylking-
unni og 13% í Vinstrihreyfmgunni
- grænu framboði.
Flestir þeirra sem sögðust and-
vígir uppboði á kvóta komu úr röð-
um Vinstri hreyfíngarinnar -
gi-æns framboðs eða 60,9% en
50-54% stuðningsmanna hinna
flokkanna vora andvíg uppboði á
kvóta.
Flestir þeirra sem sögðust fylgj-
andi uppboði á kvóta vom úr röð-
um Frjálslynda flokksins eða 40%
svai-enda. Ur röðum Framsóknar-
flokksins var minnst fylgi við upp-
boð á kvóta eða 18,6% og áberandi
hátt hlutfall úr Framsóknarflokkn-
um svaraði ekki spurningunni eða
27,1%.
Afgerandi munur á afstöðu
til þjónustugjalda
Afgerandi munur var á stuðn-
ingsmönnum Frjálslynda flokksins
og hinum flokkunum hvað varðar
spurninguna um hvort þátttakend-
ur væm fylgjandi eða andvígii’
þjónustugjaldi á útgerðir. 70% úr
Frjálslynda flokknum sögðust
fylgjandi hugmyndinni um þjón-
ustugjald og 20% andvig. 45,3%
Sjálfstæðisflokks, 47,1% Framókn-
arflokks og 48,3% Samfylkingar-
innar vom fylgjandi þjónustugjaldi
á útgerðir en aðeins 21,7% stuðn-
ingsmanna Vinstri hreyfingarinnar
- græns framboðs, sem skar sig úr
að þessu leyti og í sama flokki vom
flestir andvígir þjónustugjaldi á út-
gerðir eða 47,8%. Meðal stuðnings-
manna Sjáifstæðisflokks vom 30%
andvíg þjónustugjaldi á útgerðir,
32,5% meðal Samfylkingarinnar og
17,1% úr röðum Framóknarflokks.
Hæstiréttur hafnar annarri kröfu Sævars Ciesielski um endurupptöku Geirfínnsmálsins
Ekkert nýtt sagt
komið fram
HÆSTIRÉTTUR hefur komist að
þeirri niðurstöðu að ekkert nýtt
hafí komið fram sem geti leitt til
þess að orðið verði við kröfu Sæv-
ars Ciesielski um endumpptöku í
máli ákæravaldsins frá árinu 1978
gegn Sævari, Kristjáni Viðari Við-
arssyni, Tryggva Rúnari Leifssyni,
Albert Klahn Skaftasyni, Erlu
Bolladóttur og Guðjóni Skarphéð-
inssyni, eða hinu svo kallaða Geir-
finnsmáli.
Sævar leitaði eftir því í byrjun
febmar síðast liðins að málið yrði
tekið upp að nýju og fylgdi þeirri
beiðni eftir með frekari rökstuðn-
ingi í bréfum 15. febrúar og 8.
mars, 10. mars og 12. mars.
Þar krefst hann þess að verða
hreinsaður af sök í umræddu máli,
en aðrir þeir sem hlutu dóm vegna
þess hafa ekki leitað eftir endur-
upptöku fyrir sitt leyti. Sævar hef-
ur áður óskað eftir endurupptöku
málsins og tók Hæstiréttur afstöðu
til þeirrar beiðni í júlí árið 1997 og
komst að samsvarandi niðurstöðu,
þ.e. að hafna endurapptöku.
Afstaða ríkissaksóknara
ekki á rökum reist
I umsögn ríkissaksóknara vegna
beiðninnar er þeirri afstöðu lýst að
í lögum frá 1991 um endurapptöku
dæmdra mála sé ekki að fínna
ákvæði um endurapptöku sama
máls öðra sinni eða endurapptöku
á niðurstöðum Hæstaréttar um
fyrri endurapptökubeiðni. Hæsti-
réttur kveðst telja að þessi afstaða
til beiðninnar sé ekki á haldbæram
rökum reist og er tekið fram í því
sambandi að í ákvæðum laga frá
1991 um meðferð opinberra mála
sé hvergi lögð hindran við því að
maður sem hlotið hefur dóm leiti
endurapptöku máls síns oftar en
einu sinni.
Ef leitað sé endurapptöku öðra
sinni standi engar lagareglur því í
vegi að viðkomandi árétti röksemd-
ir sem hann hafi fært fram fyrir
beiðni fyrra sinni, en þá verði að
taka afstöðu til slíkra röksemda
eftir atvikum með vísan til fyrri úr-
lausnar um endurapptökubeiðni.
Þetta verði hins vegar ekki látið
standa í vegi þess að afstaða sé
tekin til beiðni Sævars „svo sem
henni er háttað, enda liggur einnig
fyrir afstaða ríkissaksóknara til
fyrri beiðni dómfellda um endur-
upptöku málsins.“
„Keflavíkurgögn"
finnast, ekki
í beiðni um endurapptöku vísaði
Sævar í meginatriðum til þess að
gögn, sem lágu ekki fyrir sakadómi
Reykjavikur eða Hæstarétti þegar
dómur var felldur á málið, eigi að
vera í vörslum ríkissaksóknara.
Þetta séu „svokölluð Keflavíkur-
gögn“ eins og Sævar nefnir þau í
beiðni sinni. Segir hann þessi gögn
fjalla að mestu um „meint smygl og
viðskipti með spíra“ og hafí þau
tengst rannsókn á hvarfi Geirfinns
Einarssonar.
Þá tekur Sævar einnig nokkur
dæmi um hvernig hann telji að
skort hafi á að játningum hans og
annarra þeirra sem hlutu dóm
vegna málsins, bæri saman við
áþreifanlegar staðreyndir. Loks
vísar hann til þess að upplýsingar
um rannsóknir sem beiðninni
fylgdu, leiði í ljós að í málum sem
þessum geti komið til játningar og
þurfi þá ekki annað harðræði til en
að halda manni í einangran og bera
á hann sakir.
Hæstiréttur segir að hvorki með
beiðni Sævars né gögnum sem lögð
hafi verið fyrir Hæstarétt á fyrri
stigum í tengslum við málið, sé að
finna neitt til staðfestingar því að
ríkissaksóknari hafi, gagnstætt
neitun hans við meðferð fyrri end-
urapptökubeiðni, undir höndum
„svokölluð Keflavíkurgögn", eða
hvað þau gögn gætu leitt í ljós til
stuðnings kröfu Sævars um endur-
upptöku.
„Þegar upphaflega var leyst úr
málinu var tekin rökstudd afstaða
til játninga dómfellda og annarra,
þar á meðal um atriði, sem önnur
gögn en þær lágu ekki fyrir um.
Rannsóknir almenns eðlis um
áreiðanleika framburðar manna,
sem sæta einangran við frelsis-
sviptingu, geta ekki einar sér talist
til nýrra gagna [í skilningi laga],“
segir m.a. í niðurstöðu réttarins.
Þá er þess getið að Sævar hafi
ekki óskað eftir að sérstök rann-
sókn verði gerð á áreiðanleika
skýrslna sem hann gaf fyrir lög-
reglu og dómi við rannsókn og
meðferð málsins. Samkvæmt því
hafi hann ekki fært fram haldbær
rök fyrir endurapptöku málsins í
beiðni sinni frá byrjun febráai’ síð-
ast liðins.
Ekki hægt að byggja á
breyttu lagaákvæði
í bréfi Sævars 15. febráar til
Hæstaréttar er um frekari rök fyr-
ir beiðni um endmmpptöku málsins
vísað til framvarps sem þá lá fyrir
Alþingi til breytinga á lögum um
endurapptöku, þar sem ráðgert
hafi verið að nýju ákvæði yrði bætt
við til rýmkunar á heimild til end-
urapptöku dæmdra mála. Einnig er
þar deilt á úrlausn Hæstaréttar frá
því í júlí 1997, að því er varðar mat
á upplýsingum sem fram hafi kom-
ið um harðræði sem Sævar sætti í
gæsluvarðhaldi. Þá er og bent á að
Hæstiréttur hafi ekki í úrlausn
sinni tekið afstöðu til bótaréttar
Sævars vegna þeirrar meðferðai’
sem hann sætti í Síðumúlafangels-
inu meðan á gæsluvarðhaldi stóð,
svo og að tillit hafi ekki verið tekið
til kostnaðai’ hans af tilraun til að fá
málið tekið upp að nýju.
Hæstiréttur getur þess í niður-
stöðu sinni að í framvarpi því til
breytingar á umræddum lögum
sem Alþingi samþykkti 10. mars
sl., segir meðal annars að hægt sé
að taka mál upp að nýju „ef vera-
legar líkur era leiddar að því að
sönnunargögn sem færð voru fram
í máli hafi verið rangt metin svo og
að áhrif hafi haft á niðurstöðu
þess.“ Samkvæmt einni grein
frumvarpsins öðlist breytingarlög-
in, sem enn hafi ekki verið birt,
gildi 1. maí næst komandi. Því sé
ekki unnt að reisa beiðni um end-
urupptöku á þessu ákvæði.
Þá hafi Sævar ekki fært fram
röksemdir sem gefi tilefni til að
Hæstiréttur meti á nýjan leik af-
stöðu sína frá því í júlí 1997 til fyr-
irliggjandi upplýsinga um harð-
ræði í garð Sævars þegar hann
sætti gæsluvarðhaldi. Ki’öfum um
bótarétt er vísað á bug og sömu-
leiðis era ábendingar Sævars varð-
andi skaðabætur og kostnað af til-
raun til að fá málið endurapptekið,
ekki sagðar á rökum reistar. Önn-
ur atriði sem Sævar tiltók í bréfum
sínum era þar að auki ekki sögð
geta leitt til þess að unnt sé að
verða við kröfu hans um endurupp-
töku málsins.
Hæstaréttardómararnir Pétur
Kr. Hafstein, Hrafn Bragason og
Markús Sigurbjömsson komust að
ofangreindri niðurstöðu.