Morgunblaðið - 24.03.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.03.1999, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Lávarðadeildin úrskurðar í máli Pinochets Búist við fjöl- mennum mót- mælum við þinghúsið Santiago, London. Reuters, The Daily Telegraph. BRESKA lávarðadeildin mun í dag kveða upp úrskurð sinn í máli Augustos Pinochets, fyrrverandi einræðisherra Chile. Skýrist þá hvort Pinochet verð- ur framseldur til Spánar, þar sem hann verður ákærður fyrir glæpi sem drýgðir voru í stjómartíð hans í Chile, frá 1973 til 1990. Mikil spenna og eft- irvænting ríkir bæði meðal stuðningsmanna hans og andstæðinga, en búist er við fjölmennum mótmælum við breska þinghúsið þar sem úrskurður þessa æðsta domstols Bretlands Áætlað er að chilesk herflugvél af gerðinni Boeing 707 lendi á breskum herflugvelli í Oxfordshire, vestan við London, um klukkustund fyrir dómsuppkvaðningu. Vélin mun fljúga með Pinochet aftur heim til Chile kveði úrskurðurinn á um að ekki verði hægt að sækja hann til saka fyrir glæpi sem framdir voru í stjórnartíð hans. Að sögn andstæðinga Pinochets verða fjölmenn mótmæli fyrir utan breska þinghúsið í dag, en í nótt var þar haldin kertavaka til minningar um fórnarlömb stjórnar Pinochets. Einnig mun hópur andstæðinga hans halda uppi mótmælum við breska herflugvöllinn og fyrir utan óðalssetur sem einræðisherrann fyrrverandi hefur búið í á meðan á Englandsdvölinni hefur staðið. Stuðningsmenn Pinochets munu hins vegar lesa upp yfirlýsingu skammt frá þinghúsinu, þar sem • kunngerður kl. 14 síðdegis. lögð verður áhersla á að Pinochet- málið sé eingöngu mál chileskra stjórnvalda, en ekki spænskra. Pinochet biðjist opinberlega afsökunar Talið er að um 3.000 manns hafi látið lífið eða „horfið" í stjórnartíð Pinochets og hafa aðstandendur fórnarlambanna margsinnis farið fram á að Pinochet biðjist opinber- lega afsökunar á glæpum sem framdir voru undir stjórn hans, auk þess sem þess er krafist að hann verði leiddur fyrir dómstóla. Pinochet hefur hingað til ekki far- ið að tilmælum þeirra, en Marco Antonio Pinochet, sonur hans, sagði nýlega að opinber afsökunarbeiðni fóður hans á ofbeldi því og kúgun sem beitt var í stjórnartíð hans gæti dregið úr þeirri miklu spennu sem skapast hefur milli stuðningsmanna og andstæðinga Pinochets í Chile. Reuters ANDSTÆÐINGAR Augustos Pinochets, fyrrverandi einræðisheira í Chile, komu í gær fyrir krossum með nöfnum einstaklinga sem „hurfu“ í stjórnartíð hans á þingtorginu í London. I dag verður úr- skurður lávarðadeildar þingsins í Pinochet-málinu kveðinn upp. Marco Antonio, sem nú er í Bret- landi foður sínum til halds og trausts, tók það ennfremur fram að eigi faðir hans að biðjast afsökunar þurfi Chile- búar að fyrirgefa hver öðrum jafnt sem fóður hans, eigi raunverulegar sætth' að komast á í landinu. Augusto yngri, eldri bróðir Marcos Antonios, hefur dregið orð bróður síns í efa. Hann hefur sagt að störf foður þeirra við að „af- vopna kommúnista og niðurrifs- seggi“ geti varla talist til mannrétt- indabrota. Fellibylur veldur eyðileggingu f áströlskum fískibæ Reuters SVONA var umhorfs í Exmouth í gærmorgun eftir hamfarirnar í fyrrinótt. 112 hús horfin og um 224 stórskemmd. NY VERSLUN Sigurstjarnan ^ ** Stórt Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin) b.ii15sm Frá Pakistan: ÍT52.5sm b. 61,5sm Handunnin húsgögn, ekta pelsar, ieðurfatnaður, ullarmottur og ýmsar gjafavörur Opið virka daga frá kl. 12-18 og laugard. frá kl. 11-14. 1009? baðmullarnærföt Fást í öllum betri verslunum um land alh WHITE SWA N Drcifing: Engcy chf. Hvcrfisgata 103 s: 552 8877 fax: 552 0060 Þriðj- ungrir húsanna horfínn Exmouth. Reuters. FELLIBYLURINN Vance olli mik- illi eyðileggingu í fiskibænum Exmouth á vesturströnd Ástralíu í fyrrinótt. Að minnsta kosti þriðjung- ur allra húsa er gjörónýtur en til allrar hamingju urðu engin slys á fólki. Vance er einn öflugasti fellibyl- ur, sem farið hefur yfir Ástralíu. Vindhraðinn í Vance mældist 267 km á klukkustund er hann kom upp að norðvesturströnd Ástralíu á mánudag en verulega hafði dregið úr vindstyrknum í gær þegar fellibylur- inn fór suður yfir landið. Ófagurt var um að litast í Exmouth í gærmorgun eftir hamfar- ii-nar í fymnótt. Er eyðileggingin gífurleg og Kerry Graham, talsmað- ur sveitarfélagsins, sagði, að engu hefði verið líkara en bærinn hefði legið undh- sprengjuregni. Ljósastaurar bognuðu í 90 gi-áður og þar sem áður stóðu hús er nú aðeins að finna spýtnabrak. „Fellibyljaslóð" íbúar bæjarins voru 2.400 en hann stendur í „fellibyljaslóðinni" miðri og voru húsin sérstaklega byggð með það fyrir augum að standast mikið veður. Samt sem áður brotnuðu 112 hús alveg í spón og 224 skemmdust mikið. Þótt Vance hafi verið slæmur var þó fellibylurinn Tracy enn verri en hann olli gífurlegum skemmdum og dauða 80 manna í borginni Dai-win á aðfangadag jóla árið 1974. 100 myrtir í Kongó ALLT að eitt hundi-að almenn- ir borgarar hafa verið myrtir í austurhluta Kongó, í þjóðern- isátökum sl. daga, samkvæmt íbúum svæðisins. Sagt var að Mai Mai-vígamenn, sem talið er að hafi verið leigðir af rú- andískum stjómvöldum, hafi myrt fólkið á Magunga-svæð- inu nærri Tanganyika-vatni snemma á mánudag. Fórnar- lömbin voru af ættbálki Banyamulenge, Tútsí-mönnum sem fluttu búferlum frá Rú- anda til Kongó, seint á síðustu öld. Vopn í bifreið Le Pens BELGÍSKA lögreglan sagðist í gær hafa fundið fjölmörg skotvopn í bifreið Jean-Marie Le Pens, leiðtoga franska stjórnmálaflokksins Þjóðar- fylkingarinnar, sem barist hef- ur gegn búsetu innflytjenda í Frakklandi. Talsmenn lögregl- unnar sögðu að fundist hefðu haglabyssur, táragasbyssur og skammbyssur í farangurs- geymslu bifreiðarinnar. Boesak verði sýnd miskunn SUÐUR-AFRÍSKI Nóbels- verðlaunahafinn, Desmond Tutu, hvatti í gær stjórnvöld til að milda refs- inguna yfir Allan Boesak, sem dæmdur var í síðustu viku fyiúr að stela pening- um úr alþjóð- legum hjálp- arsjóðum fyr- ir böm. Lög- maður Boes- aks sagði fyrir rétti í gær að honum hefði borist skrifleg yf- irlýsing frá Tutu sem sagði að Boesak hafi lagt á sig ómælt 614101 í baráttunni gegn að- skilnaðarstefnu s-afrískra stjórnvalda. Skotið að óþekktum skipum JAPANSKIR eftirlitsbátar eltu og skutu viðvörunarskot- um að bátum sem talið var að hafi verið n-kóreskir. Markar atburðurinn ákveðin tímamót því japanski flotinn hefur ekki gripið til aðgerða síðan árið 1953. Að sögn talsmanna flot- ans var hinum óþekktu bátum veitt eftirfor, um 300 km norð- vestur af Tókýó. Bátarnir hunsuðu viðvaranir og sigldu í humátt út úr japanskri land- helgi jafnvel þótt skotum hafi verið hleypt af. Kúrdar stóðu fyrir árásinni SKÆRULIÐAHREYFING Kúrda lýstu í gær ábyrgð sinni á að sprengja upp olíuleiðslu sem liggur frá Irak til Tyrk- lands. Sprengingin varð á sunnudaginn var en þá var haldið hátíðlegt nýár Kúrda. Var olíurennsli komið í samt lag aftur á mánudag. Boesak
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.