Morgunblaðið - 24.03.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.03.1999, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Umfangsmiklum breytmgum á Minjasafninu á Akureyri að ljúka Opnað með tveimur nýjum sýningum 17. júní UMFAN GSMIKL AR breytingar standa nú yfir á húsi Minjasafnsins á Akureyri, en áætlað er að þeim verði lokið viku af aprílmánuði. Framkvæmdir voru boðnar út seint á síðasta hausti og hófst verktaki, M.P. verktak handa á fyrstu dögum ársins. Um er að ræða breytingu á svonefndu Norðurhúsi, viðbyggingu við Kirkjuhvol, en svo heitir hús Minjasafnsins. Guðrún María Kristinsdóttir safnstjóri Minjasafnsins á Akureyri sagði að aðalsýningarsalir safnsins væru í Norðurhúsi, en það er á tveimur hæðum, samtals um 300 fermetrar að stærð. Húsið var tekið í notkun árið 1978 en byggingu þess ekki fyllilega iokið fyrr en nú. „Nú hefur húsið fengið það útlit sem til stóð þegar það var byggt og þá er- um við að setja á nýtt gólfefni og mála auk þess að setja upp sérstaka lýsingu fyrir sýningu sem opnuð verður á þjóðhátíðardaginn," sagði Guðrún María. Heildarkostnaður við breytingar, uppsetningu nýrrar sýninga, fram- kvæmdir við geymsluhúsnæði á Naustum og iagfæringar á garði við safnið nema um 22 milijónum króna. A móti 8 milljóna króna kostnaði við framkvæmdir á Nausti kemur 2 milljóna króna styrkur frá menntamálaráðuneyti og þá styrkir Þjóðminjasafnið sýningargerðina um 500 þúsund krónur. SAUTJÁN ára piltur hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Norðuriands eystra í tveggja mánaða fangelsi skil- orðsbundið fyrir líkamsárás, en fulln- ustu refsingar irestað og hún felld niður að liðnum tveimur árum haldi pilturinn almennt skilorð. Var hann ákærður fyrir að hafa að tilefnislausu siegið pilt á líku reki í höfuðið með plastpoka sem í voru nokkrar fullar bjórdósir. Missti sá er fyrir högginu varð meðvitund nokkra stund og fékk kúlu aftan á hnakkann og mikinn verk í höfuð og háls. Minjasafnið á Akureyri var lokað allt síðasta ár vegna undirbúnings nýrra sýninga og umræddra breyt- inga en verður opnað að nýju 17. júní með sýningunni „Eyjafjörður frá öndverðu“ en þar verða gripir sem fundist hafa í Eyjafirði, en tímabilið nær frá landnámsöld til miðalda. Sýningin er að hluta til byggð upp á gripum sem fást að láni frá Þjóðminjasafni. Á sama tíma verður í Kirkjuhvoli opnuð sýning í tengslum við kristnitökuaf- mælið og er hún einnig sett upp í samvinnu við Þjóðminjasafnið sem og kristnitökunefnd Eyjafjarðar- prófastsdæmis. Á þeirri sýningu verða dýrgripir úr Eyjafírði. Móttaka skólabarna verður endurskipulögð Á neðri hæð Norðurhúss verður sýningin „Hér stóð bær“ áfram sýnd næsta sumar, en þar eru mun- ir og ljósmyndir sem tilheyra gamla bændasamfélasginu. Að ári, eða sumarið 2000, verður opnað á neðri hæðinni með sýningunni „Akureyri um aldamót". í kjölfar þessara breytinga sagði Guðrún María að móttaka skóla- barna á safnið yrði endurskipulögð og verður kennsluefni endurnýjað. í tengslum við kristnitökusýninguna verður efnt til ritgerðarsamkeppni meðal skólabarna næsta vetur. Þá eru starfsmenn safnsins að Viðurkenndi pilturinn árásina og þykir brot hans því nægilega sannað. Árásin var tilefnislaus, komið var aft- an að brotaþola sem var óviðbúinn árásinni og þá telur dómari að með því að nota poka með fullum bjórdós- um hafi árásin haft talsverða hættu í för með sér. Þykir refsingin því hæfí- iega ákveðin tveggja mánaða fang- elsi, en sökum ungs aldurs ákærða var fullnustu hennar frestað í tvö ár og hún látin niður falla haldi hann al- mennt skilorð. Ákærði vai’ dæmdur til að greiða allan sakarkostnað. ÞINGMENN Norðurlands eystra munu ræða við fulltrúa í sveitar- stjórn og verkalýðsfélagi á Kópa- skeri á fundi á mánudag um hið al- varlega ástand sem blasir við at- vinnulífi staðarins verði rækju- vinnslu Fiskiðjusamlags Húsavíkur á staðnum lokað milli vertíða, frá maí til október. „Það er verið að óska eftir því að við förum norður til að ræða við heimamenn og kynna okkur ástand- ið. Eg vona að af því geti orðið næsta mánudag," sagði Halldór Blöndal, samgönguráðherra og þingmaður í Norðurlandskjördæmi eystra, aðspurður um hugsanleg af- skipti þingmanna af atvinnumálum á Kópaskeri. Halldór Blöndal kvaðst lítið geta sagt um hugsanlegar aðgerðir vegna ástandsins á Kópaskeri, þar hefðu menn búið við nokkurn stöð- ugleika vegna rækjumiðanna á Ox- arfirði sem þeir hefðu haft fyrir sig. „En víða á Norðurlandi hafa rækjú- verksmiðjur stöðvast vegna minnk- andi afla og verri rækju en áður þannig að ástandið er því miður ekki einskorðað við Kópasker held- ur tekur til annarra staða líka,“ sagði ráðherra. Vilji til að fiima leið út úr vandanum Valgerður Sverrisdóttir, þing- maður Framsóknarflokks, var á ferðinni á Kópaskeri í liðinni viku og kvaðst vissulega hafa orðið vör við áhyggjur heimamanna, en fólk væri þó ekki enn gripið vonleysi. „Það myndi auðvitað breyta miklu ef heimild fengist til að veiða meira af innfjarðarrækjunni, en það á eftir að koma í ljós hvort af því verður," sagði Valgerður. Hún sagðist ekki trúa öðru en vilji þingmanna stæði til þess að finna leiðir út úr vandan- um, en nefndi að vandræði í rækju- vinnslunni á Kópaskeri væru ekki einsdæmi. „Hins vegar kemur lokun vinnslunnar gífurlega iila niður á þessum stað, því ekki er um mörg önnur atvinnutækifæri að ræða. Þingmenn eru engir kraftaverka- menn, en ég vona svo sannarlega að fundurinn muni leiða eitthvað gott af sér,“ sagði Valgerður. Hún benti á að atvinnuástand hefði verið dapurt á Kópaskeri fyrir röskum áratug þegar hvert áfallið á fætur öðru kom upp, en með sam- stilltu átaki tókst heimamönnum að byggja atvinnulífið upp að nýju og hefur mikið verið að gera á staðnum síðustu ár. Steingrímur J. Sigfússon, þing- maður og formaður Vinstrihreyf- ingarinnar - græns framboðs, sagði það mikil vonbrigði að erfiðleikar steðjuðu að atvinnuhfí á Kópaskeri á nýjan leik, en fyrir rúmum áratug hefðu allar helstu máttarstoðir byggðarlagsins komist í þrot á sama tíma. Endurreisn Kópaskers eftir þá kollsteypu væri dæmi um það já- kvæða, þrátt fyrir ískyggilegt útlit gæti skyndilega rofað til. Möguleikar á að brúa bilið „Það hafa gengið yfir miklir erfið- leikar í rækjuvinnslu, en ég verð að segja að það er sárt að sjá verk- smiðju, sem hefur þó þetta mikinn aðgang að staðbundnu hráefni, þurfa að loka. Ég hefði haldið að einhverjir möguleikar væru á að bráa bilið með aðkeyptu hráefni," sagði Steingi’ímur. „Þetta vekur líka athygli á því sem ég tel grund- vallarskekkju í fiskveiðistjórnun okkar, að afnotarétturinn á þessum staðbundnu stofnun skuli ekki vera beintengdur við staðina. Innfjarðar- rækjukvótinn í Öxarfirði ætti að til- heyra Kópaskeri, en þá væri öryggi upp á framtíðina mun meira.“ Löndunarskyldan væri þó bak- hjarl verksmiðjunnar og þótt henni yrði lokað tímabundið myndi eflaust vegna þessarar skyldu verða opnað á nýjan leik. Morgunblaðið/Kristján GUÐRIJN María Kristinsdóttir safnstjóri fylgist nieð þegar Þorsteinn Ásgeirsson var að leggja parket á Norðurliúsið. skipuleggja sumardagskrána, en þar verður m.a. að finna Söngvökur í Minjasafnskirkjunni tvisvar í viku svo sem verið hefur síðustu ár. Einnig verða gönguferðir um eldri hverfi bæjarins í boði og þá er fyrir- hugað að bjóða upp á fornleifaskoð- unarferðir og einhverja viðburði í tengslum við nýju sýningarnar. I sumar verður þess einnig minnst að 100 ár eru frá því fyrst var plantað í Minjasafnsgarðinn, en þar var fyrsta trjáræktarstöð á Islandi. Af því tilefni verður garðurinn lagaður og eins stendur til að sýna hann og gróðurinn við valið tækifæri. „Við 1 teljum okkur vera með mjög fram- bærilegt efni, vandaðar sýningar og fjölbreytta sumardagskrá þannig að við vonum að fólk verði duglegt að sækja safnið," sagði Guðrún María. í framtíðinni sér hún fyi’ir sér að tekin verði upp samvinna við fleiri söfn í héraðinu, t.d. við Laufás, þar sem hægt yrði að setja upp sýningu tengda bændasamfélaginu og sjáv- arútvegsminjar yrðu sýndar í Hrís- ey og Grenivík. Akureyrarkirkj a Fjórða hjdnanám- skeiðið HJÓNANÁMSKEIÐ verður haldið í Safnaðai’heimili Akur- eyrarkirkju annað kvöld, fimmtudagskvöldið 25. mai’s. Leiðbeinendur eru sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir fræðslufulltrúi Þjóðkirkjunnar í Hólastifti og sr. Svavai- A. Jónsson sóknai’- prestur í Akui’eyrarkirkju. Á námskeiðinu er hugað að grundvelli og tilgangi hjóna- bandsins, ennfremur er sam- skiptum innan þess sérstakur gaumur gefinn. Námskeiðið samanstendur hvorki af fyrir- lestrum né miklum ræðuhöld- um heldur eru lögð verkefni fyinr hjónin og á milli þeto’a eru stutt innlegg frá leiðbeinendum. Námskeið þessi hafa notið mikilla vinsælda og er þetta fjórða hjónanámskeiðið sem haldið er í Akureyrarkirkju á tæpu ári. Alls hafa hátt í hund- rað hjón tekið þátt í hjónanám- skeiðum og hjónakvöldum sem þátttakendur á námskeiðunum skipuleggja sjálfu’. Næsta hjónakvöld er ráðgert eftir páska. Námskeiðið hefst kl. 20.30 annað kvöld og stendur í um það bil tvo og hálfan tíma. Skráning fer fram í Akureyrar- kirkju og er athygli vakin á því að námskeiðið nýtist bæði hjónaleysum sem hafa í hyggju að ganga í hjónaband og þeim sem gift hafa verið í lengri eða skemmri tíma. Geðverndarfélag Akureyrar 25 ára Athvarf fyrir geð- fatlaða brýn GEÐVERNDARFELAG Akureyrar á 25 ára afmæli á þessu ári, en áhuga- fólk um geðverndarmál á svæðinu tók höndum saman um stofnun þess 15. desember 1974. Félagið hefur haldið úti fræðsluriti, staðið að bókaútgáfu, stutt við geðheilbrigðisþjónustu í Akureyrarbæ og tekið til hendinni í þágu geðfatlaðra með ýmsu móti. Fyrstu árin naut félagið stuðnings Geðverndarfélags Islands og fékk ágóðahlut af happdrætti, en lengst af hafa árgjöld og styrkir staðið undir rekstrinum. Margir mikilvægir áfangar hafa náðst. Langbrýnasta verkefnið framund- an, sem komið er á rekspöl, er að koma upp athvarfi fyrir geðfatlaða í samvinnu við Akureyrarbæ og Rauða krossinn. Opinberir aðilar vita af þessari þörf og eru jákvæðir gagn- vart þvi að hefjast handa svo fljótt sem auðið er. Þó fjölmargt hafi áunnist í barátt- unni fyrir betri þjónustu og bættum hag geðsjúkra á Akureyri líkt og annars staðar á landinu vantar enn nokkuð upp á að svæðið geti borið sig saman við höfuðborgarsvæðið hvað gæði þjónustu varðar á öllum sviðum. Sumu verður aldrei náð vegna mann- fjöldamismunar og aðstöðumunar sem ekki verður jafnaður um fyrir- sjáanlega framtíð. Öðru væri auðvelt að ná með sameinuðu átaki lærðra og leikra. Hvað lengst hefur verið beðið eftir því að koma upp neyðarmótt- töku fyrir fómarlömb ofbeldis, jafn- öflugri og þeirri í Reykjavík. Alþekkt er að geðrænir kvillar geta sprottið af áfóllum takist ekki að koma við markvissri áfallahjálp á réttum tíma. Þó miklar framfarir hafi orðið á síð- ari árum; áfallahjálparteymi við bráðamóttökur sjúkrahúsa, aukinn skilningur og þekking hjá almenn- ingi, meii’i vilji heilbrigðisyfirvalda en oft áður, þarf enn að halda vöku áhugafólks um þessi efni og skora forsvarsmenn félagsins á fólk að mæta vel á aðalfund félagsins sem haldinn verður fljótlega. Héraðsdómur Norðurlands eystra Piltur dæmdur fyrir líkamsárás Þingmenn ræða atvinnuástandið á Képaskeri eftir helgi Mikill vilji til að leysa hinn bráða vanda .. _ Morgunblaðið/Kristján ÖXARNUPUR ÞH landaði um 4,5 tonnum af góðri rækju á Kópaskeri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.