Morgunblaðið - 24.03.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.03.1999, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lækningaforstjóri Landspítala um notkun á upplýsingum frá sjúkrahúsum Læknum heimilt að rannsaka séu leyfí fengin Hverfisnefnd Grafarvogs • • Oryggismynda- vél keypt HVERFISNEFND Grafarvogs hefur samþykkt að festa kaup á ör- yggismyndavél til notkunar í hverf- inu, en að sögn Knúts Halldórsson- ar, fulltrúa Ibúasamtaka Grafar- vogs í nefndinni, verður staðsetning hennar ákveðin síðar í samráði við lögregluna í Grafarvogi. Tilgangur slíkrar vélar yi’ði m.a. að koma í veg fyrir afbrot af ein- hverju tagi. Hverfísnefnd hefur falið Knúti að athuga tilboð á örygg- ismyndavélum og kveðst hann áaetla að verð á þeim sé í kringum 300 þúsund krónur. Á VEGUM Ríkisspítala er nú verið að semja reglur um notkun lækna á efni úr sjúkraskrám í rannsókna- skyni, að sögn Þorvaldar Veigars Guðmundssonar lækningaforstjóra. Hann segir lækna hafa heimild til að nota upplýsingar um eigin sjúklinga og frá eigin deild til rannsókna sé þess gætt að fá leyfi tölvunefndai' og vísindasiðanefndar. Jóhann Tómasson læknir gagn- rýndi samstarf lækna og Islenskrar erfðagreiningar í gi’ein í Morgun- blaðinu sl. laugardag og segir marg- ar rannsóknii- þeirra hæpnar. Setur hann spurningamerki við hvort læknum sé heimilt að nota efnivið frá starfi sínu við_ spítala til rannsókna- samstai’fs við IE. Verið er nú að semja reglur um ýmislegt er lýtur að rannsóknum og notkun á upplýsingum og segir lækningaforstjórinn vonast til að þær verði tilbúnar á næstu vikum. Eiga reglurnar að ná bæði til Land- spítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur. Þorvaldur Veigar segir siðanefnd hafa starfað á Landspítalanum í mörg ár og hún hafi til skamms tíma farið yfir beiðnir um slíka notkun á upplýsingum í lækningarannsókn- um. Sú nefnd starfi áfram og fái ákveðin mál til umfjöllunai’ þrátt fyr- ir að nú séu slíkar beiðnii’ einnig lagðar fyrir tölvunefnd og vísinda- siðanefnd heilbrigðisráðuneytis. Þor- valdur Veigar segh- lækna því hafa getað unnið með sinn efnivið í rann- sóknaskyni hafi þeir gætt þess að fá nauðsynleg leyfi hjá þessum aðilum. Ríkið semur við byggðasamlag um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra Samlagið tekur að sér þjónustu við fatlaða Morgunblaðið/Kristinn. UNDIRRITAÐUR var þjónustusamningur á milli félagsmálaráðuneytisins og byggðasamlags um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra í gær. Frá vinstri: Margrét Margeirsdóttir, deildarstjóri í félagsmálaráðuneyt- inu, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu, Bjarni Þór Einarsson, framkvæmda- stjóri SSNV, Geir H. Haarde fjármálaráðherra, Ágúst Þór Bragason, formaður SSNV, og Páll Pétursson fé- lagsmálaráðherra. ÞJÓNUSTUSAMNINGUR félags- málaráðuneytisins og byggðasamlags um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra vai’ undirritaður í ráðuneytinu í gær. Samningurinn, sem undiiritaður var af Gefr H. Haarde fjármálaráð- herra, Páli Péturssyni félagsmálaráð- herra og Ágústi Þór Bragasyni for- seta bæjarstjómar á Blönduósi, kveð- ur á um það að samlagið taki að sér að veita fótluðum með lögheimili í iqör- dæminu þá þjónustu sem þeir eigi rétt á samkvæmt lögum um málefni fati- aðra. Páli Pétursson sagði það talsvert mikilvægt byggðamál að færa verk- efni frá ríki í heimabyggð en öll sveitarfélögin í Norðurlandskjör- dæmi vestra gerðu með sér sam- starfssamning um stofnun og starf- rækslu byggðasamlagsins. Sveitarfé- lögin ákváðu síðan að samlagið skyldi strax taka yfir málefni fatl- aðra í stað þess að bíða eftir yfir- færslu þessara mála á landsvísu. Samningurinn tekur gildi 1. apríl og gildir til ársins 2001 en þá er gert ráð fyrir því að yffrfærslunni verði lokið. Svæðisskrifstofa lögð niður Byggðasamlagið tekur að sér verkefni sem áður voru í höndum Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Norðurlandi vestra, en Svæðisskiif- stofan verður lögð niður. Aliir starfs- menn skrifstofunnar fyrfr utan einn halda störfum sínum, en um er að ræða 55 starfsmenn. Byggðasamlag- ið mun sjá um að veita þjónustu og ráðgjöf og annast rekstur heimila og stofnana fyrir fatlaða á svæðinu. Ágúst Þór Bragason sagði að 138 fatlaðir einstaklingar væru á skrá Svæðisskrifstofunnar, en um 80 af þeim væru vfr-kir. Sturlaugur Tóm- asson, deildarstjóri í félagsmálaráðu- neytinu, sagði að kostnaðaráætlun þessa árs hljóðaði upp á 138,5 millj- ónir, þar af færu 137 milljónir í rekstur en 1,5 milljónir í stofnkostn- að. Kostnaðaráætlun næsta árs hljóðar upp á 160 milljónir, þar af fer 141 milljón í rekstur en 19 milljónir í stofnkostnað, en áætlað er að byggja nýtt sambýli sem mun kosta um 17 milljónir, en ekki hefur verið ákveðið hvar það muni rísa. Kostnaðaráætl- un ársins 2001 er um 170 milljónir, þar af 151 í rekstur en 19 í stofn- kostnað. Samningurinn sem undirritaður var í gær vai’ sá fimmti sem ráðu- neytið gerfr á þessu sviði því áður hafði verið samið við Akureyrarbæ, Félagsþjónustu Þingeyinga, Sveitai’- félagið Homafjörð og Vestmanna- eyjabæ. Sjálfstæðismenn í menningarmálanefnd Reykjavíkur Framkvæmdastjórn miðborgar Vara við útþenslu emb- ættismannakerfísins FULLTRÚAR Sjálfstæðisfiokksins í menningarmálanefnd Reykjavíkur minna á ítrekaðar viðvaranir sjálf- stæðismanna við „útþenslu embætt- ismannakerfis borgarinnar og þeirri óskilvirkni og kostnaði sem því fylg- ir“, segir í bókun þeirra á fundi menningarmálanefndar sl. mánu- dag þegar fjailað var um ráðningu menningarmálastjóra borgarinnar. Þeir Eyþór Arnalds og Júlíus Víf- ill Ingvarsson, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, sátu hjá við at- kvæðagreiðslu þar sem fulltrúar Reykjavíkurlistans lögðu til að Signý Pálsdóttir yrði ráðin. í bókun sinni fagna sjálfstæðismenn því hversu margir hæfir einstaklingar sóttu um stöðuna sem þeir segja endurspegla gróskumikið menning- ar- og listalíf borgarinnar. Júlíus Vífill sagði í samtali við Morgun- blaðið að með þessari afstöðu sinni væru sjálfstæðismenn á engan hátt að finna að ráðningu Signýjar í stöðu menningarmálastjóra. Þá segir í bókuninni: „Þeir sem eiga erindi við stofnanir borgarinn- ar kvarta yfir hversu flókið það er orðið að koma málum að og finna þeim réttan farveg innan borgar- kerfisins. Menningarmál eru mikil- vægur málaflokkur og mæla ýmis rök fyrir hinni nýju stöðu menning- armálastjóra. Sú staða mun hins vegar að óbreyttu bæta við einu stjómstigi enn sem þyngir ákvarð- anatökur og seinkar afgi’eiðslum. Til þess að létta stjórnkerfið bend- um við á hagkvæmni þess að menn- ingarmálastjóri starfí sjálfstætt og svari beint til borgarráðs en ekki gegnum forstöðumann þróunar- og fjölskyldudeildar. Einföldun þessi myndi spara aimannafé." Kristín Einars- dóttir ráðin BORGARRÁÐ sam- þykkti samhljóða á fundi sínum í gær að ráða Kristínu Einars- dóttur, fyrrverandi al- þingismann, sem fram- kvæmdastjóra mið- borgarinnar. Áður hafði nýskipuð mið- borgarstjórn falið Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgar- stjóra og Þorkatli Sig- urlaugssyni, fuiltrúa í miðborgarstjóm, að ganga til viðræðna við Ki’istínu. Gert er ráð fyrir því að hún hefji Kristín Einarsdóttir störf um miðjan maí nk. Kristín er lífeðlis- fræðingur að mennt frá Háskólanum í Ósló. Hún var kjörin á þing árið 1987 sem fulltrúi Samtaka um kvennalista og sat á þingi til ársins 1995. Hún starfar nú hjá Lyfjaþróun, rann- sóknar- og þróunar- fyrirtæki í lyfjafræði. Kristín er gift Krist- jáni Má Sigurjónssyni verkfræðingi. Eiga þau tvo syni og eitt barnabarn. Mikil aukning slysa á snjóbrettum Iðkendur skortir þjálfun Fundi með hershöfð- ingja NATO frestað FUNDUR sem Samtök um vestræna samvinnu ætluðu að halda með Klaus Naumann, hershöfðingja og yfinnanni hermálanefndar Atlantshafs- bandalagsins hjá NATO, fimmtudaginn 25. mars hefur verið frestað vegna ástandsins í Kosovo. TÖLUVERT hefur borið á því að undanförnu að iðkendur snjóbretta hafi slasast er þeir hafa verið að renna sér niður skíðabrekkurnar. Að sögn Jóns Baldurssonar, yfirlæknis siysadeildar Sjúkrahúss Reykjavík- ur, hefur verið sláandi við þessi slys að enginn af þeim sem hann hefði fengið inn á slysadeild hefði fengið nokkra kennslu eða þjálfun í notkun brettanna. Kvaðst Jón hafa spurt fjölda fólks út í þetta. Jón sagði að það væru aðallega unglingar eða fólk upp að tvítugu, sem kæmi á slysadeildina vegna þessara slysa. Hann sagði dæmi um að fólk hefði hlotið mjög alvarlega áverka, eins og hálsbrot og hryggjaráverka, eftir að hafa dottið á snjóbrettum. Hann sagði að það benti allt til þess að fólk fengi sér svona útbúnað og færi síðan beint í brekkurnar að gera alls konar kúnst- ir án nokkurrar þjálfunar eða til- sagnar. Jón sagði að snjóbrettin væru nýj- ung og að það fólk sem kæmi slasað inn á siysadeiid vegna þeirra væri hrein viðbót við það fólk sem kæmi slasað vegna notkunar venjulegra skíða. I tilkynningu sem búðin Týndi hlekkurinn sendi frá sér segir að undanfarin ár hafi námskeið fylgt öllum seldum snjóbrettum í búðinni en að misjafnt sé hvort fólk nýti sér það eða ekki. Einnig kemur fram í til- kynningunni að í vetur hafi farið fram kennsla á vegum Snjóbrettadeildar Fram. Þá er bent á það að stór hluti snjóbrettaiðkenda séu byrjendur á þeim aldri sem eigi það til að ofmeta getu sína við íþróttaiðkun. Nordjobb Enn nokkur störf í boði NORDJOBB er samnorrænt verkefni sem miðiar sumar- vinnu og húsnæði á Norður- löndum. Ár hvert fer hátt á annað hundrað íslenski-a ung- menna utan á vegum Nor- djobb. Nú þegar líður að lokum umsóknarfrests er ennþá fjöldi starfa í boði. Því hefur verið ákveðið að framlengja frestinn til 9. apríl nk. Umsóknareyðu- blöð og upplýsingar fást hjá Norræna félaginu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.