Morgunblaðið - 24.03.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.03.1999, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Stikkprufur úr æfíngabúðum TONLIST Smári ÓPERETTA Leðurblakan eftir Jóhann Strauss . Söngtextar: Richard Genée. Söngv- arar: nemendur Söngskólans í Reykjavík. Elísa Sigríður Vilbergs- dóttir / Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir / Sigurlaug Knudsen / Svana Berg- lind Karlsdóttir / Þóra Gylfadóttir (Rósalinda von Eisenstein), Gissur Páll Gissurarson / Hrólfur Sæ- mundsson / Þorsteinn Guðmunds- son (Gabríel von Eisenstein), Bryn- hildur Björnsdóttir / Guðríður Þ. Gísladóttir / Margrét Árnadóttir / Sigrún Pálmadóttir / Þórunn Día Steinþórsdóttir (Adele), Hjálmar P. Pétursson (Benjamín Falke), Jónas Guðmundsson (Alfred), Arndís Fannberg / María Mjöll Jónsdóttir / Nanna María Cortes / Ragnheið- ur Hafstein / Rósalind Gísladóttir (Orlofsky fursti), Tryggvi Helgason (Dr. Blind), Þórhallur Barðason (Frank fangelsisstjóri), Þóra S. Guðmannsdóttir (Ida dansmær). Sögumaður: Arndís Fannberg / Guðríður Þ. Gísladóttir / Kristveig Sigurðardóttir / María Mjöll Jóns- dóttir / Sigurlaug Jóna Hannes- dóttir. Kór: ofantaldir + Kór nem- enda grunndeildar. Píanó: Iwona Jagla. Stjórnandi: Garðar Cortes. ísl. texti: Jakob Joh. Smári. Leik- gerð, Ieikstjórn, stytting og stað- færsla: Ása Hlín Svavarsdóttir. Smára, tónleikasal Söngskólans á Veghúsastíg, sunnudaginn 21. marz kl. 20:30. ÞÝZK-AUSTURRÍSKA óper- ettuhefðin, sem spratt af frönskum óperettum Offenbachs á miðri 19. öld, stóð í um 100 ár; lauk með meistaraverkum Ungverjanna Lehárs og Kálmáns á fyrri hluta þessarar aldar. Þó að umhverfí óperettnanna og gamansamar mis- gripaflækjur tilheyri nú löngu liðn- um tíma og staðháttum, og fyrir- myndir Norðurlandabúa haJfí í millitíðinni færzt frá þýzku yfír á engilsaxneskt menningarsvæði, má merkilegt heita hvað enn er upp- fært mikið af þessari broddborg- aradægradvöl síðustu evrópsku keisaraveldanna. Það er fyrst og fremst tónlistinni að þakka, og Leðurblaka Jóhanns Strauss yngri frá 1874 er líklega, ásamt Kátu ekkju Lehárs, sú þýzk óperetta frá eldra skeiði sem er hvað auðugust af sígOdum eyrnaglennum. Til stendur, að manni skilst, að færa upp Leðurblökuna á fjölum Islenzku óperunnar á vori kom- anda. Það var því ekki óviðeigandi fyrir Söngskólann í Reykjavík að efna til nemendasýninga á sama verki nú og veita nemendum og aðstandendum þannig forsmekk á „alvörusýningu“ óperettu, sem reynzt hefur mörgum aðþrengdum óperufélögum þaift en verðskuld- að kassastykki. Tónleikasalurinn Smári á Veghúsastíg er vitanlega í allra smæsta lagi fyrir fjölmenna sýningu sem þessa, en úr því að Töfraflauta Mozarts var sett þar upp í fyrra (sem undirr. sá ekki), hefur væntanlega allt þótt hægt. Það má líka til sanns vegar færa, að í leikgerð Ásu Hlínar Svavars- dóttur gekk kraftaverki næst hvað tókst að koma fyrir á örlitla svið- inu. M.a.s. náðu sígaunakonur úr Carmen - að vísu með herkjum - að svipta þar pilsum í veizlu Orlof- skys, og litskrúðugir kvöldverðar- búningar frá samtímanum, ásamt fjörugum hreyfingum og innlifuð- um andlitsfettum, gerðu furðumik- ið til að breiða yfir þá staðreynd, að sviðið var nokkrum sinnum of lítið. Þokkalegur píanóleikur Iwonu Jagla kom hins vegar skilj- anlega ekki í stað hljómsveitar, og setti það ákveðinn „fyrirsöngs“- eða æfíngarsvip á uppfærsluna. Sá svipur minnkaði ekki við það, að margir einstaklingar skiptust á sama hlutverki, aðallega í kven- röddum, og mátti þar af gruna, að hvað fríðara kynið varðar hafi færri komizt að en vildu. Svo rammt kvað að því, að í nokkrum tilvikum var skipt um einsöngvara milli erinda í sömu aríu, og gerði það flækjukómedíuna sem fyrir var enn skrautlegri, svo vægt sé til orða tekið. Hér mátti - á einni og sömu sýningu - t.a.m. heyra fímm Rósalindur, fímm Adelur, fimm Orlofskya og fímm sögumenn (allt konur), en að vísu aðeins þrjá pilta í hlutverki Gabriels von Eisen- stein. Þó að margt væri vel sungið, var getuskalinn harla breiður, eins og vænta mátti með slíku íyrirkomu- lagi. Nemendur voru misjafnt komnir í námi og spannaði færni þeirra nærri því frá byrjunarstigi og h.u.b. fram á lokastig, en jafnvel þótt fleira kæmi ekki til, myndi þátttakendamergðin ein útiloka all- an samanburð í stuttri umfjöllun. Ohætt er þó að hrósa kómum sér- staklega fyrir hljómmikinn og hressilegan söng, þrátt fyrir yfir- vikt í kvenröddum, og þarf greini- lega ekki að leita langt að endur- nýjun í einn glæstasta óperukór N- Evrópu, kór Islenzku óperunnar, þegar þar að kemur. Það bezta sem nefna má um sýninguna í heild var hið smitandi æskufjör ungu söngvaranna, sem gerði mikið til að hressa við svolít- ið uppdagað leikumhverfi verks- ins. Það versta er áðurgetinn æf- ingabúðabragur með tíðum og truílandi hlutverkaskiptum, sem gerði að verkum, að uppfærslan höfðaði tæplega til annarra sýn- ingargesta en þröngs hóps nán- ustu aðstandenda. Ríkarður Ö. Pálsson Röppuð ljóð og sí- gild í franskri ljóðaveislu Sýningum lýkur Listasafn ASÍ, Ásmundarsalur SÝNINGUM Sigridar Valtin- gojer og Kristínar Isleifsdótt- ur lýkur á sunnudag. Sigrid sýnir grafíkmyndh- þar sem myndmálið vísai' til arftekinna tákna og náttúruforma. Kveikjan að verkum Kristínar eru málshættir sem hún flokk- ar niður eftir orðum eða inn- taki. Sýningarnar eru opnar dag- lega frá kl. 14-18. Fundur í Grikklands- vinafélaginu GRIKKLANDSVINA- FÉLAGIÐ Hellas heldur fund í Kornhlöðunni við Banka- stræti kl. 20.30 á morgun, fímmtudaginn 25. mars, á þjóðhátíðardegi Grikkja. Sig- urður A. Magnússon rithöf- undur minnist frelsisbaráttu Grikkja á síðustu öld, Alda Amardóttir leikari les ljóð og Jóhanna Þráinsdóttir þýðandi flytur erindi um háðfúglinn Lúkíanos sem uppi var á annarri öld eftir Krists burð og lesið verður úr verkum hans. Allir eru velkomnir. KRISTÍN Lilja Eyglóardóttur, Fjölbrautaskóla Vesturlands, og Birna Þórarinsdóttir, Menntaskól- anum í Reykjavík, hlutu verðlaun í samkeppni um Flutning á frönskutn ljóðum sem fram fór laugardaginn 20. mars, á alþjóða- degi franskrar tungu. Kristfn Lilja rappaði „Paradisiaque" eftir Mc Solaar og Birna flutti Ijóð Pré- vert „Déjeuner du matin“. Verð- launin voru 12 daga ferð til Frakklands í sumar. Nemendur úr FB, FV ísafirði, MR, FS Kefla- vík, MH, MK og Versló hlutu orðabækur í verðlaun, en aðrir þátttakendur fengu bækur. Það var Félag frönskukennara með fulltingi franska sendiráðsins sem stóð fyrir þessari ljóðaveislu þar sem 19 nemendur úr 10 fram- haldsskólum fóru með margar perlur franskra bókmennta. Vin- sælustu höfundarnir voru Jacques Prévert, Paul Verlaine og rapp- skáldið Mc Solaar. Dómnefndin var skipuð Colette Fayard, forstöðumanni Alliance Fran?aise, Þór Tulinius leikara og Thor Vilhjálmssyni rithöfundi. Sljórnandi keppninnar var Fanný Ingvarsdóttir formaður FFI. Morgunblaðið/Kristinn VINNINGSHAFARNIR í ljóðasamkeppninni: Kristín Lilja Eyglóar- dóttir og Birna Þórarinsdóttir ásamt Emmanuel Mannoni frá franska sendiráðinu og Thor Vilhjálmssyni, formanni dómnefndar. PERLA María Hauksdóttir og Vigdís Björg Sigurgeirsdóttir syngja hlutverk vondu systranna í Oskubusku. / Nemendur Operu- iðjunnar syngja í Salnum ÓPERUIÐJAN, söngdeild Tónlist- arskóla Kópavogs, flytur óperuna Bridsleikarann eftir tónskáldið Samuel Barber í Salnum í Kópa- vogi í dag, miðvikudag, kl. 18. Óperan er 10 mínútna löng kamm- erópera. Ennfremur flytja nem- endurnir atriði úr óperunum Dido og Eneas eftir Henry Purcell, Or- feusi eftir Christoph Willibald Gluck, Brúðkaupi Figaros eftir Mozart, Hans og Grétu eftir Engil- bert Humperdinck, Öskubusku og Rakaranum frá Sevilla eftir Gi- oacchino Rossini og Töfraskytt- unni eftir Carl Maria von Weber. Leikstjóri er Anna Júlíana Sveins- dóttir, söngkennaii skólans. Undir- leikari á píanó er Rrystyna Cortes. Þeir nemendur sem koma fram eru Anna Hafberg, Aðalheiður Margrét, Perla María Hauksdóttir, Oddný Sigurðardóttir, Helga Heimisdóttir, Hulda Jónsdóttir, Vigdís Björg Sigurgeirsdóttir og Þórhalla Stefánsdóttir. Leturlist og ýmis MYIVPLIST Gallerí Listakot LETUR SOFFÍA ÁRNADÓTTIR Opið frá 12-18 virka daga, 11-16 laugardaga og 13-16 sunnudaga. Sýningin stendur til 28. mars. ÞAÐ er engum blöðum um það að fletta að Soffía Árnadóttir er besti leturlistamaður sinnar kynslóðar en því miður hafa allt of fáir tileinkað sér skrift sem tæki til listrænnar sköpunar. Islendingar eru þó svo heppnir að eiga þrjá framúrskarandi starfandi listamenn á þessu sviði, en það eru auk Soffíu þeir Torfi Jóns- son og Gunnlaugur S.E. Briem. Saga skapandi skrifara eða letur- listamanna er auðvitað nærri jafn- gömul ritlistinni sjálfri en þó má segja að orðið hafí eins konar endur- vakning um síðustu aldamót, ekki síst fyrir áhrif manna á borð við Ed- ward Johnston sem enduruppgötv- uðu gömul stafform og aðferðúnar til að skrifa þau. Tuttugasta öldin hefur síðan verið samfelldur rena- issanee í ritlistinni og upp hafa kom- ið margir stórkostlegir listamenn sem fyrst og fremst hafa fengist við skrift og letur. Þótt leturlistin sé í eðli sínu nokkuð íhaldssöm og letur- listamenn sér mjög meðvitandi um sögu greinarir.nar og verk forvera sinna hefur þróunin á þessari öld orðið hröð og fram hafa komið nýj- ungar sem stundum eru nefndar „frjáls“ skrift, en eru í raun svo margar og mismunandi að þær verða ekki felldar undir einn hatt. Eins og flesth- letm'listamenn hef- ur Soffía vald á ótal stíltegundum en áhugi hennar hefur þó einkum beinst að miðöldunum og því letri sem þá var notað. Miðaldirnar voru einmitt tími mikilla umbrota í leturlist, ekki síður en tuttugasta öldin. Gjarnan er sagt að þessi umbrot hefjist á tímum Karlamagnúsar með þeirri skrift sem þróaðist við hirð hans. Þar voru end- urvakin rómversk stafform sem týnst höfðu og mikil áhersla lögð á falleg form og skreytingar bæði í bókagerð og áletrunum. Þau staf- fonn sem Soffía beitir í flestum verk- unum á sýningunni í Listakoti byggj- ast á karólínskri skrift en endur- spegla þó líka margt úr rómanesk- unni á elleftu og tólftu öld, en þá voru gerðar miklar tilraunir með letur ekki síður en á öðrum sviðum lista. Vald Soffíu á þessum leturstíl endur- speglast í því að á sýningunni má efni LEIRSKÁL eftif Soffíu Árna- dóttur með texta úr Hávamálum. bæði sjá verk sem unnin eru í hefð- bundnum sögulegum stíl og verk þar sem hún fer frjálslegar með formin og leikur sér að þeim á ýmsa lund. Sambandið milli hefðbundinna stafagerða og nýrra eða „frjálsari" forma sést líka vel á sýningunni. Þar má einmitt sjá hlið við hlið annars vegar pappírsverk þar sem Soffía hefur skrifað faðirvorið á latínu með frumgotnesku letri, skrauti og gyll- ingu, og hins vegar mikla plötu úr ís- lensku grágrýti þar sem faðirvorið á íslensku hefur verið sandblásið í steininn efth' frumskrift hennar með einkar fínlegri frjálsri skrift. Eitt það athyglisverðasta við þessa sýningu er að sjá hvernig Soff- ía er farin að vinna með letur í mis- munandi efni. Hún sýnir allmarga leh'muni sem sumh' eru með áletrun- um en aðrir gerðir þannig að lehnnn er beinlínis skorinn út í stafí svo hluturinn virðist vera samsettur úr bókstöfum. Loks er að nefna stærsta verkið á sýningunni, en það er stuðlabergssúla með áletrun. Á þennan mikla stein hefur Soffía ritað úrskurð Þorgeirs Ljósvetningagoða þegar hann fjallaði um trúmál Is- lendinga fyrir kristnitökuna fyrir nær þúsund árum. Þessi súla er framlag Soffíu til þess að við minn- umst senn þessara miklu tímamóta og vonandi verður henni komið fyrir á góðum stað því vart er hægt að hugsa sér heppilegri minnisvarða. Sýning Soffíu er ekki einasta til vitnis um færni hennar og hug- myndaauðgi, heldur er hún líka áminning um það hve sorglega við höfum vanrækt þetta mikilvæga listasvið, leturlistina. Vonandi verður framhald á sýningarhaldi af þessu tagi því aðeins þannig má vekja áhuga og skilning bæði áhorfenda og nýrra kynslóða listamanna. Jón Proppé
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.