Morgunblaðið - 24.03.1999, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 24.03.1999, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1999 51 + Bæring Þor- björn Þor- björusson fæddist á Jökulfjörðuin í Grunnavíkurhreppi hinn 12. apríl 1904. Hann lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði 16. mars síðastlið- inn. Foreldar hans voru hjónin Þor- björn Guðmundsson og Guðrún Al- bertína Jensdóttir. Bæring átti sex al- systkini, þrjár syst- ur og þrjá bræður, Sigríði, Elinu og Friðriku, Stef- án, Pál og Jón, og tvo hálfbræð- ur samfeðra, Albert og Sigurð. Systkini Bærings eru nú öll lát- in nema Sigríður, Friðrika og Sigurður. Hinn 30. mars 1929 kvæntist Bæring Ólöfu Elínborgu Jak- obsdóttur, f. 8. ágúst 1906, d. 10. okt. 1989. Bæring og Ólöf áttu fjögur börn. Þau eru: 1) Guðrún, húsmóðir, f. 24. des. 1928, búsett í Hafnarfirði, gift Mikill víkingur og sægarpur hef- ur lagt upp í sína hinstu fór. Fóstri minn, Bæring Þorbjömsson, var ættaður frá einhverju alharð- býlasta horni þessa lands, Horn- ströndum. Hann bar það alla tíð með sér úr hvaða umhverií hann kom og ólst upp í. Hann var óskap- lega harður af sér, hraustur og vinnusamur. Lífsbaráttan á Ströndum var í byrjun þessarar aldar, eins og líklega á fyrri öldum einnig, ótrúlega hörð og ætla má að einungis þeir hraustustu hafi lifað barnsárin af. Bæring var alla tíð mjög heilsuhraustur og hafði fóta- vist fram á síðasta dag og þá vant- aði hann aðeins 26 daga í 95 ára af- mælið. Bæring ólst upp á ýmsum stöð- um á Ströndum og vann þar sem vinnumaður þangað til hann flutt- ist til Hnífsdals 1927. Fljótlega eft- ir að hann kom til Hnífsdals fór hann til sjós og má segja að sjó- mennskuna hafi hann stundað að mestu leyti óslitið næstu fimmtíu og fimm árin, að undanteknum nokkrum vetrum er hann vann í landi við fiskvinnslu. Árið 1928 keypti Bæring lítinn árabát, sem hann nefndi Unu og reri á vor og sumar næstu þrjú ár- in, en þá setti hann vél í bátinn og stundaði hann þessa róðra á Unu nær óslitið til 1985, fyrst frá Hnífs- dal til 1939, er hann fluttist til ísa- fjarðar, og síðan frá Hafnarfirði en þangað fluttist hann 1974. Sjó- mennskuna stundaði Bæring þannig að hann reri á Unu vor og sumar fyrstu árin, en var á stærri bátum haust og vetur. í nokkur ár reri hann á Unu allt árið og man ég eftir mörgum sjóferðum fóstra míns að vetrarlagi þegar hann varð að byi'ja á því í birtingu hvers dags að moka snjó út úr trillunni sinni og hreinsa, áður en hægt var að leggja af stað í róður. Það var oft kuldalegt á þessum vetrardögum þegar hann var að koma að landi, þessi litli opni bátur allur klaka- brynjaður með aflann að hluta stokkfreðinn. Þá var kuldalegt að standa í slægingu í kuldanepju, með hálffrosna ullai-vettlinga á höndunum. Enginn nema sá sem upplifað hefur þessa lífsbaráttu vestur við Djúp getur gert sér í hugarlund hversu hörð þessi lífsbarátta var. Aldrei man ég samt eftir því að fóstri minn hefði oi'ð á þessu eða kvartaði undan vinnuálagi, eins og þetta heitir nú víst í dag. Ahuginn og lífsbjargarviðleitnin virtist vera öllu öðru yfirsterkari. Ég reri með fóstra mínum nokkrar vertíðir og var þá að mestu leyti í landi, en fór þó nokkrum sinnum með honum á sjóinn og kynntist þá að nokkru Halldóri Einarssyni netagerðarmeist- ara, d. 16. apríl 1979. 2) Margrét, f. 13. júlí 1931, búsett í Bandaríkjunum, gift Tom Lawler, d. 1981. 3) Kristinn, rafvirkjameistari, f. 12. júlí 1937, kvæntur Bryndísi Sigurðardóttur sjúkraliða, búsett í Svíþjóð. 4) Ólafur, sjómaður, f. 9. okt. 1943, d. 20. nóv. 1982, kvæntur Öldu Aðalsteinsdóttur hjúkrunar- fræðingi, búsett í Garðabæ. Stjúpsonur Bærings og sonur Ólafar er Asgeir Valhjálmsson, tæknifræðingur, f. 16. júní 1927, kvæntur Sigurlínu Krist- jánsdóttur Ijósmóður, búsett í Garðabæ. Útför Bærings fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í kirkju- garðinum í Görðum. þessu sjómannslífi. Ég held að ég hafi haft gott af þessu, ég kynntist hugsunargangi, vinnusemi og nægjusemi manns af kynslóð sem er að kveðja og sem hefur miklu af- rekað í uppbyggingu okkar vel- ferðarþj óðfélags. Fóstri minn reri á Unu alla tíð að mestu einn, dró línuna á hönd- um, því fyrstu áratugina voru eng- in línuspil í þessum litlu bátum. Það var mjög erfitt að draga línuna á hnýfli á djúpu vatni því það þurfti jafnframt að draga bátinn áfram og í vondu veðri var þetta þræla- vinna. Þrátt fyrir hrjúfa yfirborðs- hörku fóstra míns var hann mikið ljúfmenni og gerði áreiðanlega engum miska að yfirlögðu ráði. Hann kom sér alls staðar vel hvar sem hann fór og þótti góður starfs- maður, áreiðanlegur, orðheldinn og hinn besti drengur. Ég kveð fóstra minn með sökn- uði og þakklæti, hann var mér alla tíð sem besti faðir og félagi. Ég bið honum blessunar á þeim leiðum sem hann hefur nú lagt út á og kveð hann með mikilli 'virð- ingu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Ásgeir Valhjálmsson. Elsku Bæring afi okkar hefur nú kvatt þennan heim eftir langan og farsælan ævidag. Það eru margar góðar minningarnar um hann afa í huga okkar. Heimsóknir til hans í skúrinn í Hafnarfjarðarhöfn voru skemmtilegar, þar sem hann var að beita og á leiðinni út á sjó. Sjó- mennskan var honum allt enda reri hann trillunni Unu í rúm 50 ár. Það var ótrúlegt að sjá hvað hann var duglegur, viljasterkur og kraftmik- ill. Gafst aldrei upp. Það var einmitt þessi kraftur sem einkenndi £ifa svo mikið, hann var alltaf á ferðinni, þurfti alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni. Hann spilaði mikið og tók virkan þátt í fé- lagslífinu á Hrafnistu. Það er held- ur ekki hægt að gleyma því hversu ljúfur Bæring var. Þrátt fyrir háan aldur var hann alltaf vel með á nót- unum og fylgdist vel með því hvað gerðist í lífi okkar. Það var alltaf gott að koma til Bærings, fá litla kók og súkkulaðimola. Sjóferðin með afa á trillunni Unu verður alltaf í huga okkar. Það var bæði gaman og fróðlegt að fylgjast með honum úti á sjó. Hann kunni sko réttu handtökin. Hún er líka minn- isstæð ferðin sem við fórum með afa til Hveragerðis fyrir nokkrum árum en þá sagði hann okkur frá ævi sinni sem er búin að vera við- burðarík. Það var gaman að heyra sögur af sjónum og hvemig lífið var fyrir vestan á árum áður. Einnig talaði hann um breytingamar í heiminum. Hann var ánægðastur með myndbandstækið enda hafði hann gaman af því að horfa á góðar spólur og átti hann orðið gott safn af spólum. Hann var duglegur að heimsækja leigumar og einnig fór- um við oft með honum í Kolaportið til að líta á úrvalið þar. Bæring var einstakur maður sem kenndi okkur margt í sambandi við lífið og tilvemna og verðum við æv- inlega þakklátir fyrir það. Við bræðurnii- og fjölskyldur okkar kveðjum Bæring afa með söknuði. Megi góður Guð ávallt varðveita hann og blessa. Jón Óli og Þór Bæring. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ANNA SVEINSDÓTTIR, Hraunbraut 30, Kópavogi, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur mánudaginn 22. mars. Gunnar Valgeirsson, Guðni Gunnarsson, Guðbjörg Sigþórsdóttir, Sigríður Gunnarsdóttir, Þorsteinn Hermannsson, Sigurbjörg Anna Guðnadóttir, Guðmundur Friðrik Georgsson, Guðrún Rósa Guðnadóttir, Benedikt Þór Leifsson, Elinborg Þorsteinsdóttir, Jón Pálmar Sigurðsson, Gunnar Þorsteinsson, Brynjar Heigi Guðmundsson. + Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞORLEIFUR EINARSSON prófessor, lést í Þýskalandi mánudaginn 22. mars. Jarðarförin verður auglýst síðar. Gudrun Bauer, Ásta Þorleifsdóttir, Halldór Björnsson, Einar Þorleifsson, Nathalie Jacquminet, Kristín Þorleifsdóttir, Ólafur Ólafsson, Björk Þorleifsdóttir, Lilja Steinunn, Diljá, Þorleifur og Tómas Orri. BÆRING ÞORBJÖRN ÞORBJÖRNSSON + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, AÐALSTEINN BRAGI AGNARSSON, Hæðargarði 33, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstu- daginn 26. mars kl. 15.00. Erling Aðalsteinsson, Ragnheiður Jónsdóttir, Viggó Bragason, Hulda Lilliendahl, Brynjar Örn Bragason, Jóhanna Kjartansdóttir, Heiðar Þór Bragason, Hilmar Bragason, íris H. Bragadóttir, Gunnar Bernburg, Agnes Bragadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, IÐUNN E. S. GEIRDAL, Engihjalla 19, Kópavogi, lést á kvennadeild Landspitalans mánudaginn 22. mars. Steinar Geirdal, Vigdís Erlingsdóttir, Elvar Geirdal, Edda Pálsdóttir, Marella Geirdal, Ari E. Jónsson, Margrét Geirdal, barnabörn og barnabarnabörn. + Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN H. JÓHANNSSON, Skagfirðingabraut 43, Sauðárkróki, andaðist á Sjúkrahúsi Skagfirðinga fimmtu- daginn 18. mars. Hann verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 27. mars kl. 11.00. Sigríður Árnadóttir, Ásmundur Jónsson, Ragnheiður Kjærnested, Rannveig Jónsdóttir, Alois Raschhofer, Árni Jónsson, barnabörn og barnabarnabarn. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓSKAR E. LEVY, Ósum, Vatnsnesi, lést á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga mánu- daginn 15. mars síðastliðinn. Útför hans fer fram frá Vesturhópshólakirkju í dag, miðvikudaginn 24. mars kl. 14.00. Jarðsett verður í heimagrafreit að Ósum. Rútuferð verður frá Hvammstanga kl. 13.00. Sesselja Eggertsdóttir, Jónína Edda Ó. Levy, Guðmundur Víðir Vilhjálmsson, Guðmann Ó. Levy, Knútur Arnar Óskarsson, Eggert Ó. Levy, Álfhildur Pálsdóttir og fjölskyldur. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við and- lát og útför ástkærs eiginmanns mins, föður okkar, tengdaföður og afa, ANDRÉSAR KRISTJÁNS GUÐLAUGSSONAR húsasmíðameistara, Langholtsvegi 48. Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunar- fólki á deild A-7 á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og hjúkrunarþjónustunni Karitas fyrir hlýlegt viðmót og hjúkrun. Pálína Júlíusdóttir, Júlíus Hafsteinsson, Ingibjörg Richter, Rannveig Andrésdóttir, Sveinn Finnbogason, Björg Andrésdóttir, Einar H. Einarsson, Þorieifur Andrésson, Ragnheiður Valgarðsdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.