Morgunblaðið - 24.03.1999, Síða 66

Morgunblaðið - 24.03.1999, Síða 66
Shakespeare aldrei vinsælli Byrjaðu daglnn snemraa 66 MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM Star Trek kemur á óvart Herramað- urinn sem greiðir leiguna ÞÓTT Kenneth Branagh hafi ver- ið manna ötulastur í að setja Shakespeare upp á hvíta tjaldinu hreifst unga kynslóðin fyrst fyrir alvöru þegar Leonardo DiCaprio lék Rómeó. Nú hefur Gwyneth Paltrow fest breska leikskáldið í sessi fyrir alvöru með frammi- stöðu sinni í Shakespeare ást- föngnum. Holiywood er hugfang- ið af skáldinu og þá þarf ekki að spyrja að leikslokum; þegar er byrjað að klingja í peningaköss- unum í Stratford, fæðingarstað leikskáldsins. „Vinsældir Shakespeares hafa aldrei verið meiri,“ segir talsmað- ur Konunglegu Shakespeare- smiðjunnar, Kate Hunter, og hlakkar til sumarsins þegar leik- húsferðalangar leggja leið sína til Stratford. Hún er himinlifandi yf- ir viðtökum myndarinnar Shakespeare ástfanginn, sem fékk sjö óskarsverðlaun, en það er skálduð frásögn af ástarlífi leik- skáldsins. „Þetta kemur sér afar vel fyrir viðskiptin; sannkölluð himnasending fyrir allt sem við- kemur Shakespeare." Knginn rithöfúndur hefur verið kvikmyndaður oftar en Shakespe- are. Gerðar hafa verið 309 kvik- myndir byggðar á leikritum hans og 41 kvikmynd sem lauslega er byggð á þeim. Áhugi Hollywood hefur vakið forvitni ungmenna á leikritum hans, sem sum hver hafa lært texta Shakespeares ár- um saman í skólum af kvöð en ekki ástríðu. „Þetta er mikið happ fyrir ferða- mannaiðnaðinn í Stratford, einkum vegna erlendra ferðamanna,“ segir Hunter. „Þetta gerðist líka í sam- bandi við [myndina] Rómeó og Júl- íu. Shakespeare er gerður að- gengilegur fyrir ungu kynslóðina." Vinsældir Shakespeares ást- fangins eru þegar farnar að skila sér. Bókanir hjá Konunglega Shakespeare-leikhúsinu fyrir næsta sumar eru komnar vel yfir 200 milljónir króna. Tónlistar- sljóri leikhússins, Stephen War- beck, vann óskarsverðlaun fyrir tónlist sína og leikaralisti mynd- arinnar var eins og um uppfærslu í leikhúsinu hefði verið að ræða. „Joseph Fiennes var hjá leik- húsinu, Anthony Sher er enn með okkur, Judi Dench hóf feril sinn hjá okkur,“ segir Hunter. Shakespeare var valinn maður árþúsundsins í skoðanakönnun BBC um síðustu áramót. Judi Dench, sem fékk óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki sem Elísabet I Englandsdrottning í Shakespeare ástföngnum, var manna fyrst til að viðurkenna þá skuld sem hún á leikskáldinu að gjalda: „Hann er kunnur á heimili okkar sem herramaðurinn sem greiðir leiguna." „ÞETTA kom okkur mikið á óvart vegna þess að þetta er 63% stærri opn- un en Star Trek liefur nokkurn tíma náð á íslandi áður,“ segir Einar Logi Vignisson hjá Háskólabíói en Star Trek- myndin Uppreisnin tók risastökk í efsta sæti kvikmyndaiistans um helgina. „Við fundum það strax þegar við vorum að frumsýna myndina fyrir trekkara að hún féll í mjög góð- an jarðveg hjá þeim og þykir betri en myndirnar tvær á undan. Við vorum með mjög stóra forsýn- ingu með þeim öllum og þeir voru rosalega ánægðir með myndina.“ Italska óskarsverðlaunamyndin Lífið er fallegt með spéfuglinum Roberto Benigni heldur öðru sætinu og má búast við að gengi myndarinn ar verði ekki síðra um næstu helgi eftir gott gengi á óskarshátíðinni vestanhafs þar sem hún vann til góðra verðlauna. Þá má búast við að Shakespeare ástfanginn haldi í það minnsta stöðu sinni á listanum eftir góða uppskeru sjö verðlauna á hátíð- inni. Nýju myndirnar Mighty Joe Young og Lock Stock & Smoking Barrels gera það ágætt og hreiðra um sig meðal efstu mynda. Fiennes með Paltrow á dansgólfinu í Shakespeare ástföngnum en hann hóf ferilinn hjá Konunglega Shakespeare-leikhúsinu. JUDI Dench fékk óskarinn fyrir kraftmikla túlkun sína á Elísabetu I. VINSÆLUSTU KVIKMYNDIR A ISLANDIM,* Nr. 17, 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. EE var jvikur; Mynd Framl./Dreifing Ný i - j Star Trek Insurrection (Uppreisnin) UIP (3) ; 2 : La Vita e Belle (Lífið er follegt) Melampo C Ný ! - : Mighty Joe Young (Jói sterki) Buena Vista (1) j 6 j A Bug's Life (Pöddulíf) Wall Disney (2) j 2 j Patch Adams (Hlólur er smitondi) UlP/Universal (5) j 3 ; Babe - Pig in the Gty (Svin í stúrborginni) UlP/Universal Ný j - j Lock Stock & Two Smoking Barrels Summit (4) ; 3 ; Baseketball (Hafnakörfubolti) UIP (6) ; 3 ; Very Bad Things (Lengi getur vont versnnð) IC/IEG/BPP (8) ( 3 : Shnkespeare in Love (Ástfnnginn Shokespenre) BFC/Miramax Sýningorstaður Hóskólabíó Regnboginn Bíóhöllin, Kringlubíó, Stjörnubíó, Nýja bíó Kefl. Bíóhöllin, Bíóborgin, Kringlubíó, Nýja bíó Ak. Bíóhöllin, Laugarósbió Bíóhöllin, Hóskólobíó Bíóborgin, Nýja bíó Ak. Kringlubíó Laugorósbíó Hóskólabíó : (7) ! (9) |(ii) j (10) j (15) : (14) : (17) i (13) í (12) ! (31) in 4 ; 7 ! 4 j 2 ! 16; 3 j 5 ! 3 ; 2 ! 7 ! rö I still know what you did last summer You've Got Mail (Þú hefur fengið póst) Thin Red Line (Húrfín lína) Hillary and Jackie Mulan The Ite Storm (Frostregn) Fear & Loathing in Las Vegas (Hræðsia og viðb(óður i LV) Psytho (Geggjun) Divorcing Jack (Skílið við Jack) A Night at the Roxbury (Kvöld í Roxbury) Colombia Tri-Star Warner Bros Fox 2000/Phoenij^ BS/I/ACE/0FC Bueno Vista 20th Century Fox Rhino Films Universal/lmagine: Winchester Film UIP Stjörnubíó, Borgarb. Al Bíóhöllin Regnboginn Hóskólabíó Bíóborgin Bíóborgin Hóskólabíó Laugarósbíó Borgarbíó Ak. TTTlTflTn ÍLBIARNASOtVehf. tyrir bílinn, mótorhjólið og bátinn Castrol H Trönuhraunil 220 Hatnarfjörður sími 565 1410 Fax 565 1278 Söluaðiiar: Hjólbarðahöllin Felismúla 24 Reykjavík sími 568 1803 Pólaris Undirhlíð 2 Akureyri sími 462 2840

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.