Morgunblaðið - 24.03.1999, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 24.03.1999, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1999 59 BREF TIL BLAÐSINS Frá Aðalbirni Benediktssyni: I BOKINNI „Áin mín“ er umsögn um vatnasvæði Miðfjarðarár eftir Asbjörn Óttai'sson frá Hellissandi. Segir þar frá kynnum hans af ánni sem eru allmikil þar sem hann hóf veiði þar árið 1984 og hefur mætt til veiða tvisvar til fjórum sinnum á sumri æ síðan. Asbjörn fer ekki dult með að honum er lítt gefið um laxastigann sem byggður var við Kambsfoss og kennir hon- um um að búið sé að „eyðileggja eitt skemmtilegsta veiðisvæði Mið- fjarðai’ár“. Nú er það svo að mat manna á hvað sé skemmtilegasti veiðistað- urinn á ákveðnu svæði er einstak- Hngsbundið og þv£ ekki hægt að al- hæfa. Eigi að síður get ég ekki lát- ið hjá líða að taka til umfjöllunar þessa hvatlegu yfírlýsingu As- bjarnar þar sem aðilar um gerð stigans, þ.e. meginþorri félags- manna í Veiðifélagi Miðfirðinga og landeigendur ofan stigans hljóta að bera ábyi'gð á þessum mistökum, sem orðið hafa. Til þess að átta sig á hvað var að Athugasemd gerast í þessum efnum fyrir og um 1990 skal bent á orð Ásbjörns Ótt- arssonar í áðurnefndri bók: „Austurárin þótti lakasti kosturinn í Miðfirðinum fyrst eftir að ég kom þangað" (1984) Síðar segir hann: „Veiðin batnaði svo hægt og bít- andi.. Af skrifum hans mætti ætla að veiðin hafi batnað næstu 4-6 árín en náð hámarki árin áður en stig- inn var opnaður árið 1991. Allnokkru áður en stiginn var opnaður var laxaseiðum sleppt í Austurá ofan Kambsfoss að Vals- fossi og ofan hans. Þetta var gert til þess að sjá hvernig klaki reiddi af á svæðinu og fór fram áður en ákvörðun var tekin um byggingu stigans. Seiðin þrifust vel og gengu til sjávar á sínum tíma. Þau skiluðu sér vel sem göngufiskar upp í Austurárgil allt að Kambsfossi en lengra komst fiskurinn ekki að sinni. Skýrist þannig að verulega leyti hin aukna fiskgengd í gilinu á þessum tíma. Við þessar afbrigðilegu aðstæð- ur gafst tækifæri að moka þarna upp fiski og finna „skemmtilegasta veiðisvæði Miðfjarðarár." Undirbúningur og bygging stig- ans var því með skipulegum hætti og þegar hann var opnaður fór sá fiskur upp sem fara vildi og ætlast var til í upphafi. Síðan er það veiði- manna, veiðifélagsmanna og land- eigenda að meta vatnasvæðið eins og það er nú. Nýtanlegt veiðisvæði hefur lengst um u.þ.b. 11 km í Austurá sem er jafnasti vatnsgjafinn í Mið- fjarðará og tekur beint eða óbeint við auknu álagi þegar hinar árnar eru vatnslitlar. Veiði ofan stigans hefur skilað sér fljótt og vel þótt „landnámið" hljóti að taka nokkurn tima sbr. reynsluna í Langá á Mýrum ofan Sveðjufoss. Á síðasta sumri veidd- ust um 250 laxar ofan stigans og er það um 15% af heildarveiði Miðfjarðarár. Við Skárastaðabrú er mikil veiði og við Svarthamar- inn, u.þ.b. 2,5 km innar, veiddust 73 laxar og er því í þriðja sæti allra veiðistaða vatnasvæðisins hvað afla snertir. Vel má vera að Svarthamarinn fari að fá atkvæði í skoðanakönnunum um „skemmtilegasta veiðistað svæðis- ins“. Skiphylur er góður veiðistaður svo og endastöðin Valsfoss auk fleiri hylja sem gefa reyting. Miðkafli Austurárgils er erfiður en áhugaverður léttvígum veiði- mönnum. I Hlaupunum neðst í gilinu hefur veiðst vel að undan- förnu bæði úr stofni úr gilinu neð- an stigans og úr stofni ofan stig- ans. Austuráin er því í heild vænleg- ur og fjölbreytilegur kostur fyrir veiðimenn og hefur margt til síns ágætis eins og aðrir hlutar Mið- fjarðarársvæðisins. Hugrenningar um tímabundnar lokanir stigans eru öllum frjálsar en bent skal á að í lögum um lax- og silungsveiði, 40 gr. önnur máls- grein 76/1970, stendur: „Eigi má spilla fiskvegum né tálma með nokkrum hætti fiskför að þeim né um þá.“ Veit ég svo að Ásbörn Óttarsson er ávallt velkominn til veiða í Mið- fjarðará og verður vonandi aflasæll sem áður. AÐALBJÖRN BENEDIKTSSON, Háaleitisbraut 54, Reykjavík. Frelsið Færeyjar Frá Helgu Bi-ekkan: I LEIÐARA danska læknablaðsins „Ugeskrift for Læger“ 1. feb. sl. er m.a. fjallað um Færeyjar. Þar er sagt frá hugmyndum ákveðinna manna í Þórshöfn um að selja utanaðkomandi aðila aðgang að sjúkraskýrslum og blóði fær- eysku þjóðarinnar. Hugmyndin er að nýta nákvæmar ættartölur í sambandi við rannsóknir á sjúk- dómum. Þetta er gullið tækifæri fyrir lyfjafyrirtækið sem hreppir hnossið. Það hefur tafið gi'óða stórra lyfjafyrirtækja hversu erfitt hefur verið að fá þannig samning í lýðræðisríki. Þeir hefðu fyrir löngu getað verið búnir að kaupa upp þjóðir sem heyra undir einræðis- herra hér og þar í heiminum. Gall- inn við þannig pakka er oftast að tilraunadýrin eru ekki hvít. Það sem ekki stendur í „Ugeskrift for Læger“ er bak- grunnur málsins. Hann er sá að Rogvi Glerfoss úr Mikladal hefur snúið heim úr námi og hárri stöðu við háskólasjúkrahúsið í Minsk. Rogvi hefur stundað rannsóknir á fólki í Minsk og Omsk sem fjár- magnaðar voru af bandarísku lyfjafyrirtæki. Þeir ákváðu að draga sig úr verkefninu vegna geislavikni í blóðsýnum. Rogvi lof- aði þeim þá hreinu blóði úr æðum þjóðar sinnar sem lifði á einangr- uðum klöppum í Atlantshafi „is- olate rocks“. Rogva tókst að sann- færa ráðamann Færeyja um ágæti hugmyndarinnar enda gamlir kunningjar og vanir að veiða lunda saman. Settir voru upp mið- ar í kjörbúðum eyjanna þar sem fólk var spurt hvort það vildi bjarga mannslífum. Já, svöruðu flestir og stelpurnar á kössunum krossuðu við á þar til gerð spjöld. Enginn efaðist um heiðarleika Rogva enda fimur hrefnuveiði- maður og eini sonur Færeyja sem hefur snætt kvöldverð hjá Lukasjenko. Flestir Færeyinga hafa ekki hugmynd um fyrirhugaða sölu á persónulegum gögnum um þá. Hugo Patursson í Nólsey aftur á móti veit að ef hann mætir á rétt- um tíma á ákveðinn stað í Þórshöfn verður hann kannski tekinn út úr einhverjum skrám. Gallinn er að Hugo er hvorki með síma né bát en aftur á móti með gigt. Honum er svo sem sama þótt einhver lesi upplýsingar um sig. En Hugo vill ekki að ókunnugir menn séu að róta í skjölum um nýlátna eigin- konu sína og fatlaðan son sem býr á stofnun. Hvernig væri að ungir íslenskir sjálfstæðismenn færu til Færeyja og hjálpuðu Hugo? Þar gætu þeir vakið athygli á því að sala á per- sónulegum upplýsingum án sam- þykkis þeirra sem upplýsingarnar fjalla um brýtur í bága við allar hugmyndir um frelsi einstaklings- ins. Áð veita Rogva einkarétt á þessum upplýsingum í tólf ár er ekki frelsi heldur einokun. Þeir geta bent á það frelsi til rannsókna sem íslenskir vísinda- menn hafa búið við og skilað góð- um árangri. Til dæmis krabba- meinsrannsóknir. Ungir sjálfstæð- ismenn geta sagt færeyskum frændum sínum að leiðtoga þeirra á Islandi dytti aldrei í hug að skerða persónulegt frelsi þegna sinna á þennan hátt. Auk þess myndi hann gera sig að athlægi er- lendis þar sem þannig stjórnar- hættir eru fordæmdir og leiða oft- ast til þess að viðkomandi þarf að segja af sér. Þama geta ungir sjálf- stæðismenn haft góð áhrif á vax- andi vesturnorrænt samstarf. Og fengið útrás fyrir umframorku sem oft háir piltum á síðgelgju. HELGA BREKKAN, Schlytersvágen 41, 126 50 Stokkhólmi. Dagar hinna forsjálu iþróttakappa! Rýmum fyrir nýjum íjiróttaskóm. Nú er tækifærið! 50 % M BATMANE^ afsláttur af eldri gerðum af sportskóm. Aðeins í 4 daga, miðvikudag til laugardags. Barnaskór, kvenskór 09 karlmannaskór. SKÓVERSLUN KÓPAV0GS HAMRAB0RG 3 • SÍMI 5S4 1754 =l - ; NAMSSTEFNA. ■ ■ Fimmtudaginn 25. mars n.k. kl. 10:00-17:00 Háskóla íslands, Tæknigarði, Dunhaga 5 ...um gerð umsókna og fjármögnun rannsókna- og þróunarverkefna úr rannsóknarsjóðum Evrópusambandsins, ásamt yfirliti um rekstur og þátttöku í slíkum verkefnum Fjallað verður almennt um skilyrði umsókna og hverning gerð þeirra skuli háttað. Kynnt verður hvernig samið er um verkefni, hver sé lagagrunnurinn og fjallað um mismunandi samningsform. Einnig eru tekin fyrir helstu atriði sem huga þarf að í rekstri slíkra fjölþjóðaverkefna og hvaða kröfur eru gerðar til þeirra af hálfu Evrópusambandsins. • Fyrirlesari verður Oskar Einarsson, sérfrœðingur hjá DGIII, ESB Helstu efnisþœttir til umræðu og kynningar: • Stutt umfjöllun um 5. rammaáœtlun Evrópusambandsins • Ferill umsókna og mat þeirra • Gerð umsókna og uppbygging • Mikilvœg atriði sem þörf er að huga að í undirbúningi umsókna • Val umsókna • Samningur um verkefni og rekstur þeirra Umsóknarferli eru óháð fagsviðum, þannig að allir sem hafa hug á að sækja um í rannsóknarsjóði Evrópusambandsins, geta haft gagn af umfjölluninni. Hins vegar mun „Upplýsingaþjóðfélagið” (IST Information Society Technologies) verða notað sem dæmi, þegar þörf er á ákveðnum tilvísunum. 1 Nánari upplýsingar um námsstefnuna er að finna á heimasíðu KER http:llwww.rthj.hi.is/rantaek/kerl Námsstefnan er öllum opin og ókeypis en fjöldi þátttakenda er takmarkaður.. Nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram hjá Grími Kjartanssyni í síma 525 4900 eða með tölvupósti grimurk@rthj.hi.is RANNÍS Laugavegi 13 • 101 Reykjavík • Sími 562 1320 • Bréfsími 552 9814 • Netfang rannis@rannis.is • Heimasíöa http://www.rannis.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.