Morgunblaðið - 24.03.1999, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 24.03.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1999 49 + Óskar E. Lcyy var fæddur á Ós- um á Vatnsnesi 23. febrúar 1913. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga 15. mars síðastliðinn. Foreldrar hans vora Eggert Levy, f. 30. mars 1875, d. 28. nóv. 1953, bóndi á Ósum og kona hans, Ögn Guðmannsdótt- ir Levy, f. 1. júlí 1877, d. 28. febrúar 1955. Systkini hans voru: Guðmann, f. 12. febr. 1902; Hóhnfríður, f. 1. mars 1903; Ingibjörg, f. 2. jan. 1906; Jónína, f. 27. febr. 1907; Jóhannes, f. 29. maí 1910, og Sigurbjörg, f. 10. jan. 1915. Þau eru öll látin, en á lífi eru syst- urnar Ragnhildur, f. 17. sept. 1985, og ísak, f. 15. júlí 1989 með Ólöfu Guðmundsdóttur, fyrrum eiginkonu sinni. 3) Knútur Arn- ar, f. 18. apríl 1969. Sonur Óskars og Valgerðar Guðmunds- dóttur er Eggert, f. 11. ágúst 1937. Kona hans er Álfhildur Pálsdóttir, f. 2. apríl 1937, og börn þeirra eru Valdís, f. 24. okt. 1962, og Páll, f. 7. jan. 1964. Eg- gert og Álfhildur eiga fjögur barnabörn. Óskar starfaði á búi foreldra sinna á Ósum uns hann tók við jörð og búi árið 1948. Hann var alþingismaður Norðurlands vestra árið 1966 og 1967 fyrir Sjálfstæðisflokkinn og hann sat einnig sem varaþingmaður á nokkrum þingum árin 1965 til 1970. Hann var hreppstjóri Þverárhrepps 1950 til 1983 og sýslunefndarmaður um árabil. Þá sat hann í Sauðfjársjúkdóma- nefnd 1960 til 1983 og var for- maður eitt kjörtímabil. Útför Óskars fer fram frá Vest- urhópshólakirkju í dag og hefst athöfhin klukkan 14. Jarðsett verður í heimagrafreit á Ósum. 1916, og Alma Ágústsdóttir Levy, f. 24. ágúst 1929. Hinn 31._ágúst 1954 kvæntist Óskar eftir- lifandi eiginkonu sinni, Sesselju Huldu Eggertsdóttur, f. 19. apríl 1936. Foreldrar hennar eru Jónína Helga Pétursdóttir, f. 27. júní 1904, og Egg- ert Eggertsson, f. 5. júní 1905. Hann er lát- inn. Börn Óskars og Sesselju eru: 1) Jónína Edda, f. 18. apríl 1951, eiginmaður hennar er Guðmundur Víðir Vilhjálmsson, f. 25. apríl 1949, og eiga þau þrjá syni: Atla, f. 28. maí 1971; Óskar, f. 24. maí 1975; og Hákon, f. 22. júní 1976. 2) Guðmann Agnar, f. 16. ágúst 1955. Hann á synina Fannar, f. 12. sept. ÓSKAR LEVY Afi minn er dáinn. Genginn er á braut afi minn, vinur og förunautur til skamms tíma. Þann stutta tíma sem ég þekkti afa minn birtist hann mér sem ráðgáta. En eftir því sem ég óx úr grasi kynntist ég honum alltaf betur og betur í gegnum sjálfan mig. Mínar fyrstu minningar um afa minn eru frá því þegar hann sat með mig og bróður minn við gamla skattholið sitt og við stimpluðum á frímerki og umslög. Eg man hvern- ig stóra höndin þín hélt um mallakútinn minn er ég sat á hnénu þínu. Þá var ég aðeins þriggja ára gamall. Síðar sagðirðu mér sögur, söguna af Búkollu og fleiri. Eins man ég söguna sem þú sagðir mér af þér sem litlum snáða, er þú fórst að vitja föður þíns við heyskap en dast í bæjarlækinn sem undireins varð sem ógnarstórt fljót í huga litla nafna þíns. Seinna kenndirðu mér að keyra og margar stundir með þér standa sem ljóslifandi í minningu minni. Ferðir með þér í kaupstaðinn og hvernig þú leist ávallt til fjalla að skima eftir fénu. En líkt og ég varstu einfari og ég man þær stundir er ég vitjaði þín og þú varst afundinn en það var allt í lagi vegna þess að ég skildi þig, þótt ég ætti stundum erfitt með að viður- kenna það. En alltaf skildi ég þig betur og betur, því ég kynntist þér alltaf betur og betur í gegnum sjálfan mig. Þú varst líkt og vatnið, alltaf jafnt flæði af öllu. Hvort eð heldur af blíðu eða skapi, ást eða einurð, alltaf var jafnt af öllu og þú sýndir þegar viðeigandi var. Þú varst margbrotin persóna, hafðir sterkar skoðanir og þér varð ekki haggað. Stundum syntirðu á móti straumn- um, en þér féll best að líða með straumnum og það gerðirðu þegar þú hafðir yfirstigið þær hindranir sem lífið bauð þér. Líkt og vatnið sem seytlar eftir föstum farvegi, flæðir fram af fossi, stiklar eftir flúðum, renna öll vötn til sjávar og þangað ert þú kominn afi minn, á leiðarenda. Ég man þegar ég hitti þig í haust sem leið. Við bróðir minn höfðum gert okkur ferð norður helgi eina í hráslaga veðri og úr kuldanum gekk ég inn í hlýju þína líkt og ég gerði ávallt sem barn. Bróður minn þekktirðu ekki en nafna þinn þekktirðu um leið. Ég settist á rúmstokkinn þinn og þú straukst mér um vangann og sagð- ir: „Óskar minn, loksins ertu kom- inn.“ Þú straukst mér um vangann, horfðir beint í augun mín og straukst mér um hárið og sagðir: „Mikið er ég feginn að þú ert enn með síða fallega hárið þitt.“ A þessari stundu færðirðu mér stærstu gjöfina þína, minninguna um þig. Um leið og þú kysstir mig bless sagðirðu: „Elsku nafni minn, mér þykir svo vænt um þig.“ Og þegar ég sneri mér við í dyragætt- inni vissi ég að ég myndi aldrei sjá þig aftur. Og nú ertu horfinn horfinn á brott brott úr þessum heimi laus við allt þitt veraldlega haft. En líkt og vatnið sem flæðir eftir árbökkum tímans mun sál þín líða inn í ljósið og vitund þín vísa mér veginn. Því afi minn, ég veit þú lifir. Þinn dóttursonur Óskar G. Levy. Föðurbróðir minn, Óskar E. Levy, Ósum, er látinn, 86 ára. Það kom ekki svo mjög á óvart, þar sem heilsan hafði verið léleg undanfarið og aldurinn hár. Með Óskari er fallinn frá sannur landsbyggðai-maður, sem trúði á og barðist fyrir að byggð héldist. Var honum sérstaklega hugleikið sitt hérað og sín sveit, Þverárhreppur. En í þeim málum var við ramman reip að draga, líkt og víða, sökum skammsýnis og skilningsleysis ráða- manna þjóðarinnar. Var Óskari mikil kvöl að sjá jarðirnar, eina af annarri, leggjast í eyði og fólkið fara bui't. A árunum 1960-1970 og síðar beitti hann sér fyrir byggingu barnaskóla á Þorfinnsstöðum, Vest- urhópsskóla. Var það mál ótrúlega eifitt viðureignar, ekki síst sökum mikilla flokkadrátta um svokallað- an samskóla. En þá var því trúað víða og ef til vill enn, að bezt væri að safna öllum sveitabörnum saman í einn hóp, þó að um langan veg væri að fara, til að njóta hag- kvæmni stærðarinnar í kennslu. Hitt virtist minna skipta þó börnin, jafnvel smábörn, yrðu að sitja lang- tímum saman í bíl á leið í og úr skólanum. Slíkt var að hans mati þversögn við kröfur og rétt þéttbýl- is. Þar kemur ekki til mála að keyra þau nokkurn skapaðan hlut. Vesturhópsskóli er minnismerki stórhuga manns um jafnrétti og nýtist bæði sem skóli og félags- heimili fólksins hans í sveitinni. Þar voi’u í upphafi yfir 20 börn, en hefur nú fækkað mjög. Þegar sú hugmynd kom upp, að byggja stór elliheimili fyrir roskið fólk og flytja það þangað svo það hefði það gott, var Óskar mjög á móti þeirri stefnu. Hann taldi það ástæðulaust og jafnvel skaðlegt að rífa það upp með rótum og slíta þar með flest tengsl við yngra fólkið. Vildi hann að því yrði gert kleift að vera heima í sinni sveit, ef kostur væri á, en veita því heimilishjálp og aðra aðstoð, ef þurí'ti. Hafði hann uppi hugmyndir um að láta reisa elliíbúðii’ á Þoifinnsstöðum, í tengsl- um við skólann, en af því varð ekki. Það er nú á seinustu ái’urn, sem al- menn heimilisaðstoð við aldraða er orðin að veruleika og er það vel. Óskar var sannur sjálfstæðismað- ur alla tíð og studdi þann flokk heilshugar. Hann var mikill jafnað- armaður í raun á kjör og búsetu fólks og taldi að sín flokksstefna væri sú eina er ynni að raunveru- legum jöfnuði, en aðrir hefðu sýnd- armennsku eina uppi, er til kast- anna kæmi. Er ég tók við embætti hrepp- stjóra Þverárhrepps af honum, hafði ég litla reynslu í þeim málum og fór til Óskars og spurði ráða. Hann sagðist þau engin geta gefíð nema að vinna fyrir fólkið og gæta þess hags. Embættismannavald væri eitthvað það versta sem til væri, enda iðulega misbrúkað. Lýsir það manninum vel. Hann vildi vinna fyrir fólkið og gæta velferðar þess. Óskar var stórbrotinn persónu- leiki og gat oft orðið þungorður í garð þein-a, er ekki vildu vinna að hag sveitarfélagsins í heild og gat oft sviðið undan því. Er enginn vafi á því, að ef hans hugmyndir hefðu náð fram að ganga, væri ekki við þann byggðavanda að fást, sem nú blasir loks við. Er þær hugmyndir um samein- ingu sveitai’félaga náðu hámarki, er hafa nú víða orðið að veruleika, m.a. hér, þá áttu þær að stöðva fólks- flótta, efla byggð og atvinnu, enda nokkurs konar kjörorð, allt stórt er stæðilegt. Þá varaði Óskar mjög við því og var eindreginn andstæðingur þess og kom á kjörstað, þá veikur maður, til að reyna að sporna við, enda alla tíð baráttumaður. Hann benti réttilega á, að slíkt hefur ekk- ert að gera með afkomu fólks, en einungis til að efla embættismanna- vald og færa stjórnunina frá fólkinu og slíta ennfrekar á tengsl þess við byggðina. Annað þyrfti þar að koma til. Ekki kæmi á óvart, að þar hafi hann haft rétt fyrir sér, sem oft áður. Óskar fæddist á Ósum og átti þar heima alla tíð. Bæjarstæðið á Ósum stendur hátt á austanverðu Vatns- nesi, við botn Húnafjarðar. Þar er víðsýnt mjög og fallegt og mótar sterkt persónu manna. Óskar er jarðsettur í dag í heima- grafreit á ættai’óðalinu, þar sem út- sýn er hvað fegurst yfír héraðið. Eifidrykkja fer fram í skólahúsinu, sem hann barðist íyrir og lagði mikið Um Óskar á Ósum mætti skrifa langt mál, en ég hefí aðeins drepið á brot af hans ævi. Ég þakka honum fyrir vináttu og góð kynni alla tíð og votta eftirlif- andi konu, börnum og afkomendum heilshugar samúð. Agnar J. Levy. Mig langar að kveðja með nokkrum orðum aldraðan heiðurs- mann, Óskar E. Levý, bónda á Ós- um á Vatnsnesi. Það var sumarið 1951 að ég kom fyrst að Ósum. Systir Óskars Levý bjó í sama húsi og foreldrar mínir og hún bauð mér með í heimsókn í sveitina, þriggja ára guttanum. Þegar halda átti heim á leið mót- mælti sá stutti og dvölin á Ósum átti eftir að lengjast heldur betur. I upphafi var ég undir verndaj-væng Hólmfríðar, ógiftrar systur Óskars sem þá bjó á Ósum, en naut jafn- framt einstaks atlætis Óskars og Sesselju (Deddu) konu hans. Alls urðu sumrin 13, auk vetrarins áður en skólaganga hófst. Og ekki var nú alltaf verið að flýta sér heim, því haustannirnar í sveitinni voru skemmtilegur tími. Frá bæjarstæðinu á Ósum er óvenju víðsýnt. A vorin skoppar sólin í roðabjarma eftir haffletinum við sólsetur. I austri blasa við fjöllin handan Húnaflóa og í suðri sést allt suður í kollinn á Eiríksjökli. Víð- sýni, og jafnframt framsýni, ein- kenndi lundarfar Óskars, en með sterku íhaldssömu ívafi, arfleifð gamla bændasamfélagsins. Óskar Levý var sveitarhöfðingi. Hann naut sín í hlutverki gest- gjafans, en að baki gestrisninni lá einnig dæmafár dugnaður og alúð konu hans. Um aldir hafa íslenskir bændur sinnt ferðalöngum vel, gestrisnin er þeim í blóð borin. ðskar var þar engin undantekning, og þegar gest bar að garði kom það oft fyrir að hann brá sér heim úr teigi, jafnvel þótt rigning vofði yfir. Þrátt fyrir mikil umsvif ein- kenndist Ösaheimilið af mikilli ró. Óskar var jafnlyndur maður, með stórt en vel hamið skap. Aldrei minnist ég þess að hafa séð hann reiðast. Ef við krakkarnir gerðum einhver axarsköft gat brúnin að vísu þyngst, en leiðsögnin var já- kvæð og úr öllu bætt í rólegheitun- um. Líka þegar um var að ræða tvístrað hrossastóð eða traktor ofan í skurði. Óskar tók við af föður sín- um sem hreppstjóri og gegndi því starfi um áraraðir. I friðsælli sveit reyndi sjaldan á hann í því hlut- verki, sem kom sér vel fyrir góð- saman mann. Eitt sinn man ég þó eftir því að kvittur kom upp um ólöglegar netalagnir í Vesturhóps- vatni. Sýslumaður fól það undir- manni sínum, hreppstjóranum, að rannsaka málið. Við gengum sinn hvorn vatnsbakkann í blíðu veðri á degi þegar net máttu ekki liggja, en engin fundust netin. Þeir urðu víst báðir jafn fegnir, Óskar og sýslu- maður, að ekki þurfti að koma til málareksturs. Já, á Ósum var gott að vera og óneitanlega mótaðist drengurinn sem þama var að vaxa úr grasi af fólkinu og umhverfinu. Minningarn- ar um staðinn og fólkið hafa orðið dijúgur efniviður í kvöldsögur fyrir bömin mín. Gangan í fjárhúsin í norðan garra við styrka hönd Óskars, heyskapurinn, útreiðartúrar þegar ég stækkaði, æðurin og sel- veiðai-nai’, bæði á Ósum og í Krossa- nesi. Kópurinn Harpa, sem var heimagangur um tíma, og gimbrin Mjallhvít sem ég fékk snemma að velja mér úr fjárhópnum í sumar- laun. Efniviðurinn er óþijótandi. Ósar em ákaflega góð jörð, frjósöm og grasgefin. Þar hefur löngum verið myndarlega búið, með bæði kýr og kindur. Öskar fór vel með land og skipulagði beitina vel. Sumir hefðu kallað hann grassáran. Moðið úr fjárhúsunum var ekki látið fara til spillis heldur notað til að græða skellur, jafnvel kiapparholt skammt norðan við bæ- inn. Honum var ræktarsemin við landið í blóð borin, enda búnaðist honum vel. Óskar hafði einnig feng- ið ráðdeildarsemi í vöggugjöf. Fara vel með og eiga fyrir hlutunum áð- ur en lagt var í fjárfestingar. Eftir Óskar liggur mikið og gott ævistarf. Hann sat á Alþingi um skeið og var einnig virkur í sveitar- stjórnarmálum, enda bar hann hag sveitanna mjög fyrir brjósti. Hon- um þótti vænt um sína byggð, og í óbilandi trú á framtíð hennar beitti hann sér mjög fyrir byggingu skóla á Þorfinnsstöðum í Vesturhópi til að börnin þyrftu ekki að vera meira og minna í fjarlægri sveit allan vet- urinn. Skólinn hafði mikið gildi, og þá ekki síður sem félagsheimili fyr- ir hreppsbúa. A þeim tíma gat Ósk- ar ekki fremur en aðrir séð fyrir þá keðjuverkandi byggðaröskun sem í hönd fór. Fólkinu fækkar og barna- fæðin ógnar nú tilvist skólans. Margra ára sumardvöl í sveit hjá góðu fólki hefur mótandi áhrif til lífstíðar. Fyrir það og áframhald- andi vináttu á fullorðinsárum minnist ég Óskars Levý með þakk- læti og virðingu. Eiginkonu hans, Sesselju, börnum og öðrum að- standendum sendi ég hugheilar samúðarkveðjur. Andrés Arnalds. Afi minn, Óskar E. Levý, er lát- inn. Alla ævi hefur afi verið sjálf- sagður hluti tilverunnar en nú þeg- ar hann er farinn rifjast upp marg- ar góðar minningar frá því ég var í sveit á sumrin á Ósum. Vorverkin í fjárhúsunum, heyskapur í brakandi þurrki og ferðir um sveitina og til Hvammstanga á hvíta Land Rover- jeppanum. Að ógleymdu skatthol- inu með öllum sínum leyndardóm- um. Seinna eru minnisstæðar um- ræður um stjórnmál en afi fylgdist vel með fréttum af stjórnmálum allt fram á síðasta dag. Af eilífðar ljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Ben.) Atli B. Guðmundsson. BÁRA MAGNÚSDÓTTIR + Guðríður Bára Magnúsdóttir fæddist 7. mars 1931. Hún lést á Landspítalanum 3. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Breiðholts- kirkju 12. mars. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Okkur langar til að minnast frænku okkar hennar Báru í örfáum orðum. Það eru margar minningarnar sem koma upp í hug- ann á slíkri stundu. Bára var ein- staklega hress og skemmtileg kona og ánægð með lífið. Hún hafði gam- an af góðum félagsskap og einna helst munum við minnast hennar í þeim tíðu heimboðum sem haldin eru á Nesveginum hjá Valtý afa og Rittu. Bára hafði gaman af nánast hverju sem var og gat spjallað um allt milli himins og jarðar. Hún hélt góðu sambandi og fylgdist vel með okkar fjölskyldu og vildi vita allt um það hvað við systkinin hefðum fyrir stafni. Oft var litið í heimsókn eða hringt reglulega til að fylgjast með gangi mála. Sér- staklega munum við þó sakna þess að fá „kandís" hjá henni á Þingvöllum en það eru fjölmargir sumardagar sem við höfum verið gestir í sumar- bústað þeirra hjóna á Þingvöllum og þá var ávallt glatt á hjalla og margt hægt að bralla. Bára var góður félagi og gladdist með okkur á góðri stundu, hún vildi öllum vel og það er með þakklæti en jafnframt eftirsjá sem við kveðjum frænku. Guð geymi þig. Iianna Björk, Jón Kristinn J| og Kjartan Óli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.