Morgunblaðið - 24.03.1999, Síða 30

Morgunblaðið - 24.03.1999, Síða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Allir fá þar eitthvað fallegt Alþjóðleg bókmenntavika, Qrðið, stendur nú í London og segir Freysteinn Jóhannsson, að þeir sem þangað eigi leið og hafi gaman af bókmenntum, eigi endilega að gefa sér tíma til þess að njóta einhverra viðburða vikunnar. Þeir eru 350 talsins víðs vegar um London og þar koma fram rösklega 60 rit- höfundar, þar af fímm Nóbelsverðlaunahaf- ar, auk fjölda annarra, sem flytja bókmennt- ir og fjalla um þær frá ýmsum hliðum. NÝBAKAÐ verðlauna- skáld, írski skáldsagna- höfundurinn William Trevor, var meðal þeirra, sem voru á dagskrá fyrsta dag hátíð- arinnar. Daginn áður voru hon- um veitt David Cohen brezku bókmenntaverðlaunin, sem sum- ir hafa kallað brezku Nóbels- verðlaunin, en verðlaunaupp- hæðin nemur 30.000 pundum og fær verðlaunahafinn 10.000 pund að auki, sem hann lætur renna til verkefnis, sem á að ýta undir skáldleg tilþrif ungra manna. Trevor kaus að láta peningana renna til unga fólksins í Omagh á Norður-írlandi. Ekki er nokkur leið að tíunda hér alla þá atburði eða menn, sem eru á dagskrá bókmenntavikunnar en hún fer fram í bókaverzlunum, bókasöfn- um, listamiðstöðvum, klúbbum og kvikmyndahúsum svo dæmi séu tekin. En meðal þeirra, sem hafa lesið úr verkum sínum, sagt af sjálfum sér og rætt við fólk eru kanadíska skáldkonan Marg- aret Atwood, Bandaríkjamaður- inn Joseph Heller, höfundur Catch 22, ísraelski rithöfundur- inn David Grossmann og brezki rithöfundurinn Terry Pratchett, sem hefur skapað Discheiminn í bókum sínum, en þær rjúka gjarnan beina leið í efstu sæti sölulistanna. Þá hefur Shirley Hughes fjallað um myndskreyt- ingar bóka og Sue Townsend, höfundur Adrian Mole, um skrif fyrir unga lesendur. Margra bóka menn og minni spámenn En það eru ekki aðeins margra bóka höfundar, sem láta ljós sitt skína á hátíðinni. Piccadilly-skáldin taka að sjálf- Trevor Margaret Williams Atwood sögðu þátt og síðdegis á sunnu- dag var komið að úrslitunum í ljóðasamkeppni þeirra fyrir skáld, sem hafa enn ekki komið út á bók. Ljóðadagskráin fór fram í græna herberginu í kjall- ara leikaramiðstöðvarinnar við Towerstræti. Þarna gat hver sem vildi lesið sín Ijóð, sumir tóku þátt í samkeppninni, aðrir ekki. Eiginlega voru ljóðin eins misjöfn að efni og skáldin voru mörg, en flest voru þau falleg og mörg hver mjög skemmtileg. Eitt skáldið tók sig til dæmis til og létti á samkundunni með kát- legu kvæði um Margarítu og mærina fögru í Mexíkó. Og höf- undurinn lét sig hafa það að syngja kvæðið með þeim formála reyndar, að ekki væri hann mik- ið skáld, en þó enn minni söngv- ari! En þetta vakti kátínu okkar og við tókum öll rösklega undir í viðlaginu; Margaríta, ó margar- íta... Þegar skáldin höfðu flutt ljóð sín var gert hlé meðan dóm- nefnd valdi tvö skáldanna til þátttöku í lokakeppnini. Komu nú fjórir leikarar og lásu syrpu vorljóða, sem féll í góðan jarð- veg. Einn leikaranna var Jill Brooke, sem fyrir nokkru bjó á Islandi í um áratug. Hún sagði þetta í þriðja sinn, sem hún tæki þátt í Ijóðalestri hjá Piccadilly- skáldunum og sér fyndist þetta afskaplega spennandi. Ljóðin væru svo lifandi! Og spennandi voru úrslitin líka. Sjö skáld tóku þátt og lásu ljóð sín og síðan var atkvæða- seðlum dreift til okkar og við merktum við númer þess ljóðs, sem okkur féll bezt. A meðan stóðu höfundar, fjórar konur og þrír karlar, með númer sín líkt og fegurðardrottningar á sviði. Ekki veðjaði ég nú á sigurvegar- ann, en það sýnir náttúrlega bara, hversu jafngóð ljóðin i úr- slitakeppninni voru. Svo fór að Caroline David og Ken Barclay deildu með sér sigrinum. Ljóð þeirra munu birt- ast í ljóðatímariti og svo er aldrei að vita, hvað framtíðin ber í skauti sér. Stór nöfn en lítið brot af dagskrá Bókmenntavikunni í London lýkur 28. marz. Meðal þess, sem mönnum stendur til boða eru dagskrá með afrísku skáldunum Chinua Achebe, Wole Soyinka og ljóðskáldinu Derek Walcott, kvöld með Nadine Gordimer, David Grossmann og palestínska skáldinu Edward Said, Germaine Greer spjallar við gesti, Michael Moorcock leiðir fólk um leyndardóma vísinda- skáldsögunnar, Christopher Fry - ljóðakvöld á vegum Piccadilly- skáldanna, Ben Haggarty flytur Gilgamesh-kviðu, Martin Amis les úr smásögum sínum og Ian McEwan les úr Booker-verð- launabók sinni Amsterdam, Dor- is Lessing les úr verkum sínum og spjallar við gesti og einnig Nóbelsskáldið Derek Walcott, ljóðskáldið Simon Armitage og metsöluhöfundurinn Wilbur Smith og John Le Carré, sem sjaldan er sjálfur á ferðinni, mun lesa úr nýjustu sögu sinni og ræða efni hennar við gesti. En þó þetta séu stór nöfn, eru þau aðeins lítið brot af dag- skránni. Hún er það fjölbreytt, að það þarf enginn að láta sér leiðast á bókmenntavikunni. Ekki er hægt að panta miða á einstaka atburði á einhverjum einum stað, en tímaritið Time Out hefur gefið út dagskrá bók- menntavikunnar, þar sem tíund- að er, hvar atburðirnir eru. Og svo er bara að mæta, eða hringja á undan sér, ef menn vilja hafa vaðið fyrir neðan sig. beuRA Ú\f SuSurhúsi Kringlunnar NY SENDINö i G]afavara | Bœkur i Tarotspil j Reykelsi i Vítamín o.m .f I. Betra líf Kringlumi sími 581-1380 MARIA mey - augu Guðs, málverk Lárusar H. List í Þjóðarbókhlöðunni. Níu mánuðum fyrir 2000 MYNPLIST Þjóðarbókhlaðan MÁLVEItK LÁRUS II. LIST Til 26. mars. Opið mánudaga til föstudaga frá kl. 8.15-22; föstudaga frá kl. 8.15-19; laugardaga frá kl. 10.-17 og sunnudaga frá kl. 11-16. LÁRUS H. List hefur um nokk- urt skeið verið afar upptekinn af eigin blóði, eins og það að bæta blóði sínu út í litinn, eða maka því á striga sé slíkt einsdæmi að það eitt skipti sköpum um gildi listar hans. Líkt og oft vill verða þegar lista- menn einbh'na á eitt ákveðið, tákn- rænt atriði í eigin verkum - hið ímyndunargreypta þráhyggjulog sem kalla mætti slíka hugsýn - kemur á daginn að það er eitthvað allt annað sem skiptir máli í list þein-a. Maðurinn er aldrei meistari gjörða sinna; síst þeirra sem sprottnai- eru af sterkri löngun. I þessu tilviki er það upphengi Lárusar á einu málverki - María mey - augu Guðs - í tómum sal, stúkuðum af með gleri á báða vegu, sem heldur uppi framtaki hans og verður að skoðast hið markverðasta við verk hans og sýningu. Málverkið sjálft er prýði- legt út af fyrir sig, en engan veg- inn algott né nægilega grípandi til að geta staðið eitt án stuðnings af tóminu umleikis. Vandinn er að það er fígúratíft - af nakinni konu í prófíl - í einhverju blóði drifnu landslagi A la Munch, með tveim augum sem stara á okkur gegnum skýin. Þessi augu eru besti hluti hins hlutlæga myndmáls af því að þau búa yfir strangri og eilítið harðsoð- inni dulúð, svona í anda Andrea del Castagno og sérstæðrar opinber- unarhörku hans. En af hverju alla þessa höfðun til blóðsins? Eg veit ekki betur en konur hætti á blæð- ingum einmitt þegar þær verða þungaðar. Getm- verið að ég hafi misskilið heilsufræðina mína, eða var þessu ef til vill öfugt varið með hina sælu Guðsmóður? Eg held ekki, því varla mundum við tala um hinn skíra getnað - „conceptio immaculata“, eins og þessi dásamlegi atburður heitir á latnesku kirkjumáli - ef þetta hefði allt verið með jafnsubbulegum og blóði drifnum hætti og Lárus List vill vera láta? Að þessu leyti finnst mér hin fjarræna María spænska meistarans Velázquez - á National Gallery, Lundúnum - trúrri hinni heilögu ritningu, þótt mörgum finnist hún kuldalega rökræn í ein- kennilegri einveru sinni skýjum of- ar. Eins er Stóra gleríð hans Duchamp - Listasafninu í Fíladelf- íu, Pennsylvaníu - snöggtum dulúðugra. Þetta er ekki sagt Lárusi til lasts því málaratækni hans er at- hyglisverð og skorth- ekki tilfinn- ingu. Hinu get ég ekki neitað að sú tilfinning mundi njóta sín mun bet- ur ef myndlist hans væri óræðari, ellegar abstrakt. Víst er að Lárus þarf að gera uppskurð á fígúratífri tækni sinni ef dulúð sú sem hann vill ítreka á að fá notið sín vand- ræðalaust. Sannleikurinn er sá að hlutar þeir úr málverkinu sem eru myndprentaðir í sýningarskrá, búa yfir gildum sem heildarverkið skortir. Við svo búið má ekki standa. Halldór Björn Runólfsson Menningarmálanefnd Hafnarfjarðar 35 hlutu styrki MENNIN GARMÁLANEFND Hafnarfjarðar veitti styrki í Há- sölum, Strandbergi, sl. föstu- dag. Styrki hlutu að þessu sinni: Hljómsveitin Botnleðja, hljóm- sveitin Mary Poppins, nemenda- félag Flensborgar, Rimmugýg- ur, Rúnar Óskarsson, Gaflara- kórinn, Djasskvintettinn Jakob- sons og Möllers, Guðmundur R. Lúðvíksson, Haraldur S. Magn- ússon, Margrét Guðmundsdótt- ir, Þúsund þjalir, Gunnar Eyj- ólfsson, Lúðrasveit Hafnar- fjarðar, Ulfar Daníelsson, Hall- berg Guðmundsson, Helena Stefánsdóttir, Halldór Árni Sveinsson, Hrönn Axelsdóttir, María Eiríksdóttir, Gunnlaugur St. Gíslason, Skólakór Setbergs- skóla, Kvikmyndaverstöðin, Je- an Antoine Posocco, Þórunn Stefánsdóttir, Katrín Pálsdótt- ir, Steindóra Bergþórsdóttir, Áslaug Guðmundsdóttir, Tríó Reykjavíkur, Einar M. Guðvarð- arson og Susanne Christensen, Kristbergur Óðinn Pétursson, Sigurður Skagíjörð, Byggða- safn Hafnarfjarðar og Sjóminjasafn íslands. Við athöfnina söng Þórunn Stefánsdóttir við undirleik Láru Rafnsdóttur, Haraldur S. Magn- ússon las ljóð og hljómsveitin Mary Poppins lék nokkur lög. Menningarmálanefnd Hafn- arfjarðar skipa: Halla Snorra- dóttir, Ólöf Pétursdóttir, Gísli Valdimarsson, Guðmundur Rúnar Árnason og Jónas Sigur- geirsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.