Morgunblaðið - 24.03.1999, Page 46

Morgunblaðið - 24.03.1999, Page 46
46 MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Valdníðsla er ekki stjórnmál ÞAÐ ER komið að uppgjöri milli kjósenda í Reykjavík og þing- manna Reykvíkinga sem ráðnir voru til vinnu við að gæta hags- muna og velferðar allra - allra íbúa Reykjavík- urkjördæmis. Nú er rétti tíminn til að fara yfir og meta ' vinnuframlag þing- manna Reykjavíkur. 1. Þingmaður Reykvfidnga er stjórn- andi og fyrirliði allra ráðherranna, honum ber skylda og hefur vald til að fara eftir ákvæðum stjórnar- skrárinnar, hann myndaði þessa rík- isstjórn og skipaði ráðherra. Hinn 27. apríl 1998 sendi ég for- sætisráðherra erindi, þar sem ég fór fram á að skoðuð yrðu embættis- verk umhverfismálaráðherra og dóms- og kirkjumálaráðherra varð- andi erindi til þeirra frá undirrituð- um. Eg taldi mig ekki njóta mann- T réttinda og vera beittur valdníðslu sem og er. Hinn 16. nóvember 1998 lagði ég inn í stjórnarráð ítrekun á fyrra er- indi til forsætisráðherra. Aðstoðarmaður forsætisráðherra fullyrti í símtali við mig að forsætis- ráðherra hefði ekki vald til að hafa áhrif á stjórnsýsluathafnir annarra ráðherra. Annað svar er ekki, frá 1. þingmanni til kjósanda. Við eigum góða og réttláta stjórn- arskrá, Alþingi Islendinga virðir . ekki ákvæði stjórnarskrárinnar eins og því er skylt, allir þegnar lýðveld- isins skulu njóta mannréttinda, mannúðar og réttlætis frá stjórn- sýslu. Dóms- og kirkjumálaráðherra hefur tvívegis fengið í hendur rang- ar upplýsingar frá lögreglustjóran- um í Reykjavík um ástand umferðar á Miklubraut neðanverðri, þar hefur ekki verið unnið af ráðvendni. Umhverfismálaráðuneyti hefur fótumtroðið þessi ákvæði stjórnar- skrárinnar gagnvart mér og einnig þúsundum þegna lýðveldisins, þarna stýrir framsóknarmað- ur ráðherraembætti og fer með völd. Þessi framsóknarráðherra er búinn að velta fyrir sér erindum frá mér síðan 19. nóvember 1996. Umhverfisráðherra hefur látið borgaryfir- völd stjórna embættis- verkum sínum í með- ferð málefna sem varða hávaða- og loftmengun frá umferð um götur Reykj avíkurborgar. A þessum tíma hef ég fimm sinnum ítrek- að og krafist aðgerða frá umhverfisráðu- neyti. Framsóknai*flokkur er hinn raun- verulegi ábyrgðaraðili fyrir R-lista sem fer með meirihlutastjóm í Reykjavík, án Framsóknarflokks væri ekki sú kúgun og valdníðsla sem R-listinn beitir gegn sjúkum, Mannréttindi Nú er rétti tíminn, segir Guðlaugur Lárusson, til að fara yfir og meta vinnu- framlag þingmanna Reykjavíkur. öryrkjum, öldruðum og öðram sem minna mega sín. Framsóknarflokk- ur styrkir valdníðslu R-lista í borg- inni með ráðherravaldi í heilbrígðis-, félags- og umhverfismálum, sú sök verður seint goldin. R-listinn er samfylking þeirra hugmyndafræðinga sem nú hafa stofnað Samfylkingu vinstrimanna. Þessar Sam- eða SS-sveitir ætla nú að taka völdin bæði í borg og ríki. Hvað kemur þá? Þessar SS-sveitir munu leggja lýðræðið í rúst og leggja allt landið undir í valdníðslu og rífa niður það Guðlaugur Lárusson skipulag sem fyrri kynslóðir hafa byggt upp. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur dansað með miklum feilsporum og bragðist hlut- verki sínu gagnvart íbúum borgar- innar, það hefur 'verið gert eftir beiðni borgarstjóra og til að þóknast hugmyndafræðingum þessara SS- fylkinga. SS-fylkingarnar hafa farið í áratugi með stjórn Trygginga- stofnunar ríkisins, verkalýðshreyf- ingarinnar ásamt lífeyiissjóðum hennar, Húsnæðismálastofnunai-, hver er útkoman? 60.000 - sextíu þúsund - launþeg- ar lifa langt undir fátæktarmörkum, um 12.000 öryrkjar lifa á 30.000 krónum og minna, um 20.000 eldri borgarar hafa 30.000 kr. og minna, sjúkir hafa ekki ráð á lyfjakaupum. I stóram héruðum er ekki læknir eða hjúkranarfólk vegna sparnaðar hjá ríkisstjórn. Alþingismenn ráðgera að reisa tónlistarhallir í öllum kjördæmum, og mörg önnur furðuverk. Alþingismenn Reykjavíkur virð- ast hafa þjáðst af ólæsi og ekki skilið móðurmál þegna lýðveldisins. 300 milljarða króna auðlind, sem öll þjóðin á í hafinu, hafa fáir klíku- bræður alþingismanna fengið til eignar og ráðstöfunar, á meðan bíða þúsundir sjúklinga eftir hjúkran og læknismeðferð. Mikill fjöldi veikra þegna hefur ekki ráð á læknishjálp eða lyfjum vegna fátæktar. Oryrkjar, eldri borgarar og allir sem lifa í fátækt: Við eram orðin það mikill fjöldi kjósenda að við getum breytt þessu valdaráni sem framið er með blekkingum og ósannindum, við eram meirihluti, stöndum saman og krefjumst réttlætis, það er tími núna til að moka spillingunni út úr æðstu valdastofnunum. Látum ekki blekkj- ast af loforðum og lýðski-umi SS- fylkinganna. SS-fylkingarnar ætla sér að ná tökum á borgar- og ríkisstjórnun, það heyrist á loforðum þeiraa, sem öll eru gömul og engin haldin, ein- tóm blekking fyrir kosningar, þetta ættum við að þekkja í raun. Þeir sem áhuga hafa á að skoða bréf og skýrslur sem hafa gengið á milli þessara stofnana geta séð stað- reyndir fyrir þessum fullyrðingum á vefsíðum mínum. Hjá Skímu: centram.is/~gudl Hjá simneti: simnet.is/mengun Höfundur er stofnfélagi í Frjáls- lyndn flokknum og býr á Miklubraut 13. Endurnýjun raflagna - löggiltir rafverktakar Aukin fræðsla UM ÞESSAR mund- ir mundir er verið að dreifa inn á hvert heim- ili í landinu bækhngi er nefnist Heimili þitt - geymir eld í æðum. Að útgáfu þessa bæklins standa Löggildingar- stofa, Orkuveita Reykjavíkur, Raf- magnsveitur ríkisins og Landssamband ís- lenskra rafverktaka. Tilgangur þessa bæk- lings er að vekja athygli húseigenda á þeim hættum sem rafmagnið býr yfir ef einhverju er ábótavant í rafbúnaði heimilisins eða í umgengni fólks gagnvart rafmagn- inu. Þetta framtak er í anda niður- stöðu ráðstefnu um rafmagnsörygg- ismál sem haldin var að frumkvæði Landssambands íslenskra rafverk- taka í október sl. þar sem lögð var ^ rík áhersla á mikilvægi fræðslu til fagmanna og almennings í þessum málaflokki. Endurnýjun raflagna Eitt af verkefnum löggiltra raf- verktaka er að meta ástand raflagna, þeir einir mega bera ábyrgð á fram- »kvæmdum við úrbætur. Rafverktak- ar ásamt starfsmönnum sínum, raf- virkjunum, hafa réttindi til þess að annast þessi verkefni. Störf á raf- magnssviði era af mörgum toga, þar af leiðandi sinna ekki allir rafverktakar þessum þætti. Mörg fyrirtæki hafa hins vegar sérhæft sig í viðhaldi og við- gerðum og sinna þeim markaði vel. Þó verður ekki hjá því litið að þeg- ar þensla er í þjóðfélag- inu og verkefni eru næg hefur það óhjákvæmi- lega bitnað á þessari sjálfsögðu þjónustu við húseigendur. Verkáætlun - kostnaður Með tilkomu samkeppnislaga er rafverktökum ekki heimilt að gefa út eða samræma verðskrár sínar, sama gildir um mat á rafiögnum og fram- kvæmdir við úrbætur. En það er mjög mikilvægt að húseigendur geri sér grein fyrir kostnaði og semji við rafverktakann um greiðslur og ann- an framgang verksins áður en hafist er handa. Þegar aflað er tilboða er vert að benda á að eftir því sem til- boðið er betur skilgreint og sundur- liðað því minni hætta er á að upp komi ágreiningur. Komi upp frávik frá tilboði, svokölluð aukaverk, er Raflagnir Störf á rafmagnssviði, segir Ásbjörn R. Jóhannesson, eru af mörgum toga. mjög brýnt að semja um þann verk- þátt áður en framkvæmdir við hann hefjast. Ef um tímavinnu er að ræða er rétt að semja um tímagjaldið fyr- irfram og ef þær aðstæður skapast að vinna þurfi yfirvinnu á rafverk- taki að gera verkkaupa grein fyrir auknum kostnaði sem því fylgir. Öryggi - fagmennska í 50 ár Landssamband íslenskra raíverk- taka er fimmtíu ára á þessu ári. Sambandið mynda félög rafverktaka um allt land. Merki löggiltra raf- verktaka hefur í gegnum árin mark- að sér ákveðinn sess í huga fólks sem tákn um öryggi og fagmennsku. Á skrifstofu LIR er hægt að fá upplýs- ingar um fyrirtæki sem taka að sér hin ýmsu verkefni með stuttum fyr- irvara m.a. að meta ástand raflagna, gera tillögur um úrbætur og annast framkvæmdir. Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra rafverk- taka. Ásbjörn R. Jóhannesson Skortir kirkjuna kærleika? UMRÆÐAN um af- stöðu kirkjunnar til samkynhneigðar hefur lengi verið í gangi í íjölmiðlum og á öðrum vettvangi. Undanfarið hef ég setið umræðu- fundi um þetta málefni og nú er svo komið að ég get ekki orða bund- ist og varpa hér fram hugleiðingum mínum og skoðunum um þetta mál. „Hvert er æðst allra boðorða? Jesús svaraði: „Æðst er þetta: „Heyr Israel! Drottinn Guð vor, hann einn er Drottinn. Og þú skalt elska Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum huga þínum.“ Annað er þetta: „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Ekkert boðorð annað er þessu meira.“ (Mark. 12: 29.-31.) Þetta æðsta boðorð hinna kristnu er í einfald- leika sínum einstaklega fallegt og göfugt og kallar á skilyrðislausan kærleika til náungans. Kærleika sem við öll þráum. I samfélagi Trúmál Af skiljanlegum ástæð- um geta samkyn- hneigðir ekki leitað eftir kærleika hjá kirkjunni, segir Guðbjörg Arnardóttir, því þetta samfélag Krists viðurkennir þá ekki sem jafningja. Jesú Krists sem m.a. er kirkjan á þessi kærleikur að ríkja. Óhikað eiga þjónar Krists að elska náung- ann. kirkjan er réttilega fúlltrúi þessa kærleika og á þannig að halda merkjum þessa boðorðs á lofti. Þetta boðorð, þrátt fyrir hversu magnað það er, virðist hreinlega hafa týnst þegar kemur að því að taka ákvarðanir varðandi samkyn- hneigða og samskipti þeirra við kirkjuna. Kirkjan hefur vissulega samþykkt að auka fræðslu um samkynhneigð innan hennar en á þessari fræðslu hefur lítið borið. Þögn og aðgerðarleysi er ennþá sú afstaða sem einkennir kirkjuna. Það gengur ekki lengur. Með þessu þögla hlutleysi eru þjónar Krists í kirkjunni að útiloka ákveðið fólk frá þeirri stofnun sem á að stuðla að hinni mikilfenglegu trú á Krist. Samkynhneigðir er hópur sem oft á í miklum erfiðleikum. Þeir eiga í erfiðleikum með að fá að vera þeir sjálfir vegna fordóma og athugasemda samfélagsins. Af þessu leiðir að oft er þetta sá hóp- ur sem hvað mest þarf á hjálp kirkjunnar og trúarinnar að halda. Þeir þarfnast oft sálgæslu og stuðnings. Hvað er betra til að að sinna því hlutverki en það samfé- lag Krists sem á að einkennast af kærleika til allra? Kærleika til allra þeirra sem sköpuð era í mynd Guðs óháð útliti, stöðu, kyn- þætti, kynhneigð o.s.frv. En sam- kynhneigðir, af skiljanlegum ástæðum, geta ekki leitað eftir kærleika hjá kirkjunni því þetta samfélag Krists viðurkennir þá ekki sem jafningja, ekki sem hluta af kirkjunni. Hún hafnar því að allir séu eitt í Kristi því hún gefur þau skilaboð að sam- kynhneigðir séu öðr- um lægri. Hún neitar þeim um viðurkenn- ingu, neitar þeim um blessum í húsi Guðs, þangað sem við öll eru velkomin, þar á enginn að vera öðrum meiri. Talsmenn kirkjunnar hafa vissu- lega sagt að engum sé neitað um sálgæslu, engum neitað um að leita til þeirra. Það er þó stað- reynd að samkynhneigðir einstak- lingar era ekki viðurkenndir eins og þeir era, eins og þeir era skap- aðir í mynd Guðs jafnfætis gagn- kynhneigðu fólki. Það segir sig sjálft að ef kirkjan veitir ekki samþykki fyrir blessun yfir sam- búð samkynhneigðra þá leita sam- kynhneigðir ekki eftir stuðningi til hennar. Með því að neita þeim um blessum sýnir kirkjan þeim að hún er ekki traustsins verð. Hvert eiga þá samkynhneigðir að leita í gleði og sorg ef kirkjan uppfyllir ekki þær væntingar sem þeir bera í brjósti? Kirkjan missir þá, því hún veitir þeim ekki vernd fyrir hinum harða heimi fordæmingar og hat- urs sem getur einkennt samfélag- ið. Það er svo sárt að finna að kirkjan sem ég er hluti af er í for- dæmingarhlutverkinu. Hún neitar að taka á móti og viðurkenna systkini sín. Hún er að dæma, það samfélag sem kennt er við Krist sem skipaði réttilega að það væri ekki okkar að dæma. Jesús bað þess að við myndum áminna tráarsystkin okkar ef þau væra að gera rangt. Ég áminni, þetta er rangt, þögnin er röng. Þörf er á ákveðinni afstöðu, þörf er á ákvörðun. Þess vegna hvet ég samstúdenta mína í guðfræðideild- inni til að taka afstöðu. Það er okk- ar að reyna að hafa áhrif á þá stofnun sem við tilheyram og kom- um eflaust einhver til með að starfa í. Viljum við starfa innan kirkjunnar eins og afstaða hennar er í dag og ef við viljum það ekki er okkar að reyna að hafa áhrif og með samstöðu getum við það. Við getum látið gott af okkur leiða og minnt á þann kærleika sem okkur ber að miðla áfram. Mikil þörf er á fræðslu um samkynhneigð innan kirkjunnar sem utan og það er staðreynd að kirkjan hefur miklu uppeldis- og fræðsluhlutverki að gegna. Þetta hlutverk á hún að nota á fordómalausan hátt í ljósi kærleika Krists. Fræðsla innan kirkjunnar getur haft áhrif og það er slæmt ef þau áhrif era ekki til góðs. Ef kirkjan ekki viðurkennir sambúð samkynhneigðra þá er þessu fræðsluhlutverki ekki sinnt á jákvæðan hátt. Þetta á ekki að vera svona erfitt, því boðskapur Krists er skýr, elska til náungans hvernig sem hann eða hún er. Kærleikurinn megnar allt, hann á því að megna það að opna augu fulltráa Kirsts sem era í forsvari þess samfélags sem er í Kristi. Kærleikurinn á að megna það að forystusauðir kirkj- unnar stígi skrefið til fulls og blessi sambönd samkynhneigðra í húsi Drottins. Kærleikurinn á að megna að starfsfólk kirkjunnar og alhr sem í henni eru elski samkyn- hneigða eins og sjálfa sig. Höfundur er guðfræðinemi. Guðbjörg Arnardóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.