Morgunblaðið - 24.03.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.03.1999, Blaðsíða 37
36 MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1999 37 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. DEILA SEÐLABANKANS OG FJÁRMÁLAFYRIR- TÆKJANNA FJÁRMÁLAMARKAÐURINN hefur harðlega gagnrýnt nýj- ar lausafjárreglur Seðlabankans, sem settar voru til að slá á þensluna í efnahagskerfinu og draga úr útlánum lánastofnana. Bankastjórar Islandsbanka, Valur Valsson, og bankastjóri Landsbankans, Halldór J. Kristjánsson, gerðu þær að umtals- efni á aðalfundum bankanna í fyrradag. Valur kvað reglur Seðlabankans hafa nánast lokað bæði skammtíma- og langtíma- markaði og svokallaðir Reibor-vextir í millibankaviðskiptum væru óvirkir. Þar með hefði Seðlabankinn eins og aðrir misst yf- irsýn yfir peningamarkaðinn hér á landi. Þá hvetji lausafjárregl- urnar bankana til að búa við áhættusamari fjárhagsskipan en áður og valdi einnig mikilli truflun á nútímalegri fjármálastjórn fyrirtækja, þar sem peningamarkaðurinn væri í uppnámi. Halldór J. Kristjánsson nálgaðist málið úr annarri átt og kvað ákvörðun Seðlabankans um bindingu á fjármagni hlutafélaga- bankanna, án þess að greiða markaðsvexti, fengi vart staðizt eignarréttarsjónarmið stjórnarskrárinnar. Þeirri ákvörðun bæri að breyta nú þegar. Birgir ísleifur Gunnarsson, formaður bankastjórnar Seðla- bankans, svaraði gagnrýni Vals Valssonar í Morgunblaðinu í gær og kvað málflutning hans ýkjukenndan. Viðbúið væri, að stjórnendur lánastofnana væru ekki ánægðir með lausafjárregl- urnar og væri ekkert vel við að láta þvinga sig til slíkra aðgerða. Hann kvað Seðlabankann hvorki hafa orðið varan við að lang- tíma- og skammtímamarkaður hefði lokazt né að Reibor-vextir væru óvirkir. Birgir ísleifur lýsti Seðlabankann reiðubúinn að skoða með bönkunum aðrar reglur, sem myndu uppfylla betur óskir þeirra, en án þess að markmiðin skertust. Ljóst er af viðbrögðum talsmanna annarra fjármálafyrirtækja í Morgunblaðinu í gær að fjármálakerfið er nánast einhuga í gagnrýni á aðgerðir Seðlabankans. Sennilega er þetta í fyrsta sinn sem bankar og fjármálafyrirtæki sameinast með þessum hætti í mótmælum gegn aðgerðum Seðlabankans. Það er að sjálfsögðu töluvert umhugsunarefni fyrir forsvarsmenn Seðla- bankans, ekki sízt vegna þess, að trúverðugleiki bankans er í húfi. Seðlabankinn verður að færa sterkari efnisleg rök fyrir þeirri staðhæfingu, að málflutningur bankastjóra íslandsbanka sé „ýkjukenndur“ en fram hafa komið. Aðalatriðið er þó, að fulltrúar fjármálafyrirtækjanna og Seðlabankans komizt að niðurstöðu um skynsamlega lausn á þeirri deilu, sem upp er komin þeirra í milli. ERLEND FJÁRFESTING í SJÁVARÚTVEGI STAFNBÚI, félag nema í sjávarútvegsfræðum við Háskólann á Akureyri, efndi til fundar sl. laugardag þar sem m.a. var fjallað um erlent fjármagn í íslenzkum sjávarútvegi. Þórður Pálsson í greiningardeild Kaupþings, annar frummælandi á fundinum, kvað lög, er hamla fjárfestingum erlendra aðila í sjáv- arútvegi, ekki aðeins óþörf, heldur einnig skaðleg. Sveinn Hjört- ur Hjartarson, hagfræðingur LIÚ, var á öndverðum meiði og taldi óþarfa að breyta lögunum. Sveinn Hjörtur telur langtíma- hagsmunum þjóðarinnar bezt borgið með því að koma í veg fyrir erlendar fjárfestingar í sjávarútvegi. Víða erlendis er sjávarútvegur ríkisstyrktur í stórum stíl, m.a. hjá aðalkeppinautum okkar, Norðmönnum. Þetta skekkir sam- keppnisstöðu íslenzks sjávarútvegs. En jafnframt lýsti Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, nýlega þeirri skoðun, að sjómannaaf- slátturinn væri í raun niðurgreiðsla á launakostnaði útgerðar- innar. Ef fallizt væri á þá skoðun fjármálaráðherra felst að sjálf- sögðu í sjómannaafslættinum ríkisstyrkur til útgerðarinnar. Hins vegar hefur Kristján Ragnarsson, formaður LIÚ, mótmælt harðlega þessari túlkun ráðherrans og bent á að sjómannaaf- slátturinn hafí verið tekinn upp á sínum tíma án nokkurs atbeina LÍÚ. En hvað sem líður ríkisstyrk til útgerða í öðrum löndum er ljóst að forsendur banns við erlendri fjárfestingu í íslenzkum sjávarútvegi hafa gjörbreyzt eins og Morgunblaðið hefur áður bent á. íslenzk fyrirtæki hafa fjárfest í stórum stíl í sjávarútvegi í öðrum löndum og eiga þar útgerðir, fískvinnslufyrirtæki og aflakvóta. Það er því hæpið, eins og Morgunblaðið hefur áður sagt, „að framfylgja þeirri stefnu til lengdar að hvetja til fjár- festinga íslenzks sjávarútvegs víða um heim, en banna um leið erlenda fjárfestingu í atvinnugreininni. Sú stefna kann um síðir að koma niður á íslenzkum hagsmunum". Hjúkrunarfræðingar ræða skipulag sjúkrahúsrekstrar Aukaleiðtogafundur Evrópusambandsins hefst í Berlín í dag Allir stefna að aukinni samvinnu Sjúkrahús á Norðurlöndum og um allan hinn vestræna heim eru að auka samstarf og í mörgum tilfellum sameinast spítalar. Þetta kom vel fram á ráðstefnu yfirmanna nor- rænna sjúkrahúsa sem haldin var sl. helgi í Reykjavík. Helgi Þorsteinsson ræddi í tilefni af ráðstefnunni við þrjá hjúkrunarfram- kvæmdastjóra, tvo íslenska og einn norskan, um framtíðarhorfur í skipulagi sjúkrahúsa. Morgunblaðið/Árni Sæberg ANNA Stefánsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri á Landspi'tala, Inger Margrethe Holter, sem gegnir sömu stöðu á Ríkisspítalanum í Ósló, og Sigríður Snæbjörnsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri Sjúkrahúss Reykja- víkur, segja að hagsmunir sjúklinga eigi að ráða varðandi skipulag sjúkrahúsa í framtíðinni. ALLIR stefna að sama marki, að auka samvinnu þó mismunandi sé hversu langt menn vilja ganga,“ segh- Sigríður Snæbjömsdóttir, hjúkrunai’framkvæmdastjóri Sjúkra- húss Reykjavíkur um stefnumál sjúkrahúsa í Evrópu. „Vestanhafs er verið tengja saman spítala út um öll Bandaríkin sem eru rekin undir sama nafni eða fyrirtæki. Hér á Islandi höf- um við farið varlega í að auka sam- starfíð því það er allt erfíðara í litlu samfélagi. Hér er svo mikil nánd að það getur jafnvel farið út í persónuleg átök. Það er verið að takast á um stöð- ur og jafnvel hreppamörk." Verkaskipting þarf að vera skýr Sigríður segir að munur á „sjúkra- húsmenningu" einstakra spítala geti einnig valdið erfiðleikum í samstarfi. „Það er í raun ekki mikill munur að þessu leyti á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og Landsspítala. En þegar Borgar- spítali og Landakot sameinuðust kom vel í ljós að þjónustan var byggð á mjög mismunandi gmnni. Kaþólsk menning og starf systranna gerði að verkum að þar var allt annað and- rúmsloft heldur en á Borgarspítala. Læknarnir unnu líka eftir allt öðru fyrirkomulagi. Það em mannlegu þættirnir sem gera okkur erfiðast fyrir varðandi það að sameina og straumlínulaga þjónustu." Anna Stefánsdóttir, hjúkrunar- framkvæmdastjóri Landspítala, seg- ir að fyrst og fremst þurfi að horfa á hvað komi sjúklingunum til góða. „Þeir þurfa að vita hvar þjónustan fer fram og koma verður í veg fyrir að verið sé að flytja sjúklinga á milli eða takast á um þá. Það kemur fyrir í dag að veikir einstaklingar koma á annað sjúkrahúsið en ekki er hægt að sinna þeim þar og því eru þeir sendir á hitt. Þetta er ekki góð þjón- usta.“ „Auðvitað ætti að vera alveg skýr verkaskipting milli sjúkrahúsanna," segir Sigðríður. „Sérgreinarnar, sér- staklega þessar smærri, þröngu, ættu ekki að vera á báðum sjúkra- húsunum. Við höfum verið að færast nær því hægt og rólega og allir átta sig á því að auðvitað er það skynsam- legt út frá hagkvæmnisjónarmiðum. Til skamms tíma var að miklu leyti tilviljun hvernig sérgreinarnar lentu á sjúki-ahúsunum, það fór mikið til efth’ því hver var ráðinn hvert. Síðan þróuðust sérgi-einarnar í kiingum einstaklingana.“ Samstarfið milli Landspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur er nú með þeim hætti að þau hafa sameiginleg- an forstjóra og einnig er starfandi Samvinnunefnd sjúkrahúsanna í Reykjavík, sem í sitja stjórnarfor- menn, hjúkrunarforstjórar og lækn- ingaforstjórar beggja spítalanna. „Þessi nefnd er núna að skoða ákveðna þætti í starfseminni með það fyrir augum að flytja til sérgreinar og sameina þær,“ segir Anna. Sigríður segir að ekki sé til um- ræðu að breyta íslensku sjúki’ahús- unum í hlutafélög, eins og til dæmis hefur verið gert að nokkru leyti í Noregi. „Það hefur verið rætt í sam- starfsnefndinni og víðar í stjórnsýsl- unni að stofna hlutafélög um ákveðn- ar einingar innan spítalanna, eins og til dæmis rannsóknarstofur, röntgen- deildir, apótekin, þvottahúsin og fleira, en ekki um að stofna hlutafé- lag um sjúkrahúsin í heild sinni.“ Fastar fjárveitingar úreltar Anna segir að fastai’ fjárveitingar til sjúkrahúsanna sé kerfi sem löngu hafi gengið sér til húðar. „Þetta er í raun gamaldags fyrirkomulag í heil- brigðisþjónustunni og aðrar þjóðir eru fyrir löngu komnar yfir á annað rekstrarfoi-m. Sem dæmi má nefna Ullevál-spítalann í Noregi. Hann er að vísu að hluta til á föstum fjárlög- um en einnig að hluta á árang- urstengdu kerfi." Anna segir að til að geta breytt kerfinu hér á landi þurfi meðal ann- ars að vinna meira að því að kostnað- argreina alla þjónustu spítalanna. „Það er reyndar heilmikið verið að vinna í þessu núna. Við þurfum að geta sagt til um hvað hver einasti hluti af þjónustunni kostar.“ „Við höfum verið frekar aftarlega á merinni hvað varðar upplýsinga- og tölvuvæðingu og höfum sennilega ekki fjárfest nægilega í þeim geira,“ segir Sigii'ður. „Fólk á kannski dálít- ið erfitt með að sjá hvað tölvur komi þjónustu við sjúklinga við.“ Sigríður segir að ekki sé þó endi- lega nauðsynlegt að spítalarnir sjálf- ir reki tölvudeildir, eins og nú er, hugsanlega megi bjóða þá þjónustu út. „Það er mikið rætt um það nú að sjúkrahúsin eigi aðeins að reka á eig- in ábyrgð það sem þeim fer best; að veita sjúklingum þjónustu. Aðra þjónustu eigi bara að kaupa annars staðar frá. Með því að einbeita okkur að því að þjóna sjúklingum getum við sennilega farið út í það að verða nú- tímalegri í rekstri." Norðurlöndin standa framar í rekstri sjúkrahúsa Þær Sigríður og Anna era sammála um það að íslensk sjúkrahús hafi ekki dregist aftm’ úr Norðurlöndum fag- lega varðandi hjúkran. „Þeir era lengi-a komnir í því að skilgreina hvaða rekstur á að vera á sjúkrahús- um og þeir era sennilega með skýrari framtíðarmarkmið," segh’ Anna. „Við eram líka töluvert á eftir varðandi dagdeildar- og göngudeildarrekstm’ og rekstur sjúkrahótela." „Margir þeirra erfiðleika sem við eigum við að glíma eru vegna smæð- arinnar og nálægðarinnar,“ segir Sigríður. „Sjúklingar fara gjarnan fram á það að fá að vera sem lengst inni á sjúkrahúsunum því þeir telja að það sé góð þjónusta. Vegna þess að allir þekkja alla héma er verið að gera sjúklingunum greiða, sem er í raun ekki greiði, með því að leyfa þeim að liggja lengur inni, frekar en að ýta þeim út í þjónustu sem er nær heimilinu.“ „Þetta er líklega líka vegna hefðar- innar hjá okkur,“ segir Anna. „Þegar menn eru veikir fara þeir inn á sjúkrahús. Þegar menn venjast hinu, eins og til dæmis hefur komið í ljós varðandi þá þjónustu sem Ki’abba- meinsfélagið veitir í heimahúsum, átta þeir sig á því hvað það eru mikil lífsgæði að fá að vera heima hjá fjöl- skyldunni í sínu eigin umhverfí og fá þjónustuna heim til sín. Á sjúkrahús- um er stöðugt ónæði.“ Sjúkrahúsþjónusta sem „bissniss" Sigríður segir að margar af þeim nýjungum sem hafa verið að ryðja sér til rúms á sjúkrahúsunum séu ættaðar frá Norður-Ameríku. „Greiðslufyrirkomulagið hefur gert það að verkum að orðið hafa til hug- myndir um hvernig hægt sé að reka heilbrigðisþjónustuna eins og „bissniss". Þeir standa fremstir í dag á sviði göngudeildarþjónustu og að hluta einnig í sjúkrahústengdri heimaþjónustu. Hér hafa menn greitt fyrir heilbrigðisþjónustuna með sköttunum og fólki finnst þá eins gott að það fái það sem það á skilið.“ Hjúkrunarframkvæmdastjóri norska Ríkisspítalans Samstarf en ekki sameining RÍKISSPÍTALINN í Ósló og Ulleval- spítalinn, sem er landshlutasjúkra- hús og héraðssjúkrahús fyrir Osló og nágrenni og er einn stærsti spítali á Norðurlöndum, ætla að auka samstai’f sitt á þeim sviðum þar sem hægt er að auka hag- kvæmni. Þegar ný bygging Ríkisspítalans verður tekin í notkun næstkomandi haust munu jafnframt tveir minni sérhæfðir spítalar á vegum ríkisins verða sameinaðir honum. Inger Margrethe Holter, hjúkranarfram- kvæmdastjóri á Ríkisspítalanum, segir að Norðmenn stefni með þessu í átt til samvinnu og sameiningar eins og heilbrigðisþjónustan í öðrum vestrænum löndum um þessar mundir. Þó er ekki stefnt að sameiningu stóra spítal- anna tveggja, Ullevál og Ríkisspítalans, að minnsta kosti ekki í náinni framtíð. „í Noregi höfum við fimm landshlutasjúkra- hús. Ullevál er eitt þeirra en er auk þess hér- aðssjúkrahús fyrir Osló, þar sem búa um 500 þúsund manns. Ríkisspítalinn hefur einnig ver- ið landshlutaspítali en jafnframt spítali fyrir allt landið og sinnir sjaldgæfum sjúkdómum og líffæraflutningum og yfirleitt ölíum erfiðustu verkefnunum. Sjúkrahúsin tvö hafa því haft mismunandi hlutverk, en á landshlutastiginu getum við aukið samsstarfið." „Við höfum kannað hvaða hlutir era gerðir á báðum stöðum og hægt er að sameinast um til að ná meiri hagkvæmni. Um þessar mundir er verið að semja um samstarf tauga- og bæklun- arskurðlækningadeilda beggja sjúkrahúsa." Hagsmunir sjúklinganna ráði Holter segir að í ljósi árangursins af þessari samvinnu verði ákveðið hversu langt eigi að ganga í samvinnunni. „Við höfum lagt mikla áherslu á það í Noregi að hagsmunir sjúkling- anna eigi að vera ráðandi og þetta mega ekki bara vera orðin tóm. Verði árangurinn jákvæð- ur fyrir þá, og jafnframt fyrir starfsmennina, þá verður haldið áfram.“ Hún segir að ekki megi hugsa um hagsmuni hvers sjúkrahúss og sjúklinga þess einangrað, heldur verði að líta á samfélagið og heilbrigðis- þjónustuna í heild. Hún telur að þessi skoðun muni verða ráðandi í framtíðinni og áhrif þess verði líklega áframhaldandi sameiningarferli. Holter segir að fagfólk á sjúkrahúsunum hafi haft framkvæði að samstarfi milli stóru spítalanna og hafi óskað eftir því við yfirmenn sína. „í heilbrigðisráðuneytinu hafa menn auð- vitað lengi séð að sjúkrahúsin hafa sinnt sömu málum að hluta. Það er jákvætt viðhorf til sam- starfsins á Ríkisspítalanum því við viljum bjóða sjúklingum bestu mögulegu þjónustu. Við áttum okkur á því að við getum ekki sinnt öllum verkefnum. Það verður að hafa í huga að Noregur er ekki mjög stórt land og Ósló ekki stór borg.“ Erfiðleikar fylgja ölluni breytingum Hún segir að auðvitað felist í því erfiðleikar að breyta skipulagi sjúkrahúsanna. „Það þarf til dæmis að svara því hvort bæklunarskurð- lækningadeildin skuli vera í eigu beggja spítal- anna. Öllum breytingum og sameiningum af þessu tagi fylgja einhverjir erfiðleikar en ég held að menn sjái að nýta þurfi þá fjánnuni sem til eru á skynsamlegan hátt.“ Holter segir að í Noregi sé stefnan að auka sjálfstæði sjúkrahúsanna. „Ullevál er nú orðið að hlutafélagi en Ríkisspítalinn er ríkisstofnun og hefur því ekki sama sjálfstæði. Að því er reyndar unnið að breyta honum í hlutafélag einnig." Óþarfi að hræðast stórar einingar í nýi’ri byggingu Ríkisspítalans verða um 560 sjúkrarúm og 3.500 starfsmenn. Holter segir að þegar rætt var um nýbygginguna hafi komið upp töluverð andstaða og margir hafi ekki talið þörf á stóram ríkisspítala, en menn hafi komist að þeirri niðurstöðu að það væri réttast að halda honum, vegna sérstaks hlut- verks hans. Þar kom til bæði þjónusta hans fyrir allt landið og einnig hafa rannsóknir verið hvað öflugastar þar. Holter segir að ekki hafi verið rætt um það hvað sé heppilegasta stærð sjúkrahúss. „Það fer mjög mikið eftir því hvernig heilbrigðis- kerfið og stjórnun þess er og hvert hlutverk spítalans er. í Þýskalandi og Bandaríkjunum eru til dæmis mjög stór sjúkrahús og ég held að við eigum ekki að vera hræddir við stór- rekstur á þessu sviði ef honum er komið á með hagsmuni sjúklinga í huga.“ Schröder brýnir sátta- þörf fyrir leiðtogum GERHARD Schröder, kanzlari Þýzkalands, og Jacques Santer, fráfarandi forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Brussel. Reuters. GERHARD Schröder, kanzlari Þýzkalands, sagði í gær að Evrópu- sambandið (ESB) gæti orðið fyrir efnahagslegum og pólitískum aftur- kipp ef leiðtogar ESB-ríkjanna fimmtán, sem koma saman til sér- staks aukafundar í Berlín í dag, ná ekki að ganga frá samkomulagi um víðtæka uppstokkun íjármála sam- bandsins, sem lengi hefur verið í und- irbúningi. „Aðeins ef við komumst að sam- komulagi, gi’undvölluðu á ströngum aga í fjárlagagerð (...), getum við tryggt langtímavelgengni evrannar [hinnar sameiginlegu Evrópumyntar] og opnað dyr [ESB] fyrir inngöngu nýrra ríkja,“ sagði Schröder, sem stýrir fundinum, í bréfi til ríkis- stjóma- og þjóðarleiðtoga hinna ESB- ríkjanna. Sagði Schröder afsögn fram- kvæmdastjórnar sambandsins í síð- ustu viku gera það enn meira að- kallandi að samið yi’ði um fjár- málaumbæturnar, sem kallaðar hafa verið einu nafni „Dagskrá 2000“ (Agenda 2000). „í kjölfar afsagnar framkvæmdastjórnarinnar er orðið jafnvel enn brýnna að ganga frá Dag- skrá 2000 til að bjarga Evrópusam- bandinu - í augum almennings að minnsta kosti - frá alvarlegri kreppu,“ sagði kanzlarinn. Joschka Fischer, utanríkisráð- herra Þýzkalands, sagðist í fyrradag vongóður um að takast muni á Berlínarfundinum að gera út um öll helztu ágreiningsefnin, þ.e. fjármálin og landbúnaðar- og byggðasjóðakerf- ið. Landbúnaðarsamkomulag í brennidepli Tímamótasamkomulag sem náðist eftir þriggja vikna samningalotu fyrr í mánuðinum um endurskoðun sameig- inlegrar landbúnaðarstefnu ESB er kjarnastykkið í heildaendurskoðun fjármála sambandsins, sem á að móta fjárlagaramma þess á árabilinu 2000- 2006. Hátt í helmingur árlegra fjár- laga þess, sem hljóða upp á í kring um 7000 milljarða króna, fara í verð- jöfnunarstyrki og niðurgreiðslur til landbúnaðar. Um þriðjungur fjárlag- anna hefur á undanförnum árum farið í byggða- og þróunarstyrki og af- gangurinn til allra annan-a verkefna ESB. Strax eftir að landbúnaðarráðherr- amir vora staðnir upp frá samninga- borðinu varð óánægjuradda vart með samkomulagið. Þjóðverjar og fleiri þjóðir, sem greiða mun meira í hina sameiginlegu sjóði en þær fá úr þeim, telja fjármálahlið landbúnaðarsam- komulagsins ófullnægjandi og Frakk- ar, sem fá mest út úr landbúnaðar- sjóðunum, hafa lýst samkomulaginu sem „tillögu“, ekki niðurstöðu. Þótt samið hafi verið um niðurskurð niður- greiðslna til korn-, mjólkur- og kjöt- framleiðslu voru bændum tryggðar beingi-eiðslur í staðinn, sem til skamms tíma a.m.k. sprengja fjár- hagsrammann sem málaflokknum var ætlaður. Þó er ólíklegt að miklu verði breytt af því sem landbúnaðarráðherramir voru búnir að ná samkomulagi um. „Allar sendinefndir sögðu varasamt að hreyfa við samkomulaginu,“ sagði Hans Friedrich von Ploetz, aðstoð- arutanríkisráðherra Þýzkalands eftir fund utanríkisráðherranna sl. sunnu- dag, þar sem ræddir vora m.a. mögu- leikarnir á að minnka beingreiðslur til bænda. Santer hvetur til róttækra umbóta Róm, Brussel. Daily Telegraph. VIKU eftir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) sagði af sér mæltist Jacques Santer, fráfarandi forseti hennar, til þess í ræðu í Evrópuþinginu að stofnanir ESB lærðu af liðnum mistökum og hrintu um- bótum í framkvæmd af krafti. í fyrsta ávarpi sínu fyrir Evrópuþinginu eftir afsögn- ina sagði Santer, sem vonast til að verða kjörinn til Evrópuþingsetu í sumar, að skýrsla hinna óháðu sér- fræðinga, sem unnin var að beiðni EÞ og varð til þess að framkvæmdastjórnin sagði af sér, hefði verið sér áfall, en hann vonaðist til að það ástand sem upp sé komið verði nýtt til róttækra og varanlegra umbóta á stofnanauppbyggingu sambandsins. Santer sakaði rfkisstjórnir aðildarlandanna um að bera ábyrgð á því, að framkvæmdastjórninni hefðu verið falin verkefni án þess að fá viðhlítandi fé og inannafla til að anna þeim. I þessu fælist hluti vandans og yrði að breyta. Pauline Green, formaður þingflokks jafnaðarmanna á EÞ, krafðist þess að frekari rannsóknir færu fram á ásökunum um spillingu og misferli innan framkvæmda- stjórnarinnar. Evrópuþingmenn úr öllum flokkum skoruðu á leiðtoga aðilarríkjanna, sem funda í Berlín í dag og á morgun, að taka sem allra fyrst ákvörðun um arftaka Santers. Prodi virðist nánast keppinautalaus Þótt ekki sé búizt við því að nein slík ákvörðun verði tekin á Berlínarfundinum beinast augu manna æ meir að Romano Prodi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu. Þrátt fyrir að vera ítalskur sljórnmálamaður (og ítölsk stjórnmál hafi lengi einkennzt af vafasömum starfsað- ferðum) er orðstír Prodis hreinn, og únynd hans sem stjórnmálamanns er veitir metnaðarfull loforð sem hann stendur við og er alþýðlegur og hreinn og beinn í persónlegum sainskiptum þykir henta einkar vel eins og sakir standa. I sfðustu viku sagði Karel van Miert, annar fráfarandi varaforseta framkvæmdastjórnarinn- Reuters JACQUES Sauter, fráfarandi forseti framkvæmda- stjórnar ESB, ávarpar Evrópuþingið. ar, aðstæðurnar krefjast nánast „dýrlings og ofur- mennis" í embætti forseta framkvæmdastjórnarinnar. Talsmaður Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, sagði í fyrradag Blair álíta Prodi vera „mjög hæfan, sannan umbótamann og hágæðapersónu". Nú á bara eftir að koma í ljós hvort allir leiðtogarnir séu sammála Blair og tilnefni Prodi einum rómi til að taka við af Santer. En þar sem ríkisstjórninar 15 þurfa auk forsetans að tilnefna alla hina 19 meðlimi fram- kvæmdastjórnarinnar og Evrópuþingið þarf að sam- þykkja þá alla getur ný framkvæmdastjórn verið kom- in á laggirnar í fyrsta lagi í maímánuði, eftir því sem fréttaskýrendur segja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.