Morgunblaðið - 24.03.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.03.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1999 2 7 Norður-Irland Stíf fundahöld um lausn afvopn- unardeilunnar Belfast. Reuters. EINN maður særðist lítillega þeg- ar sprengja sprakk í gær í bænum CastleweOan á Norður-írlandi, um 55 kílómetra sunnan við Belfast. A sama tíma funduðu fulltráar stríð- andi fylkinga um lausn deilunnar um afvopnun öfgahópa. Mikil spenna er á N-írlandi og minnkaði ekki við þá ákvörðun breska innan- ríkisráðherrans, Jacks Straws, í fyrradag að fara fram á endurskoð- un þeirrar ákvörðunar sérstakrar nefndar að sleppa úr haldi fjórum liðsmönnum Irska lýðveldishersins (IRA), í samræmi við skilmála frið- arsamkomulagsins frá því í fyrra. Stíf fundahöld voru í gær en fyr- ir liggur að samkomulag um lausn afvopnunardeilunnar þarf að vera fundið fyrir páska. Gerry Adams, leiðtogi Sinn Féin, stjórnmálaarms IRA, hitti Bertie Ahem, forsætis- ráðherra Irlands, í Dublin og átti síðan fund með David Trimble, leiðtoga stærsta flokks sambands- sinna (UUP) og verðandi forsætis- ráðhema á N-Irlandi, seinna um daginn. I gærkvöldi áttu þeir Ahern og Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, tal saman í Berlín en írska dagblaðið The Irish Times leiddi í gær líkum að því að bæði Ahern og Blair myndu halda til Belfast seinna í vikunni til að stuðla að samkomulagi. Osk breska innanríkisráðherr- ans, um að ákvörðun um lausn IRA-mannanna fjögurra yrði end- urskoðuð, var tekin fyrir í gær fyr- ir dómi í Belfast. Hafnaði dómari ósk Straws og sagði hann ekki hafa sýnt fram á að óeðlilegt væri að mennirnir hlytu lausn, í samræmi við skilmála friðarsamkomulagsins. Beiðni Straws hafði komið öllum í opna skjöldu á mánudag og brugð- ust fulltrúar lýðveldissinna hinir verstu við. Granar þá, skv. frétt The Irish Times, að markmið breskra stjórnvalda með þessu sé að auka enn frekar þi-ýsting á IRA um að hefja afvopnun, sem sam- bandssinnar setja sem skilyrði áð- ur en þeir samþykkja að setjast í heimastjórn með fulltrúum Sinn Féin, stjóramálaarms IRA. Líkur á því að IRA verði við þessum kröfum era hins vegar hverfandi og fékkst það staðfest á mánudag þegar Gerry Kelly, einn forystumanna Sinn Féin, hélt til fundar við þá IRA-fanga sem af- plána nú dóma í Maze-fangelsinu í útjaðri Belfast. Kelly sagðist að loknum fundinum hafa rætt við alls 82 IRA-fanga og lýsti enginn þeirra sig fylgjandi því að IRA kæmi til móts við kröfur sam- bandssinna. Brighton-sprengjumaðurinn meðal IRA-mannanna fjögurra Meðal þeirra fjögurra, sem Jack Straw vill ekki að verði sleppt úr haldi á næstunni, er Patrick Magee sem dæmdur vai- árið 1986 fyrir sprengjutilræðið í Brighton árið 1984. Þar munaði einungis hárs- breidd að Magee tækist að valda dauða allra ráðherra bresku íhalds- stjórnarinnar. Fimm menn létust í sprengjutilræðinu og sjálf slapp Margaret Thatcher naumlega. Samkvæmt ákvæðum friðarsam- komulagsins á N-írlandi eiga allir fangar sem sitja inni fyrir aðild sína að öfgahópum, bæði mótmæl- enda og kaþólikka, að vera lausir úr haldi fyrir júlílok á næsta ári. Þessi ákvæði hafa verið umdeild og telja margir, ekki síst breskir íhaldsmenn og sumir sambands- sinnar á N-írlandi, að þeim eigi ekki að hrinda í framkvæmd með- an enn ríkir hálfgerð skálmöld í héraðinu. DTmon é;i 9 m 'H HATIÐLEGUR í BRAGÐI TPegar íslenski osturinn er kominn á ostabakkann, þegar hann kórónar matargerðina — brœddur eða djúpsteiktur — eða er einfaldlega settur beint í munninn — þá er kátíð! ÍSLENSKIR OSTAR^ ^tlNASfy v « t www.ostur.is HVlTA HÚSIÐ / SlA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.