Morgunblaðið - 24.03.1999, Síða 27

Morgunblaðið - 24.03.1999, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1999 2 7 Norður-Irland Stíf fundahöld um lausn afvopn- unardeilunnar Belfast. Reuters. EINN maður særðist lítillega þeg- ar sprengja sprakk í gær í bænum CastleweOan á Norður-írlandi, um 55 kílómetra sunnan við Belfast. A sama tíma funduðu fulltráar stríð- andi fylkinga um lausn deilunnar um afvopnun öfgahópa. Mikil spenna er á N-írlandi og minnkaði ekki við þá ákvörðun breska innan- ríkisráðherrans, Jacks Straws, í fyrradag að fara fram á endurskoð- un þeirrar ákvörðunar sérstakrar nefndar að sleppa úr haldi fjórum liðsmönnum Irska lýðveldishersins (IRA), í samræmi við skilmála frið- arsamkomulagsins frá því í fyrra. Stíf fundahöld voru í gær en fyr- ir liggur að samkomulag um lausn afvopnunardeilunnar þarf að vera fundið fyrir páska. Gerry Adams, leiðtogi Sinn Féin, stjórnmálaarms IRA, hitti Bertie Ahem, forsætis- ráðherra Irlands, í Dublin og átti síðan fund með David Trimble, leiðtoga stærsta flokks sambands- sinna (UUP) og verðandi forsætis- ráðhema á N-Irlandi, seinna um daginn. I gærkvöldi áttu þeir Ahern og Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, tal saman í Berlín en írska dagblaðið The Irish Times leiddi í gær líkum að því að bæði Ahern og Blair myndu halda til Belfast seinna í vikunni til að stuðla að samkomulagi. Osk breska innanríkisráðherr- ans, um að ákvörðun um lausn IRA-mannanna fjögurra yrði end- urskoðuð, var tekin fyrir í gær fyr- ir dómi í Belfast. Hafnaði dómari ósk Straws og sagði hann ekki hafa sýnt fram á að óeðlilegt væri að mennirnir hlytu lausn, í samræmi við skilmála friðarsamkomulagsins. Beiðni Straws hafði komið öllum í opna skjöldu á mánudag og brugð- ust fulltrúar lýðveldissinna hinir verstu við. Granar þá, skv. frétt The Irish Times, að markmið breskra stjórnvalda með þessu sé að auka enn frekar þi-ýsting á IRA um að hefja afvopnun, sem sam- bandssinnar setja sem skilyrði áð- ur en þeir samþykkja að setjast í heimastjórn með fulltrúum Sinn Féin, stjóramálaarms IRA. Líkur á því að IRA verði við þessum kröfum era hins vegar hverfandi og fékkst það staðfest á mánudag þegar Gerry Kelly, einn forystumanna Sinn Féin, hélt til fundar við þá IRA-fanga sem af- plána nú dóma í Maze-fangelsinu í útjaðri Belfast. Kelly sagðist að loknum fundinum hafa rætt við alls 82 IRA-fanga og lýsti enginn þeirra sig fylgjandi því að IRA kæmi til móts við kröfur sam- bandssinna. Brighton-sprengjumaðurinn meðal IRA-mannanna fjögurra Meðal þeirra fjögurra, sem Jack Straw vill ekki að verði sleppt úr haldi á næstunni, er Patrick Magee sem dæmdur vai- árið 1986 fyrir sprengjutilræðið í Brighton árið 1984. Þar munaði einungis hárs- breidd að Magee tækist að valda dauða allra ráðherra bresku íhalds- stjórnarinnar. Fimm menn létust í sprengjutilræðinu og sjálf slapp Margaret Thatcher naumlega. Samkvæmt ákvæðum friðarsam- komulagsins á N-írlandi eiga allir fangar sem sitja inni fyrir aðild sína að öfgahópum, bæði mótmæl- enda og kaþólikka, að vera lausir úr haldi fyrir júlílok á næsta ári. Þessi ákvæði hafa verið umdeild og telja margir, ekki síst breskir íhaldsmenn og sumir sambands- sinnar á N-írlandi, að þeim eigi ekki að hrinda í framkvæmd með- an enn ríkir hálfgerð skálmöld í héraðinu. DTmon é;i 9 m 'H HATIÐLEGUR í BRAGÐI TPegar íslenski osturinn er kominn á ostabakkann, þegar hann kórónar matargerðina — brœddur eða djúpsteiktur — eða er einfaldlega settur beint í munninn — þá er kátíð! ÍSLENSKIR OSTAR^ ^tlNASfy v « t www.ostur.is HVlTA HÚSIÐ / SlA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.