Morgunblaðið - 24.03.1999, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 24.03.1999, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Rikisstjórnin samþykkir tillögu um viðbótarfé í vegamál Tveir milljarðar skiptast á milli sex kjördæma Viðbótarfé til vegamála árin 1999-2002 Kjördæmi Fjármagn til stórverkefna (milljónir króna) Hlutfall Hlutur kjördæmis af 2.000 millj. k Suðurland 2 251 12,8% 256 Vesturland r~r~7~~~H 2.875 16,3% 326 Vestfirðir [ . j 3.697 20,9% 418 Norðurl. vestra HI1B8 1.239 7,0% 140 Norðurl. eystra [ j 3.664 20,7% 414 Austurland EZZI 3-947 22,3% 446 Samtals: 17.673 millj. kr. 100,0% 2.000 RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið tveggja milljai’ða króna viðbótar- framlag til vegamála á næstu fjórum árum í dreifbýliskjördæmunum, þ.e. Suðurlandi, Vesturlandi, Vestfjörð- um, báðum Norðurlandskjördæmun- um og Austurlandi. Verða 500 millj- ónir króna til úthlutunar í ár og jafn- mikið á hverju ári næstu þrjú árin. Misjafnt er hversu mikið fé kemui’ í hlut hvers kjördæmis, frá 140 millj- ónum á Norðurlandi vestra og upp í 446 milljónir á Austurlandi. Halldór Blöndal samgönguráðherra tjáði Morgunblaðinu í gær að nefnd sem skipuð var samhliða kjördæmabreyt- ingunni hefði lagt fram tillögur um hvei-nig styrkja mætti byggð í land- inu. Þar hefði verið gert ráð fyrir að tveimur milljörðum króna yrði varið til vegaframkvæmda. „Ríkisstjórnin samþykkti þessa tillögu og ákvað að fjármunirnir skyldu renna til dreif- býliskjördæmanna sex og þeim skipt í sama hlutfalli og framlög til stór- verkefna í vegamálum hafa skipst milli þessara kjördæma. Hér er því einungis um flýtingu að ræða og val einstakra verkefna innan kjör- dæmanna verður í samráði við þing- menn viðkomandi kjördæmis,“ sagði Halldór Blöndal. Gert er ráð fyrir að verkefni verði tilgreind í megindrátt- um íyrir öll fjögur árin og að verk- efnalistinn komi til endurskoðunar um leið og endurskoðun vegáætlunar fer fram næsta vetur. . ■■ Verulegt viðbótarfjármagn Við gerð langtímaáætlunar í vega- gerð 1999 til 2010 voru sett fram- kvæmdamarkmið og lutu dýrustu markmiðin að þvi að leysa frumþarf- ir byggðarlaga fyrir vegasamgöngur, þ.e. að byggja vegi með fullu burðar- þoli og bundnu slitlagi sem tengi alla þéttbýlisstaði landsins með 200 íbú- um eða fleiri. Önnur markmið lutu m.a. að ferðamannaleiðum, umferð- aröryggi og fleiri atriðum. Halldór Blöndal segir að hér sé um verulegt viðbótarfjármagn að ræða. „Það munar verulega um þetta fjármagn. Niðurstaða skiptingar liggur ekki fyrir innan kjördæma en það er skýrt að til dæmis ísafjarðardjúp, Barðaströndin og Norður-Þingeyjar- sýsla og Austurland eru allt svæði þar sem brýnt er að ljúka ákveðnum verkefnum eftir þeim langtímamark- miðum sem sett hafa verið.“ Yiðræður við NATO um nýtingu nýja varð- skipsins FULLTRÚAR íslenskra stjórnvalda munu í næsta mánuði hefja viðræður við fulltrúa Atlantshafsbandalagsins, NATO, um nýtingu nýs íslensks varðskips við björgunarstörf. „Við eigum margvíslegt samstarf við aðrar þjóðh- og það hefm- verið rætt um að efla þá samvinnu enn frekar í tengshim við þetta skip,“ segh’ Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra, sem lagði málið fyrir á rík- isstjórnarfundi í gærmorgun. „Þetta skip mun skipta miklu máli varðandi björgun á sjó,“ segir Hall- dór. „Þannig munu t.d. þyrlur Land- helgisgæslunnar geta lent á því til að taka eldsneyti og það er mikilvægt að þyrlur varnarliðsins geti einnig gert það þegar þörf krefur. Þá er mikilvægt að það geti tekið þátt í sameiginlegum æfíngum Atlants- hafsbandalagsins." Halldór segir einnig mikilvægt að eyða efasemdum sem fram hafi kom- ið um það á alþjóðlegum vettvangi að skipinu verði beitt á þennan hátt. Vinsælasta listasaga í heimi Saga listarinnar eftir E.H. Gombrich er vinsælasta listasaga allra tíma og hefur verið þýdd á um 30 tungumál. „Þarf helst að vera til á hverju heimili." Morgunblaðið Mál og menning .augavegi 18 • Simi 515 2500 • Siðumúla 7 • Sími 510 2500 Byggingarrétti úthlutað á Þróttarsvæði FBA sýknaður af tugmilljóna skaðabótakröfu HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins í skaðabótamáli í gær þar sem fyrrum starfsmaður bank- ans krafði hann um 43 milljónir króna í skaðabætur og 5 milljónir króna í miskabætur. Hélt stefnandi því fram að ásak- anir forráðamanna bankans í sinn garð um meintar rangar upplýs- ingagjafír um skuldastöðu Fisk- veiðasjóðs íslands hafí orðið tilefni þess að hann hafí verið neyddur til að segja upp störfum hjá bankan- um og hafi skaðað æru og starfs- heiður sinn. Um er að ræða eftirmál vegna 2,5 milljarða króna skekkju í gjald- eyrisjöfnuði Fjárfestingarbankans í janúai- 1998. Stefnandi hóf störf hjá bankanum í ársbyrjun 1998 og 1. janúar sama ár tók bankinn m.a. við eignum, skuldum og skuldbind- ingum Fiskveiðasjóðs Islands, sem stefnandi hafði áður starfað hjá frá 1971. Skýringin á nefndri skekkju var sú að skuld Fiskveiðasjóðs í þýsk- um mörkum hafði verið oftalin um 2,5 milljarða króna um áramót 1997-1998. Þar sem ekki var vitað í upphafi ársins að skuldin var í raun ekki fyrir hendi keypti bankinn þýsk mörk til að leiðrétta gjaldeyr- isjöfnuðinn. Þegar villan uppgötv- aðist sex vikum síðar hafði gengi þýska marksins fallið og varð bankinn því fyrir tjóni sem nam um 48 milljónum króna. Starfsmenn bankans töldu að skekkjan væri komin frá stefn- anda og í kjölfarið var gerður starfslokasamningur við stefnda til október 1998 ellegar yrði hann rekinn. Dómurinn féllst á sýknukröfu bankans og taldi að yfirlýsingar forráðamanna hans hefðu ekki ver- ið settar fram af gáleysi og féllst dómurinn ekki á að upplýsingar sem stjómendur stefnda komu á framfæri um hina meintu villu hefðu verið veittar með saknæmum hætti. Morgunblaðið/Kristinn GUÐRUN Sverrisdóttir og Ragnhildur Guðmundsdóttir setja gifs á sjúkling á slysadeildinni í gær. Hálkan kom YFIR 90 manns komu á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur á milli klukkan 8 og 16 í fyrradag vegna meiðsla sem það hafði hlotið í hálkunni en að stórum hluta var um beinbrot að ræða. Jón Baldursson, yfirlæknir slysadeildar, sagðist ekki muna eftir slíkum önnum á þessum árstíma, en fólki á óvart að svo hefði virst sem fólk hefði hreinlega gleymt því að enn væri vetur á íslandi og hætta á hálku. Jón sagði að ástandið hefði verið líkast því sem verst gerðist á fyrstu hálkudögum haustsins. Hann sagði að biðtíminn á deildinni hefði farið upp í tvo tíma, en að það gerðist sjaldan núorðið. BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær að taka 37,8 milljóna króna tilboði þriðja hæstbjóðanda, Guðleifs Sigurðssonar húsasmíða- meistara, í byggingarrétt fjölbýlis- húss á lóðinni nr. 4-20 við Hólma- sund, þ.e. á fyrrverandi íþróttasvæði Þróttai- við Holtaveg. Tilboðin í byggingarréttinn voru opnuð 10. mars sl. og bárust tilboð frá 25 aðilum. Hæstbjóðandi var Húsalind ehf. með tilboð upp á 41 milljón ki’óna en því næst kom Byggingafélagið Holt efh. með tilboð upp á tæpar 38,7 milljónir króna. Stjórn Innkaupastofnunar Reykja- víkurborgar lagði það hins vegar til við borgarráð að taka tilboði Guðleifs Sigurðssonar. Mikilvægt að framkvæmdir gangi liratt og örugglega í erindi um tilboðin, undimtuðu af Ágústi Jónssyni, skrifstofustjóra borgarverkfræðings, segir m.a. að lóðin að Hólmasundi 4-20 sé í gró- inni byggð og mikilvægt sé því að tryggt verði að byggingarfram- kvæmdh’ gangi hratt og örugglega fyi-ir sig, svo rask af þeirra völdum verði sem minnst. „Það er því mikils virði að fá til verksins aðila, sem reynslan sýnir að uppfyllir slík skil- yrði,“ segir í erindinu. Því næst er m.a. vísað í umsögn byggingarfulltrúans í Reykjavík þar sem segir að Guðleifur Sigurðsson húsasmíðameistari uppfylli það skil- yrði. „Hann hefur sýnt fram á að hann geti byggt fjölbýlishús hratt og örugglega, án þess að það komi nið- ur á gæðum húsanna og jafnframt reynst mjög skilvís og til að mynda aldrei verið í vanskilum með gatna- gerðargjöld.“ Fyn’ í erindinu er jafnframt greint frá því að bygg- ingafélagið Holt ehf. hafí að auki skilað „frávikstilboði" að fjárhæð um 46 millj. kr. en í því hafi ekki verið tilgreint í hverju frávikið væri fólgið. Borgin tók þriðja hæsta tilboðinu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.