Morgunblaðið - 24.03.1999, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1999
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Stríðsglæpir
V esturlanda
BILL Clinton gerði
fyrir nokkru örvænt-
ingarfulla tilraun til
þess að lengja lífdaga
sína sem forseti með
því að fara í stríð og
fyrirskipa loftárásir á
Bagdad. Einnig var
þar samsekur skáta-
drengurinn Tony Blair.
Með þessum hernaðar-
aðgerðum bera þeir
ábyrgð á dauðsföllum
tuga óbreyttra borgara
sem hafa þegar látið
lífíð í þessari árás sem
bætist ofan á allar
hörmungamar frá upp-
hafí Persaflóadeilunn-
ar sem hefur kostað á
aðra milljón manns lífið. Ef þetta
eru ekki stríðsglæpir, hvar liggja þá
mörkin?
Vondi maðurinn, Hússein
Pennan sama vonda mann studdi
Bandaríkjastjórn hernaðarlega til
þess að standa í stríði gegn Iran
fyrir nokkrum árum. Er það ekki
undarlegt að þessi vondi maður
verður ekki opinberlega vondur
fyrr en hann ræðst gegn hagsmun-
um Vesturlanda með því að innlima
litla olíuríkið Kuweit. Ef hann hefði
ekki gert það má ætla að þessi sami
maður væri enn að kaupa af Banda-
ríkjamönnum vopn og önnur efni til
framleiðslu efna- og sýklavopna,
m.a. til þess að beita gegn Kúrdum
án þess að Vesturlönd væru nokkuð
að skipta sér að því frekar en áður.
Sannleikurinn er sá að Saddam
Hússein var ekkert betri maður fyr-
ir nokkrum árum þegar hann naut
stuðnings Vesturlanda. Raunveru-
leg ástæða þess að reynt er að koma
honum frá völdum nú er sú að hann
ögraði viðskiptahagsmunum Vest-
urlanda og glataði þar með trausti
þeirra.
Heimsvaldastefna
Bandaríkjanna
Það er í rauninni mjög auðvelt að
sjá samhengið í því hverja banda-
rísk stjórnvöld beita efnahags-
þvingunum og hemaðaraðgerðum.
Það eru þau ríki sem á einhvern
hátt sýna heimsvaldastefnu Banda-
ríkjanna óvirðingu. Um allan heim
-- hafa fjölmargar miskunnarlausar
einræðisstjórnir notið stuðnings
Bandaríkjastjórnar vegna þess að
þær voru undirgefnar bandarískum
viðskiptahagsmunum og keyptu af
þeim vopn fyrir hundruð milljarða
dollara. Þrátt fyrir fjöldamorð á
borgurum og þverbrotin mannrétt-
indi þessara einræðisstjórna hefur
Bandaríkjastjórn nær eingöngu
gagnrýnt bága stöðu mannréttinda
í þeim ríkjum þar sem bandarísk
heimsvaldastefna nýtur minni virð-
ingar, enda þekkir hún ekki önnur
mannréttindi en frjálsan markað
fyi'jr eigin offramleiðslu.
Ógnarstjórn Hússeins er bara
tittlingaskítur í samanburði við
> ógnarstjórn Bandaríkjanna sem
hefur ógnað öllu jarðlífi síðustu
áratugi. Sagan sýnir að bandarísk
stjórnvöld eru mesta stríðs-
glæpaklíka mannkynssögunnar.
Þau hafa ekki siðferðilega efni á því
að gagnrýna nokkurt ríki fyrir
mannréttindabrot eða gera kröfu
um það að einhver einræðisherrann
skuli fara frá völdum eða með
nokkru móti getað eignað sér það
hlutverk að vera boðberi frelsis,
friðar og lýðræðis í heiminum, enda
hefur ekkert ríki í mannkynssög-
_ . unni stuðlað að falli jafnmargra lýð-
ræðislegra kjörinna stjórna og
jafnframt stutt jafn dyggilega hinar
ýmsu einræðisstjórnir og Banda-
ríkin.
Það færi best á því að vopnaeftir-
litssveitir SÞ kæmu sér fyrir í
vopnabúri Bandaríkjahers og hefðu
eftirlit með vopnabúnaði þeirra
Jrjafnframt því sem SÞ ættu fram-
Þórarinn
Einarsson
vegis að hindra að
bandarísk stjórnvöld
gætu beitt hernarað-
gerðum gegn öðrum
ríkjum eftir eigin geð-
þótta.
Samviska íslenskra
stjórnvalda
Sá kanasleikjuháttur
sem einkennt hefur ís-
lenska utanríkisstefnu
frá upphafí lýðveldisins
er okkar þjóðarskömm
og jafnframt svartasti
blettur Islandssögunn-
ar. Allir utanríkisráð-
herrar íslensku þjóðar-
innar hafa gerst sekir
um það að gera fjall-
konuna að vændiskonu, Vesturlönd-
um til afnota. - Svei öllum
kanasleikjum!
Sem Islendingur vil ég ásaka
Halldór Ásgiámsson um aðild að
stríðsglæpum, og raunar ríkis-
Söguskoðun
Sagan sýnir, segir
Þórarinn Einarsson, að
bandarísk stjórnvöld
eru mesta stríðs-
glæpaklíka mannkyns-
sogunnar.
stjórnina alla, svo og meirihluta al-
þingismanna sem ljóst má vera að
styðja þessar hernaðaraðgerðir og
viðskiptabannið. Mér er jafnframt
meinilla við það að þessar óvönduðu
mannverur sitji áfram að völdum.
Það kæmi mér reyndar ekki á óvart
að jafnvel þótt Bill Clinton myndi
fyrirskipa kjarnorkuárás á Bagdad
á þeim forsendum að það væri eina
leiðin til þess að losna við Saddam
Hússein myndu stjórnarþingmenn
samþykkja þær aðgerðir sem „illa
nauðsyn" og „sýna þeim skilning".
Skoðanaleysi þeirra er vítavert,
enda er engu líkara en að þeir
ákveði fyrirfram að láta stefnu
bandarískra stjórnvalda vera sína
eigin yfírlýstu skoðun. Það er nán-
ast alveg sama hvað Bandaríkja-
menn gera, stjórnarþingmenn virð-
ast ávallt hafa masókíska tilhneig-
ingu til þess að lofsyngja þá.
Getur verið að það hefði breytt
afstöðu stjórnarþingmanna ef ein-
hverjir Islendingar hefðu verið
staddir í Bagdad og fallið í árásun-
um? Það er reyndar „týpískt" við-
horf margra Islendinga að taka
nærri sér dauðsföll íslendinga en
líta á t.d. mannfall í írak sem tölur á
blaði sem hægt er að sætta sig við
sem „illa nauðsyn". En að varpa
allri ábyrgð á Saddam Hússein er
engin afsökun fyrir því að réttlæta
þjóðarmorð á íröskum borgurum.
Að lokuin
Svo er það samviskuspurningin
til almennings: Eru þessar hernað-
araðgerðir réttlætanlegar og geta
menn sætt sig við að valdhafar á Is-
landi styðji stríðsglæpi annarra
ríkja? Líklega þjrftu margir að
upplifa í raun að sjá saklaust fólk
verða fyrir sprengjuárás Vestur-
landa til þess að sannfærast um
sekt þeirra og samsekt annarra
sem styðja slíkar siðlausar aðgerð-
ir. I mínum augum geta stuðnings-
menn þessarar hernaðaríhlutunar
aðeins skýlt sér á bak við vítaverð-
an dómgreindarskort.
Persaflóadeilan hefur kostað á
aðra milljón mannslífa. Hver sá sem
dirfíst að taka þá afstöðu að upphaf-
leg hernaðaríhlutun Vesturlanda
við Persaflóa hafí verið réttlætanleg
er í rauninni jafnframt að verð-
leggja viðskiptahagsmuni Vestur-
landa ofar mannslífum. I raun má
almennt segja að hver sá sem styð-
ur núverandi auðvaldsskipulag í
heiminum sem valdið hefur hörm-
ungum, þjáningum og dauða millj-
arða manna sýni mannslífum álíka
lítilsvirðingu.
Að lokum skora ég á íslenska
þjóð að kalla Jón Baldvin heim og
sýna það siðferðilega hugi-ekki og
þrekvirki að setja viðskiptabann á
Bandaríkin í mótmælaskyni við
þeirra ógeðfelldu heimsvaldastefnu!
Höfundur er ncmi.
Svikasættir
I MORGUNBLAÐI-
NU 6. febrúar sl. á bls.
6 eru fréttir og viðtal
um ný viðhorf Lands-
virkjunar um vemdun
og nýtingu auðlind-
anna. Nýr forstjóri
Landsvirkjunar talaði
á fundi á Seltjamarnesi
um að sætta yrði sjón-
armið „nýtingar- og
verndarsinna“. Hann
hvetur til þess að fyrir-
tækið „blandi geði við
aðra í stærri stíl en það
hefur gert á síðustu
áratugum".
Forstjórinn telur að
fordómar um stóriðju
séu varasamir. Það er eðlilegt að
forstjóra Landsvirkjunar sárni
viðhorf margra íslendinga til stór-
iðju, því að stóriðjustefnan er for-
sendan fyrir rekstri Landsvirkjun-
ar. Helmingur af rafmagnsfram-
leiðslu hér á landi rennur til stór-
iðjuveranna, álveranna, sem eru
bæði í eigu erlendra aðila og eru
rekin hér á landi vegna þess að
Landsvirkjun hefur tekist, að því
er virðist með yfirskilvitlegum
hætti, að selja selstöðu-álverunum
orkuna á því verði sem þeim hent-
ar sem telst til ódýrustu orku sem
í boði er í Evrópu til stóriðju.
Stjórnarformaður Landsvirkjunar
hefur neitað því mjög ákveðið að
orkuverð til álveranna sé greitt
niður með margfalt hærra orku-
verði til almennrar notkunar.
Hinn nýi forstjóri
þessa íyrirtækis er
mikill áhugamaður
um frekari virkjanir
og hefur látið í ljósi
áhuga á að farið verði
að gömlum lögum um
virkjanir norðan
Vatnajökuls.
Þar sem talsverður
hluti landsmanna
virðist vera andsnú-
inn meiri hervirkjum
Landsvirkjunar á há-
lendinu og kaffæring
sérstæðra svæða er
Siglaugur ckki vel séð fram-
Brynleifsson kvæmd, er reynt að
fara nýja leið, það er
að sætta sjónarmiðin. Landsvirkj-
un er aðili að umhverfisverndar-
samtökum eða stofnun, sem ber
Auðlindirnar
Nú á að fara nýja
leið, segir Siglaugur
Brynleifsson, að sætta
sjónarmiðin.
nafnið Landvernd, hefur lagt mik-
ið fé í starf þeirra samtaka, að
sögn forstjórans. Forstjórinn segir
einnig: „Og svo er það ekkert
leyndarmál að Steingrímur Her-
mannsson og Gunnar G. Schram
komu til mín og ræddu við mig fyr-
Landsbyggðinni
mismunað við
gagnaflutninga
SJALDAN eru fyrir-
heit okkar stjórnmála-
manna fegurri en
einmitt fyrir kosningar.
Eitt af því sem mjög
brennur á og ekki að
ástæðulausu, er skortur
á nýjum atvinnutæki-
færum á landsbyggð-
inni. Menn láta sér
detta í hug ýmislegt til
úrbóta en lausnimar
eru því miður oftast
meiri í orði en á borði.
Hátækniiðnaður og
fjarvinnsla heyrast oft
nefnd sem lausn á at-
vinnu- og byggðavanda.
Innan þessara greina
eru vissulega miklir möguleikar til
vaxtar og tækifærin mörg ef rétt er
að málum staðið. Grundvöllurinn
fyrir því að fyrirtæki og einstak-
lingar á landsbyggðinni geti nýtt
sér tækifærin og möguleikana sem
í þeim felast er hins vegar ekki til
staðar. Jöfn samkeppnisaðstaða er
ekki fyrir hendi og á meðan svo er
hljóma hálf kindarlega allar ræður
um sóknarfæri landsbyggðarinnar
á sviði hátækni og fjarvinnslu.
Til þess að fyrirtæki af þessu
tagi á landsbyggðinni eigi mögu-
leika á að standa sig í harðri sam-
keppni þurfa þau að sitja við sama
borð og önnur þegar kemur að
gagnaflutningum. Það gera þau
ekki í dag. Þurfi hátæknifyrirtæki
úti á landi að leigja sér símalínu til
gagnaflutninga er gjaldskráin mið-
uð við kílómetraíjölda línunnar frá
Ái-múlastöð Landssímans. Því
lengra sem menn eru frá Armúlan-
um því dýrari verður gagnaflutn-
ingurinn. Því lengra sem menn eru
frá Reykjavík, því erfiðara gerir
ríkið mönnum fyrir.
Flutningsleiðir á landi má gi-eina
í þrjár meginæðar, sem eru allar í
eigu ríkisins. Þær eru þjóðvegir
landsins, rafmagnslín-
ur og símalínur. Þjóð-
vegh* eru öllum opnir
án endurgjalds, nauð-
syn á jöfnun raforku-
verðs er viðurkennd.
Meúa að segja símtöl
kosta það sama um
land allt. En þegar
kemur að gagnaflutn-
ingum í gegn um
sömu línur og ljósleið-
ara, þá gilda mark-
aðslögmálin óheft.
Það er nógu erfitt
fýrir fyrirtæki í há-
tækniiðnaði úti á landi
að fá fólk til starfa, þó
ekki bætist við mis-
munun eftir búsetu af hálfu ríkis-
ins. Á meðan leigulínur Landssím-
ans eru seldar í kílómetravís út frá
Ármúlanum er samkeppnisstaðan
Samkeppnisstaða
Það er nógu erfitt fyrir
fyrirtæki í hátækniiðn-
aði úti á landi að fá fólk
til starfa, segir
Arni Gunnarsson, þó
ekki bætist við mis-
munun eftir búsetu af
hálfu ríkisins
ekki jöfn. Ég sem frambjóðandi
ætla a.m.k. ekki að slá um mig með
klisjukenndum slagorðum um fjar-
vinnslu og hátækni á meðan þess-
um iðnaði er mismunað eftir því
hvar hann er staðsettur á landinu.
Höfundur er formaður Sambands
ungra framsðknannanna.
Árni
Gunnarsson
ir stofnun Umhverfissamtaka ís-
Iands.“
Landsvirkjun styður landvernd-
ar- og umhverfisverndarsamtök
með talsverðum fjármunum og
samningum til þess að geta með
samþykki þessara samtaka haldið
áfram framkvæmdum í stfl við
eyðileggingu fjölda sérstæðra
svæða og afskræmingu hálendisins
alls. Það vildi þó svo vel til að heið-
ursfélagi Umhverfissamtaka ís-
lands, fyrrverandi forseti Vigdís
Finnbogadóttir, kvaðst ekki með-
mælt eyðileggingu hálendisins
norðan Vatnajökuls og að þetta
væri persónulegt mat hennar í
fréttum af fundi þessara samtaka.
En formenn beggja ofantalinna
samtaka virtust meðmæltir þeim
framkvæmdum, enda báðir fram-
sóknarmenn, en eins og öllum má
vera kunnugt er sá flokkur fulltiúi
hálfsiðunar í íslenskum stjórnmál-
um og hefur lengi verið.
Nú hefur forstjóri Landsvirkj-
unar náð sátt milli verndar og nýt-
ingar með dyggum stuðningi við
umhverfisverndarsamtök, svo að
þeir sem hafa kvartað yfir um-
hverfisspellvirkjum Landsvirkjun-
ar og jafnvel nefnt forystusveit
stofnunarinnar „umhverfisníð-
inga“ sbr. kvartanir stjórnarfor-
manns Landsvirkjunar sl. sumar,
leita leiðbeininga um umhverfis-
vernd hjá Landsvirkjun, Land-
vernd og Umhverfissamtökum Is-
lands. Með þessum þremur stofn-
unum hafa orðið fullar sættir milli
nýtingar og verndar. Tekið er und-
ir þennan sáttaboðskap forstjór-
ans af leiðaraskrifurum Morgun-
blaðsins 7. febrúar. Þar er þetta
sáttafrumkvæði hins nýja for-
stjóra talið „fagnaðarefni“ og síðan
segir í nefndum leiðara „fyrirtækið
hefur alla tíð lagt áherslu á að
ganga vel um umhverfi sitt og
ganga vel frá næsta nágrenni
virkjanasvæða". Þegar búið var að
kaffæra Hágöngusvæðið, gekk
fyrirtækið mjög vel frá leiðslum,
skurðum og stíflumannvirkjum og
stuðlaði þannig að umhverfis-
vernd. I lokaorðum leiðarans er
talað um að það sé „mjög vel ráðið
að velja þrautreyndan stjórnmála-
mann til þess að veita Landsvirkj-
un forstöðu". Síðan er rætt um
sættirnar. Hér skjátlast leiðara-
höfundum heldur en ekki. Um-
gengni um virkjanasvæði og þrifn-
aður á virkjunarstað telst alls ekki
til umhverfisverndar, þegar for-
senda framkvæmda er að færa í
kaf eða eyðileggja með skurð-
greftri sérstæð og óbætanleg
svæði.
Islenskir ráðamenn og „þraut-
reyndir stjórnmálamenn" hafa
þegar gert sig að viðundrum inn-
anlands og erlendis með stóriðju-
draumum - áldraumum og að stór-
iðjustefnan færi landsmönnum
fjárhagslegan ávinning. Fyrrver-
andi fjármálaráðherra og yfirbók-
haldari í fjármálaráðuneytinu ætti
gjörst að vita að frá upphafi hefúr
þessi stefna stóraukið erlendar
skuldir ríkissjóðs og vaxtagreiðsl-
ur auk óhagræðis fyrir allan at-
vinnurekstur sem verður að kaupa
raforku Landsvirkjunar. Ef hann
veit það ekki gæti hann látið fyrr-
verandi kontórista sína athuga rík-
isreikningana frá því að þéssar vit-
lausu stóriðjuáætlanir hófust.
Höfundur er rithöfundur.