Morgunblaðið - 24.03.1999, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Enn um galla á framkvæmd
fískveiðistj órnunarkerfísins
AÐ undanförnu hef-
ur oft verið sagt _að
veiðistjórnunarkerfl Is-
lendinga sé eitt það
besta í heimi. Þeir sem
þetta segja eru helst
þeir, sem njóta þeirra
stjórnunarhátta sem
notaðir eru, einnig má
leiða að því rök að svo
sé, a.m.k. líta margar
þjóðir til okkar um for-
ystu í þessu efni.
A starfstíma kerfis-
ins, sem er ættað frá
sjávarútvegsráðherra-
tíð Halldórs Ásgríms-
sonar og viðhaldið af
Kristjáni Ragnarssyni
og Þorsteini Pálssyni, hefur margt
komið í Ijós, vissulega kostir, en of
margir og áberandi gallar, sem fel-
ast í mismunun gagnvart eigendum
auðlindarinnar. Ástæða er til að
fara nokkrum orðum um verstu
galla kerfísins, en þeir eru m.a. eft-
irfarandi:
Nokkrir fiskstofnar eru í alvar-
legri stöðu vegna ofveiði, vanmats á
sóknargetu eða ofmats á styrkleika
stofnanna, þekkingarskorti og
ónógum rannsóknum. Ég nefni grá-
lúðu, ýsu, karfa, blálöngu, e.t.v.
rækju og grásleppu. Það hlýtur að
vera alvarlegur ágalli á veiðistjórn-
unarkerfi sem hefur leitt framan-
talið af sér.
Ef eitthvað sem hér er sagt er of-
mælt að mati einhvers, á viðkom-
andi að hrekja með rökum að svo sé.
Það hefur oft verið sagt að það
beri að hlíta ráðum
fiskifræðinga hvað
varðar veiðai' úr auð-
lindinni, þau ráð hafa
ekki alltaf verið í heiðri
höfð, einnig hefur okk-
ar ágætu fræðingum
skjöplast að einhverju
leyti og má í því sam-
bandi nefna versta
dæmið þegar þorsk-
veiðar voru leyfðar í
nót og stofninn hvarf
af Selvogsbanka svo
lítið eitt sé nefnt, ekki
hafa heldur verið af-
sannaðar fullyrðingar
margra sjómanna um
áhrif dragveiðarfæra á
lífríki m.a. í Faxaflóa.
Óþolandi ástand
,Allir vita það, en flestir þegja og
ef einhver talar, þá heyi'a stjórnvöld
ekki eða reyna að sjá.“ Þessi orð
sagði þekktur skipstjóri við mig
efnislega. Þetta barst í tal okkar í
milli. Það sem um var að ræða er að
nánast er enginn fiskur hirtur á
netavertíð nema stórfiskur, 8 kg.
eða meira a.m.k., ef menn hafa leigt
til sín dýran kvóta. Ég ásamt fleir-
um fór í heimsókn í fiskverkanir
víða um land sl. ár. Mikið var af
físki af umræddri stærð og þegar
spurt var um smáfiskinn var svarið,
hann kemur ekki í netin þau eru svo
stórriðin! Að ætla að segja þeim
sem hefur stundað þorskanetaveið-
ar um árabil slíkar sögur er fráleitt.
Vissulega kemur minna af smærri
Fiskveiðistjórnun
Nokkrir fískstofnar eru
í alvarlegri stöðu vegna
ofveiði, segir Gfsli S.
Einarsson, vanmats á
sóknargetu eða ofmats
á styrkleika stofnanna,
þekkingarskorts og
ónógra rannsókna.
fiski, en hann ánetjast á kjaftabein-
in í miklum mæli og festist t.d. í
grásleppunetum sem eru með 10 og
Vs“ möskva hvað þá í þorskanet.
Staðreyndin er sú að vegna físk-
veiðistjórnunarkerfisins sem býður
upp á kolvitlaust leiguframsal,
neyðast sjómenn til að henda öllum
verðminni fiski en hér er umrætt
dauðum og lifandi í sjóinn ef veið-
arnar eiga að gefa einhvern hlut til
þeirra. Þetta er mismunandi eftir
kvótastöðu skipa eða útgerða, lík-
lega hefur brottkast minnkað þar
sem góð kvótastaða er. Á þeim tíma
sem menn minnkuðu þorskveiði-
kvótann, átti sér stað mikil tækni-
bylting, skip hafa stækkað, vélarafl
hefur aukist, í sumum tilvikum
margfalt. Veiðarfæri eru margfalt
stærri en t.d. á árunum milli 1960
og 1975, mælabúnaður, s.s. fiskileit-
artæki, er ótrúlega nákvæmur og
fullkominn. Stærð flottrolla, sem er
nýtt veiðarfæri frá liðnum áratug,
er óhugnanleg. Skipin eru svo öflug
að þau geta dregið tvö troll hraðar,
en síðutogarar drógu smábleðla á
sínum tíma. Það má hugleiða hvort
menn hafa verið að byggja upp og
auka fiskvemd á þennan hátt?
Eitt skal viðurkennt, hagkvæmni
veiða hefur aukist í kjölfar tækni-
byltingarinnar. Veiðisvæði ís-
lenskra skipa hefur aukist gífur-
lega. Það á líklega mestan þátt í
aukningu veiða, en þrátt fyrir það
hefur verið gengið óhugnanlega á
nefnda stofna. Ég fagna því að
menn hafa aukið veiðar á fjarlægum
miðum, það er til sóma fyrir frum-
kvöðla sem þar eru í fararbroddi.
Veiðar vertíðarflotans
og smærri báta
Þegar nefndir eru smábátar er
átt við strandveiðiflota sem veiðir á
línu og í net, með dragnót og
smærri bátar á fiskitrolli. Þessum
flota verður að skipta upp eftir
stærðarmörkum. Ef til vill má að
einhverju leyti marka þeim svæði
innan 24 mflna veiðilögsögu, sem
aftm' skiptist í ýmis veiðisvæði eftir
veiðarfæram. Mörkin geta legið
mislangt frá landi, eftir því hvar þau
eru í lögsögunni við ísland.
Línu- og ki-ókaveiðar verða að
miðast við takmörkun veiðarfæra,
dagafjölda, og landsvæði sem
byggja afkomu sína á slíkum veið-
um. Þeir, sem stunda t.d. handfæra-
veiðar með krókum, fái úthlutað
afla eftir jafnræðisreglu og mati í
hverju tilviki fyrir sig. Skoða verður
Gísli S.
Einarsson
afkomu viðkomandi einstaklinga,
líklega má úthluta veiðiverðmætum
til að koma í veg fyrir brottkast.
Verðmætamatið byggist á frjálsu
meðalverði markaða á veiðisvæði
báts. Leyfi yrði síðan gefíð út í
fonni þorskígilda.
Aflaviðmiðun og úthlutun svona
verðmætatengd, skilaði því að
þannig kæmi allur veiddur fiskm- að
landi. Það gefur síðan ráðgjöfum og
fiskifræðingum möguleika til að
meta stofnstærð og veiði úr honum
með meiri vissu. Finna þarf grund-
vallarrekstrargrunn báta af mis-
munandi gerðum og miða við hvort
um aðalframfærslu sjómanna er að
ræða eða ekki.
Tíminn er að renna út
Ég ætla ekki að reyna að gera upp
á milli veiðarfæra, en tel krókaveiðar
vistvænasta veiðarfærið og minnsta
hættu á að krókaveiðar ofgeri veiði-
stofnum. Það hlýtur að vera komið
að því að stofna samráðsnefnd út-
vegsfyrirtækja, sjómanna og land-
- vinnslu af hinum ýmsu landsvæðum,
til að koma á sátt í mikilvægasta
hagsmunamáli þjóðarinnar.
Það er ekki við að búast að málið
leysist á einni nóttu, Róm var heldur
ekki byggð á einum degi en það er
kominn tími til að hanna nýja skipt-
ingu til að sátt geti ríkt þó svo að
málið eigi alltaf að vera í skoðun og
aðgerðir valdi sem minnstri truflun.
Alþingismönnum ber að hugleiða
þessi mál og mynda sér skoðun, þau
eru flókin og hafa marga fleti og
ofsalega hagsmuni í fór með sér.
Fyrst er að ákvarða grundvöll og
síðan framkvæmd.
Það er kominn tími til að „breyta
rétt“ í þessu máli sem fleirum. Með
vinsemd og virðingu fyrir öllum
hagsmunaaðilum.
Höfundur er þingimiður Samfylk-
ingarinnar á Vesturlandi.
Samstarfslæknar Is-
lenskrar erfðagreiningar
Græna kortið
og strætó
TILEFNI þessarar
greinar eru orð Jó-
hanns Tómassonar
læknis í grein í Mbl.
laugardaginn 20. mars
sl. þar sem hann reynir
að gera tortryggilegar
erfðarannsóknir ís-
lenskrar erfðagreining-
ar og samstarfslækna
hennar. Undirritaður
er ásamt fleiri læknum
á öldrunarlækninga-
deild Sjúkrahúss
Reykjavíkur í sam-
starfi við Islenska
erfðagreiningu (ÍE) um
rannsóknarverkefni á
hugsanlegum erfða-
þáttum í Alzheimer-sjúkdómi og
skyldum sjúkdómum. í grein Jó-
hanns eni margvíslegar missagnir
um framkvæmd þessara rannsókna
og er vert að leiðrétta þær.
Fullyrt er að við sem að þessum
rannsóknum stöndum leggjum Is-
lenskri erfðagreiningu til lista yfir
sjúklinga með tiltekna sjúkdóma og
klínísk gögn úr opinberuin sjúkra-
skrám. Þessi fullyrðing er vægast
sagt hæpin, en svo lesendur geti
sjálfir lagt mat á hana er rétt að upp-
lýsa hvemig að þessu er staðið.
Rannsóknin fer þannig fram að við
tökum saman lista með nöfnum
þeirra sem haldnir eru þessum til-
teknu sjúkdómum. Þessir listar eru
síðan dulkóðaðir af tilsjónarmanni
tölvunefndar og samkeyrðir með
dulkóðuðum ættfræðigrunni þannig
að sjá megi hvernig ættartengsl eru
innbyrðis. Að því loknu eru dulkóðuð
nöfn þeirra sem tengjast í ættum af-
kóðuð af sama tilsjónarmanni og við
fáum þau í hendur. Dulkóðun og af-
kóðun fer ekki fram hjá ÍE og engar
þekkjanlegar upplýsingar berast
þangað. Að þessu loknu höfum við
samband við þá sjúklinga sem við
sjáum tengjast í ættir og aðstand-
endur þeirra og biðjum
um þátttöku þeirra í
rannsókninni. Fallist
þeir á það er tekin
blóðprufa sem send er
eingöngu með strika-
merkingu til rannsókn-
arstofu ÍE en þar fer
fram hin eiginlega
erfðarannsókn. Hún
felst í því að skoðað er
hvort einhveijir sam-
eiginlegir erfðavísar
komi fram hjá sjúkling-
um sem ekki er að finna
í sama mæli hjá þeim
sem frískir eru. Per-
sónugreinanleg gögn
koma aldrei til fyrir-
tækisins í þessu ferli og sjúkragögn
fara aldrei af sjúkrahúsinu. Rann-
sóknin hefur að sjálfsögðu fengið
samþykki tölvunefndar, vísindasiða-
nefndar heilbrigðisráðuneytisins og
vísindasiðanefndar sjúkrahússins.
Erfðarannsóknir
Dulkóðun og afkóðun
fer ekki fram hjá ÍE,
segir Jón Snædal, og
engar þekkjanlegar
upplýsingar berast
þangað.
í aðdraganda þessarar samvinnu
var lækningaforstjóra sjúkrahússins
greint frá hugmyndinni. Þegar
samningur um samvinnu okkar
læknanna við fyrirtækið var undir-
ritaður á sl. vori höfðu bæði lækn-
ingaforstjóri og lögmaður sjúkra-
hússins (þá borgarlögmaður) yfirfar-
ið textann og komið með athuga-
semdir sem farið var eftir. Að lokinni
undirritun var samningurinn lagður
fram í framkvæmdastjóm sjúkra-
hússins. Yfirmenn okkar höfðu því
fulla vitneskju um rannsóknina allt
frá byrjun. Nú í vetur gerðu íslensk
erfðagreining annars vegar og
Sjúkrahús Reykjavíkur og Landspít-
alinn hins vegar rammasamning um
rannsóknir lækna sjúkrahúsanna og
fyrirtækisins og verða samningar
einstakra lækna við ÍE að uppfylla
ýmis skilyrði sem þar koma fram.
Jóhann ræðir um að við séum
ráðnir til annarra starfa við sjúkra-
húsið en að standa að rannsóknuin
af þessu tagi. Þetta er byggt á mis-
skilningi. Þvert á móti hefur sjúkra-
húsið lagt metnað sinn í að læknar
sem og aðrir starfsmenn stundi
rannsóknir og er litið á það sem
hluta af okkar vinnu. Oftar en ekki
vinna læknar við rannsóknir einnig
á kvöldin og um helgar. Á hverju ári
er úthlutað úr vísindasjóði sjúkra-
hússins í þessu skyni og vísindadag-
ar eru haldnir árlega þar sem af-
rakstur af verkefnum er kynntur.
Mikilvægt er að mgla ekki saman
einstökum erfðarannsóknum og
gagnagrannshugmyndinni. Undirrit-
aður er einnig varaformaður Lækna-
félags Islands og hef ég ásamt félög-
um mínum í stjóm félagsins gert al-
varlegar athugasemdir við framvarp
um miðlægan gagnagrann frá kjmn-
ingu þess á sl. vori og allt til þess að
það var samþykkt sem lög frá Al-
þingi. Enn er ýmsum spurningum
Læknafélagsins um gagnagrunninn
ósvarað og bíða útfærslu hugmynd-
arinnar. Ekki hefur mikið borið á því
að þátttöku í rannsókn okkar hafi
verið hafnað þegar hún hefur verið
kynnt, enda vita sjúklingar og að-
standendur þeirra að framfara er
þörf og að framfarimar verða ekki
án rannsókna.
Höfundur cr læknir á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur, Landakoti.
ÞAD má telja við-
unandi niðurstöðu að
fjöldi farþega hjá SVR
skuli heldur vaxa eins
og gerðist á sl. ári.
Það ber að skoða í
Ijósi þess að upp-
sveifla er í afkomu í
samfélaginu og henni
fylgir m.a. aukin bíla-
eign. Strætó veitir
einkabílnum sam-
keppni í útgjöldum.
Það er oftast sparnað-
ur í því fólginn að láta
bílinn standa, þó hann
sé til ráðstöfunar. En
við metum ekki allt út
frá fé. Einkabfllinn
hefur yfirburði í því að hann er til
ráðstöfunar nákvæmlega þegar
hans er þörf og honum má aka að
áfangastað, þó skortur á bflastæð-
um raski því í vaxandi mæli.
Strætónetið í Reykjavík er þétt
og tíðni er 20 mínútur, á sumum
stöðum 10 mínútur, en jafnvel þau
gæði mæta kostum einkabílsins
ekki fyllilega. Þegar kostum
strætó er haldið fram má m.a.
minna á tvennt, fjárhagslegan
ávinning einstaklings og samfé-
lagslegan ávinning, bæði fjárhags-
legan og umhverfislegan, sem
reyndar má einnig jafna til verðs.
Græna kortið, sem kom fram
1992, höfðar til þessara þátta. Því
var þegar vel tekið og hefur það
lengst af verið notað sem greiðslu-
máti í þriðjungi allra ferða. Kortið
gildir í strætisvagna á höfuðborg-
arsvæði milli Hvalfjarðar og Hval-
eyrarholts. Með tilkomu kortsins
var boðinn nýr og nútímalegur
greiðslumáti, sem er ódýr og ein-
faldur í meðförum. Heitinu grænt
er ætlað að höfða til betri sáttar
við umhverfið sem kemur fram í
að fara ferð með strætó, í stað
þess að fara með
einkabíl.
Kortið þarf ekki að
nota mikið til að fjár-
hagslegur ávinningur
verði. Það er umtals-
verður ávinningur fyr-
ir þá sem ferðast
nokkuð reglulega og
hvetur aðra til að nota
strætó. Þá er kortið
sjálft fyrirferðarlítið
og eyðist auðveldlega
að notkun lokinni.
Kortið er handhafa-
kort, þannig að það
getur á gildistíma sín-
um gengið milli ein-
staklinga, t.d. á heim-
ili eða vinnustað.
Það er keppikefli hjá SVR að
vekja athygli á þjónustu sinni.
Þessi þjónusta er ekki lögboðin,
en víðtæk samstaða er um að
Ávinningur
Græna kortið þarf ekki
að nota mikið segir
Hörður Gíslason, til að
fjárhagslegur ávinning-
ur verði
bjóða öfluga þjónustu. Það er nú
svo að við, sem notendur, erum oft
drjúg í orðum og viðhorfi, þegar
tekur til samfélagslega vænna
þátta, s.s. umhverfislegra, en svo
vill bresta er kemur til fram-
kvæmdar. Græna kortið er hvati
til framkvæmda. Getur verið að
það bíði þín grænt strætókort á
sölustöðum SVR?
Höfundur er forstöðumaður fjár-
mála- og staifsmannasviðs SVR.
Jón
Snædal
Hörður
Gíslason