Morgunblaðið - 24.03.1999, Síða 24

Morgunblaðið - 24.03.1999, Síða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI s 2.200 milljóna króna hagnaður varð af rekstri Landssíma Islands hf. á síðasta ári LANDSSÍMI íslands hf. skil- aði 2.181 milljónar króna hagnaði á síðasta ári, sem er 11,6% meira en hjá Pósti og síma hf. árið áður. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins sem lagður var fram á aðalfundi þess í gær. Rekstrartekjur Landssímans og dótturfélags hans, Skímu hf., voru 11.949 milljónir króna án fjármuna- tekna árið 1998. Það er tæplega 11% aukning milli ára ef miðað er við tekjur Pósts og síma af fjar- skiptaþjónustu á árinu 1997. Samkvæmt fréttatilkynningu skýrast hærri tekjur aðallega af fjölgun notenda en metfjölgun varð í GSM-kerfínu og yfir 25.000 nýir áskrifendur bættust við. A síðasta ári var fjárfest fyrir 3.369 m.kr. hjá samstæðunni, þar af fyrir 2.158 milljónir í fjarskiptakerfunum. A þessu ári er áformað að fjárfesta fyrir 2.568 milljónir vegna fjar- skiptakerfa Landssímans. Þórarinn V. Þórarinsson, stjórn- arformaður Landssímans, sagði já- kvæða afkomu félagsins forsendu þess að Landssíminn verði áhuga- verður kostur fyrir almenning og stærri fjárfesta þegar að því kemur að hafin verður sala á hlutabréfum í fyrirtækinu. Hann sagði afkomu í GSM-kei-finu hafa verið mjög góða. Þar veldur mestu aukin notkun og nýting, sem hefur á tímabilum legið nærri afkastamörkum kerfisins. Hagnaður af rekstri farsímakerfis- ins var 802 milljónir króna eða meira en þriðjungur af heildar- hagnaði fyrirtækisins. Stjórnarformaðurinn sagði af- komuna augljóslega leyfa lækkandi verð og fjölbreyttari tilboð til að mæta mismunandi þörfum við- skiptavina. „Samkeppnisyfirvöld hafa þó staðið gegn því að Lands- síminn lækkaði verð á þjónustu í GSM-kerfinu og í því efni farið eftir kröfum keppinautarins. Hann telur óeðlilegt að Landssíminn lækki verð á þjónustu sinni fyrr en hann sjálfur hafi náð markaðshlutdeild sem hann telur viðunandi. Jafn- framt hefur hann ásakað Lands- símann um að vilja niðurgreiða þessa þjónustu með tekjum af annarri starfsemi. Eg veit ekki hvað aðrir telja en mér virðist að 800 milljóna króna hagnaður af rekstri farsímakerfanna bendi ekki til þess að Landssíminn borgi með rekstrinum. Við hljótum því senn að láta góðan rekstur farsímakerf- anna biitast viðskiptamönnum okk- ar í fjölbreyttari og lægri gjald- skrá, hvað sem líður tilmælum Samkeppnisstofnunar." Lægst innan OECD Þórarinn sagði að á þessu starfs- ári hafi það verið hlutskipti Lands- símans að sitja undir kæruflóði keppinautanna. Þeir hafi augljós- lega talið það þjóna hagsmunum sínum að gera fyrirtækið tortryggi- legt með sem flestum kærum til samkeppnisyfirvalda. Landssíminn sé af þessum sökum í stöðugu bréfasambandi við Samkeppnis- stofnun og raunar einnig Póst- og fjarskiptastofnun en þessar stofn- anir gera báðar tilkall til þess að hafa eftirlit með starfsemi Lands- símans. „Þetta veldur fyrirtækinu erfíðleikum því að fátt er mikilvæg- ara en sæmileg vissa um það hvaða lagarammi og eftirlitskerfi gilda um starfsemina. Landssíminn er fullkomlega sáttur við að lúta sam- evrópskri löggjöf um starfsemi fjarskiptafyrirtækja en hlýtur jafn- framt að krefjast þess að hann þurfi ekki að búa við aðra fram- kvæmd reglna en önnur hliðstæð fyrirtæki erlendis," að sögn Þórar- ins. „Landssíminn hefur yfirburða- stöðu á íslenskum fjarskiptamark- aði og því fylgir vissulega mikil ábyrgð. Því væri eðlilegt að sam- keppnisyfirvöld fylgdust með því að fyrirtækið misnotaði hvorki stöðu sína á markaðnum til að halda uppi verði né beitti undirboðum til að losa sig við samkeppni.“ Hann sagði eðlilegt við mat á Morgunblaðið/Árni Sæberg ÞÓRARINN V. Þórarinsson, stjórnarformaður Landssíma íslands hf„ sagði á aðalfundi félagsins að afkoman í GSM-kerfinu hafi verið mjög góð á síðasta ári. Samkeppnisyfírvöld standa í veginum fyrir verðlækkunum þessum þáttum að hafa til hliðsjón- ar alþjóðlegan verðsamanburð á fjarskiptaþjónustu. Slíkur saman- burður sýni ár eftir ár að fjar- skiptakostnaður heimila og fyrir- tækja er hvað lægstur á íslandi af öllum ríkjum OECD. Það bendi því ekki til þess að fyrirtækið misnoti aðstöðu sína til að halda uppi verði, né heldur bendi arðsemin til þess að keppinautum sé haldið úti með óeðlilega lágum töxtum. Hins vegar sé það nokkurt áhyggjuefni að sam- keppnisyfirvöld hér á landi virðist fyrst og fremst hafa áhyggjur af markaðshlutdeild og fjárhagslegum styi’k Landssímans en láti sig verð- ið minna skipta. Meðvitaðir um veikleika Á sama hátt og styrkur Lands- símans felst í tæknilegri uppgbygg- ingu félagsins sagði Þórarinn veik- leika fyrirtækisins einkum liggja í skorti á hefð fyrir því að láta þarfir viðskiptavinanna móta framboð á þjónustu. Hann lagði áherslu á að stjórn og stjórnendur félagsins væru vel meðvitaðir um þann veik- leika og á liðnu starfsári hafi verið hafin endurskoðun á skipulagi fyr- irtækisins til að breyta þeim áherslum. Ljóst væri að öflug sam- keppni væri í ýmsum þáttum rekstrarins og handan við hornið væri samkeppni í öllum arðbærustu þjónustugreinum Landssímans. Því blasi við ný viðhorf og aðstæður sem kalli á nýjar áherslur. Hann sagði Landssímann því þurfa að endurskoða hlutverk sitt og mæta nýjum aðstæðum. „Hann þarf að breytast úr hefðbundnu tæknistýrðu símafyrirtæki í þjón- ustufyrirtæki sem veitir heildstæð- ar lausnir í rafrænum tal- og gagnasamskiptum. Hann þarf að bjóða einstaklingum og fyrirtækj- um heildarlausnir í samskiptum innan staða, innanlands og um allan heim. Jafnframt tengist hann öðr- um sambærilegum fyrii'tækjum á þessu sviði með það að augnamiði að bæta heildarþjónustu og nýta betur fjarskiptakeifi sitt,“ sagði Þórarinn. „Eigi Landssíminn að halda stöðu sinni sem móðurskip fjöl- þættrar fjarskiptaþjónustu þarf að breyta áherslum og sú ákvörðun hefur þegar verið tekin. Við ætlum Landssímanum að stýrast af þörf- um viðskiptavinanna og þróa lausn- ir á fjölbreyttum vandamálum á sviði fjarskipta, einum eða í sam- vinnu við aðra. Þetta er mikil af- stöðubreyting því að hingað til hef- ur fyrirtækið einbeitt sér að því að selja þá þjónustu sem það hefur upp á að bjóða hverju sinni í von um að hún falli að þörfum markað- arins. Við eigum ekki að reyna að leysa alla hluti sjálf heldur verður fyrirtækið að vera óragt við að stofna til samstarfs og eignatengsla við önnur fyrirtæki þegar það hent- ar.“ Boða nýtt skipurit Forsvarsmenn Landssímans vænta þess að geta kynnt nýtt skipurit félagsins fyrir lok næsta mánaðar og ætla sér í framhaldinu liðlega ár til að koma á öllum breyt- ingum á skipulagi og starfsháttum. Þórarinn nefndi sérstaklega að ætl- unin væri að gefa farsímaþjónust- unni aukið sjálfstæði og leggja enn meiri rækt við þjónustu við stærstu og kröfuhörðustu viðskiptavinina. Þá verður sérstakt átak gert til að þjónusta betur fyrirtæki sem bjóða fjarskiptaþjónustu og vilja nýta að- stöðu og þjónustu Landssímans. Landssíminn mun líta á slíka starf- semi sem viðskiptatækifæri og sinna henni í sérstakri rekstrarein- ingu svo betur megi byggja upp traust við viðskiptavini. Þórarinn sagði eignarhald á gömlu evrópsku fjarskiptafyrir- tækjunum hafa breyst mikið síð- ustu árin og má nú heita að öll ríki Evrópu hafi annað hvort selt af hlut sínum í félögunum eða tekið ákvörðun um að gera það á næst- unni. Hann telur því engan vafa á því að íslenska ríkið muni fyrr en síðar selja af hlut sínum í Lands- síma íslands. Það skipti Landssím- ann afar miklu máli að fá fleiri hlut- hafa, helst sem flesta af viðskipta- Úr ársreikningi 1998 LANDSSÍMINN Rekstrarreikningur 1998 Rekstrartekjur Miiijónir kr. 11.949 Rekstrargjöld 6.529 Rekstrarhagnaöur 5.420 Afskriftir (2.014) Fjármagnskostnaður (16) Reiknaðir skattar (1.170) Hagnaður ársins 2.181 Efnahagsreikningur 1998 I Eianir: l Milljónir króna Fastafjármunir 16.561 Veltuf jármunir 4.515 Eignir samtals 21.076 I Skuldir aq eiqid fé: | Eigið fé 12.820 Langtímaskuidir 4.057 Skammtímaskuldir 4.199 Skuldir og eigið fé alls 21.076 Sjóðstreymi 1998 Eiginfjárhlutfall 0,61 Veltufjárhlutfall 1,08 Veltufé frá rekstri 4.408 Skipting rekstrartekna eftir þjónustugreinum notendabúnaður o.fl. l5% NMT-farsímakerfið — 1 % Boðkerfi mönnum fyrirtækisins. „Það gerir líka trúverðugri skilin milli ríkisins sem eiganda og sem stjórnvalds að eignarhaldið færist sem fyrst á fleiri hendur. Það er til þess fallið að efla stjómun fyrirtækisins og nauðsynleg forsenda fyrir mögu- legum eignatengslum við erlendan samstarfsaðila. Hinn alþjóðlegi fjarskiptaheimur gengur nú í gegn- um mikla endurskipulagningu með margskonar sameiningu og gagn- kvæmum eignatengslum. Orfá fé- lög eða bandalög verða ráðandi í al- þjóðlegri fjarskiptaþjónustu á næstunni. Því er líklegt að Lands- síminn verði fyrr en síðar að huga að tengslum við eitthvert þessara félaga til að tryggja viðskiptakjör og aðgang að tækninýjungum." Óhjákvæmilegt að taka upp hlutafélagaformið Guðmundur Björnsson, forstjóri Landssíma íslands, og Halldór Blöndal, samgönguráðherra, tóku einnig til máls á fundinum. Guð- mundur sagði m.a. að á næstu ár- um myndi dreifing hljóðs, gagna og myndar renna saman í auknum mæli. Sú þróun, sem hefur verið kennd við margmiðlun, kalli á öfl- ugt dreifikerfi. „Breiðbandskerfi Landssímans er ljósleiðarakerfi sem myndar kjarnann í fjarskipta- kerfi næstu aldar. Flutningsgeta og tæknilegir kostir þess gera kleift að senda margs konar fjar- skiptaboð, t.a.m. útvarps- og sjón- varpsmerki, gögn fyrir Internetið og önnur tölvusamskipti, svo og tal- og myndsíma. Með uppbygg- ingu breiðbandsins er því verið að þjóna framtíðarþörfum lands- manna fyrir fjarskiptaþjónustu en ljóst er að uppbyggingin mun taka mörg ár.“ Hann benti á að í lok síðasta árs náði breiðbandið til um 26.000 heimila í landinu, eða hartnær 30% allra heimila og yfir 40% heimila á höfuðborgarsvæðinu. Á þessu ári mun þetta hins vegar breytast. Landssíminn áformar að tengja hátt í 10.000 heimili til viðbótar við breiðbandið, þar af rúmlega 3.000 á landsbyggðinni. Þegar þeim fram- kvæmdum lýkur mun breiðbandið ná til yfir 35.000 heimila eða um 37% heimila í landinu og yfir 50% heimila á höfuðborgarsvæðinu. Halldór Blöndal sagði Landssím- ann hafa sýnt það vel á sínu fyrsta starfsári sem hlutafélag, að fyrir- tækið hafi alla burði til að standa sig vel. Hann sagði mikla fjölgun netnotenda hér merkilega stað- reynd sem bæri vott um það að ís- lendingar hafi staðið rétt að fjar- skiptamálum, ekki einungis í rekstri Landssímans hf„ heldur einnig með því að atvinnulífið í heild sinni, skólar og einstaklingar hafi lagt sig fram við að nýta sér möguleika á þessu sviði. Halldór sagðist enn sömu skoð- unar og fyrir sjö árum, er hann sagði óhjákvæmilegt að gera Landssímann að hlutafélagi og markaðssetja hann síðan á frjálsum markaði. Það væri í fyrsta lagi eina leiðin til þess að fyrirtækið gæti hagað sér á frjálsum markaði eins og það sjálft telji skynsamlegast með hliðsjón af fjárfestingu og breyttum þörfum á markaði. Því sé mikilvægt að fyrirtækið losni við hinn hægfara ríkisvagn sem alltaf hlýtur að vera töluvert á eftir. í öðru lagi, sagði samgönguráð- herra, nauðsynlegt að slíta tengslin við ríkisvaldið til að fyrii’tækið viti hvert sé raunverulegt rekstrarum- hverfi þess. „Engum manni dytti í hug að Samkeppnisstofnun eða Póst- og fjarskiptastofnun væJ’i með nefið ofan í þessu fyrirtæki ef það væri hluti af eriendu fjarskipta- fyrirtæki. Auðvitað gefur það auga leið að um leið og almenningur hér allur verður hluthafi losnar um slík bönd vegna þess að íslendingar vilja hafa ódýr og góð fjarskipti og búa við öryggi í fjarskiptum. Þeir telja að ríkisvaldið sé ekki rétti að- ilinn til þess að skapa slíkt,“ sagði Halldór.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.