Morgunblaðið - 24.03.1999, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.03.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1999 29 List og mál MYNDLIST LISTASAFN ASÍ ismundarsalur við Freyjugötu TRÉRISTUR, EINÞRYKK LEIRVERK SIGRID VALTINGOJER KRISTIN ÍSLEIFSDÓTTIR Opið alla daga frá 14-18. Lokað mánudaga. Til 28. mars. Aðgangur 200 krónur í allt húsið. ÞEGAR þær stöllur Kristín ís- leifsdóttir og Sigrid Valtingojer sameinast um sýningu má búast við einhverju óvenjulegu, í öllu falli markverðu og fullgildu. Báðar eru þær vel sjóaðar hvað menntun snertir og klárlega meðvitaðar um hinar ýmsu hræringar á sínum sér- sviðum og myndlistarvettvangi yflr- leitt. Svo við byrjum á hlut Sigríðar, sem er fyrirferðarmestur, hefur hún verið allra íslenzkra lista- kvenna úthaldsömust í grafík. Fag- ið er afar erfitt að stunda til lang- frama á eigin vegum á landi hér, bæði fyrir tæknina í sjálfu sér og vegna þess hve markaðurinn er smár og óskipulagður. Raunar hef- ur kvenþjóðinni tekist að skipu- leggja hlutina mun betur en upp- hafsmennirnir og hefur hún verið stórum dugmeiri við að koma verk- um sínum á framfæri og sýna á al- þjóðavettvangi, en þá má ekki gleyma því að þær fengu sitthvað upp í hendurnar sem ekki var til staðar á árum áður. Þetta er svo ekkert annað en kraftaverk litið til þess að konurnar störfuðu í heima- húsum, og að stórum hluta til á jafn erfiðum og hættulegum vettvangi og málmætingum, með öllum þeim eitruðu sýi-um og óhreinindum sem því fylgir. Flestar hafa því er svo er komið snúið sér að öðrum geirum myndlistar, eða grafíklistar eins og tilfellið er með Sigrid, og nú er það tréristan og einþrykkið sem at- hafnasemi hennar beinist að. Drag- bítur íslenzkrar grafíklistar og um leið bókagerðar hefur annars lengstum verið skortur á verkstæði þar sem vel menntaðir fagmenn taka að sér að útfæra hugmyndir listamanna eftir að þær eru komnar TOrVIJST s a I u r i n ii KÓRTÓNLEIKAR Ymis lög og þjóðlög. Emil og Anna Sigga (Anna Sigríður Helgadóttir MS, Sigurður Halldórsson KT, Skarp- héðinn Þór Hjartarson T, Sverrir Guðmundsson T, Bergsteinn Björg- úlfsson Bar., Ingólfur Helgason B.) Ennfremur komu fram Brynhildur Asgeirsdóttir á pianó, og Hildigunn- ur Halldórsdóttir á fiðlu. Mánudagur- inn 23. marz kl. 20.30. ÆRIÐ langt er um liðið frá því er maður heyrði síðast í sönghópnum Emil og Önnu Siggu, sem mann rámar í að hafí fyrst komið fram fyr- ir a.m.k. áratug, ef ekki tveimur. Ef marka má gagnasafn blaðsins, kom hópurinn síðast fram á SV-horni landsins sumarið 1997. Skv. munn- mælaheimildum í hléi tónleikanna á mánudagskvöldið var kvað mezzos- ópran hópsins síðan verið í söng- námi á Italíu og komið heim í des- ember sl. Því þurfti að leita svona fanga eftir krókaleiðum, að engar slíkar upplýsingar þai- að lútandi var að fínna í tónleikaskrá, þótt sjálf- sagðar mætti kalla. Ekki sízt vegna þess hversu blandaðir sönghópar með „eina rödd á nef‘ eru enn fá- gætir hér á landi, þó svo að upp- sveifla virðist hafa orðið í kam- merkórum á undanförnum misser- um. Sex radda blandaður a eappella sönghópur er kröfuharður hljóm- listarmiðill og litlu eða engu auð- KRISTÍN ísleifsdóttir og Sigrid Valtingojer hjá gólfverki fyrrnefndu í gryfju Listasafns ASI. hinnar á miðilinn, - málminn, steininn, tréð, en það puð getur verið allt að 80% verklegu vinnunnar! Að ósekju má enn einu sinni minna á, að fagið eitt útheimtir margra ára nám vilji menn öðlast full réttindi og til eru þeir sem hafa orðið heimsfrægir fyrir snillitakta sína og andríki inn- an þess. Þessar hugleiðingar sóttu á lýninn vegna þess að hann getur ekki annað en tekið ofan íyrir þeirri þi-ykktækni sem við blasir á veggj- unum, en þá vaknar líka sú stóra spurning hvort þrykkið í sjálfu sér sé að verða aðalatriðið í grafíklist- inni, jafnvel meðal gróinna lista- manna. Það má að öllu samanlögðu slá því föstu að lítil upplög og ein- þrykk í ýmsum tilbrigðum séu ráð- andi á markaðnum í dag, í öllu falli meðal yngri kynslóðar, ásamt ýms- um þeim áhrifameðulum sem fyiT- um þóttu ófín og óekta, gott ef ekki svindl. Allt þetta er þó fullgilt í höndum hins menntaða listamanns og fyrir kom að hinir færustu gripu til þeirra, en óskandi að ferlið verði ekki aðalatriðið um langa framtíð. Lífheildir Sigrid Valtingojer eni í senn fullgildar og áhugaverðar þeg- ar best lætur, en nokkuð ber á end- urtekningum forma í einþrykki, og finnst mér satt að segja að listakon- an mætti huga meir að því að þrykkja heildstæðasta árangurinn í stærri upplögum eins og t.d. mynd- ina „Samleið" sem er í gangi uppi og illu heilli er einþrykk, en þar eru saman komnir margir bestu eigin- leikar hennar. Hin sterku japönsku áhrif sem lengi hafa einkennt myndheim listakonunnar eru vel merkjanleg og hún nær enn bestum tökum á viðfangsefnunum þegar hún heldur tryggð við þau. Kristín Isleifsdóttir einbeitir sér sem fyrr að mjög afmörkuðum verkefnum í anda japanskrar hefð- ar, en hún sótti menntun sína til þeirra fjarlægu slóða í austri. Held- ur góðu sambandi við allt sem jap- anskt er og til hámenningar horfír. Einfold og opin viðhorf til viðfangs- efnanna er meginveigurinn í sköp- unarferli verka hennar, svona líkt og í táknum kalligrafíunnar og svo mörgu öðru sem þessi fjölmenna þjóð hefur tileinkað sér til að halda velli á takmörkuðu landsvæði. Tákn og tungumál eru hér eitt og sömu- leiðis myndlist og tungumál, hvor tveggja sjónmenntir. Megum við ís- lendingar margt af þeim í austrinu nema, sem höfum lengi einblínt full- mikið á bókmálið og söguna í ljósi fomritanna, en handverkið að baki og lýsing þeirra mætt afgangi, þótt hvort tveggja sé einnig af hárri gráðu. Það er dýpri lífsspeki falin í þessum leik Kristínar með form, efni, áferð og ritmál en í fljótu bragði virðist. Ritmálið verður næstum að táknum á ytri og innri byrði sumra verkanna, ber í sér vís- anir til spakmæla, sem eru þó ekki aðalatriðið f sjálfu sér, einungis árétting um skyldleika og þannig gæti gólfverkið í gryfjunni táknað brunn viskunnar og sem slíkur allt eins átt heima á Árnastofnun. Felur nefnilega í sér rammíslenzkar skír- skotanir hvað sem öllum japönskum áhrifum líður. Bragi Ásgeirsson Djarflega teflt veldari viðfangs en blandaður söng- kvartett, sem reynslan hefur sýnt að útheimti áralanga stöðuga ástundun til að ná sannfærandi ár- angri. Gildir það jafnvel enn frekar um „létt“ eða djössuð viðfangsefni, sem mátti sjá nokkur dæmi um á dagskránni. Þetta vita músíkalskir meðlimir hópsins, sem flestir eru þaulreyndir hljómlistarmenn og tveir þeirra auk þess flinkir útsetj- arar, væntanlega mætavel, og því var nokkuð djarflega teflt að koma fram eftir hálfs annars árs hlé með í mesta lagi þriggja mánaða samæf- ingu að baki, enda vantaði stundum þónokkuð upp á að flutningurinn „sæti“ af þeim krafti, sannfæringu og sveiflu er til þarf, sérstaklega í djössuðum útsetningum. Var hin skemmtilega en vandasama útsetn- ing Sigurðar Halldórssonar á „Mað- ur hefur nú“ Gunnars Reynis Sveinssonar ekki eina dæmið um það, né heldur bráðfyndin útlegging Skarphéðins Þórs Hjartarsonar á Simba sjómanni Hauks Morthens (samanfléttuðum við James Bond- stef Monty Normanns og negrasálminn Go Down Moses). Þessi lög, og nokkur fleiri, hefðu auðheyranlega þurft á tölvert meiri samæfingu að halda, einkum hvað varðar inntónun og snerpu, til að skila öllu sínu. Brezku þjóðlögin úr söngbók The King’s Singers í fyrsta hluta runnu betur niður, enda sléttari útsetning- ar og meðfærilegri. Báru þar af hið undurljúfa Early One Morning (úts. Jeremys Jackmans kontratenórs í King’s Singers), frábær útsetning Johns Rutters á Barbara Allen við sérkennilegan chaconnukenndan pí- anóundirleik og skozki gikkurinn Nae Luck about the House við lipr- an fíðlusamleik Hildigunnar Hall- dórsdóttur, sem hefði þó mátt vera með aðeins þorpsfiðluiegri tón. Af vandskiljanlegum ástæðum virtist söngurinn í íslenzku lögunum heldur stirðari en í þeim ensku, bæði þarnæst („Hættu að gráta“ í fremur alþjóðlegri útsetningu SH, hið fyrrgetna „Maður hefur nú“ og Austurstræti hans Ladda (með líf- legu guiro-skafí, claves- /bongóslætti og sandhristuskaki) og í dagskrárlok, nema þá hafí valdið naumari æfíngartími. Einsöngur 2. tenórs í Blackbird McCartneys (úts. Runswisck) var fremur daufur, en Stuð á Skaganum LEIKLIST ItfóliiilIin, Akranesi í TÍVOLÍ Söngleikur í uppfærslu Leiklistar- klúbbsins NFFA og Skagaleikflokks- ins. Höfundar: Guðjón Sigvaldason, Steingrímur Guöjónsson og leikhóp- urinn. Tónlist og söngtextar: Stuð- menn. Leikstjóri: Guðjón Sigvalda- son. Tónlistarstjóri: Flosi Einarsson. Sýningarstjóri: Steingrímur Guðjóns- son. Hárgreiðsla: Stefa og Sossa. Leikendur: Bjarki Guðmundsson, Þórdís Ingibjartsdóttir, Steingrímur Guðjónsson, Júlíana Ómarsdóttir, Sveinbjörn Hafsteinsson, Hermann Guðmundsson, Davíð Stefánsson, Gunnar Hervarsson, Andrea Guð- mundsdóttir, Ólöf Guðmundsdóttir, Elsa Kiesel, Vera Knútsdóttir, Bára Daðadóttir, Elfa Hermannsdóttir og fjölmargir fleiri. Laugardagur 20. mars. STEINGRÍMUR Guðjónsson segir frá því í leikskrá að hann hafi fengið hugmyndina að þessum söngleik þegar hann var við vinnu sína að rafsjóða eitthvað... í öllu þessu söngleikjafári sem búið er að ganga yfír landið undanfarin ár, segir Steingrímur, hefur enginn sett upp söngleik í kringum hljóm- plötu Stuðmanna, „Tívolí“. Þess vegna var það að Steingrímur bauð stjórn Skagaleikflokksins heim upp á kók í gleri og appelsínulímonaði með lakkrísrörum og spilaði „Tívolí" fyrir þau. Skemmst er frá því að segja að þessi bráðgóða hugmynd er orðin að veruleika og er nú hægt að sjá afraksturinn í Bíóhöllinni á Akra- nesi, en það er hús sem ekki var stofnað til eða byggt af kotungs- hætti. Skagaleikflokkurinn og leik- listarklúbbur Fjölbrautaskólans unnu saman í fyrsta sinn að þessari uppsetningu og er að því samstarfi styrkur fyrir báða og ávinningur fyrir leiksýninguna. „Tívolí" er að mörgu leyti áhuga- verð sýning. Þeir sem eldri eru muna eftir þessum skemmtigarði í Vatnsmýrinni og líka eftir Vetrar- garðinum, en af þeim dansstað fór það orð að siðprúðar stúlkur vildu helst ekki sjást þar innan dyra og fóru því heimullega og piltarnir slógust af miklum krafti utan dyra því þar var svo mjúkt að detta. Þeir yngri sjá í svipinn hvernig afí og amma skemmtu sér, og það út af hið labbandi „vamp“ í Girl Talk (Hefty, úts. SH) komst skemmtilega til skila. Anna Sigga hafði þá þegar afrek- að það sem skóluðum óperusöngvur- um er næsta fátítt, að jafna víðgelmisvíbratóið niður svo félli vel að heildarsamhljómi hópsins, og var það nýtt í eyrum undirritaðs. Nú sýndi hún á sér enn nýja hlið í göml- um smelli Pointer-systra, „Fire“ (Springsteen), sem opinberaði lygi- lega sannfærandi dimmsvai'ta blús- söngkonu í vaggandi útsetningu Skarphéðins, og var sá einsöngur meðal hápunkta kvöldsins. Hin vel- þekkta blökkulokka ‘Round Midnight (Williams/Monk, úts. SH) bauð einnig upp á skemmtilegan einsöng hennar, nú án texta og í stíl við gúm-dempað trompet. Islenzku lögin í tónleikalok voru hins vegar frekar dauf í flutningi. Eftir predikun Valgeirs Guðjónsson- ar var of hægt, í Gegnum holt og hæðir úr söngleiknum Gretti (Egill Ólafsson, úts. SÞH) var nokkrum hljómum breytt til hins verra, og sí- græn Ástarsæla Gunnars Þórðar- sonar var of óhrein til að annars glimrandi útsetning Sigurðar Hall- dórssonar fengi notið sín að fullu. Ljóst var þó af öllu, að sextettinn hefur upp á mikið að bjóða. Lagaval- ið var fjölbreytt, skemmtilegt, víða metnaðarfullt og oftast vel útsett, og söngfólkið músíkalskt. Hið eina sem vantar að svo stöddu er það sem gall í Bessa Bjarnasyni um árið: „Vinna, vinna! Æfa, æfa!“ Ríkarður Ö. Pálsson fyrir sig er skemmtilegt, en ekki alltaf til eftirbreytni. Oft eru margir á sviðinu í hópat- riðum, og hefur Guðjón Sigvaldason sett þau vel á svið og víxlar oft talinu innbyrðis milli félaga í þvögunni, en það gerir talsverðar kröfur til leik- aranna ef vel á að vera. Margir taka hér lagið og af öi-yggi, og bíóatriðið, þegar sýnt er frá sýningu í Tripolíbíói, er einkar vel útfært. Persónusköpun er nokkur, þótt eðli málsins samkvæmt risti hún ekki djúpt. Þar ber einkum að geta ágætrar frammistöðu Bjarka Guð- mundssonar sem Elmars (Bjarki á framtíðina fyrir sér á leiksviðinu, ef honum svo sýnist), Steingríms Guð- jónssonar sem Þormars, og Gunn- ars Sturlu Hervarssonar sem Frímanns eldri. Tónlistin í meðfórum hljómsveit- arinnar undir leikinni stjórn Flosa Einarssonar er áheyrileg og góð eins og við er að búast. Þá eru bún- ingarnir í takt við tímann, hallæris- legir. Sýningin sjálf er það hins veg- ar ekki. Hún er lífleg og ágætis af- þreying, bæði fyrir áhorfendur og aðstandendur og gott dæmi þess hve mikil vítamínsprauta það er fyr- ir leiklistarlífið á einum stað þegar allir leggjast á eitt, burtséð frá því hvaða ártal er á kennitölu þeirra. Guðbrandur Gíslason húsgögn í úrvali Blaðagrindur Blómasúlur Gólfspeglar Stólar Púðar og margt fleira. ‘Dafía Fákafenill sími 568 9120
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.