Morgunblaðið - 24.03.1999, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 24.03.1999, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1999 47 Olafur konungur Tryggvason vitj ar nafns Það er ævaforn og jafnframt þjóðlegur siður að nefna börn eftir söguhetjum, köppum er gátu sér frægðarorð, hetjum, sem fóru í fylkingarbrjósti á vígvelli, herkonungum er lögðu undir sig lönd og þjóðir, kristnuðu bændur og hótuðu hörðu ef þeir köstuðu eigi trú feðranna af frjálsum vilja. Pétur Pétursson --------------- -----------------7------- kann að segja frá því hvernig Olafur Thors fékk Olafs-nafnið. SAGA Ólafs konungs Tryggvasonar, sem Tinna Gunnlaugsdóttir les óm- þýðri rödd um þessar mundir í dagskrárþættinum Víð- sjá, er eitt dæmi af mörgum um menningargrundvöll þann er Is- lendingar færa Norðmönnum á silfurfati. Beram saman framlag Holdös hins norska athafna- og stórþingsmanns er réð ríkjum í Krossanesi og mældi síld er ís- lenskir sjómenn færðu að landi, krafðist sjálfdæmis um stærð og gerð sjálfum sér til hagsbóta og sagnasjóð þann er Snorri Sturlu- son færði Norðmönnum að gjöf án kröfu um ritlaun fyrir stórvirki, sem veitti þeim þjóðlegan metnað og rétti hlut þeirra, efldi þrek og þrótt og jók þeim lífsmagn og löngun. Gott var að Tinna lagfærði framburð sinn á nafni Ástríðar drottningar. Þess gætir oft að ung- ir leikarar, sem standa nú í sviðs- ljósi samtíðar, hafa farið, margir hverjir á mis við nauðsynleg sagnatengsl við fyi'ri tíð. Keflið þarf að ganga hönd úr hendi. Breyttir þjóðhættir, orð, sem rekja uppruna sinn til atvinnu- hátta fyrri tíðar, líkingamál, sem er viðkvæmt og vandmeðfarið. Allt er það sameiginlegur sjóður sem ber að varðveita þótt heilsa beri með fögnuði nýyrðum og frjóvgun tungutaks. Tinnu ber þökk fyrir greindar- legan og góðan lestur. Nú skal enn vikið að nafngiftum. Mörgum foreldrum mun það minn- issætt er velja skyldi nýfæddu barni nafn. Þá var margs að gæta. Ættmenni og vinir, sem hafa þurfti í huga. Oft risu deilur og jafnvel óvild vegna nafngiftar. Stundum var gripið til tvínefna til þess að sætta sjónarmið. Það henti einnig að nafns var vitjað í draumi. Þá var höggvið á hnút og vandi for- eldra leystur. Engum sögum fer af því hvort Thor Philip Axel Jensen búhöldur- inn mikli og útvegsbóndinn frægi og eiginkona hans, Margrét Þor- björg Kristjánsdóttir, hafí valið barni því er frú Margrét bar undir belti nafn þegar leið að fæðingu og maður var sendur að sækja ljós- móður aðfaranótt 19. janúar 1892. Hjónin bjuggu í Borgarnesi þar sem Thor Jensen var kaupmaður, en hafði áður gegnt faktorsstöðu. Sendimaðurinn ríður greitt í átt að Rauðanesi í Borgarhreppi. Það er 8 km leið. Þar bjuggu þá hjónin Helgi Þórarinsson, bróðir séra Kristjáns Eldjárns Þórarinssonar, afa Kristjáns Eldjárns forseta, og kona hans, Jórunn Jónsdóttir frá Ásbjarnarstöðum í Stafholtstung- um. Jórunn hafði numið ljósmóð- urfræði hjá Jóni Hjaltalín land- lækni, ein hin fyrsta af nemendum hans. Jórunn dvaldist um alllangt skeið í Reykholti. Þar kynntist hún Helga er þá dvaldist í fóðurgarði, en Þórarinn faðir hans var um skeið prestur í Reykholti. Prests- syninum unga leist vel á ljósmóð- urina. Gekk til hennar og ávai'paði svofelldum orðum: Viltu ei rjóða veigalín vera góda konan mín. Svo mjög treystu bændur í Andakíl á „líknarhendur" Jórunn- ar sem ljósmóður að þeir byggðu út leiguliðum að Tungutúni til þess að Helgi og Jórunn gætu búið í héraðinu og sveitin notið þekking- ar Jórunnar og þjónustu. En síðan það gerðist voru liðnir áratugir og bjuggu þau hjón nú í Rauðanesi, sem fyrr segir. Rauðanes liggur að sjó, eins og nafnið bendir tfí. Þegar sendimaður Thors Jen- sens ríður í hlað í Rauðanesi er Jórunn ljósmóðir á fastasvefni „og varð ekki vakin, mönnum til mikill- ar undrunar“ segir Matthías Jo- hannessen í bók sinni um Olaf Thors. Þegar Jórunn vaknai' furð- ar engan þó fast væri sofið. Slíkar voru draumfarir hennar. Matthías segir frá: „Loks vaknar Jórunn og segir sig hafa dreymt undarlegan draum. Til mín kom Olafur kon- ungur Tryggvason og sagði: „Þú munt á þessu dægri taka á móti sveinbarni, og hann á að heita í höfuðið á mér.“„ Ólafur Thors fór ekki dult með skíi-narnafn sitt, Ólafur Ti-yggvason. Ættarnafnið Thors tóku þefí- bræður upp á þriðja áratugnum. Héðinn Valdimarsson síðar for- maður Dagsbrúnar og forstjóri 01- íuverslunar íslands var bekkjar- bróðir Ólafs á æskuárum. Var talin góð vinátta með þeim. Síðar breyttist það og varð pólitísk óvfíd. Ólafur rifjaði það upp í samtali að Héðinn hafi skopast að honum í blaðagrein fyrir að heita eftir Ólafi Tryggvasyni. Kvað Ólafur það gott að einhver hefði orð á því „því að ekki get ég sjálfur haldið því á lofti.“ Ingibjörg, eiginkona Ólafs, lét í ljós óánægju vegna nafnsins. Hún sagði: „Það er óskiljanlegt, að þú skyldir vera látinn heita eftir Ólafi konungi. Þetta var vondur maður og grimmdarseggur.“ Öði-uvísi var Kristjáni Albertssyni farið. Hann var frændi Ólafs. Ki'istján sagði: „Gerðarlegt og svipmikið andlits- fall hans (Ólafs) og rismikill hár- makki gátu minnt á ljónshaus - en góðlegan ljónshaus. Um hann mátti segja líkt og Heimskringla segir um Ólaf konung Tryggvason að hann væri manna glaðastur. Eg hef alltaf viljað mega skilja þessi orð svo, að Snorra muni hafa fund- ist Ólafi konungi gefið hlýrra góð- lyndi og meira fjör í hugsun á góðra vina fundum en flestum eða öllum öðrum.“ Sjálfur mun Ólafur hafa verið sama sinnis. Hann brosti er Ingi- björg kona hans nefndi grimmd Olafs konungs. Hann vildi heita eftir Ólafi konungi. Var stoltur af nafna sínum. Hafði ungur eignast sögu hans, lesið rækilega. Þótti mikið til konungs koma. Nefndi glæsimennsku, hugi'ekki og hug- sjónir. Nefndi kristniboð Ólafs konungs. Skrifaði grimmd trúboð- ans og skapofsa og misjafnt athæfi á reikning tíðarandans. í samtali við danska blaðakonu („Ninka“ undimtaði hún greinar sínar) segir Ólafur, og er þá e.t.v. með nafna sinn í huga: „... en nú verðið þér að vera svo góðar að skilja á milli þess, hvenær ég er einlægur og hvenær skúrkur - því ég er hvorttveggja.“ Ein minnisstæðasta persóna Ólafs sögu Tryggvasonar er Sig- ríður drottning í Svíþjóð, er kölluð var hin stórráða. Frásögnin um gullhring þann hinn mikla er Ólaf- ur tók úr hofshurðinni á Hlöðum, bónorð hans við Sigríði drottningu, álit smiðanna, sem telja hringinn eirblandaðan, missætti Sigríðar og Ólafs er hún neitar að ganga af trú sinni og Ólafur kallar hana hund- heiðna og laust í andlit henni með glófa sínum, er hann hélt á.“ Svar Sigiíðar við kinnhesti kon- ungs: „Þetta mætti verða vel þinn bani.“ Norskir fræðimenn eru flesth’ sammála um að saga Sigríðar hafi ekki átt við rök að styðjast. Hún sé skáldskapur Snorra. Hvað sem því líður hafa norskir listamenn teikn- að myndir af samfundum Ólafs konungs og Sigríðar stórráðu. Erik Werenskjöld lýsir fundi þeirra er þau ræða hjúskaparmál og átrúnað, heiðni og kristni. Vangasvipur Ólafs konungs er sagður minna á Friðþjóf Nansen, Norðmanninn nafnkunna. Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal kunni vel til verka og fór létt með að vitna í forn rit sem ný er hann átti í ritdeilum. Honum verður hugsað til Ólafs Tryggva- sonar er hann þarf að ná sér niðri á Þorsteini Gíslasyni ritstjóra í umræðum um fortíðar- eða fram- tíðardýrkun: „Og ekki er það síður merkilegt, hvernig tíminn endur- fæðist og sömu atburðimir endur- nýjast, lagaðir í annað foi-m eftir tímanum. Þorsteinn uxafótur ham- aðist á Orminum langa og barði með ás, þangað til Ólafur Tryggva- son skipaði honum að hætta, og berjast eins og maður; Þorsteinn hamast á Bjarka (blaði Þorsteins Erlingssonar) og berst með penn- anum, þangað til Þorsteinn Erl- ingsson skipar honum að hætta og fylgja tímanum betur.“ Ymsar stjórnarathafnir Ólafs Thors minna á sagnir um framferði Ólafs Tryggvasonar. Er þetta nefnt án þess að vitað sé um sann- leiksgildi staðhæfinga pólitískra andstæðinga Ólafs Thors. I eftir- málum, sem urðu að loknum 9. SIGRÍÐUR stórráða drottning - „Þetta mætti verða vel þinn bani.“ ÓLAFUR konungur Tryggva- son - „Hví mun eg vilja eiga þig hundheiðna?" Teikning/Halldór Pétursson ÓLAFUR Thors svarar Framsóknarmanni sem ber honum á brýn van- þekkingu og segir hann ekki þekkja mun á þorski og ýsu: „Þetta er al- veg rétt hjá þér, en ég þekki muninn á þorski og þér, en það eru ekki allir sem gera það.“ nóvemberóeirðum í Góðtemplara- húsinu þegar Héðinn Valdimars- son fór fyrir baráttusveit verka- manna, sem mótmæltu kauplækk- un, komst sú saga í hámæli að Ólaf- ur Thors hafi áformað að fangelsa forystumenn verkalýðs og þá sem gerðu aðsúg að bæjarfulltrúum og lögreglu, handtaka þá og loka inni í Sundhöll Reykjavíkur. Dæma þá síðan í langa refsivist. Um þessi áform - ímynduð eða þaulhugsuð og skipulögð - urðu snarpar deilur og kom jafnvel til handalögmála og ryskinga milli Hermanns Jónas- sonar og Ólafs Thors. Ólafur Tryggvason Noregskon- ungur varð frægur í sveitum Nor- egs er hann tók bændur í gíslingu og hótaði afarkostum ef þeir létu ekki að vilja hans. Á litríkum ferli sínum tengdist Ólafur Thors traustum vináttu- böndum við nafnkunna samherja. Sumir þeirra snerust þó gegn Ólafi og varð úr fáþykkja og óvild. Sig- urbjörn kaupmaður í Vísi telur að einhver „mestu vonbrigði Ólafs Thors í stjórnmálum hafi verið þegar Árni frá Múla skrifaði grein um hann í Vísi og „þóttist vera að fletta ofan aí honum“. Sigurbjörn las grein Árna fyrir Ólaf. Hann sagði í símann: „Og þú líka, bróðir minn Brútus.“ Ámi kvað síðar vegna her- stöðvakröfu Bandaríkjanna og af- stöðu stjórnvalda: Við skulum nota völdin römmu. Við skulum bara selja mömmu. Þegar Ámi varð viðskila við forna samherja í Sjálfstæðis- flokknum gaf hann út ljóðakver, „Geiáiljóð". Ludvig Hjálmtýsson formaður ungra sjálfstæðismanna, góðkunningi og málvinur greinar- höfundar, var einlægur vinur Árna frá Múla. Hann tók að sér að selja kvæðakver Árna. Gekk á fund Ólafs Thors og spurði: „Þýðir nokkuð að sýna þér þessa bók?“ „Láttu mig hafa 5 eintök en stein- haltu kjafti,“ sagði Ólafur. INGIBJÖRG og Ólafur Thors. Ingibjörgu þótti Ólafur Tryggvason grimmdarseggur. JÓRUNN Jónsdóttir ljósmóðir í Rauðanesi. Ólafur konungur Tryggvason vitjaði hennar í draurni og vildi ráða nafni sveinbams er hún tæki á móti. Jór- unn tók á móti Ólafí Thors. Ólafur var skírð- ur Ólafur Tryggvason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.