Morgunblaðið - 24.03.1999, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.03.1999, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1999 21 Kaupfélag Suðurnesja Úr ársreikningi 1998 fíekstrarreikningur 1998 1997 Breyt. Rekstrartekjur Milljónir króna 2.243,0 2.119,6 +5,8% Rekstrargjöld 2.163,0 2.068,2 +4,6% Fjármunatekjur (tjármagnsgjöld) 1,5 -9,5 Hagnaður af reglui. starfsemi 81,4 41,9 +94,3% Óreglul. tekjur og (gjöld) -0,4 2,2 Hagnaður ársins 59,6 30,4 +96,1% Efnahagsreikningur 31.12.98 31.12.97 Breyt. I Eignir: \ Fastafjármunir Milljónir króna Veltuf jármunir 412,5 380,3 426.4 299.4 -3,3% +27,0% Eignir samtals 792,7 725,8 +9,2% L Skuldir 00 eíaiú té: \ Sjóðir og eigið fé 302,6 238,7 +26,8% Langtímaskuldir 184,4 199,5 -7,6% Skammtímaskuldir 305,7 287,5 +6,3% Skuldir og eigið fé samtals 792,7 725,8 +9,2% Sjóðsstreymi 1998 1997 Breyt. Handbært fé frá rekstri Milljónir króna 114,2 105,0 8,8% Veltufjárhlutfall 1,2 1,0 Eiginfjárhlutfall 38,0% 32,9% Kaupfélag Suðurnesja Hagnaðurjókst um 96,1 KAUPFÉLAG Suðurnesja skilaði 59,6 milljóna króna hagnaði árið 1998 sem er 96,1% aukning frá fyiTa ári er hagnaður félagsins nam 30,4 milljónum króna. Hagn- aður af reglulegri starfsemi nam 81,4 milljónum króna samanborið við 41,9 milljónir króna árið 1997. Kaupfélag Suðumesja er alhliða samvinnufélag og er tilgangur þess að annast almenna verslunarstarf- semi, iðnað og þjónustu ýmiskonar. Félagssvæði þess er Suðurnes, Hafnarfjörður, Garðabær og Bessastaðahreppur. Kaupfélagið rak á árinu átta matvöruverslanir: þrjár Samkaups- verslanir í Hafnarfirði, Njarðvík og Isafirði, þrjár Sparkaups-verslanir í Keflavík, Sandgerði og Garði, lág- vöruverslunina Kasko í Keflavík og síðan litla þjónustuverslun í Kefla- vík. Þá rak félagið kjötvinnsluna Kjötsel í Njai'ðvík. prosent I árskýrslu kaupfélagsins kemur fram að í kjölfar umræðu í félaginu á liðnum ámm um breytingu á rekstrarformi þess var í lok ársins stofnað hlutafélagið Samkaup með það fyrir augum að það félag yfir- tæki verslunarrekstur kaupfélags- ins á ái'inu 1999. Hinn 1. janúar 1999 tók svo hið nýja félag, Sam- kaup hf., við öllum rekstri verslana og kjötvinnslu Kaupfélags Suðui-- nesja. Samkaup stefna á markað Stefnt er að því í framtíðinni að Samkaup verði opið félag á hluta- bréfamarkaði. Fyrirhugað er að fé- lagsmönnum kaupfélagsins verði boðinn forkaupsréttur við væntan- lega hlutafjáraukningu í Samkaup- um hf. síðar á árinu. Heildarhlutafé Samkaupa er nú 225 milljónir króna, allt í eigu Kaupfélags Suð- umesja. Lyfja kaupir hlut í Húsavíkur Apóteki Samstarf vegna verðsamkeppni LYFJA HF. hefur keypt þriðj- ungshlut í Húsavíkur apóteki af Guðna Kristinssyni lyfsala og eiginkonu hans Dagbjörtu Þyrí Þorvarðsdóttur, sem eftir söl- una eiga 2/3 hluta apóteksins. Samkvæmt fréttatilkynn- ingu frá Húsavíkur apóteki er tilgangurinn með sölunni að apótekið komist í samstarf við sterkan aðila sem nýtur bestu kjara hjá heildsölum og öðrum sem apótekin versla við. Guðni Kristinsson lyfsali í Húsavíkur Apóteki sagði í samtali við Morgunblaðið að ekki hefði verið um annan möguleika fyrir sig að ræða en fara í samstarf við Lyfju. „Það var enginn annar möguleiki, fólk ber verð svo mikið saman við það sem býðst á fjölmenn- ari stöðum. Einyrkjar eiga litla möguleika í þessari miklu sam- keppni sem ríkir á lyfjamark- aðnum,“ sagði Guðni. Guðni sagðist vonast til að geta lækkað verðið í apóteki sínu umtalsvert í kjölfar breyt- inganna. „Það er tilgangurinn með þessu og ég á von á að fólk verði vart við verðbreytingar strax á fimmtudaginn. Guðni segir að með þessu telji hann apótekið verða sam- keppnishæft við lyfjaverslanir á Akureyri og í Reykjavík. „Það er mikill fastakostnaður við rekstur apóteks, hár launa- kostnaður og annað, sem erfitt er að draga úr, og því er erfitt að hagræða í rekstrinum. Ég er mjög bjartsýnn á þetta samstarf og vona að fólk þurfi héðan í frá ekki að leita út fyrir bæjarmörkin eftir lyfj- um,“ sagði Guðni. Húsavíkur apótek og Lvfja munu einnig hafa samvinnu af ýmsu tagi og t.d. mun sam- vinna verða við vinnu á fræðsluefni sem bæði fyrirtæk- in njóta góðs af, að sögn Guðna. 818SIB' HM QUARTZ nXIKÍD" Takmarkaður sýningafjöldi: mið. 24/3 : fim. 25/3 fös. 26/3 : mið. 31/3 : fim. 1/4 : mið. 7/4 : fim. 8/4 : fös. 9/4 „Mikið var skemmtilegt... að fara niður í Iðnó í hádeginu, borða súpu og horfa á leikrit” S.A. DV 22/2 „Samskipti persónanna eru tekin föstum dramatískum tökum og vel er unnið úr efninu” s.H. MBL 19/2 „Það var gaman að koma ... og sjá einþáttung Kristjáns Þórðar Hrafnssonar” G.S. Dagur 23/2 „Sýningin er skemmtileg” S.H. MBL 19/2 Einróma dómar „Hádegisstundin í Iðnó er hugguleg og ... vel heppnuð” A.E. DV 19/2 „Verk Kristjáns er skýrt og skemmtilegt” m.þ.i>. rúv 1/3 „Hlý og góðlátleg kímni litar textann. Slíkur eiginleiki er dýrmætur” G.S. Dagur 32/2 „Magnús Geir Þórðarson leikstýrir verkinu bráðvel og er sérstaklega útsjónasamur” S.H. MBL 19/2 Borðhald hefst kl. 12:00. Sýningin hefst kL12:20 og lýkur um k!.12:50. V ferðaskrifstofa stúdenta Miðaverð kr.1.300,- Innifalið er rjómalöguð sveppasúpa með heitu brauði. Höfundur. Kristján Þórður Hrafhsson Ijoikstjóri: Magnús Geir Þóiðarson Leikendun Gunnar Hansson og Linda Ásgeirsdóttir vaka hugafell Patitaðu tímanlegct ístma 5 30 30 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.