Morgunblaðið - 24.03.1999, Page 21

Morgunblaðið - 24.03.1999, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1999 21 Kaupfélag Suðurnesja Úr ársreikningi 1998 fíekstrarreikningur 1998 1997 Breyt. Rekstrartekjur Milljónir króna 2.243,0 2.119,6 +5,8% Rekstrargjöld 2.163,0 2.068,2 +4,6% Fjármunatekjur (tjármagnsgjöld) 1,5 -9,5 Hagnaður af reglui. starfsemi 81,4 41,9 +94,3% Óreglul. tekjur og (gjöld) -0,4 2,2 Hagnaður ársins 59,6 30,4 +96,1% Efnahagsreikningur 31.12.98 31.12.97 Breyt. I Eignir: \ Fastafjármunir Milljónir króna Veltuf jármunir 412,5 380,3 426.4 299.4 -3,3% +27,0% Eignir samtals 792,7 725,8 +9,2% L Skuldir 00 eíaiú té: \ Sjóðir og eigið fé 302,6 238,7 +26,8% Langtímaskuldir 184,4 199,5 -7,6% Skammtímaskuldir 305,7 287,5 +6,3% Skuldir og eigið fé samtals 792,7 725,8 +9,2% Sjóðsstreymi 1998 1997 Breyt. Handbært fé frá rekstri Milljónir króna 114,2 105,0 8,8% Veltufjárhlutfall 1,2 1,0 Eiginfjárhlutfall 38,0% 32,9% Kaupfélag Suðurnesja Hagnaðurjókst um 96,1 KAUPFÉLAG Suðurnesja skilaði 59,6 milljóna króna hagnaði árið 1998 sem er 96,1% aukning frá fyiTa ári er hagnaður félagsins nam 30,4 milljónum króna. Hagn- aður af reglulegri starfsemi nam 81,4 milljónum króna samanborið við 41,9 milljónir króna árið 1997. Kaupfélag Suðumesja er alhliða samvinnufélag og er tilgangur þess að annast almenna verslunarstarf- semi, iðnað og þjónustu ýmiskonar. Félagssvæði þess er Suðurnes, Hafnarfjörður, Garðabær og Bessastaðahreppur. Kaupfélagið rak á árinu átta matvöruverslanir: þrjár Samkaups- verslanir í Hafnarfirði, Njarðvík og Isafirði, þrjár Sparkaups-verslanir í Keflavík, Sandgerði og Garði, lág- vöruverslunina Kasko í Keflavík og síðan litla þjónustuverslun í Kefla- vík. Þá rak félagið kjötvinnsluna Kjötsel í Njai'ðvík. prosent I árskýrslu kaupfélagsins kemur fram að í kjölfar umræðu í félaginu á liðnum ámm um breytingu á rekstrarformi þess var í lok ársins stofnað hlutafélagið Samkaup með það fyrir augum að það félag yfir- tæki verslunarrekstur kaupfélags- ins á ái'inu 1999. Hinn 1. janúar 1999 tók svo hið nýja félag, Sam- kaup hf., við öllum rekstri verslana og kjötvinnslu Kaupfélags Suðui-- nesja. Samkaup stefna á markað Stefnt er að því í framtíðinni að Samkaup verði opið félag á hluta- bréfamarkaði. Fyrirhugað er að fé- lagsmönnum kaupfélagsins verði boðinn forkaupsréttur við væntan- lega hlutafjáraukningu í Samkaup- um hf. síðar á árinu. Heildarhlutafé Samkaupa er nú 225 milljónir króna, allt í eigu Kaupfélags Suð- umesja. Lyfja kaupir hlut í Húsavíkur Apóteki Samstarf vegna verðsamkeppni LYFJA HF. hefur keypt þriðj- ungshlut í Húsavíkur apóteki af Guðna Kristinssyni lyfsala og eiginkonu hans Dagbjörtu Þyrí Þorvarðsdóttur, sem eftir söl- una eiga 2/3 hluta apóteksins. Samkvæmt fréttatilkynn- ingu frá Húsavíkur apóteki er tilgangurinn með sölunni að apótekið komist í samstarf við sterkan aðila sem nýtur bestu kjara hjá heildsölum og öðrum sem apótekin versla við. Guðni Kristinsson lyfsali í Húsavíkur Apóteki sagði í samtali við Morgunblaðið að ekki hefði verið um annan möguleika fyrir sig að ræða en fara í samstarf við Lyfju. „Það var enginn annar möguleiki, fólk ber verð svo mikið saman við það sem býðst á fjölmenn- ari stöðum. Einyrkjar eiga litla möguleika í þessari miklu sam- keppni sem ríkir á lyfjamark- aðnum,“ sagði Guðni. Guðni sagðist vonast til að geta lækkað verðið í apóteki sínu umtalsvert í kjölfar breyt- inganna. „Það er tilgangurinn með þessu og ég á von á að fólk verði vart við verðbreytingar strax á fimmtudaginn. Guðni segir að með þessu telji hann apótekið verða sam- keppnishæft við lyfjaverslanir á Akureyri og í Reykjavík. „Það er mikill fastakostnaður við rekstur apóteks, hár launa- kostnaður og annað, sem erfitt er að draga úr, og því er erfitt að hagræða í rekstrinum. Ég er mjög bjartsýnn á þetta samstarf og vona að fólk þurfi héðan í frá ekki að leita út fyrir bæjarmörkin eftir lyfj- um,“ sagði Guðni. Húsavíkur apótek og Lvfja munu einnig hafa samvinnu af ýmsu tagi og t.d. mun sam- vinna verða við vinnu á fræðsluefni sem bæði fyrirtæk- in njóta góðs af, að sögn Guðna. 818SIB' HM QUARTZ nXIKÍD" Takmarkaður sýningafjöldi: mið. 24/3 : fim. 25/3 fös. 26/3 : mið. 31/3 : fim. 1/4 : mið. 7/4 : fim. 8/4 : fös. 9/4 „Mikið var skemmtilegt... að fara niður í Iðnó í hádeginu, borða súpu og horfa á leikrit” S.A. DV 22/2 „Samskipti persónanna eru tekin föstum dramatískum tökum og vel er unnið úr efninu” s.H. MBL 19/2 „Það var gaman að koma ... og sjá einþáttung Kristjáns Þórðar Hrafnssonar” G.S. Dagur 23/2 „Sýningin er skemmtileg” S.H. MBL 19/2 Einróma dómar „Hádegisstundin í Iðnó er hugguleg og ... vel heppnuð” A.E. DV 19/2 „Verk Kristjáns er skýrt og skemmtilegt” m.þ.i>. rúv 1/3 „Hlý og góðlátleg kímni litar textann. Slíkur eiginleiki er dýrmætur” G.S. Dagur 32/2 „Magnús Geir Þórðarson leikstýrir verkinu bráðvel og er sérstaklega útsjónasamur” S.H. MBL 19/2 Borðhald hefst kl. 12:00. Sýningin hefst kL12:20 og lýkur um k!.12:50. V ferðaskrifstofa stúdenta Miðaverð kr.1.300,- Innifalið er rjómalöguð sveppasúpa með heitu brauði. Höfundur. Kristján Þórður Hrafhsson Ijoikstjóri: Magnús Geir Þóiðarson Leikendun Gunnar Hansson og Linda Ásgeirsdóttir vaka hugafell Patitaðu tímanlegct ístma 5 30 30 30

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.