Morgunblaðið - 24.03.1999, Síða 60

Morgunblaðið - 24.03.1999, Síða 60
60 MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ^ Skákþing Islands hefst á laugardag SKAK II e 11 i s h e i in i 1 i ð, Þönglabakka 1 SKÁKÞING ÍSLANDS 1999 27. mars - 4. aprfl SKÁKÞING íslands 1999 hefst á laugardaginn, 27. mars, með keppni í áskorendaflokki og opnum flokki. Tefldar verða níu umferðir. Fyrsta daginn verða tefldar 3 at- skákir og síðan kappskákir hina dagana. 1.-3. umf. laugardag 27. mars kl. 14 4. umf. mánudag 29. mars kl. 18 5. umf. þriðjudag 30. mars kl. 18 6. umf. miðvikudag 31. mars kl. 18 7. umf. föstudag 2. apríl kl. 14 8. umf. laugardag 3. apríl kl. 14 9. umf. sunnudag 4. aprfl kl. 14 Teflt verður eftir svissneska kerfínu. Umhugsunartími í kapp- skákunum er tvær klukkustundir á 40 leiki og síðan ein klukkustund til að ljúka skákinni. Þátttökurétt í áskor- endaflokki eiga: Tveir efstu úr opnum flokki 1998 Unglingameistari íslands 1998 Islandsmeistari kvenna 1998 Skákmenn með a.m.k. 1.800 skákstig Auk þess eiga efstu 6 menn svæðamóta sem skilgreind eru af stjórn SÍ þátttökurétt. Verð- laun í áskorendaflokki eru: 1. verðlaun kr. 20.000 2. verðlaun kr. 12.000 3. verðlaun kr. 8.000 Opinn flokkur er eins og nafnið gefur til kynna opinn öllum skák- mönnum. Þátttökugjald: 18 ára og eldri kr. 2.000 15-17 ára kr. 1.300 14 ára og yngri kr. 800 Teflt er í félagsheimili Taflfé- lagsins Hellis, Þönglabakka 1, Reykjavík. Skráning í áskorenda- og opinn flokk hefst á mótsstað klukkustund áður en fyrsta umferð hefst. Kranmik efstur í Mónakó Sex umferðum af ellefu er nú lokið á skákmótinu í Mónakó. Kramnik er enn efstur eftir að hafa sigrað Ivanchuk 2-0 í sjöttu um- ferð. Lautier heldur öðru sætinu. Hann gerði jafntefli í báðum skák- unum gegn Shirov. Topalov. náði Lautier að vinningum með því að sigra Nikolic V/2-V2. Staðan á mót- inu er þessi: 1. Vladimir Kramník .............2751 9 v. 2. -3. Joel Lautier............2596 TVi v. 2.-3. Veselin Topalov..........2700 7'A v. 4.-6. Anatoly Karpov...........2710 6V2 v. 4.-6. Alexei Shirov ...........2726 6V2 v. 4.-6. Viswanathan Anand ......2781 6V2 v. 7. Predrag Nikolic .............2633 6 v. 8. Vassily Ivanchuk ..........2714 5V4 v. 9. -11. Boris Gelfand ........2691 4!4 v. 9.-11. Ljubomir Ljubojevic....2571 4‘/2 v. 9.-11. Loek van Weiy .........2632 4'A v. 12. Jeroen Piket..............2619 6'A v. Þorvarður Ólafsson sigrar á atkvöldi Þorvarður F. Olafsson sigi’aði á fjölmennu atkvöldi Hellis sem fram fór á mánudaginn. Þorvarður hlaut 5lÁ vinning af 6 mögulegum. Hann vann allar sínar skákir nema hvað hann gerði jafntefli við Stef- án Arnalds. Annar varð Róbert Harðarson með 5 vinninga og í 3.-4. sæti komu Ingvar Orn Birg- isson og Gunnar Björnsson með 4V2 vinning. Urslit urðu annars sem hér segir: 1. Þorvarður F. Olafsson ......514 v. 2. Róbert Harðarson .............5 v. 3. -4. Ingvar Orn Birgisson...4V-z v. 3.-4. Gunnar Björnsson .......4*/2 v. 5.-9. Stefán Araalds, Kjartan Guðmunds- son, Sæbjörn Guðfínnsson, Kristján Örn El- íasson og Ingibjörg Edda Birgisdóttir.........4 v. 10.—11. Guðjón Heiðar Val- garðsson og Benedikt Egiísson ........3V2V. 12.-16. Gústaf Smári Björasson, Einar Kristinn Einarsson, Páll Óskar Kri- stjánsson, Andrés Kol- beinsson og Sigurður Ingason ...........3v. 17.-19. Ruben Ordonez, Þórður Ingólfsson og Jón Bjarnason........2}A\. 20.-24. Viktor Orri Val- garðsson, Harald Björas- son, Jón Karl Árnason, Jón Orri Kristjánsson og Viktor D. Sigurðsson .2 v. 25.-26. Pétur Jóhannesson og Dennis Purchell. .IV2 v. 27. Máni Atlason...1 v. Mótið var haldið í Hellisheimilinu í Þönglabakka. Skákstjóri var Gunnar Bjömsson. Næsta atkvöld verður haldið mánudaginn 12. apríl kl. 20. Kasparov teflir við ráðherra Eins og greint var frá í síðasta skákþætti tefldi Kasparov tvær skákir gegn Fritz skákforritinu á CeBIT tæknisýningunni í Þýska- landi. Þegar skákunum var lokið stormaði innanríkisráðherra Þýskalands, Otto Schily, í salinn ásamt fríðu föruneyti og fiölda blaðamanna. Otto er skákáhuga- maður og skoraði á Kasparov. Þeir tefldu eina skák. Þrátt fyrir að ráðhemann kynni gi-einilega ýmis- legt fyrir sér varð hann að játa sig sigraðan eftir 30 leiki. Þess má geta að reglulega er haldin skákk- eppni milli þýskra stjórnmála- manna. Mót á næstunni Taflfélagið Hellir: Kvennamót sunnudaginn 28. mars klukkan 13. Daði Örn Jónsson Hannes Hlífar Stefánsson Gary Kasparov Pallbílaeigendur Þeir sem hafa áhuga á að panta pallhús fyrir sumarið hafið samband við okkur hið fyrsta: Höfum enn fjölbreyttara úrval og nýjar gerðir að bjóða. Pallhús sf., Armúla 34, símar 553 7730 og 561 0450 I DAG VELVAKAMII Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Lopapeysur og undirföt KONA hafði samband við Velvakanda og var hún að velta því fyrir sér hvar lopnapeysumar sem „Eddý‘ pijónai’ fást. Eins langai’ hana að vita hver er með umboð fyrir nærfötin „Skiný'. Þeii’ sem hafa þessar upplýsingar hafi samband í síma 551 7787. Tapað/fundið Svört hliðartaska týndist SVÖRT hliðartaska týndist 6. mars á Astro. I töskunni var veski með skilríkjum og vínrauður GSM-sími, Nokia 5110. Skilvís finnandi hafi samband í síma 554 5358. Lyklakippa týndist í Rúmfatal- agernum Sl. fóstudag týndist lykla- kippa með bíllyklum og fleiri lyklum í Rúmfatala- gernum, Skeifunni. Skil- vís finnandi vinsamlegast hafi samband við af- greiðslufólk í Rúmfatala- gernum eða í síma 568 7499. Grænn GSM-sími týndist GRÆNN NOKIA 6110 GSM-sími týndist sl laugardagskvöld í mið- bæ Reykjavíkur. Skilvís finnandi skili símanum til lögreglunnar, eða hafi samband við Sigga í síma 554 1467. Fundar- laun. ■ Morgunbl/Sverrir Börn að leik á Djúpavogi. SKAK Lni.vjón Margcir Péturvson STAÐAN kom upp á opnu alþjóðlegu móti í Dyfed í Wales í febrúar. D. Gorm- ally (2.455) hafði hvítt og átti leik gegn S. Zeidler (2.220). 26. Hfl! og svartur gafst upp, því 26. - Bxh4 27. Hf8 er mát og hann getur í mesta lagi tafið mátið í fjóra leiki til viðbótar. HVÍTUR mátar í fimmta leik Víkverji skrifar... KRAFTUR og dugnaður skein í gegn í viðtali í Morgunblaðinu fyrir nokkru við Ki’isti’únu Davíðs- dóttur, sem hryggbrotnaði í slysi í stólalyftunni f Skálafelli síðasta dag febrúarmánaðar. Kristi-ún er á batavegi og í samtalinu segir hún að mænan hafi sloppið ósködduð, brotið hafi verið spengt saman, hún sé aðeins farin að hreyfa fætuma og mátturinn í fótunum aukist dag frá degi. Síðan segir Ki-istrún: „Ég er sjálf alveg sannfærð um að ég kem til með að standa upp aftur. Það kemst enginn efi að í mínum huga um það, en það getur tekið tíma.“ Það þarf kjark til að tala svona eftir alvarlegt áfall og dugnaður sem Kristrúnar er vísasti vegurinn til að ná bata. EKKI verður sagt að sami kraftur hafi einkennt þá sem tryggja eiga öryggi fólks eins og hægt er í stóla- lyftunni í Skálafelli. Tveimur dögum eftir slysið var haft eftir starfs- manni Vinnueftirlits „að engar brotalamir væm í lyftunni og að eft- irlitsmaður hefði bragðist rétt við þegar siysið varð“. Tæpum tveimur vikum síðar mátti litlu muna að annað alvariegt slys yrði í Skálafelli og fleiri dæmi hafa verið nefnd um að litlu hafi mátt muna þar. í kjölfar síðara at- viksins var lyftunni lokað í nokkra daga, endapallur var stækkaður, púðar fjarlægðir og eftirlitsmönn- um fjölgað, að því er kom fram í Morgunblaðinu föstudaginn 12. marz. Bláfjallanefnd, íþrótta- og tóm- stundaráð og Vinnueftirlit voru nú komin í málið af krafti og í Morgun- blaðinu 17. marz kemur fram að at- hugun Vinnueftirlits beinist að klemmihættu í stólum lyftunnar og haft er eftir framkvæmdastjóra Vinnueftirlits að sama vandamál sé uppi varðandi fleiri lyftur. Föstudaginn 19. marz er síðan greint frá því í frétt í blaðinu að rekstur lyftunnar geti hafizt á ný og ýmsar úrbætur hafi verið gerðar á stólum, endastöð og frárennslis- braut, hæð undir endahjól hafi verið lækkuð og eftirlitsmönnum fjölgað. í fréttinni segir að eftir breytingar séu stólar lyftunnar nú „eins og þeir vom í upphafi". XXX VONANDI duga þessar úrbætur til að koma í veg fyrir að fleiri slys verði á þessum vinsæla skíða- stað og betra er seint en aldrei. Við- skiptavinir skíðasvæðanna verða að geta verið sæmilega öruggir þegar þeir eða t.d. böm þeima nota mann- virkin. Verði hins vegar slys eða óhöpp sem hugsanlegt er að rekja megi til mannvirkjanna er það krafa fólks að við verði brugðizt þegar í stað. í þessu tilviki þurfti alvarlegt slys til að ýta við ráðamönnum og eitt slys virtist ekki nóg. Annað óhapp 11 dögum síðar virðist hafa orðið til þess að hjól kerfisins færu loks að snúast af krafti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.