Morgunblaðið - 21.04.1999, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 21.04.1999, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skjót viðbrögð bænda og dýralækna vegna áður óþekkts afbrigðis lungnapestar Bólusetning hafín við lungnapestinni Morgunblaðið/Sverrir BÆNDUR hlýddu af áhuga á útskýringar Sigurðar Sigurðarsonar, dýralæknis á Keldum, og Halldórs Run- ólfssonar yfirdýralæknis á fundi um lungnapestina í gær. Þorvaldur Jónsson, Sigurður Jónsson, Snorri Jóhannesson, Brekkukoti. Hraunsási. Augastöðum. Ólafur Kristófers- Dagbjartur Dagbjarts- Kolbeinn Magnús- son, Kalmanstungu. son, Refsstöðum. son, Stóraási. SAMÞYKKT var með öllum greidd- um atkvæðum á fundi bænda í Borg- arfirði að menn myndu bólusetja fé sitt gegn áður óþekktu afbrigði lungnapestar hér á landi sem fyrst og var bóluefni til þess afhent í gær. Sigurður Sigurðarson, dýralæknir á Keldum, og Halldór Runólfsson yfirdýralæknir mæltu með því að allir bændur af Hvítársíðu, úr Hálsasveit, Reykholtsdal og Flóka- dal bólusettu fé sitt hvort sem þeir rækju það á afrétt eða ekki. Bændur tóku vel í þessi tilmæli og vildu menn tryggja að einstakir bændur myndu ekki skorast undan þessum tilmælum. Sigurður mælti með því að féð yrði bólusett sem fyrst þar sem lungnapestin kæmi upp á mjög við- kvæmum tíma. Mikilvægt væri að bólusetja fyrir sauðburð svo mótefni myndaðist í broddinum og þá þyrfti ekki að bólusetja lömbin. „Eg sé ástæðu til að bregðast hratt og ör- ugglega við þessari pest af því af- brigðið er áður óþekkt hér á landi og við höfum ekki reynslu af því. Reynslan hefur sýnt að okkar fé bregst öðruvísi við ýmsum sjúkdóm- um en fé erlendis, meðal annars vegna langrar einangi-unar þess,“ sagði Sigurður í samtali við Morg- unblaðið í gær. Komist hjá niðurskurði Halldór Runólfsson yfirdýralækn- ir sagði á fundinum í gær að ekki væri nauðsynlegt að hefja niður- Ný þota til Flugleiða ÞOTA af gerðinni Boeing 757- 200, sem ber allt að 189 far- þega, bætist í flugflota Flug- leiða í dag. Tekið verður á móti henni með viðhöfn þegar hún lendir á Keflavíkurflug- velli kl. 16:30. Samkvæmt því sem fram kemur í fréttatOkynningu frá fyrirtækinu hafa tvær aðrar þotur af sömu gerð verið pantaðar hjá Boeing-verk- smiðjunum og munu þær verða afhentar árin 2000 og 2003. Tvær stærri þotur, af gerð- inni 757-300, bætast í flugflot- ann árin 2001 og 2002. skurð á fé að svo stöddu. Mikilvæg- ara væri að hefja aðgerðir sem gætu stemmt stigu við útbreiðslu pestar- innar og fræðsla væri einn liður í því. „Vitneskja frá útlöndum segir okkur að þessi pest valdi tjóni þar sem hún stingur sér niður. Bólu- setning á að geta komið í veg fyi-ir tjón og það er full ástæða til að taka þetta föstum tökum og uppræta pestina sem allra fyrst,“ sagði Hall- dór. Upptök sjúkdómsins í þessu til- viki era óljós en vart varð við af- brigðið á bænum Kalmanstungu í Borgarfirði í febrúar sl. „Einhvern veginn hefur þetta komið upp. Við þekkjum þetta afbrigði ekki í sauðfé hér á landi og engar líkur eru til þess að þetta hafi borist frá útlönd- um. Það er spurning hvort þessi gerð bakteríunnar hafi verið hér án okkar vitneskju eða hvort hér sé um stökkbreytingu að ræða, án þess að ég hafi hugmynd um það hvort þessi baktería stökkbreytist," sagði Sig- urður. Að sögn Sigurðar getur sjúkdóm- urinn einnig komið upp vegna streitu í fé, ofkælingar, trekks, snöggra fóðurskipta eða slæmrar loftræstingar ef sýkillinn er til stað- ar. 6-7% hjarðarinnar veikjast Smit þessa afbrigðis lungnapest- arinnar lifir allt frá einum degi til nokkurra daga utan kindarinnar. Smit berst helst á milli við samgang fjár og getur borist innan bæja með skófatnaði og hlífðarfatnaði. Að sögn Sigurðar getur fé sem veikist en lifir af og fé sem smitast en veikist ekki borið smit í sex mánuði eða lengur. Pestin er bráður bakteríusjúkdómur og getur fé gengið með smit í 10-14 daga eða lengur áður en einkenni sjást. Algengt er að frá því einkenna verður vart drepist kindur á 1-2 dögum og algengast er að 6-7% hjarðarinnar veikist. Á fjórða tug bænda voru á fundi Sigurðar og Halldórs í Brúarási í Hálsasveit 1 gær. Margir keyptu bóluefni og kostar það 15 krónur á hverja kind. Bólusetja þarf í tvígang nú í vor, ær einu sinni í haust en lömb tvisvar og svo tvisvar næsta vor. Margir bændur í sveitarfélag- inu byggja búskap sinn eingöngu á búfénaði og ætluðu þeir sem Morg- unblaðið ræddi við að bólusetja sem fyrst. Flestir vora tiltölulega rólegir yfir ástandinu og trúðu því að allir myndu bólusetja sitt fé og hefðu efni á því. Nokkuð bar á áhyggjum af því að einhver myndi skorast undan en flestir voru þó bjartsýnir á að allir gengju í verkið. Hagsmunir þeirra sjálfra séu í húfi því skorist einhver undan geti menn þurft að bólusetja reglulega næstu áratugi. Kostnaður viðráðanlegur „Þegar svona kemur upp þurfa allir að stilla saman krafta sína og taka á málinu. Það er nauðsynlegt að bregðast við áður en fénu verður sleppt í vor,“ sagði Þorvaldur Jóns- son, formaður fjallskilanefndar og bóndi í Brekkukoti í Reykholtsdal. Sigurður Jónsson, bóndi í Hraunsási í Hálsasveit, sagði að sér sýndist að ekki stefndi í neina kata- strófu þar sem menn ætluðu að bólusetja nú þegar. Sagði hann kostnaðinn viðráðanlegan jafnvel þótt bólusetja þyrfti fimm umferðir, en stærstu búin væru með milli tvö og fjögur hundruð fjár. „Eg trúi ekki öðru en að allir bólusetji. Skorist einhver undan get- um við þurft að bólusetja næstu ára- tugi. Það kemur einungis niður á okkur sjálfum ef við geram það ekki,“ sagði Snorri Jóhannesson, bóndi á Augastöðum í Hálsasveit. Olafur Kiistófersson, bóndi í Kalmanstungu, er með á fjórða hundrað kinda. Sjúkdómurinn kom upp á bæ hans í febrúar og varð hann var við hann þegar nokkrar kindur drápust. Pestin gekk yfir á þremur vikum og hætti fé að drep- ast þegar hann gaf því lyf. 5% af hjörðinni veiktust og segist Olafur ekki geta gert sér í hugarlund hvers vegna pestin kom upp. „Við eram sjóaðir í svona hlutum og það er ekkert annað að gera en að bólusetja. Það bætist bara enn ein bólusetningin við,“ sagði Dag- bjartur Dagbjartsson, bóndi á Refs- stöðum í Hálsasveit. Kolbeinn Magnússon, bóndi að Stóraási í Hálsasveit, sagði að menn væru tiltölulega rólegir yfir pestinni vegna skjótra viðbragða en bólu- setja þyrfti milli 5-6.000 fjár. Sagði hann að líklega myndi pestin ekki seinka því að fénu yrði sleppt á af- rétt í sumar. Saga listarinnar eftir E.H. Gombrich er vinsælasta listasaga allra tíma og hefur verið þýdd á um 30 tungumál. „Þarf helst að vera til á hverju heimili." Morgunblaðið N Mál og menning 18 • Simi 515 2500 • Síðumúla 7 • Simi 510 2500 Stöðva ber framkvæmd- ir við Lauga- veg 53b ÚRSKURÐARNEFND skipu- lags- og byggingarmála úr- skurðaði sl. fimmtudag að stöðva ætti byggingarfram- kvæmdir við Laugaveg 53b þar til fjallað hefur verið á ný um kæruatriði nágrannanna sem kært hafa framkvæmdina. Nefndin felur borgarstjóm að sjá til þess að framkvæmdum verði hætt en í gær vom menn þar enn að störfum. Að sögn Magnúsar Sædal, byggingarfull- trúa Reykjavíkurborgar, barst úrskurðurinn honum í fyrradag. „Ég reikna með að það sé í mín- Morgunblaðið/Ásdís um verkahring að stöðva fram- kvæmdiraar og það mun ég gera en ég reikna einnig með að þessir aðilar sem eru að byggja þarna og einnig hafa fengið úr- skurðinn í hendur að þeir kunni að lesa,“ sagði hann. „Mönnum ber að fara að Iögum.“ ■ Úrskurðarnefnd/61
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.